Brak

Ég kannast við svona"kluss"á t.d frammi á skipum,Og mér finns ég kannast við stálstöngina sem virðist liggja undir því og fram til hægri.Þessi stöng gæti verið til að auðvela t.d. stýrimanni að sjá uppyfir borðstokkinn.Þ.e.a.s.hann stigi upp á stöngina til að hækka sig,því að"flái"er á lunningunni.Þetta gæti því verið partur af lunningu af hvalbak á skipi.En ég get ekki stækkað myndirnar almennilega svo að maður gæti áttað sig betur á þessu.Væri ekki hugsanlegt að einhver hafi fengið þetta allt annarstaðar í trollið en ekkert vilja láta vita af því(ólöglegur staður???)og losað sig svo við það þarna??En þetta er bara svona hugdetta.Gleðileg jól


mbl.is Fengu hluta af skipi í trollið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Ólafur.

Gleðileg jól Megi guð og gæfa vera með þér og fjölskyldu þinni.

Jólakveðja.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.12.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur það er merkilegt að þegar finnast svona hlutir úr skipum þá er aldrei gerð nein ransókn á því úr hvaða bát eða skipi þessir hlutir eru. Aftur á móti ef finnst eithvað úr flugvélum þá virðist það fá viðeigandi rannsókn. Eitt sinn fann ég hlut í Brimurð í Vestmannaeyjum  sem ég var viss um að væri úr flugvél, ég hafði samband við Flugmálastjórn og þeir vildu fá hann til Rannsóknar. Eftir 3 mánuði fékk ég bréf frá USA þar sem í var teikning af Herþotu og á hana var teiknuð píla á þann hlut sem ég fann í Brimurðini en það var endi á afturvaæng. Þessi flugvél hafði farið í sjóinn af flugmóðurskipi hér suður í höfum, mér var þakkað vel fyrir að hafa komið þessu til flugmálastjórnar.

Svona ætti að vinna með þessa hluti sem finnast af skipum, mér finnst þetta góð tillaga frá Önnu og væri ekki erfitt að rannsaka hvort þetta er úr því skipi.

Jæja Óli Gleðileg jól og Gott og farsælt komandi ár Þakka bloggvináttu þína á liðnu ári.

Hátíðarkveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.12.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl öllsömul.Og gleðileg jól.Ég þakka jólakveðjur og innlitið.Ég hnaut um eina setningu í greininni:"Lunningin virðist ekki hefa legið mjög lengi í sjónum því enn má víða sjá málningu á henni""Kingston Periot"var talinn hafa farist,eins og þú réttilega bendir á Anna,á svokölluðum"Mánárbrekanu"sem tilheyrir "Mánáreyjum"út af Tjörnesi.En það hefur aldrei fengist staðfest.Þegar ég talaði um stálstöngina á myndinni sagði ég til hægri en það á náttúrlega að vera til vinstri.

Ólafur Ragnarsson, 24.12.2007 kl. 22:22

4 identicon

Þykir mér nú líklegra að þetta sé lunning af öðrum tveggja togara sem saknað var í sama veðri og Ross Cleveland fórst í Ísafjarðardjúpi þarna gætu afdrif Kingston Peridot eða St Romanus verið komin í ljós en þeir fundust aldrey og ekkert var vitað um afdrif þeirra né staðsetningu þegar þeir fórust heldur aðeins um síðasta stað sem var talin norður af íslandi eða á leið til Íslands en gætu hafa hrakist undan veðri þarna NA úr.Tel brýnt að kanna þetta svo afkomendur þeirra sem fórust geti vitað örlög forfeðra og skyldmenna sem á þessum togurum voru og málningin ein og sér getur lifað lengi í sjó meðan ekki er súrefni til staðar tæringin sem slík fer ekki á fullt fyrr en hlutir eru teknir upp úr hafinu og súrefnið fer að valda oxun og sýrustig hækkar þá um leið.Gleðileg Jól

Guðmundur

Guðmundur Falk (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 22:24

5 identicon

Steingleymdi að minnast á það að ég var skipverji á Ingólfi GK gömlu Ránini sem upphaflega komst í eigu íslendinga eftir að hafa strandað við mynni Skutulsfjarðar nánar tiltekið á Arnarnesi en þar var svona stöng þvert undir klussinu að aftan til að auðvelda að setja splittið í úrsláttublökkina eftir að byssan hafði híft vírinn í hana sem eins og allir sjómenn sem muna síðutogið vita að gat orðið bras ef lunningin var há og er ég að láta mér detta í hug að þessi stöng eða þverslá öllu heldur milli stytta í lunninguni hafi átt að auðvelda mönnum að komast að úrsláttublökkini þegar vírinn var hífður í blökkina en auðveldara var um vik að slá úr henni heldur en að loka henni.

Enn og aftur Gleðileg Jól

Kv Guðmundur 

Guðmundur Falk (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Guðmundur!Mér var nú að detta það sama í hug,en það sem ruglaði mig í fyrstu var að svona stöng var á öllum"Folmerskipunum"frammi á bakkanum.Og nú ef mig minnið er ekki alveg að fara með mig þá minnir mig að smápallur eða þrep hafi verið við blökkina á gömlu síðutogurunum.Þetta getur því verið alveg rétt hjá þér og að"tjallarnir"hafi látið svona stöng duga.Ég er að semja blogg um skipin sem þú nefnir

Ólafur Ragnarsson, 25.12.2007 kl. 00:26

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Gæti trúað að brakið væri úr bresku togurunum sem fórust á þessum slóðum 1968 og þá kæmu þessi til greina Kingston Peridot eða St Romanus.

Eins og Ólafur segir , : ,, .Og nú ef mig minnið er ekki alveg að fara með mig þá minnir mig að smápallur eða þrep hafi verið við blökkina á gömlu síðutogurunum.Þetta getur því verið alveg rétt hjá þér og að"tjallarnir"hafi látið svona stöng duga.”

 Smápallur  (skálaga breiðari í annan endan)og þrep voru þá þessum skipum passar þessi lýsing ekk við.Gleðilega hátíð.Kv Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 25.12.2007 kl. 01:09

8 identicon

Þetta var líka aðeins hugmynd hjá mér og alls ekki ólíkleg enda þessi skip bæði stærri að gerð en Boston Wallace að mig minnir að Ránin hafi heitið þegar hún strandaði en hún var rétt um eða yfir 300 tonn meðan hinir voru 500 til 600 með miklu háreistari brú líka og talið að það hafi átt sinn þátt í að þau fóru illa með ísingu brúinn svo há og illa hönnuð til að losa sig við ís.Er sjómaður og pæli mikið í skipum og örlögum skipa sem týnst hafa og allar hugmyndir eru góðar í þessu meðan menn bulla ekki bara en er samála að það mætti oft kanna betur hvaða skip eiga við þá hluti sem oft koma upp með veiðarfærum sjálfur hef ég verið á skipi sem fékk 8 metra kjöl upp með stálskúffu og vantaði hælin þannig að um 10 metra kjöl gat verið að ræða en hann fór á brennuna án þess að kanna það neitt nánar en þetta kom upp í snurvoð í Faxaflóa NA af garðskaga

Guðmundur Falk (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 03:11

9 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ránin hét upprunalega Boston Wellvale FD 209. Skipið var smíðað í Beverley á Englandi og hleypt af stokkunum 30 júní 1961. Það strandaði við Arnarnes í Skutulsfirði 22 desember 1966. Það var á leið til Ísafjarðar með radar í viðgerð í brjáluðu veðri og sigldi upp í Arnarnesið. Áhöfninni 17 mönnum var bjargað í land.

Ingólfur H Þorleifsson, 25.12.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 535252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband