Bull

"Hann lýsti því yfir, að hann hefði aldrei hyglað einu eða neinu fyrirtæki og myndi ekki gera það í nútíð eða framtíð" Þetta segir maður sem þegið hefur fleiri milljónir í styrki frá fjársterkum aðilum. Til að kaupa sér atkvæði.

 

Hverjir aðrir en XD trúa því að auðjörfar gefi/styrkji mönnum/menn í áhrifastöðum án þess að þeir fái eitthvað í staðin. Ég kalla svonalöguð ummæli á hreinni íslensku BULL. Kært kvödd í bili


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef styrkt vini og kunningja í svona prófkjöri um kannski 5-10 þús kall hér og þar. Ekki hvarflaði að mér að fá eitthvað á móti í staðinn.  Ef ég hefði átt meiri pening eða rekið fyrirtæki þá hefði ég glaður styrkt Sjálfstæðisflokkinn um dágóða upphæð og hefði aldrei látið mér detta í hug að ég fengi eitthvað á móti. Af hverju? Ég kalla það að styrkja góðan málstað og styðja við félagasamtök sem eru að vinna að mínum hag.

Þegar menn halda, eins og þú, að með því að fyrirtæki styrki einhverja eigi þau rétt á einhverju á móti eða sérmeðferð í kerfinu þá lýsir það best þínum eigin hugsunarhætti. Það má vel vera að þér finnist eðlilegt að fá eitthvað á móti ef þú styrkir eitthvað, en mér finnst það svo út úr kortinu og siðferðislega rangt að ég myndi aldrei láta það hvarfla að mér.  Ekki setja þína siðferðislegu mælistiku á annað fólk og halda að allir séu eins og þú. 

Jonni (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Jonni og takk fyrir innlitið. Já menn líta ekki sömu augum á silfrið. Þú talar um að hafa gefið 5-20 hér og þar. Mikill munur er á 5-10 þúsundum eða 4 milljónum. Ég hef hvergi haldið því fram að fyrirtæki eigi einhvern rétt á að fá eitthvað á móti eða einhverja"sérmeðferð" hjá fólki serm þiggur þessa styrki. Ég læt fólk sjálf að dæma um það. Ég persónulega kalla þetta BULL. Þú ert að gagnrýna hugsunarhátt minn og mína siðferðilega mælistiku. Í sambandi við siðferði þá skrifa ég undir fullu nafni en það gerir þú ekki einhverra hluta vegna. Ég hef, hafi ég átt peninga gefið peninga til góðgerðamála án þess að ætlast til að fá eitthvað í staðinn. Og þó, helst styrki ég þau félög sem vinna að umönnun krabbameins, hjartveikra og sykurssúkra. Það hlýtur þá að flokkast undir eigingirni því ég tilheyri þessum hópum. En ef ég styrkti stjórnmálamenn myndi ég vilja eiga"hauk í horni"og láta þá"vinna að mínum hag" eins og þú réttilega orðar það. Svo einfald er það. Það er með ólíkindum hvað mikið hland hleypur fyrir hjartað á XD ef minnst er á þessa styrki. Þeir sjálfir hafa gert mesta málið úr þessu. Segandi takandi ábyrgð og biðjandi afsökunnar.Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 23.4.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 536294

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband