Lygi ???

Ég hallast nú að því að trúa þessari sögu. Það er á margra vörum að umsvif þjóðverja á stríðsárunum voru miklu meiri en menn héldu. Fyrir nokkrum árum var hópur eldri þýskra borgara á ferð hér í Eyjum.

 

Leiðsögumaður var að lýsa einum stað hér í Eyjunni þar sem aðdýpi var mikið. Þetta þekki ég vel sagði þá einn aldraður maður úr hópnum:

""Ég var kafbátasjómaður í stríðinu og við lágum hér oft langtímum saman og fylgdumst með skipaferðum og sendum veðurskeyti.

Lágum í djúpinu á daginn en komum upp á nóttinni til að hlaða rafgeyma og senda skeyti."" Ég heyrði sjálfur leiðsögumannin segja frá þessu. Kært kvödd


mbl.is Trúir engu í Lesbókargrein um ævintýralegan flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bísna athiglisvert.Hvar við Eyjar var þetta ? kv valdi

þorvaldur hermannsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll þorvaldur! Og ég þakka innlitið.Staðurinn er undir Kambinum við Heimaklett. Nokkur íslensk vitni voru að frásögn þjóðverjans. Kært kvaddur  

Ólafur Ragnarsson, 31.3.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Kemur mér ekki á óvart, félagi Ólafur, að þjóðverjar hafi verið þarna. Þeir þefa alltaf uppi bestu staðina. Það er alþekkt úr sólarlandaferðum að helv...Þjóðverjarnir taka alltaf bestu plássin frá hvort sem það er á ströndinni , eins og í Eyjum eða bekkjunum í garðinum. Vona að það sé stuð og stemming í Óla-café í Eyjum og mikið rætt um kvóta og pólitík. Heldurðu að  nokkur kjósi Sjálfstæðisflokkinn lengur. kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.4.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 536297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband