Tími til kominn

Ég fagna þessari ákvörðun ráðherra félagsmála. Hún hefði mátt vera tekin löngu fyrr. Þó bregði fyrir hálfgerðri kosningasviðalykt af þessu þá er þetta mjög svo gott mál.

 

Mér finnst satt að segja aldrað fólk sem er með bogið bak kræklótta fingur,ónýtar mjaðmir sem er búið að fórna sér fyrir að það fólk sem nú er að mennta sig t.d. eiga það skilið.   Og margt af þessu  fólki , kannske sérstaklega verkamenn og konur,bændur og konur þeirra og iðnaðarmenn og konur þeirra sem ekki borguðu í lífeyrissjóði, sem ekki komu fyrr en það var komið yfir miðjan aldur stendur virkilega höllum fæti í dag.

 

Ég held að lífeyrissjóðirnir ættu að láta af þessari ofurlaunastefnu og lúxusjeppastyrkjum og taka meiri þátt í byggingu almennilegra íbúða handa þessu fólki. Það á það skilið af þjóðinni sem í dag nýtur ávaxta af lífstarfi þess,að þeim sé búið áhyggjulaust æfikvöld. Læt þetta duga í bili Kært kvödd


mbl.is Tæpum milljarði úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við tökum af fé lífeyrissjóða (til viðbótar við það sem fer í að reka lúxusjeppana) til þess að byggja og reka hjúkrunarheimili, þá verður minna eftir til að greiða þessu sama fólki lífeyri, sem er nógu knappur samt.

Prometheus (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 07:45

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Prometheus. Um leið og ég ósks þér gleðilegs sumars þakka ég fyrir innlitið,.Ég hef nú ekki sett mig inn í þessi mál að gagni. En ég hef hlustað fréttir af lífeyrissjóðunum .Af bruðlinu þar, sem mér skilst að stifti jafnvel milljörðum kr. Og ég hefi heyrt og séð málflutning  Helga í "Góu" Sértu ávallt kært kvdddur

Ólafur Ragnarsson, 24.4.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 536294

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband