5.2.2012 | 19:21
Nafnið Þór hjá LHGÍ
Ég vona að ég tali fyrir hönd sem flestra þegar ég óska þessu nýja glæsilega skipi meiri velfarnaðar en fyrirrennara þess hjá LHGÍ nutu. Sá fyrsti sem bar nafnið Þór hjá henni, strandaði í Húnaflóa 1929 Mannbjörg.
Sá sem var nr tvö sökk ( að vísu þá komin úr eigu ríkisins) 1950 Mannbjörg Sá þriðji kom 1951. Hann var búinn tveim Grossley vélum. Ég las einhverstaðar að fjórar svona vélar hafi verið byggðar. Þrjár hafi farið til Noregs. En frændur vorir hafi skilað þeim fljótlega til baka sem ónothæfum. Ég man að margir gagrýndu LHGÍ fyrir að velja breska vél í skip sem ætti að gæta landhelginnar. En þessi vél átti eftir að kosta vélstjóra skipsins svita, tár og sennilega oft höfuðverk.
Mig minnir að upp úr 1970(1973 ??)væri skift um vél(ar) og ef minnið er ekki að svíkja þess meir var sú/þær vél(ar) Þýsk(ar)( Mannheim ??) Og þrátt fyrir þessi ósköp minnast allir íslenskir (og margir erlendir) sjómenn skipsins með miklum hlýhug Og það tekur í hjartað að horfa upp á niðurlægingu þess. En mér finnst stórnvöld þessa lands skuldi þessu gamla skip að þau bindi enda á hana.
Annaðhvort að koma því upp sem safni ( við verðum að muna að þetta var fyrsta skip Slysavarnarskólans) eða hreinlega að koma því í niðurrif. Ég vona að ég hafi þrætt veg sannleikans að mestu í þessari færslu. En ef svo er ekki má kenna lélegu minni um Kært kvödd
Þór var á prufusiglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 536129
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það voru tvær vélar í Þór sem byggður var 1951 og mér skilst að það sé rétt hjá þér að þær hafi aldeilis haldið vélstjórum skipsins við efnið. Rétt eftir 1970 voru setta nýjar vélar í skipið og entist önnur vélin aðeins í 10-11 ár og gekk þá að mig minnir stimpilstöng út úr blokk annarrar vélarinnar og eftir það var skipinu lagt.
Slysavarnafélagið keypti skipið af ríkissjóði og notaði sem skólaskip Slysavarnaskólans í ca 10 ár og var þá siglt á annarri vélinni.
Mér skilst að skipið sé orðið svo illa farið að innan að gríðarlega kostnaðarsamt væri að breyta skipinu í safn. Það væri því sennilega best fyrir alla að koma skipinu í niðurrif.
Guðmundur (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 21:01
Sæll Guðmundur og ég þakka innlitið Það er gott að fá það staðsfest að það sem maður heldur fram er nokkurnveginn rétt. Takk fyrir það. Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 6.2.2012 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.