6.6.2008 | 21:19
Ísbjarnardráp m.m
Mikið hefur verið skrafað og skrifað um ísbjarnardrápið sl þriðjudag.Og sýnist sitt hverjum.Margir menntaðir spekingar lagt orð í þessa umræðu.Mótfallnir drápinu eru að ég held aðallega konur úr menntageiranum sem sennilega eru eins hræddar og t.d.ég við mýs.
Myndi eins og ég stökkva upp á stól ef ekki eitthvað rótækara ef mús væri barin augum.Hvað þá að vera í nokkura hundrað metra fjarlægð við urrandi ísbjörn.Í einum snillingnum heyrði ég einhvernstaða koma með þá uppástungu að tæla björninn inn í gám og svo"lok lok og læs".Ég sé snillinginn opna svo gáminn á Grænlandi eða hvar sem það nú yrði.
Annar snillingur sagði á Stöð 2 að þjóð sem ekki gæti tekið á móti ísbjarnarhúna eins og mig minnir að hann hafi orðað það hefði lítið að gera í Öryggisráð SÞ.Mikið var ég sammála manninum hvað varðaði Öryggisráðið.En þangað höfum við ekkert erindi.Það væri nær að eyða þessum peningum í Öryrkja,Fatlaða og eða eldri borgara.Ég er svolíti hissa á viðbrögðum dýralæknisins sem í sér lét heyra.Veit hann ekkert um:
"Lög um innflutning dýra frá 1990 sem tóku gildi 31 maí það ár þar sem segir m.a: Dýr eru skilgreind þannig:Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.
Í 2. gr laganna segir m.a:Óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra"
Og seinna í 2nnari greinDýrum, sem flutt eru inn án heimildar, skal tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af.
3. gr. Þegar yfirdýralæknir mælir með innflutningi dýra eða erfðaefnis skal hann skila rökstuddu áliti um heilbrigðisástand í viðkomandi landi eða landsvæði og meðmælum skulu fylgja vottorð frá viðkomandi heilbrigðisyfirvöldum um að þar hafi ekki orðið vart sjúkdóma í dýrum sem sérstaklega þarf að óttast hér á landi.
Í breytingum á lögunum sem tóku gildi 01-01-2008 segir m.a: Við 5. gr.laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Með umsókn um leyfi til innflutnings á nýjum dýrategundum skal fylgja áhættumat sem umsækjandi um leyfi hefur aflað. Í áhættumati skal m.a. meta hættu á því hvort viðkomandi tegund geti sloppið út í umhverfið og þá hvaða áhrif það kunni að hafa á lífríkið.Ráðherra er heimilt, að höfðu samráði við umhverfisráðherra, að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um það með hvaða hætti áhættumat skuli fara fram.
Í reglugerð nr859/2000 um innflutning á loðdýrum segir m.a: 3. gr"Skoðun.Strax og dýrin koma til landsins skulu þau skoðuð af embættisdýralækni sem ganga skal úr skugga um að þau séu heilbrigð og að þeim fylgi tilskilin vottorð og aðrar þær upplýsingar sem krafist var er innflutningsleyfi var veitt."
Í umræðum á Alþingi 22-02-2000 sagði Árni Johnsen.m.a þetta:"Þetta minnir ósköp einfaldlega á það þegar Íslendingar fyrir nokkrum árum tóku að sér að bjarga sel við strendur Hollands. Hann var síðna fluttur til Íslands, farið með hann til Grænlands og talið að hann væri komið á heimaslóð. Gott ef þetta var ekki rostungur, ég man ekki nákvæmlega hvort það var. Honum var sleppt við strönd Grænlands og þetta var kærleiksverk af hálfu Íslendinga. Hvernig brugðust Grænlendingar við? Þeir veiddu auðvitað dýrið daginn eftir og átu það"
Þetta sagði Á Johnsen á Alþingi og gerði grín að kostnaðarsömum björgunartilraunum íslendinga á rostungi eða sel.Hræddur er ég um að umræddur ísbjörn hefði fengið sömu móttökur hjá grönnum vorum ef til hans hefði sést.Ég held(er þó ekki alveg viss) að í Canada og á Grænlandi séu ísbirnir réttdræpir séu þeir komnir til byggða.
Mér dettur í hug:Hefði dýralæknirinn tekið á sig ábyrgðina á,ef dýrið hefði skyndilega tekið á rás og komist í fólkið áður en að tekist hefði að deyfa hann.Slátrað eitthvað af þessu forvitna fólki sem ekki var ýkjalangt frá honum.Hungruðum ísbjörnum er alveg sama um þjóðerni bráðarinnar sem hann nær.Svo er eins og í hugum sumra sé allt í lagi að brjóta lög bara ef það hugnast einhverskonar spegúlasjónum þess og kemur viðkomandi í umræðu fjölmiðla.
Ég bar spyr hver hefði verið ábyrgur hefði dýrið drepið eitthvað af áhorfendum í þessu tilfelli?Hún fer í mínar fínustu taugar þessu andsk..... rassvasagóðmennska.Við þurfum stundum að hugsa málin til enda.Ef einhver hefur eytt tíma í að lesa þetta kveð ég þann sama kært
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bangsi minn, bangsi minn!
Bangsi vera góður og koma til afa.
Árni Gunnarsson, 6.6.2008 kl. 21:48
Sæll gamle ven.Já þú hittir naglan á höfuðið eins og vanalega.Ég las einversstaðar,einhverntíma að í þjóðgörðum USA dræpust fleiri manns á ári hverju í viðureignum við"bangsa"Yirleitt fólk fólk sem ætrlaði að gefa"greyinu"eitthvað að éta.Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 6.6.2008 kl. 22:05
Sæll Ólafur.
Rassvasagóðmennska er gott orð og á vel við í þessu sambandi.
Já Árni Johnsen hefur verið með þetta á hreinu he he....
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.6.2008 kl. 00:07
Sæll Ólafur minn. Þetta er afar skemmtilegur sunnudagspistill sem gleður gamlan húmorista eins og mig. Ég er að springa úr hlátri yfir þínum hugleiðingum
Ég spyr mig t.d. ef ísbjörninn hefði drepið þetta fólk sem þú nefnir hefði það þá drepist úr forvitni?
Er það víst að ísbjörninn hafi ekki ætlað að útvega sér innflutningsleyfi? Hann var jú rétt að lenda ekki satt?
Rassvasagóðmennska hvaðan er það orð upprunnið? úr hvaða rassvasa?
Verð að segja að Arni J er skemmtilegur líka þegar sá gállinn er á honum.
hahha þú ert yndi, önugi karl. hahaha
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.6.2008 kl. 08:26
Eins og talað ur mínum barka félagi Veistu eg hef orðið ahyggjur af þjóð vorri og hvað hún er orðin eitthvað ja forheimskuð og komin oralangt frá sjalfri sér og upprunanum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.6.2008 kl. 15:17
Mér sýnist að menn hafi nú farið nokkuð framúr sér í þessari umræðu og oft á tíðum rætt þessi mál meira af tilfinningu en skynsemi. Ekki var annað hægt að skilja á Álfheiði Ingadóttur, á stöð 2, en að þarna hefði verið um lítið og sætt dýr að ræða sem hefði verið í nauðum statt (rétt eins og köttur sem þarf að hjálpa niður úr tré). En þarna var um að ræða villt dýr, eitt af hættulegustu dýrum jarðarinnar) um 200 kg ísbjörn, sem er stórhættulegur mönnum og dýrum. Það var ekki til neinn áætlun til að fara eftir við svona aðstæður, af hálfu Umhverfisráðuneytisins, engin stjórn virtist vera ásvæðinu því ef myndir eru skoðaðar þá var þarna fullt af fólki sem var bara að skoða bangsa. Og þó svo að bangsi hefði verið svæfður þá eru mjög litlar líkur á því að leyfi hefði fengist til að flytja hann til Grænlands eða Svalbarða, svo sennilega hefðum við setið uppi með hann og kannski hefði hann hvort eð er bara drepist. Ég fór til Grænlands fyrir nokkrum árum og var þar sögð saga af því að veiðimenn fóru í fjörð nokkru norðan við þann stað þar sem heilsársbúseta var, þarna voru menn í mánaðartíma við veiðar þarna var mikið um sel og mikill fiskur í á í botni fjarðarins. Þarna höfðu veiðimenn reist veiðihús, það var rammgert og hafði staðið þarna í nokkur ár. Eftir veiðitímann var svo húsið yfirgefið að venju en það hafði gleymst í því selsskinn. Þarna kom að svangur ísbjörn og fann hann að sjálfsögðu lyktina af selskynninu og til að komast inn og ná selnum sem hann hélt að væri innandyra reis hann upp á afturlappirnar og barði á húsinu með "hrömmunum" þar til húsið gaf sig og hann hreinlega eyðilagði það. Þessi saga segir okkur hvað þessi dýr eru ofboðslega kröftug og ég er ekki í nokkrum vafa um að sú ákvörðun að fella dýrið var sú eina rétta. Ef ljón hefði gengið á land hér (að sjálfsögðu eru hverfandi líkur á því) þá er ég ekki í nokkrum vafa um að fólk yrði skíthrætt og myndi vilja láta lóga því en það er engu líkara en fólk viti ekki hvað ísbjörn er fær um að gera , það er nokkuð ljóst að ef ljóni og ísbirni væri att saman, þá er ekki nokkur vafi á því að ísbjörninn myndi kála ljóninu á örskotsstundu og svo segja einhverjir "kálfar" þessi ísbjörn var ekki nema 200-250 kíló, svona ummæli afhjúpa þekkingarleysi viðkomandi og eru honum til ævarandi skammar.
Jóhann Elíasson, 10.6.2008 kl. 10:30
Sæll vertu Ólafur. Í dag fékk ég sent í tölvupósti kvæði sem fjallar um þetta blessaða dýr og er afar fallegt kvæði og mjög vel ort. Ég var að spá í að senda það á þig og vita hvort það hrærði ekki hjarta þitt ofurlítið Vona að þú sért hress og kátur kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 12.6.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.