Sjórán

Ef einhverntíma hefur verið ástæða fyrir SÞ að ráðast inn í að nafninu til,frjálst land þá er það nú. Stjórnleysið í Sómalíu er farið að hafa svo slæm áhrif á ýmsum stöðum að það hálfa væri nóg.

 

Þarna eru sjóræningar  610x að taka skip

T.d á hjálparstarf í Afríku. Að 1 ríki skuli leyfast að hafa eins ógeðslegt athæfi og sjórán að aðalatvinnuvegi nær náttúrlega engri átt. Að sjófarendur á þessum slóðum geti ekki siglt um þessi svæði og það í mörgum ef ekki flestum með hjálpargögn handa hjálparþurfi fólki í öðrum Afríkulöndum nær nárrúrlega enga átt.

Þarna gefast   p06 17942093 þeir upp eftir inngrip herskips

Ég blæs á allt kjaf.... um kapitalisma.mannvonsku og þessháttar í þessu sambandi. Þó ég sé reiður út í framgöngu sumra vestrænna útgerða í sambandi við eftirleik þessara rána. Þá gerir maður sér grein fyrir að siglingar hljóta að þurfa að vera frjálsar ium heimshöfin.

 

                                        p12 17949203 

Mér er alveg sama þótt ég fái á mig einhvern stimpil frá því fólki sem ekki vill horfast í augu við að margt  t.d. fátækt geti alið af sér stórhættulega glæpamenn.  Það sem gerir málið enn alvarlegra er sú vissa að sjóræningarnir eru með bækistöðvar beggja vegna Adenflóa.

Þær eru ekki stórbrotnar   p13 17777557 fleytur sjóræninga

Og þá meina ég Yemen. En þar eru lögleg yfirvöld og ætti að vera hægt að semja við þau þegar búið er að uppræta sjóræningana hinum megin sundsins. Að vísu skil ég ekki að ræningunum skuli takast sum þessara rána. Skortur á aðgæslu tel ég stundum vera orsökin. Öll olíuskip eru t.d búin öfluigum vatn/sjóbyssum til baráttu við elda. Þessar byssur hafa reynst vel í baráttunni við ræningana. Ship+Photo+AGIP+ROMAOg þær hafa verið eina tækið til varnar þessari óværu. Svæðið kring um Singapoore,út af Nigeríu,Jemen og nokkur svæði í Carrabean,voru fræg þegar ég var að sigla. Það var lítið hægt að gera þegar siglt er um vafasöm svæði.Það helsta að allir væru á vakt og vakandi og ef eitthvað hreyfðist í átt til skipsins voru skipverjar á dekkinu reiðubúnir með öflugan smúl og vatnsbyssur(þegar ég var á tankara) til þess að geta dælt sjó á sjóræningjana af fullum krafti ef þeir nálguðust skipið.p09 17540813    Ég var nokkrum sinnum með svona"æfingum"Yfirleitt gerðu þeir árásir sínar í myrkri þess vegna fylgumst við vel með rödurunum og beindum "smúlnum"og vatnsbyssunum að öllum "ekkóum"sem nálguðust okkur innan vissrar fjarlægðar. Nú er stórveldið USA illilega flækt í málið. Með herskip á staðnum. Kínverjar eru einnig komnir með herskip auk EBE landa herskip. Ég hugsa að sjóræningar megi biðja guð að hjálpa sér ef þeir lenda í að taka kínverskt skip. Þeir eru néú ekki vanir að kalla allt ömmu sína. Með von um að þessi mál leysist á sem friðsamasta hátt kveð ég ykkur kært

 par2486233 rp420x400capt photo 1239453050591 2 0

 


mbl.is Dráttarbáti rænt á Adenflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleðilega páska félagi. Held það ætti bara að vopna kaupförinn og láta hart mæta hörðu annars hljóta þeir að vera nokkuð góðir sjómenn það er ekkert enfalt að nálgast skip á fullri siglingu og komast um borð í það hvað þá svona borð há skip.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.4.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn"gamli"skipsfélagi. Og gleðilega páska. Ég held að eina vopnið gegn þessum mönnum séu sterkar háþrýsti dælur og vatns/sjóbyssur. Það væri að mínu mati glapræði að vopna skipin venjulegum vopnum. Þessir ræningar eru þrautþjálfaðir vígamenn svo að óbreittir sjómenn hafa lítið að gera í"kjaftana"á þeim. En það mætti kannske setja hermenn með sæmilegar"græjur"um borð í stæstu skipin. Eins og þú veit hafa áhafnir dottið niður í fjölda. Og lítið pláss fyrir"aðkomumenn". En ég hef mikla trú að"vatnsbyssuaðferðinni" Enda verið þátttakandi í þessháttar stríði á M/T Nordtramp. Sérrtu ávallt kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 12.4.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 31
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 536549

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband