Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.11.2012 | 23:05
"Það lýsir ýmsum"
![]() |
Gáttuð á ríkisendurskoðanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2012 | 22:52
"Það væri nú gaman"
Það væri nú gaman að Björn Bjarnason greindi frá hvaða "armur" Sjálfstæðisflokksins hafi sigrað í prófkjöri hans.Þar sem flokksformaðurinn fékk þá verstu útreið sem foringi flokksins hefur fengið í tugi ára.
Björn hlýtur að geta sagt okkur það því að efni málsins samkvæmt ætti honum að vera það kunnara heldur en hvaða armur vann hjá Samfó Kært kvödd
![]() |
Segir Árna Pál hafa sigrað fulltrúa Jóhönnuarmsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2012 | 18:11
"Mikill léttir er"
![]() |
App fyrir apa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2012 | 18:58
"Er þetta mál hugsað"
Er þetta mál hugsað alveg til enda. Ég hef heyrt eldri konur kvarta yfir að fá ekki að 1 eða 2 glös af Sherrí á kvöldin. Og það er skiljanlegt mál. Þetta hafa þær kannske gert lungan úr lífinu. En margt af eldra fólki er komið á lyf sem enga samleið eiga með áfengi.
Þetta hefur ekkert að gera með alkahólisma heldur hvaða lyf þetta fólk er að taka. Ég þekki af eigin skinni blöndu af lyfjum og áfengi. Að vísu í allt öðru samhengi en í þessu tilfelli. Ég held hreinlega að heilinn á sumu af þessu fólki þoli ekki fyrrgreinda blöndu. Allavega ekki til lengdar. En vitaskuld vill ég að öldruðu fólki líði vel. En þetta held ég að sé ekki ein af leiðunum til þess.Mér finnst sannarlega eiga að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Kært kvödd
![]() |
Vilja breyta vínveitingareglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2012 | 21:59
"Ég er hræddur um"
Ég er hræddur um að íslensk stjórnvöld þurfi að taka þessa skýrslu norðmannana grafalvarlega. Mér hefur þótt eins og margir hér á landi hugsi sem svo. "Við erum friðsæl smáþjóð á lítilli eyju á norðurhjara sem gerir engum neitt og að allir séu svo góðir við okkur.Og engin geri okkur neitt mein".
En staðreyndin er sú að íslendingar geta verið veikir á geði alveg eins og allar aðrar þjóðir. Hefði ég otað skammbyssu að bankagjaldkera fyrir ja ca 30 árum og heimtað peninga, þá hefi sá hinn sami bara hlegið að mér. Svona var sakleysið á Íslandi í þá daga. Og margir halda að svona sakleysi tíðkist ennþá hér. Allavega er það einn stjórnmálaflokkur starfandi hér á landi og er meira sega annar af stjórnarflokkunum sem nota hvert tækifæri sem þeir geta til að rakka niður þá menn sem starfa hérlendis við að reyna að halda uppi gæslu við að lög og reglur séu í heiðri hafðar.
Þeim hefur tekist að "slátra" fleiri tugum starfa við löggæslu. Þeir virðast ekki skilja að lögregluþjónar eru að reyna að vinna þau störf sem þeir eru skikkaðir til. Það er reynt að meiða þá við skyldustörf. Nokkrir meiddir lögregluþjónar geta valdið því að hjálp komi seinna en skildi að alvarlegu bílslysi. Og í því slysi gæti verið ættingi þess sem slasaði þann sem annars hefði komist fyrr á slysstaðinn.
Í norsku skýrslunni er talað um skilaboð sem ekki var tekið mark á en hefðu getað breitt aðstæðum til muna. Það sem ég óttast hér er að ef svona atburðir gerðust hér tæki kanske vagthafandi á lítt mannaðri lögreglustöð þetta bara sem grín sem hreinlega var gert að fyrstu í Noregi. Því sennilega datt engum í hug að svona lagað gæti skeð í landinu. Mig minnir að þegar Olof Palme var myrtu trúði löggan því ekki almennilega strax þannig að þeir gáfu morðinganum tíma til að hypja sig.
Þessir atburðið eiga að koma stjornvöldum hér niður á jörðinni fá þá til að senda þá sem að þvílikum atburðum kæmu ef skeðin hér til Noregs til skrafs og ráða gera. Þó ég vilji gjarnan vili fylla þann hóp sem trúir ekki að það geti gerst hér. Þá héld ég að það sé ekki spurningin hvort þetta gerist heldur hvenær eitthvað í þessa áttina eigi eftir að gerast.Og mér hefur satt að segja þótt margir íslendingar virkilega bláeygðir hvað útlendinga varða. Og auðtrúa á hvað þeir segja. Þó er ég ekki á móti nýrra blóði hvað fólkið í landinu varðar. Ég sá slíkan tvískynnung hvað innflytendur varðaði í Svíþjóð að það hálfa væri meir en nóg Og notabene það var ekki innflytandi sem framdi voðaverkin í Noregi
Og fjandi væri það nú aulalegt að allir sem ættu að koma til bjargar stæðu, nöguðu neglurna og vissu ekkert í sinn haus. Það á að sleppa öllum "kosningavíxlum"núna en setja þá peninga í að stórefla löggæsluna. Hætta t.d. við þá andsk..... vitleysu taka sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum þaðan. Og ég er líka viss um að margir í vissum flokki og jafnvel í öllum öðrum ef þeir lesa þetta hugsa "hvaða andsk..... bull er þetta í karlfj........ En skildi þurfa eitthvað í ætt við voðaverkin í Noregi til að stjórnendur þessa lands og fjöldi ábúenda þess komi niður á jörðina hvað þetta varðar. Kært kvödd
![]() |
Hefðu getað komið klukkan 18 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2012 | 20:57
"Ég óska þessum unga manni"
Ég óska þessum unga manni til hamingju með þenna titil. En einhvernveginn finnst mér titilinn svolítið furðulegur:" í tölti ungmenna" Er hesturinn ekkert inn í myndinni?? En ég skil vel meininguna og það er aðalatriðið.
En meir brá mér í gær er ég sá mynd af vini mínum Kjartani Halldórssyni svokölluðum "Sægreifa" í einhverju af dagblöðunum. Og undir henni stóð: "Kjartan selur". Og það flaug í gegn um minn heimska haus hvað hefur karlinn nú komið sér í ??. Einhverskonar hamskifti eða hvað??. En svo las ég áfram og róaðist Kært kvödd
![]() |
Ásmundur Ernir Íslandsmeistari í tölti ungmenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2012 | 20:16
"Já talandi um "
Já talandi um "búmm" Þá minnist ég sögu um tvo kvennamenn (ekki kvenmenn) sem voru á gangi niður Laugaveginn á leið niður á Torg. Þeir veðjuðu um hvor hefði giljað fleiri konur af þeim sem þeir mættu á leiðinni. Skildu þeir segja "búmm" við hverja þannig konu.
Þegar þeir eru alveg að komnir neðst í Bankastrætið mæta þeir eiginkonu og dóttir annars þeirra. Og segir hann þá hreykinn: "búmm" og taldi sig hafa unnið. En þá sagði hinn djö...... bara: "búmm búmm". Og vann
![]() |
Japanskur aðdáandi taldi öll búmm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2012 | 19:57
"Þetta er skærasta dæmið"
![]() |
Þar verð ég ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2012 | 12:39
"Þessi sápukúlu frétt"
Þessi sápukúlu frétt leiðir hugan að þegar ég lenti í sjálfsáunnum vandræðum þegar ég bjó í svíþjóð. Ég hafð keypt nýjan bíl beint frá verksmiðjunni. Ég setti hann oft í alþvott á sjálvirkri bílaþvottastöð. Við það kom alltaf leiðindaskán á framrúðuna mér til mikilla armæðu. Þar kom að, að þessi fjand... skán var komin að þolmörkum hjá mér og ég var á þessum tíma maður athafna
Þá tók ég til minna ráða. Nú til að gera langa sögu stutta þá keypti ég litla flösku af YES uppþvottalegi og fyllti á rúðupiss tankinn. Eitthvað vann efnafræðin á móti mér í þessu máli. Því næst þegar rigndi og ég setti þurkunnar á þá skeðu undur og stórmerki. Þykk skán settist á rúðuna þar sem þurkurnar unnu á. Þurfti ég nú að skrúfa niður hliðarrúðuna til að sjá eitthvað út. Þannig keyrði ég eins hægt og umferðin leyfði mér með sápukúlur fjúkandi upp og aftur af bílnum að næstu bensínstöð.
Þar laug ég því að ég hefði lánað dóttir minni bílinn kvöldið áður og hún hefði sett einhvern fjan... á fg tank. Þeir sugu svo gutlið upp og settu það sem átti að vera á tanknum. Ég keyrði svo hljóðlátur og sápukúlulaus frá bensínstöðinni. Nú talandi um bílaeign mína þá rann blákaldur veruleikinn upp fyrir mér í gær þegar nýtilkomin bílaskifti voru rædd í "musteri munnlegra sagna".
Ég átti lítinn rauðan bíl en er nú komin á gráan aðeins stærri. Og vinur minn spurði:" Hverig í andsk...... á maður nú að þekkja þig komin á vanalega litan bíl". Og í gærkveldi fór ég að hugsa málið. Og sá að ég hafði misst spón úr askinum. Ég var hættur að vera "skrítni kallinn með hattinn á rauða litla bílnum"
En er kannse bara orðinn "skrítni kallinn með hattinn" Og mér líður eiginlega eins og Birni Th Björnssyni þegar hann hætti að vera "Biddi Bjöss"nema í Vestmannaeyjum þegar foreldrar hans fluttu með hann til Reykjavíkur Eins og hann lýsir svo meistaralega í bók sinni "Sandgreifunum" Í mínu tilfelli var hálf veröldin tekin frá mér við bílaskiftin. Kært kvödd
![]() |
Í stórri sápukúlu yfir Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2012 | 21:29
"Hann hefur sennilega talið sig"
Hann hefur sennilega talið sig hafa eitthvað til að sýna Nei það er ekkert sniðugt við "previsa" og ég er ekki að gera lítið úr konunni sem varð fyrir þessu. En ég lenti ílla í því algerlega óviljandi hér fyrir nokkrum árum. Ég var nýfluttur hérna inn og var ekki búinn að "pakka upp". Engin gluggatjöld heldur komin.
Nú ég skellti mér í bað en athugaði það ekki fyrr en ég kom úr því að handklæðin og naríurnar voru í kassa frammi í stofu. Nú var ekkert annað en að skella sér eins nakinn og ég kom í þennan heiminn sextíu og níu árum og 130 kílóum áður. Þegar ég nálgaðist kassana í stofunni tek ég eftir eldri konu sem stendur við gluggann (íbúðin er á jarðhæð) og starir á mig.
Ég náttúrlega stífnaði, ég á við skrokkurinn. Annað var lamað og starði á móti. Nema hvað konan hristi bara höfuðið og gekk á braut. Ég bjóst við kæru fyrir "flash". En henni hefur sem betur fer ekki þótt taka því. Já stundum er betra já eða þannig Kært kvödd
![]() |
Beraði sig á götu úti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar