11.9.2013 | 23:37
"Nú er mælirinn eiginlega"
Nú er mælirinn eiginlega að verða fullur. Ekki það að maður byggist við miklu frá hægri vængnum fyrst sá vinstri brást eins illilega og raun varð á.Enn og aftur og aftur og enn á að ráðast á garðinn þar sem hann lægstur. Nú skorar ráðherra fjármála.(við skulum ekki nefna af hvaða ætt hann er. Því sumt sem maður skrifar er ritskoðað) .á hina staurblönku alþýðu þessa lands að biðja aðeins um vatn í grautinn og sleppa saltinu.
Hvernig á maður með greind sem er svona um meðallag kannske rétt undir, eins og ég að skilja hlutina nú til dags Á sama tíma og fg ráðherra biður okkur hérna niður við grasið að hemja okkur í heimtingum þá kvartar einn af þeim sem meira mega sín yfir því að lækka eigi skatta á honum.Meðan fólk hreinlega láti lífið vegna fjárskorts í aðal sjúkrahúss landsins. Forstjóri einnar stærstu útgerðarsamsteypu landsins hafði áhyggur af svefni barna sinna vegna ofurgjalds sem leggja átti á útgerðina. Nú sofa börnin sennilega yfir sig á hverjum morgni, því gjaldið var lækkað svo samsteypan borgaði einhverja milljarða í arð.
Ég skil vel að menn "fjárfesti" í fyrirtæki til að ávaxsta peninga sína. Og arður sé greiddur þegar vel gengur. En að ekki skuli mega skerða þann arð eitthvað aðeins meira þegar að fjármagna þarf mannslíf, þ.e.a.s. þegar fjármagn vantar nauðsynlega til að halda opnum lífsnauðsynlegum stofnunum í heilbrigðisgeiranum það tekur yfir allan þjófabálk. Ég var sjómaður í 53 ár í flest þessara ára borgaði ég mína skatta og skyldur.Undanskylin 15 ár sem ég (vegna lítils framboðs af vinnu í þeim geira sem ég starfaði í) starfaði erlendis. Fjárfesti í þjóðfélaginu gæti maður jafnvel sagt. Það eina sem þessir svokallaðir ráherrar virtust þora að gera í hinu mikla fjármála hruni var að marg skera niður þann arð sem mér finnst ég eiga inni eftir mínar slíkar fjárfestingar.
Nokkrum valinkunnum mönnum leyfðist að setja fjármálakerfið það kyrfilega á hausinn að marga áratugi tekur að rétta það við. Hvað var gert við þá. Ekkert enn. Og verðu öruglega ekkert gert. Þessir valinkunnu menn sem sitja nú glottandi út í löndum með alla vasa fulla fjár hafa færustu lögfræðinga til að velta málum þeirra fram og til baka í kerfinu þar til allt verður fyrnt. Og að svo verði að lækka skatta á þeim þeir sem jafnvel hafa margar milljónir á mánuði (stundum á viku) fyrir setu í slitastjórnum er með hreinum ólíkindum. Nei það skulu bara vera við "sauðsvartur"almúginn sem skal borga brúsann. Og hinn ættstóri ónefndi ráðherra (sem hefur nóg af salti) biður þann svarta að vera nú ekki að heimta meira salt. Svo að allt fari nú ekki fjand... til aftur og enn.
Vilhjálmur frá Skáholti kvað einu sinni
Stæli ég glóandi gulli
úr greipum hvers einasta manns
þá væri ég örn minnar ættar
og orka míns föðurlands.
Þannig er Ísland í dag.Það var þannig í gær og verður þannig á morgun og hinn og hinn Maður gerir síg að fífli á fjögurra ára fresti og stundum er styttra á milli þessara fíflaláta sem kallast kosningar. Maður fíflast til að hlusta á fagurgalan og trúir og kýs. Niðiurstaða ávallt sú sama.Ef almúinn á fyrir saltinu í grautinn þá fer eittvað sem heitir verðbólga af stað.Og skerða þarf kjör þeirra Ég taldi mig nú eins og ég hef talið mig hafa gert síðan 1959 hafa kosið rétt.En ég sé nú að það var tóm vitleysa. Eins og í flest skiftin áður þó með örfáum undantekningum. Þó kannske munnurinn á fleiri verkalýðsleiðtogum en þessum eina þarna uppi á Skaga opnist núna vegna hægri slagsíðu trúi ég ekki á þá. Er orði uppgefinn á nöldrinu og kveð ykkur kært
![]() |
Hafa verið að glöggva sig á stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útgerðin getur vissulega borgað meira en hún gerir. Því margar þeirra eru reknar með hagnaði. Eins eru margir gamlingjarnir vel stæðir og voldugur nefskattur á aldraða því ekkert ósanngjarn. Ég hef einnig rekið mig á moldríka Vestmannaeyinga og því ekki að leggja á sérstakan eyjaskatt þar sem nóg virðist vera af seðlum í eyjum? Í eyjum hlaupa launagreiðslur á milljörðum í hverjum mánuði. Að ekki skuli mega skera aðeins meira af þeirri köku þegar "fjármagna þarf mannslíf" tekur yfir allan þjófabálk. Það er auðvelt, og gaman, að benda á aðra til að borga þá þjónustu sem við þurfum. Ég skal þiggja þjónustuna og skrifaðu svo reikninginn á þennan þarna........ þannig er Ísland í dag.
Þegar "fjármagna þarf mannslíf" er horft í aurinn. Það eru ekki tiltækir sjúkrabílar við öll gatnamót og þyrlur í hverju kjördæmi jafnvel þó það mundi örugglega bjarga mannslífum. Eigum við að fækka í lögreglu og tolli um helming svo við getum veitt betri heilbrigðisþjónustu? Sleppa því að mennta börn í byggðarlögum sem telja undir 2000 íbúa? Halda skurðstofu opinni í Vestmannaeyjum en hætta að reka Herjólf og Landeyjarhöfn? Það ætti að bjarga mannslífum.
Hábeinn (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 00:58
Sæll Hábeinn.Eins og ég sagði í færslunni er ég ekki mjög greindur maður svona aðeins ofan eða aðeins neðan við meðal þessslags.Þess vegna skil ég ekki alvegt hvað þú meinar með skrifum þínum.Þessvegna verðu svarið frekar rýrt Og eftir hvernig þú handerar "launagreiðslur í Vestmannaeyjum" finnst mér þú vera úr þeim hópi Lattelepandi fólks sem sækir sína afkomu eingöngu frá því opinbera. Hræddur er ég um að það myndi léttast pyngan hjá ykkur ef Vestmanneyingar hefðu sínar útflutningstekjur bara fyrir sig Þú virðist ekki gera þér ljóst að ef til eru einhverjir launaseðlar upp á milljarða króna í Vestmannaeyjum þá liggur það m.a í því að í fiskvinnslustöðvum er t.d unnið minnsta kosti 12 tíma vaktavinna 7 daga vikunnar. Og launþegar til sjós skila enn meiri vinnu til að fá slíka launaseðla. En þú er sennilega of háfættur til að skilja þetta. Og hvað hefur orðið af moldríku Reykvíkingum. Sluppu þeir allir með fenginn til Londan og Luxenborg?? Og ef þú kemur með fleiri athugasemdir notaðu þá fullt nafn: Það er skemmtilegra að svara mönnum undir fullu nafni ekki neinum felunöfnum. Þurfum við að fela eitthvað ?? Hvað með það sértu ávallt kært kvaddur og kíktu aðeins hingað niður
Ólafur Ragnarsson, 13.9.2013 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.