Grasrótarmaður

Það er mikið talað um grasrót hinna ýmsu flokka. Eða réttara sagt talað um að sumt fólk komi úr grasrótinni. Hálf finnst mér nú það broslegt þegar sumir af þessu 101 liði kenna sig við grasrótina.

 

Eina sambandið sem það hefur haft við hana er að flatmaga á Austurvelli og þá þegar dagur er hvað lengstur sól hátt á lofti og hitastigið ekki undir 15°.Þetta fólk lítur svo niður á þá sem ekki kunna skil á Strindberg,Goethe og Schiller eða hvað þeir heita þessir gömlu svokallaðir snillingar.Að maður tali nú ekki um Ludwig van Beethoven,Mozart,Haydn og Bachs.

 

 

Alla þá hávaðaseggi. Í augum þessa fólks erum við sem aldir erum upp við að vinna fyrir okkur"Slordónar" eða"Sveitalubbar" Hve oft hefur maður ekki heyrt þessi orð. Það fer ekkert eins mikið í mínar fínustu taugar en fólk sem vegna menntunnar sinnar lítur niður á okkur hérna niðri á jörðinni. Þykist vera yfir okkur hafið og hreinlega skammast sín fyrir uppruna sinn. Af hverju er ég að býsnast þetta yfir þessum andsk..... snobburum jú af því að fyrir kosningar byrjar sumt af þessu liði að kenna sig við gras og rætur.

 

 

Það er oft með endemum hve fólk leggur sig lágt í skriðdýrshætti sínum fyrir kosningar. En til eru menn og konur sem eru hérna niður á jörðinni og kemur til dyranna eins og það er klætt. Og það á við um félaga minn og vin Georg Eið Arnarson trillukarl eins og hann kallar sig, hér í Eyjum. Sem nú skipar annað sætið á lista FF hér í Suðurkjördæmi.

 

 

Ég kynntist Georg ekki fyrr en í síðustu kosningum er leiðir okkar lágu saman eftir að ég féllst á að sitja á kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins hér í Eyjum  og hella á könnuna. Ég dáðist strax að eldmóði hann og dugnaði. Hann var eiginlega allt í öllu. Og þá er ég ekkert að gera lítið úr störfum Hönnu Birnu núverandi ritara FF. Sem líka vann af eldmóði fyrir framboðinu hér. Mér þótti mér stundum ofaukið enda lítið skift mér af pólitík.

 

 

Að vísu smávegis unnið á kosningaskrifstofu Borgaraflokksins sáluga í Reykjavík fyrir þær frægu kosningar 1987. En ef hægt er að tala um að maður komi úr "grasrótinni" það er það Georg Eiður. Mér er minnistætt þegar kjördæmaráð  flokksins hafði skipað hann í 2 sætið. Þá hringdi góður vinur minn sem var á fundinum og sagði mér frá því.

 

 

Ég sem hélt að frambjóðandinn nýji væri líka á fundinum fyrir sunnan hringdi í GSM síman ´ans til að óska honum til hamingu með sætið. Ég spurði hann svo hvenær hann kæmi til Eyja. Ja ég á svona 15 mín í hafnargarðana svaraði hann þá. Vinurinn var bara að koma af sjó og lét sig litlu varða um kosninguna um sætin á listanum.

 

Georg Eiður er kannske ekki sprenglærður á bókina en hann er sprenglærður í einum af  aðalatvinnuvegi landsins. Sjávarútvegi. Ég vona að sjómenn hér í Eyjum muni þetta nú í komandi kosningum. Nái Grétar Mar endurkosningu verður Georg Eiður varamaður hans.En ég læt fólk dæma sjálft dæma um skrif Georgs með að láta slóðina á bloggið hans fylgja hér með.

http://georg.blog.is/blog/georg/

Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill! Og að sjálfsögðu hvert orð valið og hárrétt. Er sjálfur skráður stuðningsmaður FF í Reykjavík.

Kær kveðja, 

Óskar Arnórsson, 26.3.2009 kl. 22:52

2 identicon

Sæll gamli

Takk fyrir síðast - Þú er orðin svo pólutískur að maður þorir vara að kíkja við : - )) Skilaðu kveðju til gömlu skipsfélagana -

Kjartan Ásmunsdsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill.

Georg er dugnaðarforkur, heiðarlegur og réttsýnn baráttumaður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.3.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl öll sömul.Ég þakka innlitið.Kjartan minn þú veist að pólitík á ekki að hafa nein áhrif á vinskap. Okkar er ekkert í hættu vegna þess að mínu viti. Við vitum báðir hvar við stöndum í þeim málum. Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Guðrún María.Ég var svo ákafur í að svara Kjartani vini mínum að ég gleymdi þér. Ég er innilega samála þér um Georg. Þín orð um hann eru hreinlega dagsönn. Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 11:05

6 identicon

Sæll Óli minn

Satt og rétt hjá þér : - )) 

Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:41

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já satt segir þú Ólafur!!!þessi grasrót er ekki fólkið sem bara  var i Búsáhaldamótmælunum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2009 kl. 00:24

8 identicon

Sæll ÓR, get alveg heilshugar tekið undir með þér um liðið í 101, þessu fólki sem rignir svo griðrlega uppí nefið á, fólki sem eru afkomendur manna og kvenna sem eiga rætur að rekja til sveita og sjávarþorpa. Það hefur allt of lengi verið pukkað undir rasgatið á því og það því orðið tengslalaust við sjálft landið, við þann litla hluta þjóðarinnar sem enn vinnur við frumgreinarnar. Sjálfur er ég ágætlega menntaður, en bý í 111. Fyrir mér er mentun að geta gert meira fyrir land og þjóð, að geta gert betur, halda í við hina og að reyna af bestaa megni að skilja hlutina. Þó svo að ég sé rokkari af Guðsnáð þá skil ég lika ymislegt hjá þessum gömlu. Veit svo sem ekkert hvaða skoðanir þeir höfðu, eða hvort að þeim sé einhver greiði gerður með því að setja þá á einhvern stall, elituni til blessunar, ef það.

Hafðu svo góðan dag kallinn minn. Kv kaj

Kaj J Durhuus (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 08:39

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert maður viskunar Hr. Ólafur Ragnarsson! Þeir eru orðnir sjaldgæfir nú á dögum. Vita sínu viti, tala ekki mikið, enn er gáfaðasta fólkið sem Ísland á.

Ég sakna Vestmannaeyja. Var þar nokkrar vertíðar sem sjómaður. Held að Vestmannaeyjar ættu að slíta sig frá meginlandinu og gerast sjálfstætt land.

Eigið flagg og Ríkisstjórn. Mín reynsla af Vestmannaeyjum er að það er meira vit í einum vestmannaeyjabúa enn 1000 íslendingum á meginlandinu.

Gæti haft vitlaust fyrir mér í sambandi við þessa viðmiðun , en gruna samt að ég sé ansi nálægt sannleikanum.

Var með í björgunarstarfinu í Vestmanareyjar-gosinu og leist svo vel á eyjuna að ég réði mig á bát sem mig minnir að hafi heitið Mars eða eitthvað í þá áttina.

Besti vinur minn drukknaði, Gretar Skaftason, sem var heiðursmaður, átti hund sem neitaði algjörlega að koma um borð þegar báturinn sem hann var á, sökk.

Allir komust af, nema hann. Hann fékk mastrið á sig og hryggbrotnaði og svo drukknaði hann bara. Hundar finna svona á sér...

Kær kveðja til heiðursmanns,

Óskar 

Óskar Arnórsson, 28.3.2009 kl. 14:15

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Þú ert  brattur að ráðast svona á elítuna í 101. Það held ég að Kolbrún nafna mín Bergþórsdóttir verði ekki hrifin. Ég er sammála GMaríu varðandi Georg. Hann virðist mesti sómasveinn og svo er hann líka þokkalega giftur maðurinn Hitti þau hjónakornin þegar ég fór til Vestmanneyja síðast. Varðandi þessar lýsingar á Vestmannaeyingum þá held ég að þeir séu kannski skemmtilegri en eðlilegt fólk þ.e. yfir meðallagi á landsvísu Ég var í brúðkaupsveislu þarna fyrir nokkrum árum, ekki mörgum, og það var ferlega gaman og mikið af skemmtilegu fólki. Vináttan, Ólafur minn, getur líka komið til af pólitík því oft liggja leiðir saman á pólitískum vettvangi. Gaman að sjá Óskar Arnórs hér á síðunni þinni og ekki verra að hann er yfirlýstur í FF. Hann er sá aðili sem mér hefur fundist skemmtilegast að lesa á blogginu og hann fer stundum á kostum í lýsingum sínum . Sérstaklega um trúarmálefni. Bestu kveðjur Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 535930

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband