Flóttafólk

En springur meirihluti í bæjarmálum og nú á Skipaskaga.Út af flóttafólki.Mér er andsk..... sama þótt ég verði kallaður"rasisti"fyrir að hafa skoðun á málinu.Ég hef ekkert að móti flóttamannahjálp.En er ekki hægt að veita hana öðruvísi en að flytja fólkið hingað.Ég er á móti aðgerðum Ísraelsmanna á V-bakkanum og Gasa.Og mig hryllir við myndum af þessum svæðum.

 

En ég er samt í vafa hvort að það sé rétt að taka á móti þessu fólki.Hvaða fólk er þetta.Jú þetta eru sagðar einstæðar mæður.Mæður og börn sem hafa misst maka sína og feður í stríði við ísralsmenn.Búið í flóttamannabúðum kannske alla sína æfi allavega börnin.Nýbúið að missa föður sinn sem dó hetjudauða að þeirra mati.Alin upp í hatri á Vesturlöndum.Ég kannast svolítið við þetta Vesturlandahatur hjá þessu fólki.Kynntist því t..d í Libanon og í Israel og jafnvel í Svíþjóð.

 

Nú veit ég ekki um hve gömul þessi börn eru en börn palistínumanna eru alin upp við byssur frá unga aldri.Ég spyr erum við tilbúin að taka við þessu fólki.Kenna þeim tungu og siði þessa lands þannig að þau lendi ekki á skjön við lögin..Eyða allri tortryggni í garð okkar hjá því.Taka þannig á móti þessu fólki að það sitji svo ekki í súpunni sem annarsflokks þegnar þessa lands þegar fram líða stundir.Var ekki verið að segja upp fjölda verkakvenna á Akranesi um daginn.Voru ekki einhverjar einstæðar mæður þar í hóp?

 

Hvað lifa margar af þeim í Reykjavík eða Akranesi við fátækramörk?Svo koma þessar flóttakonur og fá kannske allt upp í hendurnar á einu bretti?Gerir fólk sér grein fyrir hve mikilli afbrýðisemi hjá innlendum börnum einstæðra foreldra þetta getur valdið?Ætlar bæjarstjórnin á Akranesi að skaffa einstæðum mæðrum í bænum sömu hluti og flóttafólkið fær?

Eða fer það strax á samskonar bótakerfi og verður að koma undir sig fótunum eins og atvinnulaus ung stúlka með barn þar í bænum?Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.Hafi einhver lesið hingað er sá sami kært kvaddur


mbl.is Magnús gagnrýnir nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Mér finnst að sem en ríkasta þjóð veraldar þá ber okkur skylda til þess að hjálpa fólki sama af hvaða þjóðerni eða trúar sem að það er. Akranesbær hefur áður tekið á móti flóttafólki og það hefur tekist vel.  Ég sé enga ástæðu til þess að það ætti að takast eitthvað verr nú.

Ég held að fáir ef þá nokkrir útlendingar sem að koma hingað fái betri aðlögun að íslensku samfélagi heldur en flóttafólk. Í þeirra tilfellum hjálpast allir, bæjarfélagið, ríkið og Rauði Krossinn að til þess að þetta fólk nái að aðlagast sem best og verði góðir og gildir þegnar á Íslandi. Þess vegna er enginn þörf á þínum áhyggjum. Hins vegar mætti miklu frekar hafa áhyggjur af fólki sem að kemur hingað sem að er ekki flóttafólk. Þar mætti ríkið taka sig á í stuðningi við útlendinga.

Ég verð nú að segja að ég skammast mín fyrir varabæjarfulltrúann Magnús Þór Hafsteinsson. Ég vissi nú að allt um hans rasísku skoðanir á útlendingum en ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að hann myndi beita sér fyrir að hjálpa saklausum fórnarlömbum hörmungarstríðs. Magnús Þór ætti að skammast sín.

Jóhann Pétur Pétursson, 14.5.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Rúnar Geir Þorsteinsson

Ég held að þeir sem ættu að skammast sín séu ráðamenn þjóðarinnar og bæjarfulltrúar Akrness.

Það getur vel verið að ég sé fylgjandi þessu, en ég hef í raun engar forsendur til að mynda mér skoðun á þessu. Það er einfaldlega vegna þess að við íbúar Akraness fáum auðvitað ekkert að vita.

Hvað eru þetta t.d. margir flóttamenn? Á hvaða aldri? Hver er hjúskaparstaðan? Hvernig er sakaskráin? Er búið að finna túlka? Er búið að búa skólana og leikskólana undir þetta (veit reyndar að það hefur ekki verið gert)? Hvar á fólkið að búa, verður þeim öllum pakkað í fjölbýlishús í skógahverfinu? Hvar á fólkið að vinna? Þarf það að borga leikskólagjöld?

Pólitíkusar á Akranesi og reyndar þeir á alþingi einnig hafa sýnt það að þeir líta á okkur sem hliðarverkanir á atkvæðum og ekkert annað. Þeir hafa ekki minnsta áhuga á að okkar skoðunum.

Reynið einu sinni að upplýsa okkur um málin áður en stórar ákvarðanir eru teknar svo að við getum myndað okkur skoðun á málunum.

Rúnar Geir Þorsteinsson, 14.5.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur öllum innlitið.Já það státa margir af hve ríkir við erum.Ætli einstæðar mæður á Akranesi séu allar sammála Jóhanni Már um það.Mikil öðlingskona í Reykjavík Ásgerður Flosadóttir rekur góðgerðarstofnun sem mig minir að heiti Fjölskylduhjálpin.Ég hugsa að hún sé með púlsinn á hvernig komið er fyrir fjölda fólks sem ekki á fyrir nauðsynjum.Jóhann ætti að tala við hana.Ég hugsa að Jóhann Már hafi ekki lent í að að honum væri beint vélbyssu af unglingum sem ekki voru mikið yfir 14 árum að aldri.En ég varð fyrir þeirri lífsreynslu í Beirut 1989.Ég er engin hetja og varð satt að segja skíthræddur.Ég hef ekkert á móti að hjálpa flóttafólki en við verðum sð standa í báðar lappirnar við það.Það gerðu t.d. Svíar ekki.Tek Rosengårdhverfið í Malmö sem dæmi.Þú ættir að kynna þér málin þar Jóhann Már.Verið allir kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 14.5.2008 kl. 18:08

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Auðvitað á að hjálpa þessu fólki nærri þeirra heimahögum. Þetta er eins og að koma með apa sem eru í útrýmingarhættu og setja þá í Húsafellsskóg.

Ætli útkoman verði ekki álíka með þessar blessuðu konur.

Hvers eiga þær að gjalda að koma hingað ég spyr nú bara. Ég sé þetta ekki sem hjálp.

Svo langar mig að minna á eldra folið hér á landi það nær varla endum saman,Það er sumt háð börnum sínum til að eiga mat út mánuðinn. Ég blæs á þetta rövl með að við séum svo rík. Hver metur það ? Reynum nú að standa í fæturna og hugsa, við teljum okkar gáfaða þjóð, var það ekki einhver könnunin sem sýndi það?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki vantar auðinn hér á landi, en honum er misskipt eins og í öðrum auðvaldsþjóðfélögum. Best væri að stilla til friðar í Palestínu og Írak, en á meðan það hefur ekki verið gert er sjálfsagt að veita þurfandi fólki það skjól sem það þarf. Ekki mundi neinn amast við flóttamönnum frá Vestmannaeyjum ef það færi aftur að gjósa þar.

Vésteinn Valgarðsson, 15.5.2008 kl. 02:40

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur tveim innlitið.Vésteinn,endirinn á athugasemd þinni er kannske samnefnaðri fyrir stóran hlut þjóðarinnar sem hefur ekki hundsvit,fyrirgefið orðalagið á hve alvarlegt þetta mál er.Vestmanneyingar eru flestir af sama þjóðflokki og þið þarna upp á stóra skerinu og flestir eru sömu trúar.Borga oft miklu meira í sameiginlega sjóði landsins en sum sveitarfélög uppi á hinu skerinu.Þessi athugasemd er vonandi sett fram í gamni en ef ekki,þá er hún þér til skammar.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 15.5.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 535258

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband