Sýndarmennska?

Hálf fannst mér það eitthvað sýndarmennskulegt hjá Steingrími að mæta á gömlum Volvo(var þetta ekki Volvo)á Bessastöðum.Ég hreinlega get ekki að því gert.Mér fannst eins og maður sæi svipmynd úr einhverskonar bakkabræðramynd.Mikið að hann mætti ekki í pokabuxum..Þetta minnti mig á danska leikaran sem óvart datt inn á danska þingið,Eftir að hafa lofað kjósendum meðvindi á hjólreiðabrautum m.a.Hann mætti svo til að kóróna grínið í pokabuxum hjá drotningunni.Það er eins og þetta"lið"sem er að hrærast í þessum stjórnálum geti boðið manni allan fjandan.Það þarf enginn að segja mér að Steingrímur eigi ekki skárri bíl en þetta.Það verður allavega gaman að fylgast með því í framtíðinni.Kært kvödd
mbl.is Tíu ráðherrar í nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Æjijá, þetta með Volvoinn var dálítið tilgerðarlegt. Minnti jafnvel Jón alþýðumann Baldvin þegar hann var að göslast um á Citron bragga hér um árið.

Jóhannes Ragnarsson, 2.2.2009 kl. 00:37

2 identicon

Hefur þetta ekki bara verið meðvituð sýndarmennska hjá honum. Nú er hann kominn í þessa nýju minnihluta/neyðar/ríkisstjórn, sem ætlar að taka á málunum og koma til bjargar fólkinu og heimilunum í landinu. Hefur honum þá ekki bara fundist það viðeigandi að koma á sínum gamla Volvo og sýna fólki það, að hann ætli sér ekkert að fá til afnota einhvern svartan glansandi jeppa upp á fleiri millur. Nei, ég veit það ekki, maður spyr sig?!

Vert alltaf kært kvaddur, Óli minn.

Kær kveðja af Illugagötunni

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Afturhvarf í volvoinn, afturhvarf í skattahækkanir, afturhvarf í torfkofana.  já maður spyr sig hahahah góð kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.2.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þau eru á ýmsan hátt afturhvörfin sem þarf að varast.

Jóhannes Ragnarsson, 2.2.2009 kl. 20:33

5 identicon

Steingrímur og Volvoinn..

Mig eins og minnir að Steingrímur sé búinn að eiga þennan Volvo nokkuð lengi og segðist ætla að nota hann við hátíðleg tilefni sem honum hefur eflaust fundist þetta vera , Held líka að hann sé manna ólíklegastur til að vera með verulega sýndarmennsku, en lengi skal manninn reyna.

Með góðri kveðju

Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:09

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heil og sæl og takk fyrir innlitið.Já kannske var þetta bara allt í lagi hjá"kalli".Mér fannst þetta bara eins að sjá:"skrattan,að koma úr sauðaleggnum"að sjá kallinn koma á þessu braki.Með allri virðingu fyrir bíltegund og manni,Verið ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 5.2.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha hélt þú ætlaðir að segja með fullri virðingu fyrir skrattanum.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.2.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég hef alltaf verið hallur undir volvo átti 3 alltaf eins svo að ég átti alltaf nóg af varahlutum bjargaði mér meðan ég var að koma undir mig löppunum aftur Volvo 240 rokkar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.2.2009 kl. 22:32

9 identicon

Getur varla verið mjög umhverfis vænn,nema að hann sé komin með rafurmagns mótor í hann og noti raforku frá Kárahnjúk.

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:54

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl og takk fyrir innlitið síðustu 3.Jón hann hefði ekki móðgast forstjórinn fyrir Coldwater í Evrett hefði messinn komið á svona bíl hér um árið.Kolbrún mín alltaf ánægjulegt að sjá þig hér á síðunni.Og svo er það síðasti"ræðumaður"ef sá hinn sami skyldi"villast"hérna inn aftur.Er þetta Júlíus kristjánsson hinn gamli skipsfélagi minn af Ingólfi Arnarsyni.En hvað um það,verið öll kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 10.2.2009 kl. 23:37

11 identicon

Correct Óli,,agalega langt síðan við höfum sést eða heirst,,hverni fórum við að fyrir daga internetsins,,þá vorum við alltaf að hittast

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband