Örlög St Romanusar

Vegna þessa braks fundar um daginn N af Langanesi langar mig að fara með ykkur tilbaka í tíma.

Árið er 1968.Það er janúarmánuður.Leikritið Músagildran eftir Agatha Christie var á sínu 16ánda ári í Ambassador leikhúsinu í London.Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar ásamt Þuríði Sigurðardóttir og Vilhjálmi Vilhjálmsyni spiluðu og sungu á Röðli og Sextett Jóns Sigurðssonar í Þórskaffi.Ég er þrítugur(10 árum yngrin en Slysavarnafélag Íslands),1sti stm á B/V Karlsefni frá Reykjavík.Með hinum ágæta og mér kæra skipstjóra Halldóri Inga Hallgrímssyni.Var tímabundið að leysa af  annan öndvegismann,Þorvald Stefánson sem ekki lengur er meðal vor.Kem betur að okkur Halldóri Inga síðar

  St Romanus H 223

Þann 10 janúar á árdegisdagsflóðinu lögðu 2 togarar af stað frá Hull.Þetta voru þeir St Romanus H223 undir stjórn Jimmy Wheeldon 26 ára og Kingston Peridot H591 undir stjórn Raymond Wilson 33 ára.St.Romulus var byggður hjá Cook Welton & Gemmell Beverley fyrir NV Motorvisserij Ostend Belgium  og hlaut nafnið: VAN DYCK O298.Hann hljóp af stokkunum 1sta Júlí 1950.6 Mars 1964  var hann seldur eftir gagngera viðgerð til:Thomas Hamling & Co Ltd Hull og hlaut nafnið St Romanus H223.St Romanus þótti ekki gott skip og hafði meðal annars,faðir Wheeldon verið þar skipstjóri en hafði hætt skipstjórn eftir 1stu ferð.Skipið þótti bæði lélegt sjóskip og í mjög lélegu ástandi.Vanir togarasjómenn fóru yfirleitt ekki nema 1 ferð á skipinu.

  Enskir t ogarasjómenn kannske ekki fjarri þeim stað á togara sem brakið sem fanns,var úr

Skipstjóri að nafni Ellis.Ég er ekki klár á hvort Ellis  þessi var faðir Jimmy Weeldon.Í þeim gögnum sem ég hef undir höndum er talað um"Skipper Ellis"en Englendingar nota yfirleitt,þó ekki alltaf,eftirnafn manna.En þessi Ellis gefur skýrslu 1967 og lýsir mjög lélegu ástandi skipsins t.d lekum íbúðum,vandræði með rafala fyrir vindur(auðskilið þegar kannske talað er um lekt dekkshús)og fl og fl.

 

Og ég gef skipper Ellis orðið:""like previous skippers he had found the vessel to be under powered which made heavy and slow work of shooting and hauling the trawl. Also the vessel did not handle well and was down at the head and not of the usual trim, this caused her to take seas over the bow when in normal trim she would cut through them, her lack of power made it difficult to power out of situations that her sister ship St Achilleus coped with ease.""Útgerðin virðist ekki hafa haft mikinn áhuga á að halda skipinu vel til haga.Og í enskum heimildum um skipið segir m.a: After submitting his long report of faults on the vessels return it is unsure what action was taken over the following 8 months but prior to her loss she had undergone a recent survey and had been inspected by the mutual insurance company and deemed sea worthy"" Ég er ekki það góður í ensku að ég treysti mér til að þýða þetta á góða íslensku.

 

Einnig var fundið að því að skipið var án loftskeytamanns.En Weeldon mun hafa gengist undir eiðstöku sem talstöðvarvörður og lært eitthvað sem slíkur.Um þessar mundir voru miklar deilur milli stéttarfélags loftskeytamanna og útgerðarmanna um að skipstjórar önnuðust samskiftamál togarana..En áfram með söguna.Jimmy Weeldon var fastur skipstjóri á Hulltogaranum St Andronicus en hafði tafist vegna einhverra réttarhalda svo að hann gat ekki farið með skip sitt er það hélt í veiðiferð.En hann átti bara að vera með S.t Romanus þessa einu ferð Við brottför áætlaði Weeldon að veiða við N-Noreg.Kl 1930 um kvöldið þ 10 jan þá kominn 120 mílur NNA af Humber talar Weeldon við Janet konu sína í gegn um strandastöð(Humber/Wickradió???)í þessu samtali talar hann um vandræði með radíótækin og hve illa hann kunni við skipið:"" he had told her the St Romanus was an awfull ship.""

 

Í þessu samtali lofar hann konu sinni að hafa samband daginn eftir.En það samtal átti sér aldrei stað.Weeldon mun hafa haft samband við útgerðina þ.11.En ekkert kom þar fram annað en venjulegt samtal milli skipstjóra og útgerðar.Þ.20 reyndi Janet að senda manni sínum loftskeyti í gegn um Wick radíó vegna hjúskaparafmælis þeirra sem nálgaðist en án árangus.Nú víkur sögunni til Íslands.Þann 11 jan.var ísfirski fiskibáturinn Víkingur III var á leið til lands úr línuróðri.Skipstjórinn Ásgeir Sölvason var í hvílu en 1sti stýrimaður bátsins Þórður Oddson var á vakt.Þá heyrir hann eftirfarandi á neyðarbylgjunni 2182:"MAY DAY,MAY DAY,MAY DAY.It is the British trawler St Romanus from Hull.We are leaving Hull at 0635,and giving the position of 63°,5 og 64°,5 North and 000°,4 W""(Í frásögn Morgunblaðsins þ.26 jan er þessi staður uppgefinn:"64°N og 004°V.En staðurinn sem ég skráði hér að framan er tekin úr bók Steinars J Lúðvíkssonar"Þrautgóðir á Raunarstund"sem ég hef stuðst við að hluta í þessu bloggi.Þarna munar töluverðu í lengd)

null Nýleg mynd af Víkingi III sem nú heitir Valberg II VE

Þórður stýrimaður lét Ásgeir skipstjóra strax vita  og heyrðist þeim síðan annar breskur togari kalla St.Romanus uppi en vegna truflana í talstöðinni heyrðu þeir ekki meir.Vegna þessa,og langra vegalengda á milli skipana létu þeir þar við sitja.Það var svo ekki fyrr en þann 24 jan að farið var að óttast um skipið að neyðarkallið sem þeir"Víkingsmenn"heyrðu komst í hámæli.Það má segja að sorglega margt hafi neikvætt skeð í sambandi við þennan skipstapa.T.d andvaraleysi útgerðarinnar.Það átti að vera regla að skipstjórar hennar ættu að senda skeyti daglega um afla,veðurfar o.fl sem viðkom útgerðinni.En það liðu 11 daga sem ekkert heyrðist til skipsins þar til  að útgerðingerðin gerði eitthvað í málinu Þeir höfðu sent skipinu skeyti þ.12 jan en ekkert svar fékkst Síðan í nokkra daga án þess að svar fengist eða að nokkuð væri aðhafst í málinu.

null Valberg II VE ex Víkingur III

Að vísu var ekki vænst að skipið kæmist á miðin við N-Noreg,en þangað var haldið að ferðinni væri heitið.fyrr en 15-16 jan.En þ 24 jan.var fyrst farið að lýsa eftir skipinu.Þ.e.a.s.PAN PAN,PAN viðvörunarmerkið var sent út.Og skip beðin um að svipast um eftir skipinu og/eða þeir sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um það voru beðin að hafa samband við næstu strandstöð.Í fyrstu var haldið að Hulltogarinn St Matthew sem var á veiðum út af Lofoten í Noregi hefði verið í sambandi við St.Romanus.þ 13 en svo kom í ljós að þarna var um misskilning að ræða.Hann hafði talað við St Andronicus,sem Weeldon hafði verið fastur skipstjóri á frá árinu 1966

 

Einnig hafði danskur fiskibátur undir stjórn Eric Jensen Þ 13.jan  fundið og tekið um borð gúmmíbát á stað:57°57´00N og 000°01´35 A.Báturinn var útblásinn en engin merki voru um að menn hefðu verið í honum.Eric lét ekkert vita af fundi sínum fyrr en hann kom til hafnar í Esbjerg.þ.20 jan.Eftir athuganir á bátnum kom í ljós að báturinn var af St Romanusi..Það var svo ekki fyrr en þ 26 jan að skipulögð leit var hafinn af St Romanusi.Mikil leit var gerð að skipinu og beindist hún aðallega að svæðinu út af Lofoten þar sem talið var að togarinn ætlaði að veiða.En án nokkurs árangurs eins og kunnugt en1sta febr fannst svo björgunarhringur merktur skipinu á ströndinni nærri Hirtshals í Danmörk(Í bók Steinars J segir 1sta en enskar heimildir segja 21sta)St.Romanus var horfinn af sjónarsviðinu með 20 vöskum sjómönnum 16-52 ára.Ég kem svo að Kingston Peridot seinna.En með þesum 2 skipum fórust 40 enskir sjómenn.En sagan er ekki öll sögð enn því þessi skipshvörf áttu eftir að draga stóran dilk á eftir sér.Læt þetta nægja í bili.Ég þakka þeim sem komist hafa hingað í lestri á þessu afkvæmi af grúski og hugrenningum gamalls sjóara sem ei er lengur nýtur til neins annars.Við samningu þessa bloggs hef ég stuðs að nokkru leiti við bók Steinars J Lúðvíkssonar"Þrautgóðir á Raunastund"og svo leitað upplýsinga af "netinu"Ávallt kært kvödd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frikkinn

Góð grein ,

Frikkinn, 26.12.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðileg jól Óli minn og takk fyrir hlýjar kveðjur. Þetta er góð grein hjá þér að venju. Er það rangt munað hjá mér að fundist hafi flak fyrir löngu síðan suður af Mánáreyjum sem menn héldu að væri kanski af Kingston Periot ?

Er það möguleiki að Arnar HU, hafi fengið upp hluta af flaki St Romulusi ?

Níels A. Ársælsson., 26.12.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og blessaður Ólafur, ég ætla bara leiðrétta smávegis hjá þér Ólafur minn: Menn sem eru hættir að vinna eins og við segjum eru ekki einskis nýttir, þið eruð búnir að skila ykkar til samfélagins, hvar værum við í dag ef þið hefðuð ekki þrælað ykkur út í gamla daga? Og hana nú! er það ekki rétt hjá mér? Annars er mjög gaman að lesa ritsmíðar þínar minn kæri Ólafur. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 26.12.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gott og fróðlegt endilega meira af þessu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.12.2007 kl. 23:30

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég þakka ykkur öllum innlitið og hlý orð til mín.Og Jón Gamli"ven"long time no see"Helgi Þór,versta slarkið var kannske manni sjálfum að kenna.Láttu þig endilega birtast ef litli rauði bíllinn er fyrir utan hjá"Elló"það er fljótlegt að renna á könnuna ef engin er í henni sopin.Nilli! Það rak mikið úr Kingston Peridot á sínum tíma þarna við Tjörnesið.Ég minnist þess ekki heyrt um að flak hafi funndist á þessum slóðum.Þó getur það vel verið,Ég var nú erlendis í 13 ár svo að það getur hafa farið fram hjá mér.Romanus er og hefur verið mikil ráðgáta.Það fannst gúmmíbátur úr honum eftir breskum heimildum 265 sjm N af Spurn l/v og í bókinni "Þrautgóðir á Raunastund"er staðurinn sagður 57°57´N og 000°35 A.Hann faqnnst þ13 jan en Þórður heyrir neyðarkallið þ 11jan Ég hef ekki kort til að bera saman hvernig þetta passar saman og allra síst haus.Það var eins og segir í blogginu mínu danskur bátur sem fann bátinn. Svo segir í fyrrgreindri bók að staðurinn sem Þórði Odds á Víkingi III heyrðist vera gefinn upp væri 63°5´og 64°5 N og 000°4V.En í Morgunblaðinu frá þessum tíma er staðurinn sagður bara beint:64°N og 004°V.En í þeim ensku gögnum sem ég hef undir höndum gefa þeir ekki upp staðinn.En segja bara neyðarkallið og enda svo:"position was then given and the name ST Romanus spelt out".Eins og ég segi St Romanus er og verður(allavega eitthvað lengur)meiri ráðgáta en ég held að Kingston Peridot sé.Menn vissu ekki annað en hann (St Romanus)hafði verið á leið á Lofoten miðin en þar var"skipper"Weeldon vanastur að veiða.En hann getur hafa breytt ákvörðun sinni og haldið meira til vesturs.Hann var í vandræðum með talstöðina sem svo víst margt annað.En þessi "brakbútur"sem Arnar fann hlýtur að verða rannsakaður.Og ég tala nú ekki um ef einhver sýnileg málning er á brakinu.En eins og Sigmar Þór vinur minn skrifar einhverstaðar um er lítið eða ekkert gert í svona máluim hér á landi.En mér myndi ekki koma það á óvart að"tjallarnir"myndu vilja kíkja á"gripinn"Svo virðist allskonar"drasl"berast um með hafdjúpsstraumum.Kært kvaddir allir saman

Ólafur Ragnarsson, 27.12.2007 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 535354

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband