Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"sjötíu og fjögur ár aftur í tíman"

Þetta er nú ekkert annað en stefna VG. Þeir mega ekki heyra orðið "framkvæmdir" undir neinum kringumstæðum. Framsýn ungs fólk nú til dags er að fara á atvinnuleysisbætur. Bætur sem ríkissjóður greiðir með peningum sem "kreistir" eru út úr gamalmennum, öryrkjum og þeim sem minna mega sín með skerðingu á þeirra umsömdm bótum.

 

 

Mig langar að taka ykkur tæp sjötíu og fjögur ár aftur í tíman. Þetta gat ungt fók sem var að byrja lífið 1938 lesið í aðalmálgagni alþýðunnar "Þjóðviljanum" í jan : "Leiðarrjós þeirrar stefnu er fyrst og fremst sú kenning, að eina leiðin til þess að bæta kjör almennings svo að til frambúöar sé, einmitt það að láta sem flesta þegna þjóðfélagsins vinna einhver nýtijeg störf í þágu þjóðfélagsheildarinnar, að sem, flestir taki þátt í því að vinna auðæfin úr skauti náttúrunnar.

Og þegar svo er komið að allir þeir, sem geta unnið, hafa fengið starf við sitt hæfi i þjóðarbúskapinn  undir réttlátri og skynsamlegvi stjórn alþýðunnar, þá verður hægðarleikur að láta gamalmennum. og öðru óstarfhæfu fólki líða vel. Þessvegna er megináherslan lögð á verklegar framkvæmdir í starfsskránni og þá fyrst og fremst á þeim sviðum þar sem þeirra er brýnust þörf " Hér lýkur tilvitnunni í Þjóðviljann þ 29-01-1938.

 

 

 

Ímyndið ykkur breytinguna. Nú berjast arftakarnir (sem eiginlega með svikum kenna sig við þá menn sem þetta skrifuðu ) fyrir öllum framkvæmdum hvaða nafni sem þær nefnast. Kært kvödd


mbl.is Ögmundur segir loforðapólitík Kristjáns liðna tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"þetta lið"

Það er von að "þetta lið" biðji sér nú griða. Ískaldur veruleikinn blasir nú við sumum  þeirra. En það er sennilega engin hætta á ferðum fyrir þá. "Stjörnulögfræðingar" flækja málunum fram og til baka í kerfinu með lögfræðilegum klækjum. Þar til sökin er jafnvel firnd Kært kvödd

mbl.is Segja mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"hreinum endemum "

Það er með hreinum endemum hvernig þessi"hreina tæra vinstristjórn" kemur fram við það fólk sem kom þessari þjóð á lappirnar.

 

 

Og einhvernveginn finnst mér málsvarar þeirra þ.e.a.s gamla fólksins máttlausir gagnvart þeirri "tæru". Jú víst er mikið skrifað og viðhöfð stór orð. Og ekki vantar félög og landsambönd þessa fólks En ekkert,  EKKERT skeður. Sú "tæra" kemur sínum skerðingum fram eins og ekkert sé.

 

 

Vegna þess að þessi hópur getur ekkert gert að neinu ráði til mótmæla. Nema nota atkvæðisrétt sinn en þar sem sú "tæra" veit að þeir missa völdin við næstu kosningar er þeim andsk..... sama. Bara að þeir hangi í stólunum þangað til. Kært kvödd


mbl.is Mótmæla skerðingu á kjörum eftirlaunaþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"stóru orðin"

Já Gylfi þau eru farin að minnka stóru orðin. Essið dottið af Svik.Það sem sagt var: "svik við kjarasamninga" Er eiginlega orðið að "vik frá kjarasamningum".

 

Það er með endemum hve þessir menn treysta á hið fræga "gullfiskaminni" okkar hér niðri á jörðinni. Menn ættu að spara í lengstu lög stóru orðin nú á þessari tækni öld. Flestir eldri en tvævetur vissu að þú myndir ekkert gera í þessu máli.Ekkert sem myndi styggja Jóhönnu & co

 

Í mínu ungdæmi kvörtuðu verkalýðsleiðogar oft yfir að það væri slæmt að sitja í kjaraviðræðum andspænis forstjórum stórfyritæka sem væru á ofurlaunum og aldrei hefðu difið hendi í kallt vatn. En nú er það orðið svo að margir ykkar í verkalýðsforustunni sitið við sama borð hvað þetta snertir.

 

En ég legg áherslu á "margir". Það eru enn til sannir foringar verkalýðsbaráttunni hér á landi. Menn sem unnu sem slíkir hvers félag berst fyrir bættum kjörum manna sinna og kvenna. Kært kvödd


mbl.is Brot á kjarasamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvaða manni"

Hvaða manni sem er kominn til vits og ára datt í hug að þessar þjóðir Bretar, Frakkar og Þjóðverjar sætu sáttir á friðarstóli um einhvern tíma. Menn ættu að lesa söguna. Kært kvödd
mbl.is Schäuble óánægður með niðurstöðu leiðtogafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ímyndið ykkur "

Ímyndið ykkur andsk..... vitfirringuna sem fer fram hjá þessum bölv.... fíf.. sem sitja í húsinu við völlinn. Í fyrsta lagi, átti að stefna fyrir þennan fræga dóm, aðra ráðherrar úr Hrunstjórninni. Ef þurfti endilega að henga einhvern úr henni.

 

Og ég er eiginlega fullviss um að meirihluti þjóðarinnar allavega sá sem staddur er hér niður á jörðinni, er orðinn hallur und málstað Geirs Ég skal ekki ábyrgast hörpuleikarana sem eru í bandi hinnar jarðsambandslausu ríkisstjórnar og eru staddir í skýjunum með henni

 

Og hugsið ykkur kostnaðinn sem hefur orðið af þessu skrípaleik trúðanna sem settu hann af stað. Það er eins og ég hef sagt það eru alltaf nægir peningar til í einhver "gæluverkefni" sama hvaða fíflagangur er í gangi. Kært kvödd


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Maður verður meir og meir"

Maður verður meir og meir "kjaftstopp" að heyra hvernig þessi andsk..... rumpulýður sem kenndur er við útrás hafur farið með landsmenn. Og það var kannske framsýni að kalla þá "útrásarvíkinga" Því hvað voru fyrirrennarar þeirra í "víkingaskapnum " ??
 
 
Jú menn sem rændu ruppluðu og skildu eftir sig sviðna jörð. Alveg eins og þessir fn eftirkomendur þeirra hér á Íslandi.  Svo er verið að setja fólk í fangelsi jafnvel eftir stuld á einu eða tveimur kjötlærum. Ja svei attan
 
 
En þessir nútíma víkingar sitja í hásætum hjá fína fólkinu glottandi og baðandi sig í dýrðaljómum fjölmiðla.Og velta sér í illafengnum auði og velsæld erlendis Og þetta fína fólkið lítur niður á smáþjófana en hyllir stórþjófana. Ja það er munur að vera maður og míga standandi í þessu spillta þjóðfélag. Kært kvödd

mbl.is FME fékk rangar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eftir þennan lestur"

Eftir þennan lestur virðist ekkert eiga að gera í áætlun þessarar "fyrstu hreinu vinstri stjórnar" um að svíkja umsamdar hækkanir til eldri borgara. Hvar í vestrænum skyldi verkalýðsforusta þurfa að standa í harðsvíruðum íllindum og samningum um svik "vinstri" stjórnar á gerðum samningum um ellilífeyrisþega. Kært kvödd
mbl.is Missi ekki bætur í 3 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Jarðsambandsleysi forsetisráðherra"

Jarðsambandsleysi forsætisráðherra tekur nú út yfir allan þjófabálk. Hún virðist vísvitandi ljúa sér til hagsbóta. Aftur og enn gerist ráðamaðu þessari þjóðar sekur um að tala hreinlega niður til og vanvirða almenning þessa land. Tala til hans eins og einhvern auðtrúa heimskinga sem ekkert skilur. Og ég held að þessi síðasta móðgun hafi verið með því verra lengi, Kært kvödd
mbl.is Næstmesta brottflutningsárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"þeim þunnu"

Á nú að fara að "þrengja" að þeim þunnu líka. Ja þá er sennilega best að sneiða bara hjá þynnkunni. Kært kvödd
mbl.is Alka-Seltzer ófáanlegt frá áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 537722

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband