24.6.2015 | 21:47
"Ja nú duttu manni"
Ja nú duttu manni allar dauðar lýs úr hári Einn úr fíflafabrikkunni við Austurvöll lætur hafa þetta eftir sér:Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir". En stundum virðist andinn hellast yfir þá eins og hland úr fötu. Því aðrir eins orðaleppa sem þetta fólk notar þegar þeir ausa andanum hvor yfir annan þekkjast ekki einu sinni hjá forhertasta götuskríl Þetta segir manni ekkert annað en að þetta fólk er ekki í neinu jarðsambandi Eða það á svo sterkum "gleðipillum" að það skynji ekkert hvað skeður í kring um það og rugli svo bara tóma tjöru. Og svo verða öll dýrin í bakherbergunum vinir Kært kvödd
Samkomulag um þinglok ólíklegt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2015 | 18:24
"Mér finnst satt að segja "
Mér finnst satt að segja slæmt að sett séu lög á verkföll fólks. Sama hverrar stéttar þolendurnir eru. En eitt hefur þó kannske síast inn í það fólk sem nú kvartar sáran um "vonbrigði,reiði og sorg" hvernig sjómönnum hefur liðið í öll þau skifti sem þeir hafa þurft að þola lög. Þó að þessum góðu þolendum nú hafi verið andsk..... sama þegar það skeði ættu þeir að skilja sjómenninna betur næst þegar þeir fá á sig lög.Ég stend heilshugar bak við allar kröfur fólks um bætt kjör. En mér hefur stundum þótt vanta skilning annara stétta þegar ein fær á sig lög eða nauðarsamninga Verið kært kvödd
Vonbrigði, reiði og sorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2015 | 16:47
"Hafið mikla skömm öll"
Hafið mikla skömm öll með tölu yfir hegðuninni.Sama hvað þið heitið eða hvaða flokki þið tilheyrið Þið eruð miklu verri en mestu óróaseggir í grunnskóla. Að þessi "fíflafabrikka" skuli vera Þjóðþing svokallaðrar menningarþjóðar er með hreinum endemum. Verið kært kvödd
Vill byrja þingfundi á söng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2015 | 22:01
"Skelfing held ég að"
Skelfing held ég að eldri borgarar Þ.e.a.s þeir sem ná jafnvel ekki 200.000 kr útborgað á mánuði yrðu ánægðir fengu þeir 20% hækkun. Menn gleyma því að fólkið sem fætt er um og fyrir 1935 það er fólkið sem kom þessari þjóð á lappirnar. Þeir ættu að vera í heiðursflokki hvað eftirlaun varðar.Ég sá þessa setningu í dag: "fáir njóta eldanna sem fystir kveikja þá" það mætti heimfæra hana upp á það sem ég er að meina Verið ávallt kært kvödd
Var boðin 20% hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2015 | 19:01
"Með allri virðingu"
Með allri virðingu fyrir baráttu allra launþega hverju nafni sem þeir nefnast Og með vanþóknun á lagasetningu á verkföll þeirra sem fyrir því verða.Spyr ég hvað hefði nú skeð ef flestir sjómenn hefðu sagt upp og hætt þegar fyrst voru sett lög á þá. Já óg í hvert skifti sem þeir þurftu að þola lagasetningu á verkföll sín hefði lunginn úr stéttinni hætt. Hvernig veri ástandið á þjóðfélaginu þá Verið ávallt kært kvödd
42 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2015 | 21:38
"Konan talar um"
Konan talar um "niðurlægingu" Hverslags bull er þetta. Hvað þá með sjómenn sem aftur og aftur þurftu að sætta sig við lagasetningar. Eru það ekki mennskir menn líka. Hvað með flugvirkja í hennar stjórnartíð voru þeir þá ekki niðurlægðir líka. Nei konan fer eftir "Upstairs, Downstairs" kerfinu Sem sagt við hérna uppi eigum að fá allt. Andsk..... sama um þessa niður á jörðinni. Verið ávallt kært kvödd
Segir lagasetningu niðurlægingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2015 | 21:26
"Það virðast alltaf"
Það virðast alltaf vera nægir peningar til allslags flakks stjórnenda þessa lands um heiminn.Þar sem sennilega í 95% nægði "að hafa borðfána" eins og einn embættismaður ríkisins sagði einusinni um þessi mál. Ég sá einhverstaðar að hver ferð þessara gemlinga kostað milljón hver. 20 millur hjá þessum ráðherra. Þær kæmu sér vel til sjóða sem eldri borgarar fá sinn lífeyri frá
Verið ávallt kært kvödd
Ragnheiður Elín erlendis í 84 daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2015 | 18:05
"Þessi kona hefur engar áhyggjur"
Þessi kona hefur engar áhyggjur að eldri borgurum eða öryrkjar svelti, þó hún samsami sig við flokk sem einusinni kenndi sig við Alþýðuna. Bara heimtar hún stærri hluta úr sameiginlegum kassa okkar allra.Þannig að eftir verður minna til skiftanna Henni varðar ekkert um þó hundruðir já eða jafnvel þúsundir samborgara hennar lifi undur hungur mörkum Bara að hún og aðrir vellaunaðir hennar líkir fá meiri laun Svo nefnir hún réttlæti Hvernig lætur ex Alþýðuflokkurinn á það í dag
Verið kært kvödd
Vilja ná fram réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2015 | 17:56
"Það er með hreinum"
Það er með hreinum ólíkindum hvernig stjórnarliðar ætla að koma fram við eldri borgara Það mætti minna einn ráðherran að það var fólkið sem nú á að láta afskiftalaust með sín ónýtu bök og kreptar fingur sem komu fótunum undir fjármálaveldi fjölskyldu hans Fólkið sem stritaðu úr sér heilsu til þess að stærsti hluti afrakstursins rynni á vasa fg ættar.
Á meðan seðlabankinn spáir hækkuðu verðlagi og dýrtíð, á ekkert alls ekkert að gera fyrir þetta fólk. Sveitarfélag úti á landi er t.d núna að hækka heimsendingu matar til eldri borgara um 37%á mánuði.það kemur við pyngu fólks sem nær t.d ekki 200.000 á mánuði og á stundum ekki ekki fyrir lyfjum sem það þarf á að halda. Það er með hreinum ólíkindum hvernig þetta hálvitalið sem stjórnar þessu landi kemur fram við það fólk sem kom þessari þjóð á lappirnar með iðjusemi sinni og dugnaði Sem má með réttu kalla "þrælkun".
Ég hef ekki yfir miklu að kvarta sjálfur því ef þannig væri þá er það mér sjálfum að kenna og mínu takmarkaða peningaviti já og fl innanhúss vandræðum hvernig ástandið er hjá mér í dag. En fólkið sem er tugnum eldra en ég og jafnvel jafnaldrar það hefur í grunninn skítt.Og ég hreinlega skammast mín fyrir að hafa tekið þátt í að hafa kosið þetta ólánslið sem stjórnar nú yfir það
Verið ávallt kært kvödd
Ríkið komið að ytri mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2015 | 16:58
"Skeffing er nú gott"
Skeffing er nú gott fyrir þjóðfélagið að eiga svona snillinga. Engum íslending hefði dottið þetta í hug núna frekar en í flugvirkjaverkfallinu í fyrra. Þetta með að lög leysa engan vanda.Mikið er nú gott að við eigum svona greinda menn sem greina verkfallslög rétt
Lagasetning leysir ekki vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2015 | 21:25
"Á morgun eru 70 ár"
Á morgun eru 70 ár síðan þetta skeði Albert á skotskónum
4.6.2015 | 13:01
"Ef allt er rétt"
Ef allt er rétt sem við fáum að að vita um málið í dag þá hljóta þær systur að komast í Heimsmetabók Guinnes fyrir "heimskustu" krimma í heimi. Gefa kvittun fyrir greiddu fjárkúgunnarfé!!!!!!
Systurnar handteknar í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2015 | 13:02
"Ég las einhverstaða"
Ég las einhverstaðar að Össur fv hrunráðherra hvetji til kaupa á "vindvél" til nota í sölum alþingis. Þetta er snilldarhugmynd.Þá væri hægt að senda allt hyskið sem er þar nú heim.Láta bara vindvélina suða 10-12 tíma á sólarhring Húrra Össur!!!
Verið kært kvödd
Jákvæðni átt undir högg að sækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2015 | 16:02
"Skelfin hefur"
Skelfin hefur forseti alþingis rangt fyrir sér er hann segir m.a "eldhúsdagur sem átti að vera á miðvikudag í næstu viku yrði frestað sem muni eflaust hryggja sjónvarpsáhorfendur um allt land".
Ég held þvert á móti að fg áhorfendur verði guðslifandi fegnir að sleppa við þessa "trúða" sem myndu eyðilega heilt kvöld í sjónvarpinu.Finnst mörgum það nú nógu lélegt fyrir Miklu nær að sýna frá einhverjum almennilegum erlendum Cirkus þetta kvöld Verið ávallt kært kvödd
Þinglokum frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2015 | 18:06
Íslenskir sjómenn í WW 2
Ég hef um skeið haldið úti bloggsíðu um kaupskip Ég setti fyrir viku inn færslu um íslenska sjómenn í WW 2 Nú hafa nokkir félagar mínir hvatt mig til að setja færsluna hér inn líka Svo hér er hún
http://fragtskip.123.is/blog/2015/05/10/729929/
17.5.2015 | 16:16
WOW
20.4.2015 | 17:12
"Íslenskir alþingismenn "
Íslenskir alþingismenn!!! hvaða flokki þið tilheyrið Þið ættuð að hundskammast ykkar. Hvert og eitt ykkar. Meðan stórvandræði steðja að þjóðinni, þá eruð þið aðkarpa um einskinýt nauðaómerkileg fíflamál.
Og þið í stórnarandstóðu með Árna Pál eins atkæðis formanninn í broddi fylkingar,þið ættuð að láta af þessum andsk..... fíflagangi að vera á móti hverju einasta orði sem kemur frá stjórnasinnum. Stjórnmál í siðuðum löndum snúat um að ræða mál og semja um mál.Ekki að djöflast eins og hásir hanar í ræðu þessarar samkunsu við AusturvöllVerið ávalt kært kvödd
Deildu um tilvitnun í landlækni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2015 | 15:04
"Hálfpartin vefst þekking"
Hálfpartin vefst þekking á fisktegundum fyrir þeim á Mogganum. Þeir birta grein þar sem talað er um "eingöngu þorsk" en birta svo mynd af ýsu Ha ha Kært kvödd
Landa 75 tonnum af þorski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2015 | 20:27
"Gefa þeim"
Gefa þeim eilífðarfrí!!! Þessi nútímapólítík er sú versta tík sem fyrirfinnst.þessir svokallaðir alþingismenn reyna hver um annan tveran að "níða" skóinn hver af öðrum.Reyna að finna einhvern punt á andstæðingnum til að þrasa um daginn út og inn. þannig að ekkert af viti er gert Öll samvinna langt inní afdölum Borgarfirði og kemur aldrei til byggða frekar en botnim þeirra bræðra frá Bakka nafna þessa liðs sem hér um ræðir. Verið kært kvödd
Þingmenn vildu fá vetrarfrí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2015 | 18:23
"Ég get ekki skilið "
Ég get ekki skilið af hverju menn alhæfa alltaf ef einhver hefur skoðun á þessum hryðjuverkum séu einverjir "Múslimahatarar". Þetta hefur ekkert að gera með það.Eins og forsætisráðherra Dana réttilega benti á.Ég sigldi á sínum tíma mikið á "arabalöndin"og varð aldrei var við annað að þar færi hið besta fólk bæði hinn almenni borgari og embættismenn.
Að embættismönnum í einu landi Saudi Arabíu undanskildu Múhameðstrúarmenn eiga því miður eins og fleiri trúarbröð ofsafengið fólk. Ég eignaðis þarna góða vini þegar á þessu stóð.Þeirra trú bannar áfengi og þá leita þeir í hassið.Þetta varð ég oft var við. Þessvegna er þessi mikli æsingur oft í fasi þeirra ofstækismanna Ég furða mig á hve skilningslausir menn hérlendis virðast vera. Var þessari árás í Kaupmannahöfn ekki fyrst og fremst beint geng sænskum teiknara (gestur í landinu!!)sem hæðs hafði að Múhameð??.
Hvað nú ef einhver slíkur maður sem fallið hefur einhverra hluta vegna í ónáð þessara ódæðishópa kæmi hingað til lands. Lítill vandi virðast að komast hingað til lands og ráða honum bana. Getum við gætt hans sem skildi?? Margir stjórnmálamenn eru mótfallnir að lögreglan geti í þeirri aðstöðu gripið til vopna. Menn virðast alls ekki vilja skilja að við erum komin í samband við umheiminn. Við erum ekki lengur þessi litla þjóð sem engin vill gera mein Og hryðjuverkin virðast alltaf vera að færast nær okkur.
Ég er ekkert hræddur um að það Múhamstrúarfólk sem hingað er flutt gripi til þeirra. Ég væri meira hræddur um að geðveikur íslendingur ( sem því miður vegna glufu í heilsubatteríunu ganga um án eftirlits) fengi sömu flugu í höfuðið og Brevig sá norski. Og mér finnst líka miður þetta sífellda "skítkast" sumra í lögregluna Og fíflagangurinn með norsku vopnin á sér enga líka. Verið ávallt kært kvödd
Tjáningarfrelsið aðeins fyrir útvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar