Nágranna umhyggja

 

Mér fannst þetta góð nokkuð hugmynd hjá Jóni frá Eyri þeim mikla sæmdar manni um einhverskonar eftirlitskerfi með einstæðingum.En leiðari Morgunblaðsins fjallar fyrir nokkrum dögum um viðtal við Jón um daginn.Þar segir m.a:"" Í viðtali í Morgunblaðinu í gær segir Jón að sér sé afar hugleikið að koma á fót tilkynningaskyldu fyrir gamalmenni og einyrkja með svipuðum hætti og tilkynningaskyldu skipa er háttað.""

 

Svo segir Mogginn:""Þessi hugmynd er vel þess virði að athuga hvort þess er kostur að koma á slíku eftirliti.Mörgum gæti reynst vel að eiga hjálp vísa í neyð.""Að svona eins og hefur núna skeð tvívegis í Reykjavík hélt ég satt að segja gæti ekki skeð hér á Íslandi.Hélt að Íslendingar væri forvitnari um náungan en svo að þetta gæti skeð hér á landi.Hélt að hér væru"allir með nefið niður í hvers manns koppi"!!!!

 

Nei að alvöru málsins.Ég bjó í Svíþjóð um tíma og þá var svona lagða alltaf að ske.Í stórum borgum og í stórum fjölbýlishúsum.Svo var það kannske "lykt"úr íbúðinni sem kom upp um ástandið.Þetta voru einstæðingar sem enga ættinga áttu.Örorkubæturnar/eftirlaunin lögð inn á reikning viðkomandi eftir að húsaleiga og þvílíkt hafði verið greitt.Enginn fylgdist með viðkomandi og svíar eru lítið fyrir að vera með nefið niður í hvers manns koppi.Einu tilfelli man ég eftir þegar varla var hægt að opna hurðina hjá viðkomandi vegna blaða og ruslpósts sem safnast hafði fyrir innan hurðina.Maðurinn hafði verið látinn í uppundir eitt ár.

 

Það er hreinlega hræðilegt til þess að hugsa að svona mikill einstæðingsskapur skuli vera til í svona litlu samfélagi eins og t.d.Reykjavík er í raun og veru.Og mér finnst það til vansa fyrir viðkomandi yfirvöld.Mér finnst satt að segja óskiljanlegt að ekki séu húsverðir í stórum "blokkum" sem fjöldi eldri borgara býr.Þeir ættu að geta fylgst með hvort viðkomandi(ef viðkomandi býr einn)hirðir póstinn sinn.Ég held að sama"system"og er víða í sænskum húsum að það séu bréflúgur á ingangsdyr íbúðanna sé ekki til að dreifa í blokkum hér á landi.(án þess þó að ég viti það)

 

Hvar er"nágrannaforvitnin"þegar svona skeður.Mér kemur í hug mál sem kom upp fyrir nokkrum tugum ára þegar maður var kærður fyrir"ósæmilega"hegðun.Maðurinn var einheypur og bjó í blokk og gekk um íbúð sína á "adamsklæðunum"einum fata.Í annari blokk rétt hjá bjuggu að mig minnir 2 konur komnar á efri ár.Þær kærðu fyrrgreindan mann fyrir ósæmilega hegðun.Við rannsókn málsins kom í ljós að konurnar gátu enganveginn séð manninn nema með kíki!!!!

 

En aftur að alvörunni.Ég bý núna í svokallaðri"þjónustuíbúð"við Dvalarheimili aldraða hér í Eyjum.Flutti hingað í sumar.Ég hafði búið hér um skamma hríð þegar ég þurfti"suður"til lækninga.Ég hafði ekkert látið nágranna mína vita um þessa ferð.Þegar ég kom til baka hitti ég nágrannakonu mína Margréti Karlsdóttir.Margrét tjáði mér að nágrannarnir hefðu verið komnir með áhyggjur af mér því"Mogginn"og pósturinn hefði verið farinn að hlaðast upp.En sonur annarar nábýliskonu minnar Nönnu Guðjónsdóttir hafi einhvern"pata"af ferðum mínum.Svo að áhyggjum þeirra var eytt.Ég lofaði Margréti að ég skyldi láta vita ef svona kæmi upp aftur.Ég vona að ég sé ekki að brjóta neinn trúnað fólks þó ég nafngreini þessar konur.

 

En að vita af svona nágrönnum veitir manni mikla öryggistilfinningu.Svo var það í desember að ég var eitthvað slappur og hafði ekki nennt að sækja blaðið og póstinn í 2 daga.Hringir þá ekki hjá mér dyrabjallan.Það  er þá fyrrgreind Margrét og önnur grannkona mín sem ég hreinlega man ekki nafnið á.Í mínum huga eru þessar konur dæmi um það sem maður getur kallað "hversdagshetjur" sem vinna sín góðverk í hljóði.Konur sem lifað hafa hér í Eyjunni fætt og alið upp börn sín í návígi við stórbrotna náttúru og veðráttu.

 

Sonur Margrétar sýni af sér ótrúlegt þrekvirki er hann synti um að mig minnir 6 km leið og náði landi eftir sjóslys hér A af Eyjunni.Maður Nönnu sótti sjóinn í mörg ár einn á lítilli trillu sem ekki þætti til"stórræðanna"í dag.Hún hefur örugglega oft óttast um mann sinn í vondum veðrum einum á sínu litla fleyi.Þær þekkja það að hafa áhyggjur af "sínu" og "náunganum" eins og oft vildi verða í sjávarplássum ef bátar skiluðu sér ekki á réttum tíma.Á svona hetjur er sjaldan minnst,hvað þá að þær fái á sig nokkra"krossa".Enda segir mér svo hugur að þær myndu lítið kæra sig um það.Ég vil þakka þeim stöllum fyrir það öryggi sem ég hef af þeim í nágrenninu.

 

En svo að allt öðru.Þessi svokallaða"list"og fólk sem kallar sig"lista menn/konur"hefur vafist svolítið fyrir í mínu gamla haus.Það virðist margt vera leyfilegt ef það er í nafni einhverskonar "listar".Fyrir mörgum árum sat nakinn maður á tröppum"Útvegsbankans"og vafði á sér það"tól"sem yfirleitt er notað þegar flölga skal mannkyninu og til að karlmenn losni við úrgangsefni sem líkami þeirra hefur ekki þörf fyrir.Yfirleitt er þessu tóli ekki flaggað á almannafæri enda geta legið við því stórsektir ef það er gert.En ef það er gert í þágu listarinnar þá virðist allt vera OK.Annar listamaður skilur eftir sig hlut sem álíta mætti sem sprengu á almannafæri og það nú á dögum"stórsóknar"Bush og co á hendur hryðjuverkamönnum.(einhverja eftirmála mun það víst hafa)

 

Svo á einn listamaðurinn að hafa látið flækingahundsræfil svelta í hel í einhverskonar"gjörning"Á sama tíma fékk kokkur í Noregi bágt fyrir að sjóða lifandi krabbadýr.Það er sem sagt OK að kvelja dýr sé það gert í nafni listarinnar.Svo er fólk krossað í bak og fyrir fyrir"listsköpun"Mér var á sínum tíma hent í tugtshús fyrir að"halda kja..."en í dag fá sumir listamenn jafnvel milljónir fyrir að opna hann í  nokkrar sekúndur í  sjónvarpsauglýsingum.Ekki það að ég hafi nokkurn tíma talið mig listamann.Ég læt þetta nægja í bili.Ég veit að margur hristir höfuðið yfir þessu,að þeirra mati bulli í mér.og löngu hættir að lesa þetta.Og það hefur kannske heldur aldrei neinn nennt að byrja lestur á þessu.En ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta allt þá kveð ég þann hinn sama kært


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heill og sæll og gleðilegt ár!

Gallar okkar gamlingjanna eru að líkindum margir. Verstur er að mínu mati sá gallinn sem kemur af ströngu og vönduðu uppeldi og lýsir sér í óþarflega mikilli hæversku. Við látum flest yfir okkur ganga möglunarlaust í von um að úr rætist síðar. Margur er dauður núna sem trúði þessu og ég er skíthræddur um að eins fari fyrir mér.

Hún er hlýleg og hæversk umræða stjórnvalda um kj´ör okkar aldraðra og ævinlega er notað orðalagið að "bæta kjör öryrkja, aldraðra og þeirra sem lægst hafa launin." Þetta er lúmsk ókurteisi og hrokafull sem orðalagið lýsir. Rétta orðalagið er að "leiðrétta kjörin." Það er nefnilega engin gæska fólgin í því að greiða skuld.

En Jón á Eyri er hörkukarl sem ég heimsótti fyrir fáum árum á ferðalagi um Austurland. Ég drakk hjá honum kaffi og öfundaði hann pínulítið af því sjálfstæða lífi sem hann hafði ákveðið að eiga eins lengi og unnt væri.

Þegar við aldraðir og öryrkjar förum í uppreisnina ætla ég að bara að nota lítinn riffil cal. 22. Það er alveg nógu öflugt vopn því ég miða náttúrlega á augað eins og ég er vanur.  

Árni Gunnarsson, 2.1.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll"gamle ven"Hvað varðar Jón frá Eyri þá þekki ég hann ekki.En bróðir hans Sigurður frá Vattarnesi er mér mjög svo kær vinur.Í fyrirhugaðri uppreisn verð ég að biðja um að fá að vera að baki þér.Þó að það sé ekki gott svona í upphafi hennar verð ég að játa að ég hef aldrei á minni lífsfæddri æfi hleypt skoti af byssu.Þannig að það verður ekkert svona"ber er hver að baki nema sér bróðir eigi"dæmi  hvað þig varðar með mig í eftirdragi í væntanlegri uppreisn svo að þessi ca 22 skota rifill verður að duga okkur báðum með þig skyttu.Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 2.1.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þarna gerði ég fáfræði mína um byssur opinbera því að með þessu ca 22 er víst átt við allt annað en skotfjölda

Ólafur Ragnarsson, 2.1.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og blessaður Ólafur, verst þykir mér vanvirðingin við eldra fólk og þetta sama fólk þrælaði í gamladaga myrkrana á milli svo nútíminn gæti gengið í garð fyrir okkur hin sem hendum gamla fólkinu út í horn og borgum því örlítin lífeyri, þjóðin ætti að skammast sín, sérstaklega þeir sem stjórna landinu raunverulega. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.1.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Ólafur.

Það er sannarlega ánægjulegt að heyra um náungakærleikann.

Það hefur nú margt flóknara verið framkvæmt en það að koma á fót slíkri tilkynningarskyldu sem þarna er um rætt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.1.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur.Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir skemmtileg samskipti á liðnu ári. Góður pistill hjá þér nú sem oft áður. Ég er nú sammála mörgu sem þú segir í honum, eiginlega öllu nema ég myndi ekki nenna að hafa forvitnar kerlingar sem fylgjast með hverri hreyfingu minni  og hverri ferð að heiman. Þegar ég fer af landi brott læt ég dæturnar hirða póstinn og sambýliskonuna á neðri hæðinni vita að nú geti hún haldið taumlaus partý því ég sé að fara þetta eða hitt. Það kallast víst nágrannavakt. Varðandi krossana þá er ég hjartanlega sammála þér og mér er nú alveg farið að blöskra þessar krossaveitingar Ólafs Ragnars. Ég hugsaði með mér núna síðast þegar myndir birtust af síðustu krossun að það hlyti nú að fara að koma að mér :) :)  Ég er orðin 58 ára gömul og alltaf mætt á réttum tíma í vinnuna og unnið bara nokkuð vel og dyggilega alveg síðan ég var ungi heima á Raufarhöfn og gætti systkinanna, saltaði síld og allar götur síðan ;)  Aldrei veik, sjö níu þrettán. Það er bara eins og forsetinn viti ekki af þessu :) en ég er nú hvorki listamaður né letingi og sæki mínar viðurkenningar annað. T.d tvær yndislegar dætur fyrir langt og leiðinlegt hjónaband, laun fyrir starfið og bikara í golfið sem er mitt hobby. Bestu viðurkenningar eru auðvita gott viðmót samferðafólks og bros frá ókunnugum í amstri dagsins. Kær kveðja til þín á nýju ári kæri bloggvinur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.1.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband