Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.9.2009 | 00:00
Hvað þá????
![]() |
Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009 | 23:48
"kemu ykkur á óvart"
Ég las einhverstaðar um daginn eftir framkvæmdastjóra Baldurs að hann (Baldur)ætti eftir að koma Eyjamönnum á óvart. Og það hefur hann gert. En ekki eins og útgerðarmaðurinn vildi meina held ég. En ekki er við þá Baldursmenn að sakast. Þetta eru bara menn að vinna sína vinnu og gera það ains vel og hægt er. Enda hef ég engan heyrt neitt agnúast út í þá. Enda væri slíkt fásinna að mínu mati.
Og eitthvað finnst mér ílla að málum staðið hjá þeim stjórnvöldum sem að málinu hafa komið. En nóg um það. Mér er oft hugsað til þegar við íslendingar áttum almennileg farþega skip. Þá er ég ekki að meina ferjur. Heldur alvöru farþega skip.
Ég veit ekki en mér þótti þau skip virkilega falleg. Þau sem ég man eftir eru 1st Esja 2
Byggð í Álaborg 1939.Fyrir Skipaútgerð Ríkisins. 1347 ts. 500 DWT. 70.3 Loa 10.9 brd Skipið tók 148 farþega á 2 farþegarýmum.Seld 1969 til Bahama fær þá nafnið Lucaya.
1973. Ventura Beach. 1977 seld ti Nigeríu og fær mafnið Nwakuso Skipinu var sökkt á Mesurado fljóti Liberíu 28-07-1979
Hekla 1 byggð í Álaborg 1948 1458 ts. 535 DWT.Loa 72.74 m. Brd 11.02 m Tók 166 farþega á 2 rýmum. Selt 1966 til Grikklands og fær nafnið Kalymnos.1968 fær skipið nafnið Arcadia. 1968 fær skipið aftur nafnið Kalymnos.
Skipið rifið í Megara Grikklandi 1983. Flestar mynir úr safni Tryggva Sig. Myndin af Ventura Beach er tekin á Canarí af Torfa Haraldssyni á sínum tíma. Kært kvöd
![]() |
Baldur var ódýrastur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.9.2009 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2009 | 21:28
Hver borgar ???
Hver borgar svona ferðir??? Almenningur hér á landi ??? Clinton ??? Yfirvöld í USA ??? Mér finnst, allavega við þessir sauðsvörtu eigum að fá að vita hver borgar svona ferðir. Mér finnst að það eigi að fara að spara ferðalög þessara svokallaðra ráðamanna. Nota borðfánana meira eins og einn fv ríkisstarfsmaður stakk upp á fyrir all mörgu. Kært kvödd
20.9.2009 | 13:43
Nakinn maður og annar........."
![]() |
Nakinn og til vandræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2009 | 13:21
Hávaðahöllin
Hvað með hávaðahöllina við Faxagarð ??? Má ekki nota hana sem fangelsi til bráðabirgða. Ég hlustaði á unga konu vera að tala við ja sennilega yfirmann fangelsis mála (kom inn í samtalið og það var ekki kynnt eftirá)
Hún spurði´nn eitthvað á þá leið hvernig hægt að kaupa flugvél fyrir einhverja mijarða fyri LHGÍ,meðan ekki væri hægt að byggja fangelsi.
Lítið er vitið um undirstöðurnar hjá þessu liði. Sem t.d. er að mótmæla öllum fjan..... en vita ekki hvað verðtrygging er.
En ég spyr miklu frekar Hvernig er hægt að henda milljörðum í hávaðahús meðan ekki eru til peningar til að auka rými fyrir betrunar sakamanna.
Og ég hef heyrt að fólk sé á móti að sakamenn frá öðrum löndum séu sendir til til síns heima vegna mannúðar. Það er sem sagt OK að menn komi hingað og brjóti af sér. Við skulum bara láta þá taka pláss frá okkar sakamönnum
Og í fangelsum sem við segjum úrelt en þeir lýsa sem 5***** hótelum. Það er von að erlendir sakamenn séu í auknum mæli að sækja hingað. Kært kvödd
![]() |
Auglýsir eftir húsnæði undir fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2009 | 12:55
Frétt ???
Er þetta virkilega frétt. 1 maður í fagngelsi á laugardagskveldi, í rúmlega 4000 manna samférlagi. Er það orðið svo að þetta var það eina neikvæða sem fréttamenn fundu. Eða er ég kannske að miskilja heila málið.
Og ef maður þá skiftir um gír og og lítur jákvætt á málið þá finnst mér þetta jákvætt og sýnir hve samfélagið hér í Eyjum er gott. Og hvað löggæslan hér er framúrskarandi góð. Mér finnst satt að segja vanta jákvæðar fréttir af lögreglumönnum.
En jákvæðu hlutirnir eru ávallt framkvæmdir í kyrrþey og þykja ekki fréttnæmir. En 1 maður í djeilið gvöð. Þetta hlýtur að hafa verið aðkomumaður.!!!!!Kært kvödd
![]() |
Einn í fangageymslu í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2009 | 21:35
Red Lion




![]() |
Hefur þjónað á Rauða ljóninu í 69 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 21:07
Slys á sjó
Sem gömlum sjóara sem aldrei hugsaði um öryggi til sjós á sínum tíma finns mér nú aldrei nóg gert til að tryggja öryggi sjómanna. En mergurinn málsins finnst mér vera sá að sjómaðurinn sjálfur sé meðvitaður um sitt eigin öryggi. Sjómenn ættu að forðast þann hugsunarhátt sem einkenndi mína kynslóð. Segja ekki t.d við þá sem þá sem vilja hugað að örygginu "Ertu sjóhræddur" Eins og var oft þekkist hér áður fyrr.
Ég hugsa með háffgerðum hryllingi þegar menn reyktu í kojunum. Dós undan niðursoðinni mjólk skorin þannig að hægt var að hengja hana á rúmstokkinn. Og þegar maður hugsar um loftræstistokkana.
Ég var af og til yfir 20 ár á nýsköpunartogurunum en ég man aldrei eftir að þeir væru hreinsaðir. Og ef kjötpoki (grisja) var bundin fyrir úttakið varð hann kolsvartur eftir andartak.
Menn geta ímyndað sér eldhættuna sem fáir eða enginn hugsaði út í. Eldurinn er að mínu matu orðinn skæðasti óvinur sjómannsins. Miklu skæðari en áður var vegna gerfiefna nútímans. En sem betur fer eru sjómenn nútímans meira upplýstir um hætturnar.
Þökk sé Hilmari Snorrasyni og hans mönnum LHGÍ og starfsmönnum hennar og Siglingastofnum Íslands (vona að þetta sé rétt nafn) og starfsmönnum hennar. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Þessa slóð hefðu allir sjómenn gott af að skoða: http://www.nautinst.org/london/Presentations/Docs%20for%20website/Seminars%20etc/Lifeboat%20Safety/Schat-Harding%20Group%20Presentation.pdf Og slysin gera aldrei eða sjaldan boð á undan sér.
Nútímasjómaðurinn má aldrei frekar en þeir gömlu máttu, slaka á árverkninni þrát fyrir alla tæknina
Það er eigilega með endemum hvernig oft er staði að mönunar málum. Örþreyttir menn á stjórnpöllum skipa að fylla út einhverjar andsk..... skýrslur
Læt þetta duga í bili. Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2009 | 21:23
Óláns skip
3 skip sem byggð voru í Færeyjum áttu sér slysaleg endalok. Þetta eru skipin Nordlandía sem var byggt hjá Skala Skipasmidja 1980 1130 ts. að stærð 1372 DWT.Loa 67.3 m. Brd 12.m. 2003 fær það nafnið ZAPOLYARYE síðan 2004 PETROZAVODSK En undir því nafni fórst skipið við Bjarnarey í maí síðastl.Mannbjörg. Ég sagði frá því í bloggi um daginn http://solir.blog.is/blog/solir/entry/948887/#comments
Síðan er það skipið ; Olavur Gregersen. Byggt í Skala Skipasmidja 1982 1071 ts. 1450 DWT 67.3.m Loa 12 m brd. 1983 fær skipið nafnið Selfoss 1984 fær það aftur nafnið Olavur Gregersen. Skipið ferst svo við Austurey 10-01-1984. MannbjörgOlavur Gregersen sem Selfoss
Svo var það skipið Helena. Byggt 1995 í Skala Skipasmidja 1021 ts. 1700 DWT 76.9.Loa. 13.0 m. brd. 1988 fær skipið nafnið Halgafelli. Þ 11-01-2000 ferst svo skipið við N- Noreg. Mannbjörg, Helena. Læt þetta duga um þessi óláns skip. Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2009 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2009 | 13:42
Annar blær
Öðruvísi mér áður brá. Nú talar Steingrímur eins og ljúft lítið barn. Þessi andsk..... rimmugýskjaf... sem í stjórnarandstöðu var ekkert nema og þagnaði aldrei Og ekki vantaði kjaf.... í umræðunni um
International Monetary Fund (IMF) En nú er hann(SJS) eins og lítið barn sem
kennir öðrum um ófarirnar. Og á meðan heimilin eru að sökkva
í skuldafen eru stjórnvöld eins og
og útrásarvíkingarnir gefa okkur bara
Það hefur aldrei verið sannað eins rækilega hve ráðherra stólarinir eru keyptir dýru verði fyrir okkur heimskingana sem teljast til hinnar sauðsvörtu.Við sitjum í súpunni þó ónefndur maður
reyni að sleikja okkur upp öðru hvoru. Við höfum verið höfð að algerum fíflum
Því það hlustar enginn á okkur . Kært kvödd
![]() |
Vanskil aukast hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 537763
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar