14.6.2009 | 14:23
Eftir sjómannadag
Hátíðarhöld Sjómannadagsins tókust allstaðar veil að ég held. Veðrið hélt sér á lágu nótunum hvað vind og vætu varðaði. Gamlar sjóuglur heiðraðar. Og blómssveigar settir við minnismerki. En mér finnst satt að segja vanta eitt minnismerki. Við hliðina á minnismerki um óþekkta sjómanninn mætti reisa minnismerki um óþekktu sjómannskonuna.
Á bak við nafnið sjómannskona liggur oft mikil saga. Oftar en ekki mikil harmsaga. Þessu konum hefur að mínu mati alltof lítill gaumur verið gefinn. Mér hefur undanfarið oft hugsað til sjómannskonunnar. Skip hafa týnst og farist. Hér á árum áður hlustuðu konurnar oft á "bátabylguna" sérstaklega þegar ill veður gengu yfir. Og ef ekkert heyrðist í"þeirra"bát komu áhyggurnar.
Oftast var um léleg loftnet eða léglega geyma um að ræða. En oftar en ekki var alvara á ferð. Þá þurtu konur að takast á við stóra hluti. Láta börnin t.d.ekki finna fyrir kvíðanum og sv fr. Þetta átti við dagróðrabátana. Togarnir gátu líka"dottið"út vegna fyrrgreyndra ástæðna. Ef þeir skiluðu sér ekki á "códatímum"
Þá tóku códafélagarnir sig til og náðu sambandi t.d. á VHF eftir að þau tæki komu í gagnið. Eða menn spurðust fyrir uns skipið kom í leitirnar. Svo fengu skip áföll og það fréttist strax í land. Þegar svona skeði þá var dagurinn langur hjá sjómannskonunni. Í janúar 1960 tæpu ári eftir að b/v Júlí fórst á Nyfundnalandsmiðum skilaði togarinn Úranus sér ekki á códatímanum. Leit var hafinn.
Forsíða Mbl miðvikudaginn 13 jan þvert yfir með stærsta letri:"Óttast er um togaran"Úranus"á Nýfundnalandsmiðum. Og undirfyrisögn"Síðast heyrðist til hans á sunnudagskvöld "og svo Ofsaveður hamlar leit skipa og flugvéla.Og enn síðar.Tekið er að óttast um Reykjavíkurtogarann Úranus,sem að undanförnu hefur verið að veiðum á Nýfundnalandsmiðum,en þangað fór hann 28 desember..Á Úranusi er 28 manna áhöfn.Skipstjóri er Helgi Kjartansson en eigandi Júpiters hf í Reykjavík.
Ekki hefur heyrst til togarans síðan á sunnudagskvöld.Hafði togarinn Þormóður Goði samband við Úranus síðast kl 10.þegar hætti að heyrast frá togaranum.Á forsíðu er einnig viðtal við Ólaf Björnsson sem var fastur loftskeytamaður á Úranusi en var í fríi,hann segir þar m.a: ":Ég tel enga ástæðu til að óttast um skipið að svo komnu máli.Mjög víðtæk leit var gerð að togaranum.Bæði frá Canada,Nýfundnalandi og Íslandi(Keflavík)
Ólafur loftskeytamaður hafði rétt fyrir sér því á forsíðu Mbl fimmtudaginn 14 jan.þvert yfir með stærsta letri Úranus fundinn og skipshöfn hans heil á húfi.síðan með smærra letri Fagnaðarbylga fór um Reykjavík er gleðitíðindin bárust og svo Almáttugur hvað maður er búinn að vera hræddur.
Síða er sagt frá að senditæki togarans hafi bilað.Mbl var áheyrandi að eftirfarandi samtali milli skipverja á Þormóði Goða og vandamanns hans í landi. Þ.Goði:"þeir eru búnir að finna hann "Kona" í Rvík:"Eru þeir búnir að finna hann,Guðs sé lof" "Þ.Goði:"Já hann er 200 mílum á eftir okkur" "Konan:"Ó hvað það er dásamlegt. Þ.Goði:"Það var eitthvað biluð hjá honum senditækin og hann getur ekki látið til sín heyra,en það virist allt vera í lagi hjá honum" "Kona": "Almáttugur guð,hvað maður er búinn að vera hræddur"". b/v Þormóður Goði Ég tek þetta sem dæmi um sálarástand( ef maður má komast svo skáldlega að orði ) hjá sjómannskonunni. Takið eftir þessum orðum hjá konu skipsverjans á Þormóði Goða:"Almáttugur guð,hvað maður er búinn að vera hræddur". Þetta lýsir meir en þúsund orð líðan sjómannskonunnar. Hennar maður var óhulltur en starfsfélagar hans höfðu verið týndir en nú fundnir. Það er ekki að ófyrirsynju að í hópi harðasta baráttufólks fyrir bættu öryggi sjómanna eru sjómannskonur.
Og margar staði þar framar öðrum. Ná þar nefna t.d. Rannveigu Vigfúsdóttir konu hins affarasæla skipstjóra Sigurjóns Einarssonar kenndan við b/v Garðar frá hafnarfirði og Gróu Pétursdóttir konu hins, einnig affarasæla skipstjóra Nikulása K Jónssonar kendan við b/v Otur. Þessar konur koma bara upp í hugan í fljótu bragði sem framverði í baráttunni hér á árum áður.
En það eru tugir ef ekki hundruðir af Rannveigum og Gróum sem við,sem sjómennsku höfum haft og eða höfum að atvinnu eigum jafnvel allt upp að unna. Mér finnst satt að segja að við ættum að heiðra minningu hinnar óþekktu sjómannskonu með einhverskonar minnismerki sem svo lagður yrði svo blómsveigur að á Sjómannadaginn. Mér finnst sú ágæta kona eiga það skilið af þjóðinni.
Hve oft hefur hún ekki þurft að bíða kvíðinn milli vonar og ótta af fréttum af fyrirvinnunni . Og í mörgum tilfellum fleiri en 1 úr fjölskyldunni.Syni,föður,bróðir mági. Stundum breittist vonin í söknuð og öfugt. Ég vil að minningu þessara kvenna verði sómi sýndur og hann verði tekinn inn í hátíðathöld Sjómannadagsins.
Sleppð þessu ráðherrabulli í ræðuhöldum Sjómannadagsins og látið sjómannskonuna tala. Látið hana segja ykkur hvernig það er að reka heimili með X börnum X afborgunum af x atriðum. Láta þær segja frá kvíðanum í vondum veðrum. Láta segja frá hvernig það er að vera öfunduð af einhverjum X launum sem kallinn hefur sem svo kemur drulluþreyttur heim alveg búinn á ´þí.
Nú skora ég á hagmælt fólk að vera búið,fyrir næsta sjómannadag, að semja ljóð sem einhver góður hljómlistarmaður gæti svo samið, lag við og sungið verði svo á Sjómannadögum framtíðar um leið og Íslands Hrafnistumenn. Einhverstaðar stendur:" að ber er hver að baki nema sér bróður eigi! Ég vil meina :"að ber er hver sjómaður,að baki nema konu eigi. Læt þetta duga í bili. Bið þann sem FLESTU ræður að vísa okkur hinn rétta veg til sjós og lands. Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 536128
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Kæri bloggvinur, þetta er frábær grein hjá þér og ég tek undir með þér að gera minnismerki um sjómannskonuna. Það er ekki bara minnismerki sem vantar það vantar líka í söguna það starf sem þessar konur unnu. Ég grúska mikið í gömlum bókum og blöðum sérstaklega ef þau eru tengd Vestmannaeyjum. Ég hef tekið eftir því að sáralítið hefur verið skrifað um konur og líf þeirra og strit.
Það er líka merkilegt Óli hvað fáir setja inn athugasemdir við svona skrif sem virkilega eiga að fá menn og konur til að hugsa.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.6.2009 kl. 21:34
Sæll Simmi! Þú þekkir betur sögu sjómannskonunnar en ég sem alin var upp innan um mjólkurbrúsa og mjölsekki. Og mig grunar að þú hafið fengið að heyra frá 1stu hendi þegar kvíði breyttist í sorg. En mér fyndist það verðugt verkefni komandi tima að reisa þeim minnisvarða. Og það virðist vera hálfgert sinnuleysi hjá sjómönnunum sjálfum hvað daginn varðar. Og það er miður hvernig gömul verkkunnátta er á miklu undanhaldi. T.d kappróðurinn. Ekki veit ég hvað færeyingar hefðu gert við þá menn sem hefðu sýnt sömu takta í heimabyggðinni sinni fyrir Ólafsvökukappróðurinn og voru sýndir hér á sjómannadaginn. Enda var víst "smalað" á bryggjunni í sumar áhafnirnar, Nú svo er kappbeitning og reiptog dottið uppfyrir í hátíðathöldunum sem annar voru tókust mjög vel hér um daginn. En gamlir"nöldrarar"verða líka að fá aðeins vera með. En sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.