"gleðilegar fréttir"

Þetta eru gleðilegar fréttir fyrir öryggismál sjómanna eða eins og segir í fréttinni:"Björgunarsveitir landsins hafa undanfarið verið að efla sjóbjörgunarþátt sinn enda ekki vanþörf á, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu. "

 

Á sunnudag er 72 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Í tæp 2 þúsund ár hafa íslenzkir sjómenn lagt út á djúpið til að sækja þjóð sinni björg og blessun í nægtabúr hafsins. Í meira en þúsund ár hafa íslenzkir farmenn snúið stöfnum tíl annarra landa, til þess að selja varning þjóðarinnar og flytja heim andvirði hans, þjóðinni til viðurværis.

 

Og til að tala hreina íslensku þá segi ég að þeir íslendingar sem ekki telja sig umkomna til að taka þátt í þessum degi nema undir einhverju  öðru nafni, það fólk á bara að skammast sín, Sjómannadagur heitir hann og ekkert annað. Þetta hyski sem tilheyrir þeim hóp ætti t.d. að glugga í sögu landsins á "stríðsárunum" Engin íslensk stétt varð fyrir annari eins blóðtöku og sjómannastéttin. Kjörorð sjómanna  er Hreysti, drengskapur, fórnarlund. Þetta er hægt að sanna á margan hátt.

 

T.d. þegar menn hafa rétt öðrum sem ekki höfðu bjargbelti, sitt  Hvernig sumir sárir létu sinna öðrum fyrr en sjálfan sig. "Meiri elsku hefir enginn en þá, að hann lætur lífið fyrir vini sína". Við þurfum ekki að lesa lengi í frásögnum af voðaatburðum á sjó til að finna þessi dæmi.

 

Svo langminnug  sem söguþjóðin stærir sig af að vera, ætti seint að  fyrnast saga margra sjómanna og ævilok þeirra.Og ég skora á þetta fína fólk sem ekki getur tekið þátt í "Sjómannadeginum" nema undir einhverju menningarnafni að kynna sér þessa sögu. Finna þar þessi dæmi um hreysti drengskap fórnarlund og reyna að læra af því 

 

Og þetta fina fólk sem ekki getur tekið þátt í hinum sanna Sjómannadegi ætti að leita að og læra kvæði skáldsins frá Fagraskógi þar sem hann segir  „Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga, mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk"  Þetta hefur því miður gleymst í öllu helv.... menningargasprinu. Með kærri kveðju til þeirra sem það eiga skilið


mbl.is Bætt í bátaflotann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur, takk fyrir þennan góða pistil og fleiri um sama efni, ég tek undir hvert einasta orð sem þú skrifar hér. Takk fyrir þetta Óli.

Kær kveðja og til hamingju með SJÓMANNADAGINN 2010

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.6.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur. Takk fyrir þennan góða pistil og til hamingju með daginn. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2010 kl. 14:02

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

ÓLi hefði ekki orðað þetta svona vel ein og þú kemst réttilega að orði/við sem erum með sjómannsblóð i æðum skiljum þetta i botn/Kveðja /og til hamingju með daginn/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.6.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Til hamingju með daginn minn kæri bloggvinur. Eruð þið Halli gamli með saltvatn í æðunum :))) kveðja á ykkur alla. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.6.2010 kl. 11:48

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Komiði sæl öllsömul og ég þakka innlitið. Já Kolla það er satvatn í æðum okkar allra ekki síður hjá Sigmari Þór. Ötulum baráttumanni fyrir öryggismálum sjámanna í tugi ára. En Sjómannadagurinn kom vel út á flestum stöðum ef dæma má fréttir Verið öll ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 7.6.2010 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband