Á ríkisjötunni

Ég var að hlusta á fréttirnar áðan og upplestur á svokölluðum rithöfundum sem í mörg ár hafa þrátt fyrir að skrifa fleiri en eina"betsellers"þegið allt uppí 267.000 kr á mánuði í starfslaun frá ríkinu.Nokkrir af þessum mönnum hafa haft sig mjög í frammi í mótmælum undanfarið.Maður hlýtur að velta ýmsu fyrir sér.

 

 

Ég er ekki skáld eða rithöfundur.Ég vann fyrir mér frá 15 ára aldri borgaði mína skatta og skyldur til þjóðfélagsins.Peninga sem að einhverju magni enduðu í vösum allslags listamanna sem lifðu á ríkisjötunni.Og í dag hef ég frá Ríkinu skitnar 60.327 kr útborgað á mánuði + eitthvað svipað frá Lífeyrissjóði.Ég er svona hálfdrættingur við þessa menn sem hæst tala um kreppu,Voðalega finnst mér"mikill mannaþefur í helli mínum"hvað þessi frægu skáld og rithöfunda varðar.Þarna sé svona hálfgert"boom"í gangi.Menn séu að keppast um að komast á forsíður blaða og á skjái sjónvarps m.a.Tviskinnungsháttur(hjá öðrum allavega)fer í mínar fínustu taugar.

 

 

Ég hef heyrt færustu"fræðinga"(allavega voru þeir þannig og kynntir í hinum ýmsu fréttarskýringaþáttum)halda því fram að aðalsökudólgurinn í þessari svo kölluðu"kreppu"sé framsalið á veiðiheimildum.Ég man að konur úr FF efndu til mótmælastöðu á Austurvelli að mig minnir til að mótmæla því.Ekki man ég eftir Herði Torfasyni,Hallgrími Helgasyni. eða Einari Má við þau mótmæli.Með allri virðingu fyrir öllum þessum mönnum,sérstaklega Herði sem alltaf hefur verið í uppáhaldi hjá mér sem söngvari.En sem mótmælanda finnst mér hann syngja svolítið falskt.Þó svo hann sé ekki í þessum hópi manna sem fá 2föld mín laun á mánuði fyrir að mótmæla,að ég best veit.Að ég tali nú ekki um hina sjá t.d Hallgrím Helgason hvernig hann lét við bíl forsætisráðherra.Þó ég hafi viljað Geir frá,fannst mér Hallgrímur haga sér eins og sagt væri á góðri íslensku"eins og fífl".Fyrirgefið orðalagið.

 

 

En bæði Hallgrímur og Geir eru á launum hjá mér t.d.Og ég verð að krefjast þess sama af þeim ,að þeir hagi sér eins og menn.Geir dró sig í hlé(hverjum sem það er svo að þakka)og þá ætti Hallgrímur & co að hætta svona sýndarmennsku.allavega eins og hann sýndi í ummrætt skifti.Þó minn hlutur af launagreiðslunni tl þeirra sé rýr þá er oft talað um kornið sem fyllir mælirinn.Ég held að mótmælendur ættu að fara að snúa sér að aðalsökudólgnum og hætta öllum fíflalátum.Læt þetta duga geðheilsu ykkar í bili.Verið öll af mér kært kvödd


mbl.is Mótmæla aftur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Vel mælt og ég er algjörlega sammála þér í þessu máli tvískinnungurinn í þessu landi er farin að pirra mig

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.2.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

segir nokkuð, umhugsunarvert Óli

Jón Snæbjörnsson, 9.2.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vel að orði komist.  Vonandi lesa þetta sem flestir og ALLIR að hugsa sinn gang.  Þakka MJÖG góð skrif og umhugsunarverð fyrir ALLA.

Jóhann Elíasson, 9.2.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Já samantektin er eins og hið rétta ástand er frá mínu bæjardyrum séð , tak.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 9.2.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú ert skeleggur gamli sægarpur, sem oft áður. En ég er nú samt ekki endilega sammála sumu, eins og til dæmis því hvort það komi mér við hvernig HH hagar sér eða kemur skoðunum sínum á framfæri, hegðar sér vel eða ílla, þó ég eigi eins og þú óbeinan þátt í að borga listamannalaunin hans! Við getum auðvitað báðir haft á því skoðun hvernig hann hagar sér og sömuleiðis hvað kemur út úr peningunum sem honum eru skammtaðir, vondar eða góðar bókmenntir, en fáum engu ráðið um hans líf og hefðun að öðru leiti. Nú, það er auðvitað líka fullkomlega eðlilegur réttur þinn að telja til dæmis rithöfunda eða e.t.v. aðra listamenn ekki maklega á borð við sjómannsstarfið, en við verðum nú samt að muna Ólafur minn góði, að eins og í merkri bók stendur, "Þá lifum við ekki af brauði einu saman"!

Og við megum svo ekki heldur dæma of hart,höfum báðir örugglega gramið glappaskot eða hefðað okkur svo öðrum þótti slæmt og þó kannski ekkert verið að geifla okkur né berja rúður!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.2.2009 kl. 19:37

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Blessaðir og sælir heiðursmenn og takk fyrir innlitið.Minn kæri Magnús Geir,stendur líka ekki einhverstaðar:"Bókvitið verður ekki í askana látið"Vissulega hef ég gert margt sem ég átti ekki að gera.Tekið þátt m.a í ólögulegu athæfi.En því miður er ég bara lítt menntaður óbreyttur sjómaður,sem ég veit(persónuleg reynsla)að margt af "þessu liði"lítur niður á.En úr því að"þetta lið"vill láta líta á sig sem einhverja menningarpostula og þiggja laun frá ríkinu fyrir það,þá finnst mér þeir eigi að haga sér eftir því.Mér fannst engin"postulasvipur"á HH við umrætt atvik.Ég sá allavega ekkert annað en brjálæðislegan svip á manni sem froðufelldi af reiði.Var hann kannske hræddur um að missa launin frá ríkinu.Ég er svo gamall að muna sumar verkfallsaðgerðir t.d. hjá"óbreittum"sjómönnum og man ekki eftir svona æsing.En getur æsingurinn kannske verið uppgerð.Hann vissi að atburðinum af eggakasti á ráðherrabílinn yrði sjónvarpað út um allan heim. Ég hef aldrei reynt að hefja mig upp í einhverja"englatölu".En mér finnst sem borgara í þessu landi að þeir sem eru á launum hjá ríkinu eigi að haga sér skikkanlega.Eitthvert"listamannanafn"gefur engum sérleyfi á að haga sér eins og fífl.Þrátt fyrir"blindur er bóklaus maður"og"að við lifum ekki af brauðinu einu saman.Og öllum þessum försum.En þú komst ekki inn á spurningu mína:Hvar voru þessir menn þegar konur í FF mótmæltu framsali veiðiheimilda?.Sem margir færustu"efnahagsspekingar"líta á sem 1 aðalvald að því efnahagshruni sem hér varð.Svo spyr ég:"Hvaða réttlæti er að menn sem fá kannske milljónir í söluhagnað af"bestsellers"skuli þiggja 2föld eftirlaun manns sem hefur unnið erfiða vinnu sama undir hvaða starfsheiti sem er?.Þú skildir muna að verðbólga og"núllaskurður"hefur heldur betur sett strik þar í reikninginn.Og ef þessir menn eru hafnir yfir gagrýni(alveg sama sagan og mikið af þeim mönnum sem þeir vilja út af hinum og þessum stöðum)og þola hana ílla þá finnst mér nú"skítal..... vera farinn að reka við.Ef listamenn má ekki gagnrýna fyrir hegðun sína eins og þeir sjálfir eru að gagnrýna aðra þá eru þeir nú farnir að hefja sig til skýjanna.Ég segi nú ekki annað.En ég virði þínar skoðanir og þetta skrif er ekki ætlað til að breyta þeim.Bara útskýra mínar kannske betur,Um leið og ég kveð þig kært og ykkur alla þakka ég þér fyrir ánægjuleg samskifti hér á blogginu

Ólafur Ragnarsson, 10.2.2009 kl. 22:52

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir strákar. Já guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Mér finnst alveg óþarfi að ríkið sé að hafa listamenn á launum. Þeir eiga auðvitað að sjá fyrir sér sjálfir eins og aðrir, bæði sjómenn og landkrabbar. Það er skemmtilegt að þú minnist á mótmæli kvennanna í FF á sjómannadaginn sl. Ég var ekki með enda að taka á móti barnabarni nr 4. Það var frábært framtak hjá þeim og einkar vel við eigandi á sjómannadegi. Nei þá var enginn Hallgrímur að mótmæla eða Hörður eða Bubbi. Ætla nú ekki að tjá mig meira um þetta en viðurkenni að ég er ekki eins umburðarlynd og félagi Magnús .  Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:53

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggt athugað hjá þér, Ólafur bloggvinur.

Það ætti að vera ÞAK á styrkjum manna úr almannasjóðum, þ.e.a.s. þegar lagðar eru saman aðrar tekjur þeirra og hugsanlega eitthvað af styrknum. Þjóðfélagið hefur ekki efni á þessu lengur að fleygja peningum út um gluggann. Vitaskuld ekki heldur á því að borga neinum 20 milljónir í "starfslokasamning" eða "biðlaun"! – og heldur ekki að borga ráðherrum heil "mánaðarlaun" fyrir að hafa verið 1 dag á launaskrá (1. febrúar sl.)! Og samt ætla þeir, sem spurðir hafa verið, að meðtaka þær glæpsamlega háu launafúlgur fyrir einn skitinn dag, og voru jafnvel sumir þeirra ekki í vinnunni!

Það á að setja NEYÐARLÖG á alla slíka bullandi heimsku sóun án tafar! Það liggur við að ég kysi vinstriflokkana, ef þeir kæmu því í verk! (og er þá æðimikið sagt).

Meðan efnilegum, "nýjum" höfundum hefur margsinnis verið synjað um rithöfundarstyrk og ekkert boðið upp á nokkurra mánaða styrki, en vellríkir höfundar ausnir auði síendurtekið, þá verða þessi rithöfundalaun argasta ranglæti. Klíkuskapurinn ríður þar líka húsum og flokkadrættir. Og fyrir útlán bóka á söfnum er úthlutað til fárra útvalinna, þ.m.t. því, sem inn er heimt vegna útlána annarra höfunda!

Rithöfundasambandið er þar með á kafi í spillingunni.

En kær kveðja til þín, skeleggi Ólafur.

Jón Valur Jensson, 11.2.2009 kl. 01:44

9 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl bæði 2 og takk fyrir innlitið.Ég er sammála þér Jón Valur hvað varðar þak á þessi svokölluðu"listamannalaun".En enginn má taka orð mín þannig að ég sé alfarið á móti"mótmælum"En mér finnst að menn eigi að gera það á réttum forsemdum Og ég er viss um að skyr og eggja kast á hús og aðra dauða hluti hafi þveröfug áhrif.Hæglætis fólk sem svo garnan vildi taka þátt í mótmælunum fælast þau vegna þess arna.Því miður eru allstaðar í öllum löndum til æsingamenn sem virðast fá fullnægingu af öskrum og allslags"fíflalátum"og láta mynda sig í"ham".Mér eru alltaf minnistæð orð leigubílstjóra í Grimsby þegar ég var í áhöfn Ingólfs Arnarsonar i"the cod War".Þórarinn Olgeirsson fæðismaðurhafði varað okkur við að fara í land vegna hættu á ólátum.Þá sagði bílstjórinn eitthvað á þessa leið,en við vorum á leið á frægan skemmtistað sem togaramenn sóttu,"ef þið verði fyrir einhverju"hnjaski"inni þá er ég viss um að enskir starfsbræður ykkar koma ykkur til hjálpar.Það væri bara skríll sem myndi veitast að ykkur. Allir enskir togarasjómenn vita að ekki er við ykkur að sakast.Og meira sagði þessi enski leigubílstjóri fv togarasjómaður sem ég nenni ekki að rifja upp hér.En það varðaði bjarganir á enskum sjómönnum hér við land.Við vorum algerlega látnir í friði.Í friðarhug kveð ég ykkur kært

Ólafur Ragnarsson, 11.2.2009 kl. 13:03

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef nú aðra skoðun en þið á þessum listamannalaunum, ágæta fólk. Mér finnst að við þurfum að geta veitt "ungum" listamönnum styrki, en þó aðeins ef þeir sækja um þá. Svo finnst mér að við eigum að rækja virðingarskyldu við afburðamenn á sviðum listsköpunar með einhverju móti en er ekki með neinar tillögur á takteinum. En auðvitað koma manni í hug skáldjöfrar á borð við Stephan G. Stephansson sem skildu eftir sig stórvirki í hjáverkum frá erfiðu brauðstriti....-ólaunað.

Árni Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 00:35

11 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll kæri vinur, mér þykir þú fara mikinn á síðunni þinni, og eftir lestur þessara greinar, þá er ég á sömu skoðun og þú "kall minn" Þessi grein er mjög góð hjá þér eins og öll þín skrif.

Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 00:36

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góður . kv .

Georg Eiður Arnarson, 12.2.2009 kl. 15:41

13 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þessi mál þarf að skoða eins og önnur á þessum tímum það eru margir sem þiggja þessi laun vel penna færir en eru þeir að gefa álit sitt hér það sýnist mér ekki, þeir eru seinlega að undirbúa mótmæli við ástandinu. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 19.2.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband