"Mér finnst með ólíkindum"

Mér finnst með ólíkindum hvernig "ferðaþjónustufólk" lætur. Ef ekki er allt eins og það óskar er allt á leið til helv.... Þessir aðilar einhverra hluta vegna ráðast hvað eftir annað á annan aðilan í kjaradeilu. Og nú spyr ég er Icelandair aðili að samtökum þeirra fg. Hversvegna er ekki þrýst á flugfélagið líka til að ljúka deilunni. Ég segi það enn og aftur sumir hópar eiga að vera vellaunaði.

 

 

Og menn sem gera ábyrð á mannslífum eiga að vera betur launaðir en menn sem bera ábyrgð á þessu fyrirbrigði sem heitir peningar. Sem við þessir sauðsvörtu sjáum ekki nú um stundir. Ég flaug einu sinni  frá höfn við Svartahaf til Moskvu í rússneskri vél með rússneskri áhöfn  Á miðri leið byrjaði einhver vökvi að leka niður í hausinn á mér. Þetta var einhverskonar olía fannst mér ( kannske gott fyrir hárið)

 

Sætið við hliðina var jaust svo ég færði mig eftir að hafa látið flugfreyjuna vita. Þá kom einhver borðalagðu og eftir strípunum á vínarbrauðunum á öxlunum tók ég þetta fyrir sjálfan flugstjórann Hann lyktaði vel af vodka og talaði alveg helling á rússnesku um leið og hann opnaði einhverja lúgu og í loftinu og  herti þar einhver tengi með sænskum lykli. Svo klappaði hann mér á bakið og kallaði á freyjuna sem kom með tvöfaldan vodga sem ég afþakkaði en ég sá að hún, freyja sturtaði því í sig á leiðinni til baka.

 

Þá þakkaði ég í huganum  guði fyrir hvað við eigum fært fólk í öllum störfum sem að flugrekstri snýr, Allt þetta hæfa fólk á að vera á góðum launum þrátt fyrir að hlutur margra stóreignamanna sem hluti eiga í flugfélaginu rýrni aðeins. Við eigum að haldi í þetta fólk í landinu með góðum launum. Kært kvödd


mbl.is Langur sáttafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur, ég tek undir þennan pistil þinn og er þér hjartanlega samála, þarna hefur verið einhliða áróður á flugmen.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.6.2011 kl. 00:17

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll vinur og ég þakka inlitið. Þessum áróðri er ekkert að linna. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 25.6.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband