16.5.2007 | 14:37
Sæbjörg
Ég átti því láni að fagna að sitja námskeið hjá Slysavarnaskóla Íslands á síðasta ári.Umborð í Sæbjörgu.Ég verð að segja það að ég hef aldrei haft eins mikla ánægju af skólabekkjarsetu.Ég gæti trúað að aldursmunurinn á nemendum hafi verið um 50 ár.Þ.e.a.s á þeim yngsta og eldsta.Ég verð að játa að ég kom inní þetta námskeið fullur af ja ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því fordómum er kannske orðið sem kemst næst hugsuninni.Ég hafði haft stór orð um ......þetta safety bullshit.....eins og ég kallaði það.Ég sigldi í mörg ár erlendis og mér fannst margt af því sem snéri að flokkunarfélögum.Ports State,og þessháttar vera hreint bull.Ef það kostaði yfirvöld eða útgerð einhverja peninga þá mætti gleyma því en ef hægt væri að klína meiri vinnu á þessa hálfvita sem enn fengust til að sigla þá væri því framfylgt og með miklum látum.Mér fannst,að það væri alltaf verið að búa til fleiri yfirvöld sem væru að reyna að hanka mann á einhverju.Það munaði engu að ég hrykki úr límingunum þegar einn kollega minna hafði mann frá Norsk Veritas um borð hjá sér og sá síðarnefndi sagði......dårlig dag ingen bemærking.........Þetta fannst mér undarlega sagt af starfsmanni flokkunarfélags.En hvað sem þessari fv skoðun minni líður þá skal ég koma mér að aðalefninu.Það er Sæbjörg og hennar áhöfn.Það er engum blöðum það að fletta að Hilmar Snorrason og hans fólk hefur unnið stórvirki í öryggismálum íslenskra sjómanna.Það er valinn maður þar í hverju rúmmi.Ég dáðist að kennurunum hvernig þeir höndluðu nemenduna.Eins og ég sagði þá voru nemendur af öllum aldri og af báðum kynjum.Margir töldu sig nú vita allt um þessi mál,,,,þar á meðal ég,,,.Ég hreyfst af hvernig kennurunum tókst að sigla milli skers og báru hvað þetta varðaði.Ýmiss umhverfismál báru á góma sérstaklega hjá þeim yngri.sama þar málið afgreitt án nokkurs æsings.Ég minnist ekki að hafa setið eins sáttur á skólabekk og haft eins mikla ánægju af kennslu og þarna.Undan farin ár hafa komið upp mörg dæmi þar sem sjómenn hafa bjargast og talið umræddan skóla aðalástæðuna ef maður getur sagt svo,fyrir björgunni.Ég leyfi mér að fullyrða að þessi mál eru í hvað besta lagi hér á landi hjá Hilmari Snorrasyni hans áhöfn..Ég legg það til málana á Forseti Íslands geri sér ferð um borð í Sæbjörgu á Sjómannadaginn og heiðri þessa menn.Þeir eiga það inni hjá þjóðinni.Kært kvödd
11.5.2007 | 21:15
St Petersbourg
Árið var 1990.Ég var yfirstm á 10.000 t skipi sem sigldi undir Maltaflaggi.Skipverjar voru af hinum ýmsu þjóernum.íslenskir,pólskir.rússneskir og maltabúar.Við tókum við skipinu í La Coruna á Spáni.En norskur eigandi hafði keypt það af spönskum.Eftir 1/2 mánaðar dvöl í dokk fórum við til La Pallice í Frakklandi til að lesta hveiti til St Petersbourg.Við fengum að vita að eigandi farmsins væri Rauði Krossin.Og væri farmurinn gjöf til Rússa.Lestunin í Frakklandi gekk vel.Vorum 3 daga að lesta fullfermi.Við komum til St Petersbourg þ.18 des.1990.Þar sem við vorum með gjafahveiti til fólksins í landinu bjuggumst við að fá skjóta afgreiðslu.En viti menn,við vorum settir til ankers.Við það lágum við til 1 jan.Meira lá nú ekki á,þrátt fyrir hungursneiðina sem svo sannarlega var þarna.Þegar að bryggju var komið var okkur tjáð að losuninn myndi taka 1 viku.Unnið yrði allan sólarhringinn á 2 vöktum með vaktaskifti kl 0100 og 1300.Við vorum 35 daga að losa.Orsökin var margvísleg,snjókoma,rigning,drykkjuskapur verkamannana og óstundvísi.Þessa daga upplifði maður ýmislegt.Við fengum 100 rúblur fyrir dollaran á þessum tíma.Til dæmi um verðgildið þá voru 6 konur trúlega einhverskonar meinatæknar sem tóku sýni úr farminum öðru hvoru þegar var verið að losa.Laun þessara kvenna voru 300 rúblur á mánuði.sem sagt 3 dollarar.Þær voru alltaf 3 saman og unnu með losunargengunum.Einu sinni gaf ég 3 af þeim 3 dollara hverri ég veit ekki hvað auminga konurnar ætluðu af gleði.Ég var að gefa þeim mánaðarlaun hverri.Ég man að ég fór á rakarastofu að láta klippa mig og tók búnt af rúblum úr vasanum til að borga,sama sagan þar, auminga stúlkan sem klippti mig vissi ekki hvaðan á sig veðrið stóð yfir þessu örlæti.Það var nákvæmlega sama hvað stevedorformenninir voru beðnir um að útvega,allt var fallt fyrir dollara.Ég keypti t.d.3 myndavélar af góðu merki,fyrir 30 dollara.Kvennloðhúfa af ekta bjarnarskinni 2 dollara.Svona voru prísarnir.Þarna keyptum við allir sjónvörp og vídíó í klefana.Sjónvarpsloftnet fyrir skip af,þá fullkomnustu gerð.Allt eftir þessu.Öllum þessum varningi var sennilega stolið úr fragt annara skipa.Alltaf voru hafnarverkamennirnir að koma með eitthvað til sölu fyrir dollara.Ég skrifaði í gær um útimarkaðinn sem seldi kjöt til neyslu.Já maður upplifir heiminn öðruvísi en ferðamennirnir þegar maður siglir í langfart.Kært kvödd
11.5.2007 | 00:45
Austanblokks mafía.
Ég hjó eftir því hjá Eiríki Haukssyni að hann talaði um austanblokks mafíu.Það vita allir sem vilja vita að í þessum 15 fv ríkjum Sovjet + leppríkjunum eru starfandi sterkar mafíur.Hópar af mönnum sem starfað hafa í svartamarkaðsbraski í fjölda ára,kannske alla æfi.Ég var í St Petersbourg um áramótin 1991 þegar Rússland fékk svokallað sjálfstæði.Ég hafði oft siglt til Murmansk og Leningrad eins og St Petersbourg hét þá,hér á árum áður.Þá gat maður selt allan fja.... fyrir rúblur.Nú var þetta þveröfugt.Nú vildu þeir selja allan fja.... fyrir dollara.Og munurinn á fólkinu.Svartamarkaðurinn blómstraði en á annan hátt.Perestrojkan hafði staðið í nokkur ár.Áður hafði þetta fólk á sér höfðinglegt yfirbragð,nú virtist það bugað og var niðurlútt.Eins og ég hef sagt sjáum við sjómenn heimin með öðrum augum en ferðafólkið.Fátækrahverfin í hafnarborgunum eru yfirleitt upp af höfnunum sjálfum.Í gegn um þau þarf maður að fara til að komast í miðbæinn.Nú sá maður sjón sem ég mun seint gleyma.Á markaðstorgum sem maður sá nú í upphverfum hafnarinnar var allslags kjötmeti af ólíklegustu dýrum.Það hafði ekki verið alltaf verið haft fyrir því að flá þau svo að tegundin leyndi sér ekki.Þarna voru á boðstólum rottur,kettir,kaninur auk dýrari tegunda.Rotturnar voru ódýrastar.Úr þessu umhverfi koma svo ungir upprennandi glæpamenn sem þeir eldri ná tökum á.Þessir menn eru svo þjálfaðir upp í allslags glæpaverkum.Neyðin kennir nakinni konu að spinna,stendur að mig minnir eihverstaðar.Unglingarnir sem ánetjast þessum mafíum vaða í dauðan fyrir sína VELGERÐARMENN.Ég held að við sem höfum lifað hér á Íslandi komum seint til að skilja hvernig fátækt er virkilega.Ég man fátækrahverfin í mörgum borgum og í mörgum ríkjum og ég get skilið hve auðvelt það hlýtur að vera að fanga saklausa unglinga úr þessum hverfum og gera úr þeim glæpamenn.Maður finnur til magnleysis þegar maður hugsar um þessi mál.Það er full ástæða til fyrir okkur hér á Íslandi að vera vel á verði.Það er margt sem hefur farið úrskeiðis í fyrrnefndum löndum bæði hvað menntun og heilsufar snertir það vitum við sem höfum verið í þessum löndum.T.d.borgunum við Svartahaf t.d í Novorossiysk sem tilheyrir Rússlandi.Agentinn þar sagði mér að það hefði allt farið þar á verri veg.Mafíósar réðu þar flestu allavega t.d í skemmtiiðnaðinum.Fólkið svelti meðan þessir mafíósar jysu úr sjóðum sínum erlendis.Þeir vildu Stalíntímabilið aftur.Þá fengum við allavega að borða sagði ´ann.Ég get nefnd fleiri staði Poti í Georgíu.Sama sagan þar mafían með mikil völd og mikla peninga.Rúmenía ,Búlgaría just name it.Mér hefur alltaf líkað vel við Rússa allavega þá sem ég hef kynnst.Því miður eru nokkuð mörg dæmi um að mafía þeirra teygi sig langt yfir heimin.Mig langar ekki í hana hingað.Við eigum því láni að fagna að nokkuð margir rússar hafa sest hér að og hafa aðlagast vel að þjóðinni.Sama má segja um Eystrasaltslöndin,en því miður hafa komið nokkur einstaklingar hingað með slæman ásetning.Það kemur sér illa fyrir hina.Megum við lifa í sátt og samlyndi á þessu landi
10.5.2007 | 17:44
Smánarkjör
8.5.2007 | 19:25
Trygingastofnun
8.5.2007 | 17:05
Öryrkjar,gamla fólkið og ráðherrar
29.4.2007 | 16:57
Finnska leiðin
Mig langar að spyrja er þetta finnska leiðin sem Ómar er að dásama
ETT FEMTE KÄRNKRAFTVERK I FINLAND?
Det pågår som bekant en het debatt i vårt land om kärnkraft och det eventuella bygget av ett femte kärnkraftverk. Det är dags att man tar ställning och väljer sida... är du för eller mot en utökad kärnkraft i Finland? Atomkraft? Ja tack eller nej tack? Personligen svarar jag NEJ tack. Men tyvärr finns det många som svarar ja tack.
De som propagerar för kärnkraften framhåller ofta att den skulle vara renare än t.ex. förbränning av fossila bränslen som kol och olja. Det påståendet är dock exempel på de halvsanningar och förvrängningar av fakta som länge har kännetecknat kärnkraften.
29.4.2007 | 14:54
Fyrr og nú
Ekki ætla ég mér að blanda mér mikið í hin svokölluðu kódamál.Heldur rifja upp svolítið og bera saman við núið.Hugsum okkur sjávarbæ úti á landi.Hugsum okkur c.a.5000 íbúa.Bátafjöldinn segjum, milli 60-80 bátar flestir byggðir úr tré.Eigendur voru oftar en ekki skipstjórinn og vélstjórinn.Þetta gekk misjafnlega hjá mönnum og sumir urðu,sem kallað er á slæmri íslensku fallít.Þá gerðist það oft að ungir duglegir menn fengu sjéns eins og sagt er á enn verri íslensku.Í þorpinu voru 2 svokallaðir slippir.Trébátarnir þurftu ummönnum af fagmönnum svokölluðum skipasmiðum.Svo var að minnsta kosti 3 vélsmiðjur sem sáu um viðhald vélana,þar störfuðu einnig fagmenn þ.e.a.s.vélsmiðir.Í landi voru kannske 3-4 frystihús svo söltuðu margir eigin afla.Til þessa bæjar komu kannske 2000 manns til að vinna við fiskvinnslu í landi.Einnig komu 20-30 svokallaðir aðkomubátar sem réru frá þessum bæ á vertíðum.Trébátar slóu stundum úr sér og vélarnar gengu kannske á öllum og þá komu fyrr greindir fagmenn til sögunnar.Ég er að ímynda mér að hver bátur gæfi 30 störf að jafnaði.Með aðkomubátunum væri þetta kannske 3000 störf fyrir utan fiskvinsluna.Vélsmiðjurnar og einnig slippirnir þjónuðustu líka vinslustöðvarnar .Nú verslun og önnur þjónusta blómgaðist.Meira að segja læknaþjónustan var þannig að ef eitthvað amaði að þá gast þú sest inn á biðstofu hjá einum af kannske 3 læknum sem þarna störfuðu.Oftast bara 2.Þú fékkst alltaf úrlausn mála þinna samdægurs.Það var alltaf eittvað að gerast og fólkið sem bjó á staðnum og stundaði önnur störf en í sambandi við sjálfan sjávarútveginn fylgust vel með.Allir í bænum fylgdust t.d.með hvaða bátur var aflahæðstur og öllu þvílíku.Hvernig lítur það út í ímyndaða bænun okkar í dag.Tæknin hefur kallað á færri störf í fiskvinnslunni.Stór stálskip og litlir plastbátar hafa leyst gömlu trébátana af hólmi.Skipasmiðir eru ornir óþarfir í þeim mæli sem var og,eða hafa snúið sér að öðru.Ein af þessum stéttum sem er að blæða út eins og svo mörgum stéttum sem tengast sjávarútvegi.Það er engin slippur lengur í bænum okkar.Vélsmiðir farnir að leita annað.Þessum nýju tímum fylgdi svo kölluð gámavæðing.Þ.e.a.s.fiskinum er landað í gáma sem er svo fluttur út óunninn úr bænum okkar.Út af þessu færri störf per bát hvert sem litið er.Ungir dugandi menn eiga engan möguleika að komast í útgerð í dag.Ég hitti fyrir nokkrum árum mjög aflasælan skipstjóra sem hafði oft verið aflahæðstur í sinni verstöð.Honum var sagt upp með bátinn sem hann var búinn að stýra með miklum ágætum í nokkur ár,vegna hagræðingar.Ég spurði hann hvort síminn hefði stoppað hjá honum eftir að hann hætti.Hvort menn væru ekki ólmir að fá hann til sín.Nei sagði hann það hefur ekkert lengur að gera með hvort maður fiskar eða ekki.Góður fiskimaður myndi bara klára kódan strax.Þessi maður snéri sér að öðru.Ég var einhvern tíma að hlusta á stjórnmálamann sem talaði fagurlega bæði um hagræðingu í útvegi og eitthvað sem hann kallaði Byggðarstefnu og hældi sínum flokki mikið af.Þessi maður dásamaði mikið hve hans flokkur myndi gera mikið fyrir landsbyggðina.Þar væru samgöngumálin framarlega á stefnuskrá.Það eru nokkur ár síðan ég heyrði þessa lofræðu.En hvernig er umhorfs í bænum okkar í dag.Mikið er nú gott að Byggðarstefnan og Sjávarútvegsmálin séu í öruggum farvegi.Hugsum málið og dæmi hver fyrir sig.Kært kvödd
27.4.2007 | 22:04
En og aftur
En og aftur verður maður vitni að því að ráðamenn í þessu landi koma í fjölmiðla og leika einhverja sakleysinga og reyna að spila á greind almúgans.Dettur nokkrum lifandi manni í hug,í ekki stærra þjóðfélagi en hér er og á ekki stærri samkundu og Alþingi,er að engin í Samgöngunefnd hafi vitað af tengslum ráðherra við þessa stúlku sem greint var frá í gær.Halló halló hún var búinn að vera 15 mánuði í landinu.Hvort hún var búin að vera unnusta sonar ráðherra allan tíman veit ég ekki.Mér finnst það ekki koma málinu svo mikið við.Þetta var kannske ekki svo alvarlegt að leyfa þessa landvist.En að geta ekki viðurkennt hlutina eins og þeir eru,þegar þeir komast í hámæli,og segja bara sannleikan það finnst mér bera vott um virðingarleysi.Að þetta fólk leyfi sér sífellt að segja ósatt í fjölmiðlum já og að komast frá því á jafnbillegan hátt og virðist vera,er að mínu mati óþolandi.Svo er annað sem vakti athygli mína það var úr umræðu um nýliðið Kirkjuþing eða Prestastefnu ég man ekki hvort orðið var yfir samkunduna.Ég ætla að halda minni skoðun á málum samkynhneigðra fyrir mig.En ég hjó eftir því í umræðunni að talað var um öfl innan klerkastéttarinnar sem hefðu stoppað frumvarpið um hjónaband fyrrgreindra aðila.Hvaða öfl eru það sem eru svo sterk innan kirkjunnar og þjóðfélagsins sjálfs að menn þora ekki að láta skoðanir sínar í ljós.Að það þurfi leynilegar kosningar á Kirkjuþingi til að menn þori að láta uppi sína sannfæringu.Og af hverju var ekki leynileg kosning leyfð.Hvaða öfl eru það í þjóðfélaginu sem virðast láta það viðgangast að menn sem auðsýnilega,allavega af mjög mörgum löglærðum mönnum eru sekir við landslög virðast sleppa sýknir saka.Hvaða öfl eru þetta sem virðast hafa svona áhrif í þessu litla þjóðfélagi að hinum almenna borgara stendur oft stuggur af í sambandi við svokallað réttlæti.Ég hélt að við lifðum í lýðræðisríki þar sem menn mættu láta skoðanir sínar í ljós án þess að hafa baga af.En ég er farinn að efast og það stórlega.Kært kvödd.
26.4.2007 | 20:36
Ráðamenn
22.4.2007 | 18:57
Fréttaflutningur
Ég skrifaði um daginn um hlutdrægni rúv.Maður getur skilið stjórnmála menn sem reyna að snúa út úr,rangtúlka og slíta úr samhengi orð og og setningar í hinni pólitísku samræðu.Þetta geta menn rökrætt fram og aftur.En þegar hinir svokölluðu ríkisfjölðmiðlar,ég skrifa nafnið með litlum staf,ég ber nú ekki meiri virðingu fyrir þessari áróðusmaskinu stjórnarherrana,gerir þetta með svo áberandi hætti finnst mér það ámælgisvert og það meir en lítið.Menn fá ekki á neinn hátt að tjá sig um þann framburð/-sögn sem er uppi á teningnum þegar fréttastofa rúv er búinn að matreiða fréttina ofan í landsmenn.Ég skrifaði eftirfarandi fyrir u.þ.b.3 vikum síðan: Á þriðjudag þ.3 apr.var haldinn fundur hjá FF.Sjónvarp allra landsmanna hefur sýnilega heiðrað samkomuna með að senda fréttamann á hana.Það var birtur úrdráttur úr ræðu aðeins eins fundarmanna.Þessi maður sem ég hélt að væri yfirlýstur framsóknarmaður,en sé hann að ganga til liðs við FF býð ég hann hjartanlega velkominn sem og allra annara sem koma til liðs við FF.Hann talaði tæpitungulaust um málið sem er vel,en af hverju var aðeins birtur úrdráttur úr hans ræðu.Fannst fréttamanninum þetta væri svo krassandi að það gæti kannske kastað rýrð á FF.En ég tek undir með fyrrgreindum ræðumanni og vona að hann haldi áfram að tjá sig á hreinskilinn hátt. Svo mörg voru þau orð.Nú vill svo til að umræddur maður segir sögu sína á Heimasíðu FF.Þar segir m.a: Fréttastofa ríkissjónvarpsins sem tók upp mál mitt á fundinum kaus af einhverri ástæðu að kljúfa úr ræðu minni þau orð sem slitin úr samhengi mátti túlka sem rasisma. Þessi vinnubrögð fréttastofunnar eru afar ámælisverð og sýna ekkert annað en hlutdrægni, eða m.ö.o. ófyrileitni í því skyni að bregða því ljósi á fund Frjálslyndra að þar væru rasistar á ferð. Þetta er brot af því sem hann skrifar.Ef menn vilja lesa allt bréfið sem hann skrifaði er það að finna á Heimasíðu FF.Mér er það alveg óskiljanlegt hvað fréttamenn komast upp að æsa upp viðkvæma umræðu.Allir óhlutdrægnir myndu skammast sín fyrir svona fréttaflutning.Eða eru fréttamenn þessarar stofnunar fallnir í sömu gröfina sem ég var að skrifa um í gær að margir af svokölluðum mektarmönnum væri.Þ.e.a.s að það sé hægt að segja allan fj við almenning því þeir séu svo nautheimskir að þeir bæði skilji ekkert eða og séu svo fljótir að gleyma.Og nú heyri ég er að Sólveig Pétursdóttir er reyna að koma því inn hjá fólki að ferð hennar og ferðafélaga hennar hefði svo voða mikið að segja fyrir Ísland og Íslendinga;Ja fussu svei.Til hvers eru þessu rándýru sendiráð eiginlega,ég hélt að það væri hlutverk þeirra en ekki ekki þingmanna.Þá er best að loka þeim ef árangur þeirra í landskynningu er ekki meiri en þetta.En sumir eiga þetta inni hjá þjóðinni eins og ég sagði í gær.Og nú langar mig að vita ef ég stofna fyrirtæki um skóflu og drep mann með henni,hvort er þá morðinginn ég eða skóflan eftir landslögum.Kært kvödd
21.4.2007 | 22:01
Fátækt,glæpir og refsing
20.4.2007 | 14:19
Fyrirsætur
19.4.2007 | 20:47
Að vara við
Gleðilegt sumar.Ég ætla nú ekki á neinn hátt að heimfæra þann hörmungar atburð sem varð í Virginíu í vikunni upp neitt hér á landi.En þó er eitt sem ég hef höggvið eftir í fréttum af þessum voða atburði en það er að komið hefur fram að kennarar Gho Seung-hui höfðu varað við og haft áhyggur af hegðun hans.En enginn hlustað á.Yfirvöld hafa kannske litið á viðvarirnar sem hræðsluáróður.Cho á að hafa sagt: Þið komuð mér til að gera þetta.Hverjir eru þessir þið.Er það ekki þjóðfélagið sem hann var að reyna að samlagast sem brást í þessu máli.Honum var ekki sýnd nein athygli eða á neinn,allavega mjög lítil hjálp við sín vandamál.FF hefur verið ásakað um hræðsluáróður í sambandi við innflytendur og Nýbúa.FF hefur varað við að við séum kannske ekki tilbúinn að taka við töluverðum fjölda á stuttum tíma.Finnst fólki það vera í góðu lagi það sem var í kvöldfréttunum með fjölskylduna frá Lettlandi..Er þetta kannske á stefnuskrá stjórnarflokkana að taka svona á móti innflytendum.Fólk hefur hvorki haldið vatni eða vindi af hneykslun yfir aðvörunum FF.Hræðsluáróður æpa þeir hver í kapp við annan.Hvað segir stjórarþingmaðurinn Sæunn hvers dóttir er,er ég búinn að gleyma.Hún var við að hrynja úr öllum límingum af hneykslunn í ræðustól á hinu háa Alþingi.Það bara fannst ekki orð í íslenskri orðabók yfir þeim málflutningi FF og sérstaklega formanninum Guðjóni Arnar í innflytendamálum í ræðu sem hann hélt á flokksþingi FF.Þar sem hún fullyrti að ræðan hefði verið full af innflytendahatri.Það væri gaman að vita álit hennar á á máli þessara Letta.Er það ekki frammarar sem hafa með innflytendur að gera.Er þetta stefna Framsóknar í máefnum innflutts vinnuafls og Nýbúa.FF hefur verið að vara við mönnum sem hér vilja setjast að til dvalar hvort sem er til stuttrar eða lengri dvalar og sem kannske hafa heiðarleika ekki að leiðarljósi.Hér á landi eru sem betur fer stór hópur af mismunandi þjóðernum sem lagt hafa mikla vinnu á sig að læra málið og hafa samlagast þóðfélaginu mjög vel.Í svona litlu þjóðfélagi eins og hér,þar sem maður getur sagt að allir þekkja alla er slæmt fyrir fólk,að komist þeirra landsmenn í kast við lögin þá fréttist það fljótt og getur fóilkið af sama þjóðerni og sá seki lent í óþægindum út af því.Ég hef nýlega verið með vélstjóra frá landi hvers nokkrir brotamenn hér á landi eru frá.Menn hafa hreinlega spurt mig stal hann ekki öllu steini léttara.En þessi maður er einn af gegnheiðarlegustu og bestu mönnum sem ég hef hitt.Ég hef verið í svona blogghnippingum ef maður getur orðað það svo við mann sem hefur verið einn af þessum límvana mönnum í hneykslun á skrifum mínum um innflutt vinnuafl og Nýbúa og kallað þau fordóma.Slóðin á þennan mann er:paul.blog.is.Svo er áhugavert að athuga hvað sagt er um þennan sama mann á:omarr.blog.is.Svo getur fólk dæmt um fordóma.Kært kvödd
18.4.2007 | 10:21
Hverskonar flóttamaður
11.4.2007 | 19:24
Lög og reglur
Mig langar svolítið til að skrifa svolítið um lög og reglur.það verður víst seint hægt að kalla mig einhvern engil.Ég hef marga fjöruna sopið á minni lífsleið.Ég hef ekki sloppið við að vera sem kallað er brotlegur við íslensk lög.Það lýsti sér aðallega í því að vilja hjálpa aðilum sem höfðu einkaleyfi á að flytja inn guðaveigar,og svo að hafa innbyrt of mikið af þeim og verða mér til skammar á almannafæri.Það er kannske vegna þessarar reynslu minnar sem ég hef áhyggur,og það miklar af stöðu okkar hjartkæra Íslands.Það vildi svo til að ég var í St Pétursborg um áramótin 1991 þegar Rússland varð sjálfstætt ríki,eftir fall Sovetríkana.Við komum þangað með 10.000 tonn af hveiti sem við lestuðum í Frakklandi.Það tók 35 daga að losa.Aðallega vegna drykkjuskapar verkamanna sem unnu að losunni.Svartamarkaðsbraxið sem viðgekkst þar var hreinlega með eindæmu.Þú gast beðið stevedoreformanninn að útvega þér hvað sem helst allt milli himins og jarðar.Það tók hann frá 10 mín eftir hvað það var sem maður vildi.Af þessari reynslu minni er ég uggandi um hvað getur skeð hér.Það vita allir sem vilja vita það að það þrífast stóthættulegir menn í þessum löndum sem fyrrum tilheyrðu Sovietríkjunum.Við skulum athuga að þetta eru þjóðir sem telja miljónir manna og það þarf ekki marga af þessum slæmu eintökum til að ógna lítilli þjóð.Markaðurinn fyrir eiturlyf er kannske ekki svo stór hér,en getur verið stækkandi við fjölgun þjóðarinnar.En svo er það annað.Ég skrifaði í bloggi um daginn þar sem ég hafði áhyggur af eyðifjörðum á austurlandi vegna eiturlyfjasmygls.En hefur enginn leitt hugan að því að þetta gæti verið omvent.Að senda hingað flokka þrautþjálfaða þjófa sem stunda innbrot á hinum ýmsu stöðum landsins og safna góssinu á einhvern eyðistað og sækja það svo á góðum hraðbát.Ég hef átt þess kost að umgangast fólk af ólíkum þjóðernum hér á Íslandi og það hefur verið ágætis fólk og eru að verða eða eru ornir góðir og gegnir þegnar þessa lands.Það er bara vegna þess sem ég hef séð og heyrt á lífsleiðinni sem ég hef áhyggur.Það er kannske rétt að standa svolítið á bremsunum þegar um er að ræða innflytenda sama af hvaða þjóðum og trúarflokkum þeir eru.það er eins og maður sé farinn að heyra að það sé gróðavænlegt að fá sem flesta innflytenda.En eru hin ýmsu kerfi hér á landi tilbúinn?Ég vil meina að ég sé ekki með neinn hræðslu áróður í garð neins.Ég er bara að tala um það sem ég hef séð og reynt.Góðar stundir
7.4.2007 | 22:58
Hvað er að ske í Norge
Fann þetta á Visir.is
Sérsveit gegn þjófum frá Austur-Evrópu
Norska lögreglan er að stofna sérsveit sem hefur það verkefni að uppræta innbrots- og þjófagengi frá Austur-Evrópu. Mikið er um slík gengi í Noregi og Svíþjóð. Sum þeirra koma sér upp höfuðstöðvum á afskekktum stöðum í löndunum tveimur og fara þaðan í ránsleiðangra.
Marie Björnland, lögreglustjóri í Vestfold segir mjög bagalegt að athafnir þessara glæpamanna skuli kasta rýrð á orðstír fjölda manna sem komi til Noregs til þess að vinna og séu velkomnir í landinu.
Hún leggur áherslu á að þarna verði að skilja á milli. Nú sé hinsvegar svo komið að þjófagengin séu orðin svo umsvifamikil að ekki verði hjá því komist að grípa til markvissra aðgerða. Þjófarnir séu svo bíræfnir að þeir steli upp í pantanir. Sem dæmi nefnir hún að um tíma hafi árekstrarpúðum verið stolið úr bílum í stórum stíl. Aðferðin við að fjarlægja þetta öryggistæki hafi alltaf verið sú sama, sem bendi ótvírætt til sérhæfingar.
7.4.2007 | 19:24
Heilsa og fjölmiðlar
Mæður í sjávarplássum biðja oft börn sín:farðu alls ekki niður á bryggju.Mæður við miklar umferðargötur biðja börn sín:farðu ekki út á götuna.Af hverju biðja þær þessa,jú því börnin gætu dottið í sjóinn og þau gætu orðið fyrir bíl.Ef Gin og Klaufaveiki geysar í öðrum löndum er innfluttningur á kjöti bannaður því sýkt kjöt gætu verið verið flutt inn.Þetta gæti flokkast undir hræðsluáróður en gerir einhver það.Nei það held ég ekki.Þarna er verið að vara við einhverju sem GÆTI skeð.Alveg eins og Frjálslyndiflokkurinn er að vara við óheftu flæði af fólki,fyrirgefið verkafólki frá löndum EBE.Hvað mig varðar hef ég mestar áhyggur af löndunum sem liggja að v-strönd Svartahafs,Rúmeníu og Búlgaríu.Nú vil ég biðja þann eða þá sem lesa þetta skrifelsi mitt og hafa komið t.d til hafnarborganna í Rúmeníu.T.a.m Constanta,Mangalia eða í Búlgaríu:Burgas,Nessebüre eða Varna.Ég vil biðja þá menn að segja mér hvað þeir sáu og hvernig þeim leist á á ástandið þar.í mínum augum var ástandið vægast sagt hörmulegt.Þetta fólk er alið upp við allt aðrar ástæður, þrifnaðu og allt þessháttar mikil öðruvísu.Hræddur er ég um að það komi til að íþýnga heibrigðiskerfinu hér einnig.Þar sem ég bý er maður stálheppinn ef maður fær símatíma hjá lækni daginn eftir að maður pantar.Viðtal auglitis til auglitis fæst ekki fyrir eftir dúk og disk.Við verðum að spyrja okkur sjálf og svara okkur hreinskilnigslega:erum við tilbúin að taka við stórum hópum frá þessum löndum.Svo er það fjöðmiðlarnir.Þ.e.a.s.þessir svokölluðu Ríkisfjölmiðlar.Ég var svo yfirmáta vitlaus að ég hélt að hludrægni hyrfi með fv útvarpstjóra en það var mikill misskilningur.Hún virðist hafa aukist.Kannske er nýi yfirmaðurinn svo upptekinn af að sýna sjálfan sig við lestur frétta að hann fylgist ekkert með innan stofnunarinnar.Að fréttamenn megi vaða uppi með allslags rangan fréttafluttning og taka ekkert tillit til umbeðinna leiðréttinga.Svo er alveg furðulegur dulinn áróður í hávegum hafður á þessum svokölluðum fjölmiðlum í eigu allra landsmanna.Á þriðjudag þ.3 apr.var haldinn fundur hjá FF.Sjónvarp allra landsmanna hefur sýnilega heiðrað samkomuna með að senda fréttamann á hana.Það var birtur úrdráttur úr ræðu aðeins eins fundarmanna.Þessi maður sem ég hélt að væri yfirlýstur framsóknarmaður,en sé hann að ganga til liðs við FF býð ég hann hjartanlega velkominn sem og allra annara sem koma til liðs við FF.Hann talaði tæpitungulaust um málið sem er vel,en af hverju var aðeins birtur úrdráttur úr hans ræðu.Fannst fréttamanninum þetta væri svo krassandi að það gæti kannske kastað rýrð á FF.En ég tek undir með fyrrgreindum ræðumanni og vona að hann haldi áfram að tjá sig á hreinskilinn hátt.Góðar stundir
6.4.2007 | 18:32
Eru mafíósar á Íslandi
Það sem ég ætla að skrifa hér hefur ekkert að gera með innflytendamál.Og þó.Fyrir c a 5-6 árum kom ég á skipi til Kingston á Jamacia.Losununn gekk illa og vorum við um 10 daga að losa.Það hugsa víst flestir um glæsihótel,sól,hvítar strendur og fallegt fólk þegar talið berst að Jamacia.En við sjómenn sjáum heimin og löndin frá öðru sjónarhorni en ferðamennirnir.Þarna á eyjunni sá ég þann mikla mun sem getur verið á hinum feikna ríka og hinum feikna fátæka.Fólkið sem býr þarna er yfirleitt fallegt.Fólk getur verið fallegt þó það sé fátækt.Það vildi svo til að lóðsinn sem tók okkur inn og ég urðum góðir kunningar.Hann tók mig t.a.m í sightseeing,um eyjuna.Svo sagðist hann hafa það áreiðanlegar heimildir fyrir því að sendimenn frá alþjóða glæpahringum kæmu gagngert til að kaupa falleg börn sem svo hæri hreppt í þrældóm á kynlýfsbúllum í USA og fleiri löndumÞeir gæfu kannske 50 $ fyrir barnið Klæddu þessi auminga sakleysinga í falleg föt og segu svo foreldrunum að barnið myndi verða sett til mennta í því landi sem það kæmi til.Og það eru kannske flæktir í þetta menn sem í sjáum í alþjóðaviðskiftum eða hjá alþjóðastofnunum.Menn muna kannske málið í Belgíu þegar háttsettir menn innan lögreglunar þar voru flæktir í mál barnaníðings.Svo sagði hann í lauslegri þýðingu.Svo kaupa þessir and sér frið í sálinni og ættleiða hvali upp við Ísland.Þarna er sterkt til orða tekið og kannske of mikið uppí sig tekið.Hann sagði að enginn þorði neitt að segja því að mafíósarnir væru ornir svo fastir í sessi á eyjunni.Ég er ekkert hræddur við að þessir Mafíósar komi hingað til barnakaupa.En hugsar virkilega enginn út í það hverjir standa á bak við eiturlyfjasölu hér á landi.Hverjir eru svo valdamiklir í þessum geira hér að menn sem vildu kannske segja frá eiga á hættu að verða teknir af lífi?Fyrir hverjum eru drengir að sanna sig þegar þeir klippa fingur af mönnum.Hverjir eru byrjaðir að hóta lögreglumönnum t.d.á Suðurnesjum?Halló Halló Íslendingar við erum virkilega komnir í samband við umheimin.Þetta sem ég er að skrifa er enginn hræðsluáróður heldur kaldur veruleikinn og ekkert annað
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ég verð að segja að mér brá þegar ég heyrði fréttirnar í kvöld að glæpasamtök hefðu sent hingað flokk af fólki frá Rúmeníu til að betla.Ég bloggaði um daginn um áhyggur mínar af óheftu flæði af fólki frá Austurevrópu hingað.Þá sagði ég m.a.:........Að senda hingað flokka þrautþjálfaða þjófa sem stunda innbrot á hinum ýmsu stöðum landsins og safna góssinu á einhvern eyðistað og sækja það svo á góðum hraðbát........Ég fékk athugasemdir þar sem ég var sakaður um hræðsluáróður og rassisma.Ein athugasemdin var svohljóðandi:.......Þetta er ægilegt hjá þér Ólafur. Þú ert hræddur við ímyndaða hættu sem þér hefur verið talin trú um að sé til staðar af vondum mönnum sem eru á eftir atkvæði þínu. Hafðu það gott og endilega lestu þér til um "erlent fólk" áður en þú heldur áfram á þessari braut.
Kári Geir, 16.4.2007 kl. 13:28
Auminga Kári hann hefur sennilega bara séð heiminn með augum ferðamannsins.En eins og ég hef skrifað um sjáum við sjómenn löndin með alltöðrum augum en ferðamennirnir.Einnig skrifaði ég um reynslu mína í Kaupmannahöfn.Þar sem ég týndi veskinu mínu og hitti lögregluþjón sem fullyrti að því hefði verið stolið og hann sagði ma.;....... að glæpamenn í Kaupmannahöfn væru farnir að flytja inn unga pilta sem væri búið að þrautþjálfa í vasaþjófnaði frá barnæsku,í löndum sem áður tilheyrðu Ráðstjórnarríkjunu....Einnig skrifaði ég þetta:.........Nú vil ég biðja þann eða þá sem lesa þetta skrifelsi mitt og hafa komið t.d til hafnarborganna í Rúmeníu.T.a.m Constanta,Mangalia eða í Búlgaríu:Burgas,Nessebüre eða Varna.Ég vil biðja þá menn að segja mér hvað þeir sáu og hvernig þeim leist á á ástandið þar.í mínum augum var ástandið vægast sagt hörmulegt.......Við vorum af agentum skipsins varaðir við vasaþjófnaði og allskyns glæpum.Það vita allir sem eitthvað fylgast með að í A-Evrópu hafa eftir fall Komúnismans þrifist Mafíur sem hreinlega dæla glæpamönnum út til V-Evrópulandana.Ég hef lent í vandræðum bæði í Grikklandi og Ítalíu af því að ég var tekin fyrir mann frá einhverju af þessum löndum.Í Grikklandi var matnum hálfpartinn hent í mig inni á matsölustað.Þegar ég leitaði skýringar þá var sagt:við héldum að þú værir Albani.Ég leyfði mér,um daginn að hafa áhyggur af því að það gæti komið sér illa fyrir heiðarlegt fólk frá þessum löndum sem sest er hér að,að landar þeirra séu gripnir hér út af lögbrotum.Þessar áhyggur jukust í kvöld.Það er verið að tala um fjölþjóðasamfélag hér.Hvað eiga menn við.Eiga menn við það að hér byggist upp samfélag samansett af kannske 10-20 þjóðarbrotum sem ekkert vilja með hina að gera og skilja hreinlega ekki hvorn annan.Hefur fólk ekki fylgst með í nágrannalöndunum þar sem átök hafa orðið milli þjóðarbrota.Ég er hræddur um að við þessar 300.000 sálir sem eigum að heita íslendingar verðum fljótt kafffærðir.Við verðum líka að athuga hvernig heilbrigðiskerfið bregst við ef fólksfjölgunin verður of hröð.Menn tala á tillidögum um menningu,menningararfleið og að við eigum að vera stolt af því að vera íslendingur.Þetta eru svo sömu mennirnir sem tala svo um rassisma hvurndags.Það vellur oft allt annað út úr hægra munnvikinu en því vinstra.Þetta virðast vera mál sem ekki má nefna nema í skúmaskotum.Ég er alveg viss um að okkur veitir ekkert af að blandast saman við aðrar þjóðir.Erum sennilega ornir alltof skildir innbyrðis en við eigum að gera það með gát.Og mér finnst við eiga nóg af glæpamönnum þó við séum ekki að flytja þá inn.Kært kvödd