Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.3.2014 | 20:48
"Ímyndið ykkur tvískinnungsháttinn"
![]() |
Ég brenn allur að innan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2014 | 15:54
"Hugarfarsbreyting hægt og sígandi"
Þetta var nú fyrirsögn á allt annari frétt inn á mbl.is En þessi skelilegi sandkassaleikur sem viðhafður hefur verið á þessu blessaða alþingi fær mig til að hugsa. (sem mjög sjaldan skeður) Af hverju koma bara menn ekki og segja skýrt og skorinort. "Fyrirgefið við gerðum mistök með yfirlýsingum í kosningabaráttunni. En ætlum samt að standa við þær" Og leyfa þessa þjóðaratkæðagreiðslu. Það hlýtur svo að vera næsta skref að bera áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið undir þjóðina og fá þannig endanlega lausn í málið.
Og það á hreinlega að taka þessi fjand... "umræður um störf forseta" eða hvað þessi vitleysa heitir nú öll sömul sem nú er stunduð á Þjóðþingi fólks sem bíður eftir að eitthvað sé gert að viti í málum hennar. Ég held satt að segja að það sé betra fyrir hana þ.e.a.s íslensku þjóðina að völdin séu í Brussel en hjá þessu sandkassaliði sem nú djöflast með skítkasti hvert á annað á aþingi. þá má senda eitthvað af því liði í tjöld á Þingvelli nokkrar vikur á ári. Og opna almennilegt dýrasafn og skyndibitastað við Austurvöll Verið ávallt kært kvödd
![]() |
Ákallið hærra en ég átti von á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2014 | 15:14
"Það er tregara en tárum taki "
Það er tregara en tárum taki hve lítinn áhuga fólk hefur haft á þessum svokölluðu Lífeyrismálum. Og ég undanskil ekki sjálfan mig. Þetta virðist aðeins koma örfáum launþegum við.En Þ.á.m er Jóhann Símonarsyni hinn ötuli baráttumaður fyrir öryggi og kjörum sjómanna sem, ef mig er ekki að bresta minnið hefur eiginlega verið kafffærður á fundi þessa hér umrædda sjóðs. Mér finnst það ekki góðri lukku að atvinnurekendur sem launþegar eru í eilífu stappi við skulu stjórna þessu. Og talandi um það mætti verkalýðsforustan líka taka sig til í andlitinu. Þeir eru líka á gulu spjaldi. Verið ávallt kært kvödd
![]() |
Skilaði 5,5% raunávöxtun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2014 | 14:46
"Ég held að það sé kominn tími"
Ég held að það sé kominn tími á forustu skifti hjá Samfó. Það er með hreinum ólíkindum hvernig formaðurinn getur látið. Hann virðist hvergi sjá skína í sólina. Sem og kannske eldri borgarar og þvílíkir gerðu er hann og sú fylking sælgætissósjalista sem hann tilheyrði stjórnuðu. Það er nákæmlega alveg sama hvað kemur frá meirihlutanu hann er á móti. Og þó að það sé hreint bull fellur hann í þá gryfju að vilja enn þá meira bul
Og þessi svart-og bölsýni er farin að smita frá sér. Þannig að fólk er farið að nota vissa takka á tækjum sínum birtist hann á öldum ljósvakamiðlana. Og það mun vera fátítt meðal vesturlanda að flokksmeðlimir treysta öðrum flokksforinga betur til að standa að málium en sínn eigin. Flautaþyrilsháttur formannsins er farinn að hafa áhrif innan flokksins. Það er talað um rauða spjaldið á ríkisstjórnina en þessi flokksforingi sér ekki gula spjaldið sem flokkur hans sjálfs er að sýna honum Verið ávallt kært kvödd
![]() |
Samfylkingin heldur flokksstjórnarfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2014 | 17:28
"Verður er seðlamaður seðla sinna"
"Verður er verkamaðir launa sinna" var einusinni sagt Nú heiti það "verður er seðlamaður seðla sinna" Hvenær eiga þessum kaldavatnsgusum frá því opinbera framan í okkur þessa sauðsvörtu hérna niður á jörðinni að linna. Sú upphæð sem hér um ræðir er að vísu bara "tittlingaskítur" í augum hinna svokölluðu heldri borgara en ekki eldri borgara.
Sem ég er viss um að fögnuðu svona afgreiðslu á sínum málum Það er ekki úr vegi að minna á að frá janúar 2009 til janúar 2013 náðu bætur TR ekki að halda við verðlagshækkunum,almenna launaþróun eða hækkun lægstu launa og var munurinn orðin gífurlegur.
Einusinni var kveðið:" Þú félaus maður mátt hér líða nauð / og munt í Víti síðar kenna á hörðu / en takist þér að eiga nógan auð / þig englar geyma bæði á himni og á jörðu
Það er með ólíkindum hvernig þessir andsk.... leyfa sér að lítillækka þá eldri borgara sem komu þessum óaldalýð þó á lappirnar og til valda.Með slíkri og þvílíkri framkomu Kært kvödd
![]() |
Hefði annars látið málið niður falla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2014 | 12:51
"ég rangan pól"
Því miður tók ég rangan pól í hæðina við síðustu kosningar. Ætla ekki að ræða meir um það. Það er kannske rétt hjá þessum ráðherra að halda sér heima Þ.e.a.s. á Íslandi. Hún ætti að vera með fangið fullt af kosningaloforðum sem hún þarf að efna.Um bætta stöðu þeirra sem minna mega sín í hinu íslenska þjóðfélagi.Þessir hópar finna það ekki á eigin skinni að mikið hafi breyst. Þrátt fyrir öll kosningaloforðin Núverandi stjórnvöldum Íslands ætlar að ganga illa að standa við loforðin sem gefin voru fyrir kosningar.
Ráðherrar og nefndarformenn fara nú mikinn og gefa yfirlýsingar á báða bóga og tala út og suður í viðtölum.Og hver umælin og yfirlýsingarnar á fætur öðrum rekin öfug ofan í þau af þeim sem þau áttu við. Það virist vera sama tóma innihaldið og í kosningaloforðunum. Tóm steypa Og mér fannst nú steinin taka úr þegar íslenski utanríkisráðherran kallaði rússneska sendiherran á Íslandi á sinn fund og skammaði hann fyrir atferli Rússa í Úkraníu. Kannske svipað og hreppstórinn í Grímsey (með mikilli virðingu fyrir því duglega og harðgerða fólki sem þar býr) kallaði starfsmann í Stjórnarráðinu fyrir sig og skammaði hann fyrir einhverja vinstribeygju á Suðurlandsveginum. Ég heyri hreinlega tístið í sendiherranum er hann gekk af þessum fundi
Ég sjálfur er handviss um að ástandi í Úkraníu og á Krímskaga er mjög alvarlegt. En að ráherra utanríkismála á Íslandi hafi þá þekkingu á málinu að hann geti gert sig breiðan við sendimann Rússa hér það er með ólíkindum Og ímyndið ykkur sjónarmið USA um þessa deilu Pútin er þar líkt við Hitler Ég er farin að halda að hvorki þessi fv ráðherra utanríkis þar, gangi ekki á öllum frekar en okkar Ég er eiginlega viss um að flestir vesturlandabúar eru mataðir eru á þeim fréttum sem henta stórveldum vestursins. En ég segi fyrir mig að þá held ég að V-Evrópa ætti ekki að raska mikið ró rússneska bjarnarins í híði sínu. Ef hann reiddist illilega gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá.Þá er ég að hugsa til olíu og gass sem keypt er af þeim
Ég ætla ekki ekki að gefa mig út fyrir að vita eitthvað meir um þessa deilu en svona hinn almenni borgari hérlendis. En sannleikurinn er virkilega sá að lýðræðislega kosinn forseti var hrakinn úr embætti af hópum mismunandi lýðræðislegum öflum. Er það lýðræði í verki??. Það er mörgum spurningum um þessa hópa sem að þessu stóðu, ósvarað. Og þetta er það flókið mál að það er lítil von til að almenningur hérlendis hafi hundsvit á því og þessvegna megum við ekki kokgleypa allt sem matreitt er fyrir okkur í málinu Kært kvödd
![]() |
Eygló fer ekki til Sotsjí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2014 | 16:49
"Dýrasta skip Íslands sjósett"
Nei hollustu við þjóðfánan ern hvergi að finna innan þeirrar samkundu er alþingi nefnist. Góðir og gegnir íslendingar sem muna meira en 30-40 ár aftur í tíman muna hve stórt hlutverk Íslenski fáninn lék í sjálfstæðisbaráttunni.Og hvað íslenskir sjómenn léku þar einnig stórt hlutverk í að kynna hann framandi þjóðum. Mig langar að vitna í skrif eins af skipstjórunum sem drógu hann að húni 1 des 1918. Péturs Björnssonar skipstjóra á BORG:" Við sjómennirnir hlökkuðnm ekki minna en aðrir til sjálfstæðis landsins, en það, sem vakti mesta hrifningu hjá mér, og svo mun hafa verið um flesta aðra íslenzka sjómenn. var tilhugsunin um það, að eiga að fá okkar eiginn fána að sigla undir." Og seinna:" Ég hlakkaði svo mikið til að mega draga íslenska fánann að hún, því ekki var hann einungis tákn sjálfstæðis föðurlands míns, heldur þótti mér þá, eins og mér hefir einlægt þótt síðan litirnir í fánanum svo undur fallegir, að kalla mætti hann fallegasta fána í heimi."
Ríkisfáninn íslenski
Og Pétur lýkur grein sinni á þessum orðum:"Það verða víst margir sem brosa er ég segi,að það halfi verið eitthvað líkt tilhlökkun ungrar meyjar sem á að fara í fyrsta skipti á dansleik, en þó held ég að samlíkingin sé ekki úr vegi. Þennan fyrsta dag, sem íslenski fáninn blakti yfir mér gat ég staðið stundum saman og horft á hina hreinu fallegu liti blakta í vindinuin, og ég óskaði þess þá, eins og ég veit að allir sannir íslendingar hafa óskað þann dag, að aldrei kæmi blettur á þetta fagra sjálfstæðismerki Íslands. Svo mörg voru þau orð skipstjórans farsæla Leturbreytingarnar voru mínar
Hér má lesa færslu frá því 1 des sl um sama mál
Fáni Forseta Íslands
Annar farsæll kaupskipaskipstjóri Jón Eiríksson skrifar m.a. um sama mál: "Þjóðfáninn á að vera hverjum þjóðhollum manni heilagt tákn. Hann má ekki óvirða. En það er hægt að óvirða hann bæði með því að sýna hann á röngum stað, og röngum tíma og á rangan hátt. Og með því að sýna hann ekki á réttum stað og réttum tíma og á réttan hátt" Síðan heldur Jón áfram og segir m.a :Íslenskir sendiherrar eða ræðismenn eða aðrir fulltrúar fyrir íslenska ríkið voru þá engir í öðrum löndum, svo ísl. sjómenn munu að mestu hafa verið einir um þann heiður að kynna fánann út um heiminn fyrst í stað." Tilv lýkur Nú er búið að taka þennan heiður af íslenskum sjómönnum. Bjarni Jónsson frá Vogi orti 1918 ljóð sem heitir Fáninn"
Svona er fyrsta erindið
"Höfin lengi horfðu' og spurðu:
Hvar er, ísland, fáni þinn,
þeim er léttfær áður urðu
úthöfin sem fjörðurinn?
Höfin, fáni, fagna þér!
Far og langþráð svar þeim ber."
Og síðasta erindið:
"Undir loft og löndin taka
landvættanna siguróð,
sól og eldar yfir vaka
íslands heiðri, göfga þjóð.
Víða' um heim til heiðurs þér
hátt þinn fána, ísland, ber!
En nú er Snorrabúð stekkur hvað þetta varðar Enginn. Alls enginn ráðamaður hérlendis er það mikill íslendingur í sér að honum varði eitthvað um þetta mál Og íslenskir alþingismenn láta taka af sér myndir "skælbrosandi" við sjósetningu á glæsilegum skipum í íslenskri eigu en sem eiga af veifa annara landa fána. Þeir ættu hreinlega að skammast sín fyrir að láta þetta mál kyrrt ligga Þó þeir státi af lopapeysum sem jafnvel eru prjónaðar erlendis með íslensku munstri. Þeir ættu að hreinlega að hrista af sér slenið og gefa þjóðinni það í 70 ára þjóðhátíðargjöf að hin glæsilegu íslensku skip hafi hinn fallega fána í skut en ekki sem gestafána í íslenskum höfnum En hér má lesa samþykkt alþingis frá 2007 um íslenska skipaskráningu
![]() |
Dýrasta skip Íslands sjósett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2014 | 16:01
"Hræðsla, óöryggi og allt óvíst"
Það var nú ekki ástandið í Úkraníu sem varð til að ég skrifa þessa færslu.Og ætla ég að hafa fá orð um það. En eitt er ég sannfærður um í sambandi við það mál. Þú breytir ekki þjóðfélagi sem búið hefur við einræði um aldaraðir í eitthvað sem kallast lýðræði á einni nýársnóttu Það er ég viss um og því eru þarna mikil vandræði að höndla það En ég hjó eftir fyrirsögninni á greininni "Hræðsla, óöryggi og allt óvíst".
Þurfum við að fara til Úkraníu til að finna samlíkingu við þetta. Nei og aftur nei. Þetta er fyrir hendi hérlendis í ríkum mæli. Síðan 1959 hef ég kosið til Alþingis.Og alltaf kosið "rétt" uhum Og nú síðast kaus ég töluvert öðruvísi og sem að ég taldi ungt og efnilegt fólk sem breitt gæti þessu andsk..... andleysi og sandkassaleik í þessu svokallaða alþingi. En mikil urðu vonbrigðin. Meðan stór hópur fólks býr við hræðslu, óöryggi og óvissu bröltir þetta lið í sandkassanum og eys skít og drullu hvort yfir annað. Og það eru ekki nýliðarnir heldur heldur "þungaviktarmennirnir" sem stjórna skítkastinu
Og vonbrigðin eru þess meiri að það fólk sem ég kaus virðist vera á leiðinni á brjóta sín kosninga loforð. Þá er ég ekki að meina þetta andsk..... EBE mál heldur það að bæta kjör aldraða öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Því meiri er skömm þessa liðs í sandkassanum þegar hugsað er til þess að það var þetta, nú aldraða fólk sem kom löppunum undir þessa helv..... hálfvita og gerði þeim kleift að verða að því sem það er í dag. Og þetta hvæs hvort framan í annað er ekki í þágu fyrrgreinds hóps. Það er bara til að slá ryki í augu hans og í þágu þess að halda afturendanum á stólum svokallaðs alþingis Kært kvödd
![]() |
Hræðsla, óöryggi og allt óvíst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2014 | 12:19
"Á meðan fólk sem minna má sín"
Á meðan fólk sem minna má sín í þessu þjóðfélagi og bíða eftir einhverjum úrbótum mála sinna haga þessir svokölluðu "alþingismenn" sér eins og fífl inn í þessum kofa þarna við Austurvöll. Hver fréttatíminn á fætur öðrum er eyðilagur með fréttum af þessum lýð þarna í húsinu við völlum. Og hlusta svo á suma af þessum lýð sem ekki hafa sagt nema þriðju hverju setningu sanna í ræðustól þarna veinar yfir ósanninda ásökunum annara það er með hreinum ólíkingum.
Svo tók nú algerlega steinin úr í gær þegar eitt þeirra kallaði annan "helvítis dóna" Þá gleymdist þetta helv.... bull "háttvirtur" og "hæstvirtur". Og til að toppa skrípaleikinn voru svo tveir úr liðinu með "gjörning" sem átti víst að sanna kvenfyrilitninguna hjá "dónanum" sem þá var í ræðustól Ég er sannfærður að leikskólabörn að leik í sandkössum skólanna sýna af sér meiri þroska en liðið í stóra sandkassanum við völlin Enn og aftur er komin tómur skríll í hann Kært kvödd
![]() |
Kallaði ráðherra helvítis dóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2014 | 19:26
"Hver les skýrsluna með sínu nefi"
![]() |
Fullkomlega óábyrgt að halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar