22.6.2011 | 23:04
"Mér finnst með ólíkindum"
Mér finnst með ólíkindum hvernig "ferðaþjónustufólk" lætur. Ef ekki er allt eins og það óskar er allt á leið til helv.... Þessir aðilar einhverra hluta vegna ráðast hvað eftir annað á annan aðilan í kjaradeilu. Og nú spyr ég er Icelandair aðili að samtökum þeirra fg. Hversvegna er ekki þrýst á flugfélagið líka til að ljúka deilunni. Ég segi það enn og aftur sumir hópar eiga að vera vellaunaði.
Og menn sem gera ábyrð á mannslífum eiga að vera betur launaðir en menn sem bera ábyrgð á þessu fyrirbrigði sem heitir peningar. Sem við þessir sauðsvörtu sjáum ekki nú um stundir. Ég flaug einu sinni frá höfn við Svartahaf til Moskvu í rússneskri vél með rússneskri áhöfn Á miðri leið byrjaði einhver vökvi að leka niður í hausinn á mér. Þetta var einhverskonar olía fannst mér ( kannske gott fyrir hárið)
Sætið við hliðina var jaust svo ég færði mig eftir að hafa látið flugfreyjuna vita. Þá kom einhver borðalagðu og eftir strípunum á vínarbrauðunum á öxlunum tók ég þetta fyrir sjálfan flugstjórann Hann lyktaði vel af vodka og talaði alveg helling á rússnesku um leið og hann opnaði einhverja lúgu og í loftinu og herti þar einhver tengi með sænskum lykli. Svo klappaði hann mér á bakið og kallaði á freyjuna sem kom með tvöfaldan vodga sem ég afþakkaði en ég sá að hún, freyja sturtaði því í sig á leiðinni til baka.
Þá þakkaði ég í huganum guði fyrir hvað við eigum fært fólk í öllum störfum sem að flugrekstri snýr, Allt þetta hæfa fólk á að vera á góðum launum þrátt fyrir að hlutur margra stóreignamanna sem hluti eiga í flugfélaginu rýrni aðeins. Við eigum að haldi í þetta fólk í landinu með góðum launum. Kært kvödd
Langur sáttafundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 535993
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ólafur, ég tek undir þennan pistil þinn og er þér hjartanlega samála, þarna hefur verið einhliða áróður á flugmen.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.6.2011 kl. 00:17
Sæll vinur og ég þakka inlitið. Þessum áróðri er ekkert að linna. Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 25.6.2011 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.