Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.7.2012 | 20:59
"Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera"
Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera í heiminum ef allir borguðu skatt eins og eðlilegur borgari gerir. Og hugsið ykkur hvað væri hægt að gera ef allir þeir peningar sem liggja í vopnum og viðskiftum með þau væru notaðir rétt. Ég fullyrði ef svo væri sem skrifað er hér að framan,þá myndi hver munnur mettur og hver einasti sjúklingur sem lækningu þarf fá hana.
Og ímyndið ykkur allan þennan andsk..... tvískinnung sem er í þessum málum í heiminum. Ein af norðurlandaþjóðunnum vill láta líta á sig sem eina af helstu friðelskandi þjóða er áttunda í röðinni með vopnaútflutning. Ef einhverstaðar er barist er vopn þaðan yfirleitt notuð. Ekki ætla ég mér að dæma hver hefur rétt fyrir sér í Sýrlandi. En ég veit að Kína og Rússlandi beittu neitunnarvaldi til að stöðva einhverjar aðgerðir. Vegna manngæsku?
Nei heldur vegna vopnasölu þessara stórvelda til landsins. (Rússland í öðru sæti en Kína í því sjötta hvað vopnaútflutning varðar) Svo er það "alheimslögreglan" USA sem telur sig eitt mesta lýðræðisríki heims. Þeir trjóna á toppnum sem helstu vopnaútflutningsríki heims. Kína og Rússland hafa aldrei verið talinn til lýðræðisríkja En Bandaríkjamenn og Svíar telja sig slíka. En lýðræði er fótum troðið með vopnum þaðan um allan heim.Vorið í arabaríkjunum hvað vitum við íslendingar yfirleitt um það ?
Eigum við t.d að trúa hvað útsmognir stjórnmálamenn okkar segja sem aldrei veigra sér við að ljúga upp í opið geðið á okkur. Ísland úr NATÓ einusinni. Blessun lögð yfir athöfnum NATÓ örfáum árum seinna. Gamlir göngugarpar (komnir í góðar stöður og nenna ekki lengur að elska frið) úr Kelfavíkurgöngum fagna nú vopnaburði í öðrum löndum og jafnvel hvetja til enn frekar þannig. Var ekki meginástæða Íraksstríðsins sem sumir af göngugörpunum víttu og fordæmdu sú sama og í Líbíustríðið og núna Sýrlandstríðið.
Að koma harðskeyttum einræðisherrum frá. Sem sagðir voru fótum troða lýðræði. Maður er því miður steinhættur að trúa einu einasta orði sem fólk sem kennir sig við póliTÍK segir. Ímyndið ykkur ef okkar ráðherra utanríkis (hann er aldrei á landinu ef dæma má eftir viðtölum við hann) hefði nú verið XD eða XB og þeir hefðu látið hafa það eftir sér álíka skoðun og hann gerði nýlega. Hvert hefðu núverandi ráðherrar komist í vandlætingu yfir sömu skoðunum og nv "aldrei heima ráðherra" Þeir hefðu farið upp úr þaki húsins við völlinn. Já maður er hugsi yfir ástandinu bæði "ude og hjemme" Verið kært kvödd
![]() |
Trilljónir í skattaskjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2012 | 00:39
"Ég skil ekki hvernig Vala Matt"
Ég skil ekki hvernig Vala Matt fer að halda sér svona vel. Hún sannar hreinlega orðaleikinn:"Einusinni var ég ung og falleg en nú er ég bara falleg .
Maður sá hana fyrst fyrir einhverjum áratugum. Ég nenni ekki að gá að hve mörgum. En hún hefur akkúrat alls ekki breyst..Maður fer helst að halda að hún sé í álögum. Ég held að létt lund og glatt sinni geri kraftaverk.
Hún virkar þannig á mann að maður kemst í gott skap bara að sjá mynd af henni. Lífgleðin og hamingan geislar af henni. Kært kvödd
![]() |
Gleði hjá Völu Matt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2012 | 00:06
"Þessir menn eru sennilega"
Þessir menn eru sennilega rændir siðferði og samvisku af eiturlyfjafíkn. Ekki ætla ég mér að afsaka þá á neinn hátt. Langt þar í frá. En það voru aðrir menn haldnir annari fíkn sem fóru ófrjálsum höndum um peninga eldri borgara og annara og sumum hampa enn af landslýð.
Sjást á öllum myndum skælbrosandi og taldir með heldriborgurum. Mér finst þetta satt að segja sambærilegt.Eiturlyfjafíkn og gróðafíkn reka menn til líkra óhæfuverka. Litið niður á annan hópinn en hinum hampað. Verið ávallt kært kvödd
![]() |
Fara um og ræna á dvalarheimilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2012 | 19:28
Mislestur og - prentun
Það er með ólíkindum hvað einn stafur getur breitt merkingu orða. Þega ég las þetta fyrst las ég "Bretagarður" í o.sv fr Á öðrum stað í öðru blaði las ég "Halldór öfugur" Og ég hugsaði, þegar ég sá um hvaða Halldór var að ræða" Ja hver fjan.... flestir eru nú að koma út úr skápnum núna í góða veðrinu. (með mestu virðingu fyrir samkynhneigðum.) En hið rétta var "Halldór öflugur"
Einusinni las ég undir mynd að stórglæsilegri stúlku. "Syndir á sunnudögum" Þarna var enginn stafa mislestur en grái fiðringurinn fékk mig til að sperra augun. En þá var þetta ung og falleg sundkona sem æfði sig á sunnudögum.
Ein alvarlegasta misprentun sem ég hef lesið um skeði í "eldgamla" daga úti í Danmörk. þegar prentarar settu alla stafi handvirkt. Skrifað var í bæjarblaði út á landi um nýlátna barónessu og gjafmildi hennar. Prentarinn ætlaði að setja "Hendes kasse var altid åbent for alle, der havde brug for hjælp" En hann setti óvart stafinn u í staðin fyrir a í orðinu kassi. Allir sem kunna eitthvað í dönsku vita hvað það þýðir. Og auminga prentarinn missti starfið. Kært kvödd
![]() |
Brettagarður í Laugardalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2012 | 18:55
"Hyundai Fortun "
Myndin sem fylgir þessari frétt er ekki rétt feðruð ef svo gáfulega má að orði komast. Ég skrifaði um þenna bruna í MSC Flaminia í gær og í dag á skipasíðu minni En þessi mynd er af þegar gámaflutningaskipið Hyundai Fortun var að brenna á Indlandshafinu í mars 2006
http: //fragtskip.123.is
![]() |
Sprenging varð í skipi á Atlantshafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2012 | 17:28
"Ætli það sé sömu"
Ætli það sé sömu "hillingarnar" og í augum ráðherrana Jóhönnu og Steingrims. Fólkið hérna niðri á jörðinni sér ekki einusinni í hillingum þessar lífskjarabætur sem jákór þessara ráðherra hjá Seðlabanka já og Tryggingastofnun eru að prédika.
Ráðherrar hverum titli þeir gegna vantar allt samband t.d við Félag eldri borgara eða þá hópa sem lifa við sultarkjör. Þeir hlusta alls ekki á þá menn sem segja sannleikan um kjör t.d fg hópa. Eða á einn verkalýðsforingann úti á landi sem ekki er einn af múlbindingum þeirra. Verið ávallt kært kvödd
![]() |
Hélt vel áttum í hillingum gróðærisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2012 | 23:27
"Hvenær drepur maður mann"
Í Íslandsklukkunni lætur Kiljan Jón Hreggviðsson spyrja Arnas Arnæus: Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?" Og ég spyr Verður maður fullorðinn daginn sem maður verður 18 ára. Einhverntíma las ég að maður yrði ekki fullorðinn fyrr en maður væri farinn að taka ábyrgð á gerðum sínum.
Í mínu tilfelli varð ég þá ekki "fullorðinn" fyrr en ég var orðinn 43 ára. Þ.e.a.s þegar ég hætti að hafa Bakkus sem leiðtoga lífs míns.. Og bernsku og unglingsárin þar áður. Já þá gerði maður nú ýmislegt sem ekki þoldi dagsljósið. Om myndi jafnvel jaðra við lög. Allavega hvað þau heita nú aftur jú, "barnaverndarlög". Flott nafn en sem þýddi í þá daga að taka börn frá "vandræðaheimilum" og senda þau á staði þar sem þau voru jafnvel hýdd með gúmmislöngubútum í nafni lagana. Og þar sem fyrir voru eldri "alvöru" sem kunnu ýmislegt fyrir sér í óskráðum lögum undirheimanna.
Þó að mér detti nú ekki í hug að kenna neinum öðrum en sjálfum mér um mín óregluár, þá var það nú samt þannig að það voru eldri strákar sem töku þátt í mínu fyrsta fylliríi. Af hverju þessi þvæla í mér. Jú þegar ég las um þessa tvo flóttamenn og hvort þeir væru 18 ára eða ekki fór ég að hugsa um þessa hluti.Og af því að víst þykir að þeir séu eldri en 18 ára þá á að meðhandla þá sem fullorðna Og þá leitaði hugurinn annað. Á litlum stað úti á landi var um daginn 14 ára drengur í heimsókn hjá afa sínum og ömmu. Hann var skilnaðar barn og það er staða sem ég þekki virkilega vel á eigin skinni.
Að þurfa að berjast við, í mínu tilfelli athygli föðursins, hans móðurinnar. Afbrýðisemi í garð staðgengilsins þekki ég vel. Og reiðina inn í sér sem henni fylgir þekki ég líka mjög vel. Jæja nema að fyrrgreindur drengur lendir út á lífinu eina nóttina gerist sekur um alvarlegt afbrot. Afi hann hefur lýst fyrir mér þegar hann hélt honum að sér,drukknum og hágrátandi seinna um nóttina. Hann taldi sig hafa framið afbrot en var ekki alveg viss um hvað það var. Þetta komst vissulega ( og sem betur) fer upp. Og þá byrjaði grjótkastið úr glerhúsunum á blogginu.
Einn sem á fésbókinni segist kunna íslensku skrifaði" Nafngreina kvikyndið!" Ekki mjög mikil íslensku kunnátta þarna á ferðinni. Annar sagði: " Láta þennan strák borga alla fermingarpeningana sína í skaðabætur" Já það er harður heimur þetta sem við lifum í. Fyrir ca 1990 árum sagði maður einn:" Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld".
Ef þið vissuð hve oft ég hef þakkað þeim sama manni hve vel ég slapp við að fremja stór lagabrot í lífinu yrðuð þið sennilega hissa. En þau skifti eru óteljandi Ekkert í átt við: "Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn" Nei nei, heldur frekar sem tollheimtumaðurinn bað. Ég þekkti allflesta ef ekki alla "krimma" þess tíma sem ég var í brennivíninu. Og ég sá marga af þeim taka rétta stefnu og verða fullkorna "heldri" borgarar. Kaupsýslumenn útgerðarmenn m.m. Ekki við átján ára aldurinn heldur nokkuð mikið seinna.
Og hvað nú ef þessi ungi maður sem ég var að tala um væri nú orðinn 18 ára hvaða úrræði hefðu verið í boði fyrir hann.. Jú honum hefði verið boðin áfengismeðferð. Og aftur kem ég að sjálfum mér ( því ég þekki engan eins vel persónulega ) Hefði eitthvað þýtt að senda mig í meðferð 18 ára tl að fá mig að hætta að drekka. Örugglega ekki ef það hefði verið áfengislöggöfin sem ég hefði brotið.Og einhvern veginn get ég ekki hugsað mér ómanneskjulegri nefndir en þessar barnavendarnefndir (vonandi mikill misskilningur hjá mér) En þar verður sennilega fjallað um mál unga drengsins
Öll sú samúð sem ég bý yfir er hjá þessum dreng og aðstandendum hans. Og er alveg öruggt að dómgreindin komi daginn sem við urðum 18 ára? Kannske hjá sumum en öðrum ekki Og setningin: "Nafngreina kvikyndið!" finnst mér lýsa dómgreindarleysi hjá höfundi hennar. Með þessu er ég ekki segja að menn geti afsakað sig með því að segja "ég var fullur" Ég gerði margt á bakkusarárunum sem ég hundskammast mín fyrir.
En ég get ekki afsakað það með fg orðum. Einusinni lenti góður vinur minn sem var stm á skipi í árekstri við annað skip sem sökk. Ábyrgðin var dæmd á vin minn og hann misti réttindin um tíma. Hann var eitthvað aumur við sjóréttinn. Þá sagði einn meðdómarinn gamall skipstjóri með margra ára reynslu: " Þú kemur sennilega miklu betri stýrimaður út úr þessu" Við skulum öll sameinast í þeirri bón um að drengurinn komi betri maður út úr þessum hildarleik.
Að síðustu ungir strákar horfa mikið upp til "stjarna" okkar í íþróttum. Sama hvaða nafni þær nefnast. Þessvegna hvílir eiginlega sú skylda á þeim þ.e.a.s íþróttastjörnunum að vera þær fyrirmyndir sem drengirnir sjá fyrir sér og vilja líkjast. Ekki þekki ég það af eigin sjón en ég hef heyrt oft talað um sérstakt mót sem haldið úti á landi þar sem margir af þeim mönnum sem drengirnir mæra sem mest eru hreint ekki til mikilla fyrirmynda einmitt vegna áfengisneyslu. Á þessu móti eru drengirnir að "þvælast" til að berja stjörnurnar augum Ekki miklar fyrimyndir þá eða hvað? Verið ávallt kært kvödd
![]() |
Hælisleitendunum sleppt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.7.2012 kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2012 | 00:13
"Ég ætla bara rétt að vona"
![]() |
Stúlkan ekki í lífshættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2012 | 17:26
"Ímyndið ykkur"
Ímyndið ykkur 26 útköll í mánuði sem telur 30 daga. Ég hafði miklar áhyggur af öryggismálumk þegar bandaríska þyrlusveitin yfirgaf landið. En þyrlusveit LHGÍ hefur svo virkilega sannað tilverurétt sinn ef svo skáldlega mætti að orði komast.
Og alveg furðulegt viðhorf ráðamanna landsins til hennar. Þegar litið er til að það virðast vera nægir peningar til í allslags "gæluverkefni" stjórnvalda.. Hvernig væri nú á þessari tækniöld að fækka í einu eða tveimur sendiráðum og senda borðfána á sumar þessar ráðstefnur um allan fjan... sem er verið að elta með háum tilkosnaði út um allan heim. Og nota peningana til að styðja og styrkja fg sveit Kært kvödd
![]() |
Þyrlur LHG kallaðar út 26 sinnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.7.2012 kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2012 | 16:03
"Hverjum er ekki sama"
![]() |
Álfheiður og Ólína ósáttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 536784
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar