9.2.2008 | 23:06
Sjórán II
Ég bloggaði um sjórán í gær.Hér kemur viðbót. Í sambandi við ath, frá þeim félögum Sævari Helgasyni og Guðjóni H Finnbogasyni sem ég þakka innlitið er það að segja að þjófnaðir úr skipum bæði farmi og úr klefum hefur alltaf verið til staðar.
Litli feiti"skrattinn"í miðjuni þykist öruggur með sig siglandi undir vernd Coast Cardsins í Georgetown á hættusvæði vegna sjórána við Guyana í Caribbean Sea
Ég man t,d.eftir því að ég var á saltfiskflutningaskipi hér á árum áður og við lágum á legunni í Napóli 1 nótt.Vakt í brúnni alla nóttina.Hlemmar á niðurgöngum í lestar voru læstir með hengilásum.Um morgunin þegar birti sáum við að búið var að sprengja upp lásinn á fremsta niðurgangnum og auðsýnilega búið að stela úr farminum.Það var saltslóðin frá niðurganginum og út að lunningu.Allt gert eiginlega beint fyrir framan augn á okkur og enginn var var við neitt.Hve miklu var stolið vissum við aldrei því sjaldan passaði talningin í Napóli
Danica White sem sjóræningar rændu 1sta júni 2007
Að stela úr förmum er eitt en stela heilu skipunum með öllu saman er nú hreint allt" önnur Ella"Skipsrán eins og ég er að tala um hér hafa verið tíðkuð í Asíu og Afríku og víðar um langan tíma,Þetta hefur bara verið svo fjarri okkur.Við höfum verið svo saklausir í öllu og T,d Sómalía og Singapore svo fjarri okkur og þetta hefur ekki þótt neitt fréttnæmt hér,Svo allt í einu er dönsku skipi rænt þá hrökkvum við í kút.Það vildi svo til að ég hafði verið á þessu skipi og þekki skipstjórann vel.Og ég veit að hann kom ekkert vel út úr þessu,Ég veit að danska TV hefur gert þátt um þennan drama þar sem rætt er við áhafnarmeðlimi m.a.Það yrði fróðlegt að fá að sjá hann.Og hugsið ykkur hve"businessinn"er fljótur að taka við sér á þetta rakst ég á "Netinu"Tissot T-Touch Danica White Dial Mens Watch - T33785888
Úr brú Danica White.Th Niels Nielssen skipstjóri á D.White þegar henni var rænt
Þá vantar ekki"Humörinn".Á eftir farandi rakst ég á í netútgáfu Fairplay Magazin.Þar sem enskukunnátta mín er ekki nema svona til heimbrúks og lesturs "reyfara"fékk ég góðan vin minn Kjartan Bergsteisson loftskeytamann til að snúa þessu fyrir mig svo allt komist nú til skila og gef honum og Fairplay Magazin orðið:
""Sjórán í Adenflóa sem er við norðurströnd Puntlands (Sómalíu) eru að verða mikil og stöðug ógnun við skipaferðir.Þessir sjálfskipuðu aðilar kalla sig ,Puntland-sjóræningja og höfuðstöðvar þeirra eru norðurströnd Sómalíu,þessir sjóræningjar eru að auka getu sína með því að þjálfa Sómalí-sjómenn annars sjóræningjahóps sem hefur starfað frá Hobyo svæðinu á Indlandshafströnd
"Einhverjir félagar úr "Somali Marines" hafa flutts aftur til Puntlands og eru að vinna með skipulögðum glæpasamtökum sem þarna eru, "svona læra þeir nýjar aðferðir" sagði öryggisérfræðingur sem haldin var á stuttu yfirlitifundi fyrir FAIRPLAY(magazine)
" Ég held að þarna séu að verða árekstrar, vegna þess að PUNTLAND samtökin ráðast venjulega ekki á verslunarskip í Bossaso svæðinu. "
Árásir Puntlands sjóræningja virðast fylgja sömu kúrfu og Somali-Marines fylgja.Tiltölulega klaufalegum árásum til að byrja með, sem vaxa svo og verða áræðnari, ná lengra frá ströndinni og með betri tækni og örari. Um leið verða árásarmennirnir betur æfðir, hafa betri útbúnað, sem er fjármagnaður af lausnargjöldunum.
"það er um ákveðna breytingu í aðferðafræði hérna." sagði sérfræðingurinn. Og vísaði til sjóránsins á sovetskja ísflokkaða dráttarbátinum SVITZER KORSKAKOV.
"Þetta er lykillinn til að hægt sé að sjá hvernig næsta tilfelli verður framkvæmt." sagði sérfræðingurinn.
Fleirri atriði munu birtast í næstu útgáfu af FAIRPLAY tímaritinu í næstu viku.
Sérstaklega hefur svo hinn svokallaði andspyrnuflokkur Al-Shabaab lýst sig ábyrgan fyrir sprengjuárásum í hafnarborginni Boassaso í gær þar sem 20 manns drápust. Aðallega innflytjendur sem voru að biða eftir skipsferð.
GAROWE ONLINE vitnar í hópinn sem segist vera að mótmæla við stjórnvöld í Puntland, sem hafa hafið náið samband til hinn hefðbundna óvin Ethiopiu, og sem hefur sent her sinn þangað, til að sýna stuðning við bráðabirgða stjórn Sómalíu sem er umkringd, og reynir að hreinsa upp í landinu og reynir að sameina það.
,(Þýtt og endursagt K B)""
Hér lauk údrættinum úr"FAIRPLAY"Ég er bara að vekja athygli á þessu til þess að menn geri sér grein fyrir þessari hættu sem getur leynst á fyrrgreindum slóðum og víðar.Eigum við t.d. ekki fiskiskip í smíðum í Taivan og kannske víðar í Asíu.Sjóræningarnir virðast vera að færa sig upp á skaftið.Okkar sjómenn eru líka að störfum út um öll höf.Og einn góðan veðurdag gætu íslensk stjórnvöld þurft að koma að samningaviðræðum um að fá íslenska sjómenn lausa eftir sjórán.Hingað lesnir kært kvaddir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2008 kl. 01:05 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ólafur þetta er hálf óhugnalet og merkilegt að þetta lið komist upp með þessi sjórán . Samt fræðandi að lea um þetta, og þakka þér fyrir að skrifa um þetta. Kjartan var lengi í siglingum og þekkir eflaust þessar sögur af þessum glæpamönnum.
Askoti er góð nýja höfundarbloggmyndin af þér
Kær kveðja
sigmar Þór
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.2.2008 kl. 23:32
Já Simmi þetta er hálf óhugnarlegt og ekki síður þegar maður hugsar til þess að að minstakosti 3 skip.(að mig minnir)sem er verið að byggja í Asíu fyrir íslendinga eru bráðlega að verða klár til heimsiglinga og þurfa að fara þessa leið.Ég held að Kyrrahafsleiðin sé að minnstakosti 1000 sjm lengri.Og olíuverð er víst ekkert til að hrópa húrra fyrir í dag.Þessi nýja mynd er nokkura ára gömul,en skýring á myndbreytingunni er að finna á blogginu hennar Kolbrúnu Stefánsdóttir í athugasemdum við blogg hennar um komu Hönnu Birnu á Alþingi.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 11.2.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.