Discovery

Þeir læra þetta á Discovery sjónvarpstöðinni.Þeir eru með þætti hvernig eigi að koma í veg fyrir  svona.En ekki allir eru með þá TV -stöð
mbl.is Tveir svindlarar á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhöpp

Til þess að stjórna skipum þar að vera góð tæki til þess´arna um borð.Heldur var nú fátæklegt í brú skipa er ég byrjaði að starfa í þeim fyrir ca 45 árum síðan.

Adams Beck c   Wheelhouse Gamaldags brú og þessi líka:Brú 6 líka þessi :Brú 7 Nú en svo eru það nýrri brýr eins og þessi:52595 800 og eða þessi:001 800x600 5 eða jafnvel þessi:0277 Já það var ekki þægindunum fyrir að fara bara radar sem ekki mátti nota á siglingu nema í dimmviðri,miðunarstöð og dýptarmælir.En þetta horfir öðruvísi við í dag.Ég hef oft áður talað um upplifunina á tækninni.Svo ég ætla ekki að hafa mikið fleiri orð um þetta en læt myndir tala að mestu.Þótt nýtýsku tæki séu fyrir fyrir hendi eins og t.d.þessiBrú 3 getur þetta hent:85379 800 85381 800  eða þetta:Manch C 001Þessi fékk á kjamman í Manchester kanalnum.Mér fannst lóðsarnir þar stundum dálítið svalir.Eða að menn hreinlega týnast í skóginum eins og þessi:86014 800 En svona leit hann út áður en hann týndist:000571a Þessi hérna nær okkur:Hann hét James Battle.Eitthvað hefur sjóbúningurinn farið úrskeiðis hérna:AUSONIABethell4LIMNIÉg læt þetta enda á mynd frá fyrrnefndum kanal:Manch C Mér finnast óhöpp til sjós yfirleitt ekkert grín en stundum getur maður ekki annað en brosað að sumum.Enn og aftur ef einhver hefur haft nennu til að kíkja á þetta kveð ég þann sama kært


"Mega muna sinn fífil fegri"

Margir mega muna sinn fífil fegri bæði skip og menn.Ýmislegt spilar inn í það.Hvað skip varðar er það ryð,slæmt viðhald notkunarleysi m.a að undanskildum aldri.Hvað menn varðar er það veikindi aldur og hreifingarleysi t.d.

87342 800 Þetta skip grotnaði niður í höfninni í Gagliari EVANGELISTRIA V at Cagliari on 20 oct 1988 Það var byggt í Svíþjóð 1947 fyrir Íslendinga,og var það fyrsta skip Jökla h/f og sigldi lengst af undir styrkri sjórn hins kunna skipstjóra Boga Ólafssonar og undir nafninu Vatnajökull..Skipið tók m.a 6 farþega Vatnajökull 1Svona leit skipið út á velmegtarárunum.Flutti okkur m.a appelsínur úr Miðjarðarhafinu.Ef fyrsta myndin er stækkuð má sjá móta fyrir gamla Jöklamerkinu á stefni skipsins.

EX Freyr Þetta er sennilega eitt frægasta skip sem við Íslendingar höfum átt.Það liggur nú í Tilburi í Essex og er notað fyrir fyrir útvarpstöðina:"Radio Caroline"sem flestallir eldri sjómenn sem sigldu til útlanda muna eftir.Þegar stöðin sendi út ólöglega frá skipum m.a.þessu. Skipið var smíðað í Bremenhaven 1960 sem síðutogarinn Freyr freyer Eigandi Ísbjörnin h/f Reykjavík.Skipstjóri var þess tíma,kunnur togaraskipstjóri Guðni heitinn Sigurðsson.1sti stm var í byrjun annar kunnur togaraskipstj.Guðmundur Guðlaugsson(Gvendur Eyja)Ég held að ég sé ekki mjög fjarri sannleikanum er ég held því fram að á þessu skipi hafi hinn kunni athafna og útgerðarmaður Guðmundur Ásgeirsson(Nesskip)byrjað sinn stýrimannsferil en hann tók við starfi 1sta stýrimanns af nafna sínum aðeins rétt rúmlega tvítugur.Skipið var selt Ross hringnum,þekktu ensku togaraútgerðarfélagi 1963 og fékk þá nafnið Ross Revenge sem það heldur enn.Hér eru nokkrar myndir af skipinu sem útvarpstöð:F3V8UICA7IDWQYCA19KOS4CAVGIK1DCAZ4GRN0CA5I9IMPCAVIK8UICA7AOIEGCAJ2FMZ7CA054SPLCAZKQ8VZCAH7K62VCA1QJG77CA9IMH45CA1F1TRACATDSBU4CAQ1YMY7CAZL66NQCABTDQKICABNPV5B atseasouthend10  page7 1010 full Síðasta myndin er úr brú skipsins.Og svo hefur skipið/útvarpstöðin eigin heimasíðu eða:http://www.radiocaroline.co.uk/#home_content.html%%mini_webshop/webshop_window.html%%mini_shop%%0

Mars AK80 Svo er það skip sem er að grotna niður í Santos í Brasilíu.En það skip sá ég sjálfur er ég kom þangað fyrir örfáum árum.Það heitir nú Mars AK 100.Hét fyrst er það kom í Íslenska eigu Freyja RE 38.Byggt 1972 í Frakklandi og keypt þaðan 1975 af Gunnari Hafsteinssyni útgerðarmanni í Reykjavík.Skipstjóri var hinn kunni togaraskipstjóri og síðar uppboðshaldari Pétur heitinn Þorbjörnsson.Freyja Þarna er skipið nýkeypt til landsins.En svona lítur það út í dag: Hjörleifur Þarna er það nú komið á annan stað í höfninni en  þegar ég sá það.

Svo nokkrir útlendingar.Fyrst skal frægt telja United State,hið kunna kjarnorkuknúða farþegaskip.Hér er líkan af því:MuseumC Svo er það svona í dag:Laid up at Philadelphia, Pa.  Delaware River 12jul08 og svona:US Svo fleiri.Þessi hét fyrst:Dundalkdundalk 1974 1 en heitir nú Theseus og grotnar niður í grískri höfn:osai  kapella 1967 1 Þessi hét fyrst Kapella en heitir nú:Kapella Nissos Chios og sömu örlög.Þessi hét fyrst Gripen nordschau 1956 1 En heitir nú:South Elegance ex Gripen South Elegance.Sömu örlög og hin skipin.

Þessi heitir Óli og leit svona út 2ja áraHann sjáfur 2 ára svona fyrir ca 20 árumÓlafur Ragnarsson  Svo varð allskonar"vesen":t.d þetta:Óli veikiog þettaou0p og meir svona.oiu0oOg svona lítur hann út í dag:null.Það er ekki hægt að segja að hann sé að grotna niður.Því kall hefur það bara nokkuð gott miðað við aldur og að maður tali nú ekki um fyri lifnaðarhætti.Lifir í dag þægilegu lífi í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Sólareyjunni Heimaey.Vonandi í sátt við allflesta ef ekki alla og þykir vænt um sambýlisfólk sitt.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta,sértu kært kvaddur


Fréttir

 Þetta segir í fréttinni:"Í dómnum segir að fyrir liggi að eftir að maðurinn var látinn laus úr haldi lögreglu hafðist hann ekkert að til að fylgja eftir hótunum sínum gagnvart lögreglumönnunum tveimur."Skyldum við ekki hafa frétt ef svo hefði verið,eða hvað?
mbl.is Hótaði lögreglumönnum lífláti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hriktir í stoðum

Nú er það að koma fram sem ég og margir aðrir óttuðust þegar Kanarnir fóru með sína þyrlusveit af Keflavíkurflugvelli.Að Íslendingar sjálfir gætu ekki sinnt öryggismálum sjómanna sem skildi.Hvað er eiginlega að ske í fjármálum löggæslu og öryggis?Það fer nú koma tími til fyrir ráðherra þessarar ríkisstjórnar að komast niður á jörðina og tala við "fólkið í landinu"á því máli sem það skilur.

 

 

Hætta að svara spurningum fréttamanna út í hött og jafnvel með hroka.Sumir ráðherrar virðast líta svo á að þeir séu í vinnu hjá einkaaðilum og að almenningi komi gerðir þeirra hreint ekkert við.Ráðherra umhverfismála sýndi fréttamanni hroka um daginn sem og forsætisráðherra.Almenningur krefst þess að þetta fólk svari áleitnum spurningum fréttamanna.Þetta fólk var kosið af fólkinu í landinu og alveg eins og hluthafar í fyrirtækjum á hann kröfu á að vita hvað er að ske.Ég man ekki betur en ráðherra fjármála já og fleiri ráðherrar hefðu hælt sér af miklum tekjuafgangi af fjárlögum.

 

 

En hvað snýr svo að okkur sauðsvörtum almúganum.Jú öll löggæsla á höfuðborgarsvæðinu í lamasessi vegna fjárskorts.Glæponarnir fá daglegar fréttir af léglegri nærgæslu.Sum sveitarfélög ætla að ráða öryggisverði frá einkafyrirtæki.Þessir öryggisverðir hafa minni löggæsluvöld en gangbrautarvörður við barnaskóla.Nú skilst mér að öðru varðskipanna verði lagt vegna fjárskorts.Gott fyrir smyglara og veiðiþjófa.Einnig kvarta flugliðar "Gæslunnar"um féskorts.Á sama tíma og öryggi borgarana og sjómanna er kastað fyrir róða er hent milljónum í eitthvað fáráðlegt framboð til Öryggisráðs S.Þ.Til hvers andsk..... spyr maður sig.

 

 

Meðan stórþjóðirnar USA Rússland og Kína hafa þar neitunarvald þá hefur það sýnt sig að þetta er bara snobbklúbbur þar sem þessar þjóðir koma öllum SÍNUM vilja fram hvað sem öðru líður.Hvernig hefði Ísland t.d.geta haft áhrif um daginn í Zimbabwemálinu.Milljónum króna er hent í þetta gæluverkefni ríkisstjórnarinnar meðan lög og öryggisgæsla landsins er í molum.Það er von að erlendir glæpamenn séu áfjáðir í að koma hingað.Hér fá þeir t.d.daglega fréttir af peningaleysi í þessum málum og daglega ný tips hvernig þeir eiga að bera sig að.Nú svo er hægur vandi fyrir veiðiþjófa að slökkva bara á staðsetningartækjunum svo þeir sjáist ekki,vitandi að það er ekki flogið mikið.Ekki til fyrir bensíni eða varahlutum til flugflotans.Var síðasti útlendingurinn ekki tekinn fyrir tilviljun eina.Var ekki V/S Óðinn á leið til Englands í opinbera heimsókn og kom togaranu alveg í opna skjöldu..

 

 

Ég held að þessi ríkisstjórn ættu bara að sjá sóma sinn í að pakka saman og efna til nýrra kosninga.Það er bara sá fjand... hængur á því máli að fjöldinn af fólki kýs XD bara af því pabbi,mamma.afi og amma gerðu það.Ég gerði þaqð t.d.til margra ára.En svo var ég "plataður"(eins og góður vinur minn orðaði það við mig um dagin)til að hætta að drekka og fór að hugsa skýrar.Því miður virðist sumt fólk láta bjóða sér allan andsk.... af þessum flokki.Því ver og miður.Ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta kveð ég hann kært 


mbl.is „Farið að hrikta í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengismál í Reykjavík

Ég vil benda á þessa bloggsíðu vegna þessara mála í meðhöndlun Reykjavíkurborgar og aðkomu ýmissa manna/kvenna að þeim.Lestur á þessari síðu og sérstaklega athugasemdum á henni varð mér til umhugsunar um ýmsa spillingu sem sennilega viðgengst í stjórnmálum í þessu landi.Kært kvödd 

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/


mbl.is Smáhýsi götufólksins bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GSM-fé.

Ég gat nú ekki annað en hlegið er ég sá þessa frétt.En svona er Ísland í dag og málið grafalvarlegt.Hún er með miklum ólíkindum þessi tækni nú um mundir.

 

Ég var að blogga um daginn um tæknina þar sem ég sagði á mín kynslóð og þær sem eru rétt á undan og eftir hefðu upplifað mestu tækniframfarir sögunnar.Og maður er steinhættur að segja ef,manni er sagt frá einhverjum nýungum:"Nei nú ert þú að ljúga."

Hver hefði trúað þessu fyrir c.a 10 árum.Mikið djöf... hefði verið gott að kindur og kýr Sigurðar heitins í Vogi og Kristjáns heitins í Stóru-Skógum,þeirra heiðursmanna sem urðu fyrir barðinu á minni þátttöku í landbúnaði þessa lands hefðu haft"gemsa"Þá hefði maður bara getað hringt í Þetta"lið"og sagt því að drulla sér heim.Að vísu er þarna ekki um virkilega gemsa að ræða en hvað verður næst.

 

Já við"beljurnar"hefði þetta sparað manni mörg sporin og slagsmálin við andsk..... kjóann.En við hann átti ég margan "skeinuhættan" bardagan við Vogsósinn.Þegar beljurnar höfðu farið ufir hann.Með hjartað neðar en í buxunum ,með stærðar pappakassa á hausnum og vopnaður brotnu hrífuskafti.

Já þáttaka mín í þessum atvinnuvegi varð hvorki löng eða áhrifarík.Og þó er eins og það læðist að mér að síðan hafi honum farið aftur.En þetta kostaði"blóð,svita og tár.Blóð kostuðu sumir bardagarnir við ands...... kjóan,svita þegar rolluf......... eða beljuskra....... hlupu undan sér þegar maður var að reka þær.Og tár þegar maður var kannske nýbúinn að moka flórinn og ein eða tvær beljum skitu svo í hann nýmokaðan og fínan.

 

Ég bið fólk afsökunar á að vera svona orðljótann um blessaðar skepurnar.En í minningunni æsist maður svo upp út þessar guðsgjafir sem ásamt fiski hafa haldið lífi í þessari þjóð.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.Lifið heil


mbl.is Ærnar með gemsa og senda SMS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlir"kunningar"

Þegar maður er orðinn gamall með ónýtt bak og til einskins nýtur þá er gott að hafa,á ljótri íslensku sagt eitthvert"hobbý"Sumir spila golf.það kann ég ekki aðrið fara í hressandi gönguferðir eða sund.en það leyfir ekki bakið á mér.Ég er eiginlega bestur sitjandi í góðum stól sem verður þá að vera neð góðu baki,sem sagt öfugt við mitt.Þess vegna sit ég oft við tölvuna og kíki inn á"Veraldarvefinn"Segir maður ekki svo þegar maður vil vera gáfulegur í orðum/skrifum.

 

Ég hef stundum verið að rífa kja..yfir öllu mögulegu hér á blogginu.En minnugur minar fyrstu ferðar sem skipstjóri á strandferðaskipi þá held ég að svona kjaftrífelsi sé allsekki gott fyrir hina andlegu heilsu.Sú líkamlega er farinn fjan... til svo það er lítið hægt að gera við hana.Ég minntist á mína fyrstu ferð.Og minnistæðast við hana var lesefnið sem ég greip með mér.Það voru 2 eða 3 bindi úr ritsafni Steinars J Lúðvíkssonar:"Þrautgóðir á Raunastund" og svo endurminningar Theódórs Friðriksonar:"Í Verum"Fyrsta höfn var Ólafsvík svo voru þar á eftir Vestfjarðahafnir.Allt gekk að óskum.En ég skildi ekkert í að eftir að höfnunum fjölgaði án óhappa óx mér einhverskonar kvíði.Þetta var eiginlega í öfugu hlutfalli við veruleikan.

 

En svo laust niður í hausinn á mér:"Hvað ert þú að lesa góði maður"Jú ég var að lesa um óhöpp og slysfarir sem mér miklu færari menn höfðu lent í.Ég henti bók Steinars og byrjaði að lesa bók Theódórs.Og viti menn kvíðinn hvarf.Þessvegna held ég að mér henti ekki að vera alltaf að rífa kja.. og velta mér úr því sem mér finnst fara aflaga.Það er kannske gott um helgar en að halda sig á mjúku nótunum svona"hvurndags"Ég hef verið að vafra svolítið á heimasíðum með skipamyndum og oft tekur hjartað kipp er maðu sér"gamlan"kunninga.Innlenda og útlenda.

 

Bæði sem maður sigldi sjálfur á eða sá oft hér við land.Ég hef sent fyrirspurnir á nokkra staði út af"copýréttindum"og mér skilst að maður megi birta myndirnar ef maður notar þær án þess að hafa hagnað af.Og svo held ég að minn lesendahópur að fjölda til,geri ekki stóran skurk í þeim málum.Þessvegna langar mig að leyfa öðrum að njóta þessa með mér ef einhver hefur áhuga.Ég hætti hérna skrifelsinu en læt myndirnar tala,svona að mestu:

HOLMUR1929 Hólmur færeyist flutningaskip sem bar beinin við Ólafsfjörð.Hafði verið togari en var svo breytt í flutningaskip

Caterine Þessi ber nafnið Caterina.Hét í upphafi Esja(Var fysta strandferðaskipið sem ég leysti af sem skipstjóri á)síðan komu nöfnin"Kistufell.Lesja,Sonja,Sonja Helen,Helen og svo Caterina(2004)

 

Baltic Fjord Þessi hét fyrst Fjord síðan Ísberg(þarna leysti ég af sem skipstj og stm)síðan Stuðlafoss,Ice Bird.Sfinx,Fjord,Baltic Fjord,Endalok þessa skips urðu þau það kviknaði í því í dokk í Tallin 2006 og það var rifið þar sama ár.

Baroy 1 Þessi heitir Baroy.Hét fyrst Polstraum síðan Vela svo Hekla(ég var þar stm og afleysningaskipstj.)svo eftirfarandi nöfn:Búrfell,Katla,Nour Han,Lena,Baroy(2001)

Gullholm Þessi heitir Gullholm,Hét fyrst Lynx svo Askja,Lynx aftur og síðan Gullholm(1999)

Saga 2 Þessi hét fyrst Baltique svo:Summore,Frengenfjord,Saga I,Hvitanes,Ljósafoss (2001)Frekari afdrif veit ég ekki.

Maya Reefer Þessi hét í upphafi Hofsjökull,Síðan Stuðlafoss(þá var ég á honum undir stjórn Þórs Elíssona þess mikla heiðursmanns)Síðan hét skipið Malu,Miss Xenia.Maya Reefer,Skipið endaði sína daga í skipakirkjugarðinum í Alang(Indlandi)2003

IB í eigu Grikkja 2 þessi hét fyrst Dorrit Hoyer.Síðan Sverre Hund,Grímsey.Iris Borg,(ég var skipstj,á skipinu um tíma undir því nafni)Lindenes,Winco Mariner,Evripos(1995)

Sverre Hund Hérna undir nafninu Sverre Hund

HALIMAAWAL1965 ex Hvita Þessi hét þarna Halimaawal en hét einusinni Hvítá í eigu Hafskip

Jarl 01 Þessi hét upphaflega Sorte Jarl en svo Jarl(Björn Haraldson gerði skipið út með því nafni)síðan Khalaf,Ametlla,Jacky (1998)rifinn 1999.

Linz Þessi hét í upphafi Samba síðan Mambo svo Hvalvík,Hvalnes og svo1993 Linz

Nordvåg ex Blikur  Nordvik ex Lómur Þetta voru færeyisku tvíburarnir Blikur og Lómur.Þeir komu hingað til lands oft.Hér komnir undir annað flagg með önnur nöfn

Tananger Tananger var í leigu hjá Ríkisskip

463248 800 Orion er í eigu Samherja að ég held

Ocean Theresa Þetta skip hét í upphafi Coaster Betty (systurskip Coaster Emmy sem Ríkisskip hafði á"timecharter)en hét síðan Star Skandia.Skandia Aftur Star Skandia,Skandia,Green Skandia,enn og aftur Skandia og svo(2003)Ocean Theresa.Var hér á ströndinni þá í eigu Færeyinga en í"timecharter"hjá SÍS.Þarna er búið að lengja skipið.

Danstar Danstar var áður en henni var breytt í pallettuskip mikið hér á ströndinni.Og á ef mig misminnir ekki á það heldur dapra minningu af einni af Austfjarðarhöfnunum.

Fjord Ice Þessi hefur oft verið að"þvælast"hér við land.Síðast hér í Eyjum um daginn.Ég man ekki undir hvaða nafni.En hann hefur heitað mörgum.M.a:El Septimo,Septimo Reefer,Quasar,Everest,Frio Indianic,Loen Stream,Fjord Ice,Fiona(2006).Og að lokum læt ég Samphired ex Bretting fylga meðSAMPHIRE071207A ex Brettingur Með von um að þessu sé tekið með temmilegri nákvæmni hvað núverandi nöfn varðar og von um að einhver hafi haft eins gaman að sjá þessa gömlu"kunninga"og ég,þó kannske allar upplýsingar séu ekki alveg réttar kveð ég hingað lestna kært.Þetta er mest fengið"að láni"úr hinum mörgu skipsmyndaheimasíðum.Aðallega Shipspotting.Ég vil biðja menn ef þeir vita betur um einhver af þessum skipum að gera athugasemdir við þetta hjá mér..Lifið heil 


Friðarskip m.m

Hér á landi er staddur nú um stundir,svokallaður"Peaceboat"eða Clipper Pacific eins og skipið heitir.Það er gert út af Japönskum samtökum sem PeaceBoat Organization heita.Þetta skip á sér langa sögu sem svokallað"Cruse Ship.það var smíðað 1970 hjá Wartsila í Helsingi sem" Song of Norway"fyrir Royal Caribbean Cruise Line.það var 18416 ts loa 168.4 m.og 24 m brd

 

Dream 01 b    Clipper Pacific ex m.a.Song of Norway           Dream Limassol 01 

Þetta var 1sta skip sem Royal Caribbean Cruise Line lét byggja.Það tók 724 farþega.8 árum seinna var skipið lengt og taldist nú 23000 ts og tók  nú 1024 farþega.Skipið var aðallega í 14 daga ferðum um Caribbean Sea út frá Miami.Eftir 1996 gekk skipið kaupum og sölum.Um tíma var það í eigu Ísraelsks skipafélags Caspi Cruises.Og hét þá Dream Princess.Skipið sigldi þá á"rútu"Hafia-Ashdod-Larnaca og Limasol.Í ársbyrjun 2006 var skipið skýrt Dream og notað sem stútentagarður við Tulane University í New Orleans eftir fellibylinn Katrine.

2403775134 491cddb81c Clipper Pacific                                      Dream Limassol 02 bg 

Í nóv 2006 var skipi gert út sem spilavíti út frá Dubai.En það æfintýri stóð mjög stutt.Þá eignaðist Clipper Group skipið skírði það Clipper Pacific og leigði það PeaceBoat Organization,sem"Peaceboat.

649334 800 The Topaz ex m.a EMPRESS OF BRITAIN        EmpOfBritain04

En í timecharter hjá þessum samtökum er einnig The Topaz, en það skip var byggt 1956 í Fairfield Dockyard, Glasgow sem EMPRESS OF BRITAIN,mál 32,327GT  L.o.a. 195.08m Br 25.96m 1956-1964 sigldi það á rútunni Greenock,Liverpool, Montreal og Quebec skipið tók 1600 farþega og hafði 500 manna áhöfn.Skipið var seldt 1964 til grískra eigenda og hlaut þá nafnið"Queen Anna Maria.Eftir danskættaðri drottningu Grikkja.

300px Annedenmark2 Fv drottning Grikkja Anna Maria,dönsk prinsessa

QA 1 Myndir frá The Topaz QA 

 

Eftir skrautlegan feril og undir mörgum nöfnum m.a Carnival,Fiesta Marina og Tompson var skipið tekið á tímalegu 2003 undir nafninu The Topaz hjá fyrrgreindum samtökum sem Peacboat.

200px Henry Ford Henry Ford 

Þetta eru nú ekki fyrstu Peaceskipin.Í fyrri heimstyrjöldinni tók Henry Ford  hinn þekkti bílaframleiðandi skip á leigu sem hann fór með ásamt fylgdarliði,hópi af Þekktum friðarsinnum(þ.á.m Jane Addams, Rosika Schwimmer, Oswald Garrison Villard, and Paul Kellogg.)til Stockholms á ráðstefnu til að ræða frið.

peace   Myndir af Ford og félögum um borð í Oskar II    The Granger Collection 0017115 

Skipið sem hét Oskar II sigldi frá Hoboken, New Jersey 4 Desember, 1915 og  kom til Stockholms í janúar 1916.Þátttakendur á ráðstefnunni sem Ford styrkti voru frá Svíþjóð,Danmörk,Noregi,Hollandi og USA.En þessari ráðstefnu misstókt verkefni sitt..En þarna var sennilega á ferðinni 1sta friðarskipið.En það vakti athygli mína hve fjölmiðlar hér hafa lítið rætt um komu"Friðarskipsins"hingað nú hingað eina sem ég fann var smá grein á innsíðu Moggans.

 

The Granger Collection 0017114Friðarskipið Oskar II við brottförina frá  New Jersey 1915

En svo að öðru.Ekki get ég annað en glaðs yfir annari frétt í Mogganum í dag,þar sem ég sá að bráðlega getur maður keypt sér kolefnajöfnunar nærbuxur.Haldið´ið að það verði ekki munur.T.d. eftir Sprengidaginn.Þá getur maður skotið bæði lausum og föstum skotum hvar sem maður er staddur án neinnar lyktarmengunnar.Að vísu veit ég ekki hvort þessar nýju buxur verða með einskomar hlóðkútum en mikið væri það nú gott í þágu hljóðmengunar ef svo yrði.

 

Það er nú ekki ólíklegt að ég hafi misskilið greinina dálítið mikið en eitthvað stóð,að ég heldi í henni um að svona nærbuxna kolefnisjöfnuður jafnaðist á við 100.000 bíla.Ja mikið er nú fret.. í heiminum ég segi nú bara ekki annað.Danir,þjóðverjar og kannske líka Íslendingar éta nú líka svo fjandi mikið af"þrumara".Góða  helgi óska ég þeim sem hingað hafa lesið og góða Goslokahelgi óska ég Vestmannaeyingum.Verið ávallt kært kvödd.


Upside-down

Maður verður að fylgja tískunnu,þessvegna þessi fyrirsögn.Ég skrifaði um daginn hve"blóðugt"mér þætti að sjá bara erlenda aðila sjá um að sýna okkar fallega land af sjó.Þar finnst mér einkennilega að staðið.En ég ætla mér ekki að tala um það það er víst ekki nógu fínt að tala um þess slags "túrisma"

 

Það er dálítið furðulegt að engu megi hrófla við inná hálendinu vegna þess að þangað eigi að koma erlendir ferðamenn og sjá ósnortna náttúru.En svo er á sama tíma talað um að byggja tilbúna fossa inn á hverjum firði eins og ónefnd listakona lét hafa eftir sér í fyrrnefndum Kastljósþætti og ég skrifaði um um daginn.Ekkert er hægt að gera nema að einhverjir svokallaðir listamenn komi það að.Hvorki að mótmæla neinu eða fyrirbyggja atvinnuleysi.Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr  Ólafi Elíassyni eða verkum hans.

 

Ég gæti trúað að verk hans minntu á mörg listaverkin sem maður hafði oft í mánuði fyrir augunum í strandsiglingunum.En maður er löngu hættur að botna í þessum svokallaðri list.Fyrir allmörgum árum kom "mikill listamaður"á að mig minnir á Listahátið.Hann settist á þ.v Útvegsbankatröppurnar og vafði á sér liminn.Í mínu ungdæmi hefði svona verið kallað"dónaskapur".

 

Í gærkveldi á Rás 1 í útvarpinu hlustaði ég á einn listamanninn sem sagði frá að hann hefði mígið á sig fyrir stóran hóp af fólki.Þ.e.a.s. listinn fólgst í að míga í buxurnar.Þetta hefði nú verið kallaður púra aumingjaskapur í mínu ungdæmi.Þarna sést kannske best hve gamall og veruleikafyrtur maður er sennilega orðinn.En ég er farinn að íhuga að gerast listamaður.En þar sem krabbamein gerði það að verkum að taka þurfti mikilvægt líffæri úr mér get ég sennilega ekki snúið mér að vafningunum en í buxurnar get ég pissað allavega enn sem komið er ef með þyrfti.Nú er bara af fara til Finnlands ljúga einhverjum fjandanum um fortíðina og pissa svo í buxurnar fyrir fullu húsi.

 

Maður gæti tekið upp listamannsnafnið:" Olav von Pí pí"Ég sé sé mig komin á Listamannalaun strax á næsta ári og þarf ekkert á ölmusu frá Tryggingarstofnun að halda.Fer bara til Finnlands pissa þar nokkru sinnum í buxurnar fyrir fullu húsi og lifi svo eins og konungur a ströndum Caribbean.Sea þess á milli.Sem betur fer er maður hættur að drekka svo að maður þarf ekkert að standa í að gera það ókeypis.

 

Ég skrifaði í kvöld um hve hlutir geta breyst í öndverðu sína.Vestmanneyjingar að fara að selja vatn til útlanda ónafngreindur maður hættur að reykja og drekka.Og það virðist allt vera að umhverfast.Hafró stendur fast á sínum fræðum þó allir sérfræðingar utan hennar séu á öndverðum meiði.Seðlabankinn stendur fast á sínum háu vöxtum þótt allir sérfræðingar utan hans segi að það eigi að lækka þá hér og nú.

 

 

Flugstjórar hjá Icelandair fúlir út í ráðherra utanríkismála vegna hve miklu fleiri flugtíma hún fær út úr sínu starfi heldur en þeir.Ljósmæður hóta öllu íllu svo fólk er farið að spara við sig kannske það eina sem þykir verulega skemmtilegt.2 ráðherrar moka og skrifa ávísanir fyrir nýjum álverum á meðan svo samráðherra vill loka þeim áður en þau opna.NASA gerir kvörtun við ríkistjórnina vegna rusls úti í geimnum sem kom svo í ljós að var hinn íslenski ráðherra fjármála sem tapaðisr út í geim fyrir nokkru og er víst enn að þvælast algerlega ójarðtengdur og fyrir öllum njósnagervihnöttum USA svo að  þeim gengur ekkert við að drepa Talibana í Afganstan eða Al Kaidamenn  í Austurlöndum nær og fjær

 

Og erlendir fjölmiðlar farnir að spá stjórnarslitum á Íslandi.Enda hljóta allir heilvita menn sjá að glundroðinn í þessari ríkisstjórn ríður ekki við einteyming.Þegar einn ráðherrann talar í Norður kemur sá næsti og talar í Suður og svo hinir í Austu eða Vestur eftir því hvernig stendur í bæli þeirra.Forsætisráðherra orðinn önugur við fréttamenn og lætur eins og allt sé í fínasta lagi þótt allir sérfræðingar hvers fræða þeir svo eru sega allt á hraðri leið til andsk......Eitt sinn kvað maður við föður sinn:"Ég er glataður sonur göfugs manns/girndanna aumur þræll/ég er á leið til andsk...../alfarinn vertu sæll/Kannske á þetta við um nútíma Ísland.Það er kannske of stuttur vegur frá moldarkofunum sem áar okkar buggu í uppí hallirnar sem við búum í í dag.Við erum kannske að fara með hina göfugu þjóð til fjand...

 

En nú þarf ég að fara að"æfa"mig fyrir listina ,þó að í þetta sinn fari það ekki í buxurnar.Þess vegna kveð ég þá kært,ef einhverjir hafa nennt að lesa þessar vangaveltur gamals skröggs sem ekki er sáttur við allt sem fyrir augu ber og í eyrum heyrist.En þó flest.Og allt hér í Suðurhafseyju Íslands.Vestmannaeyjum


Vatn og farþegaskip

Það má segja að ýmislegt snúist upp í öndverðu sína.Hver hefði trúað því fryrir 40 árum eða svo að Vestmannaeyjingar ættu eftir að flytja út vatn.

 

 

 Minerva II 04 igb Minerva II 

Það hefði verið eins fjarstæðukennt á þeim tíma og að ónefndur maður myndi kallast"stakur reglumaður"á seinni tímum.En svona geta tímar og menn breyst og sennilega í þessum tilfellum til batnaðar.Eða það skildi maður halda að minnsta kosti.

 

C A Clipper Adventure og Spirit of Adventure 661558 800

Hingað til Vestmannaeyja koma nú hvert stórskipið á fætur öðru.Farþegaskipið Minerva II kom í byrjum júní,rétt á eftir eða þ 12 kom Clipper Adventure.27 júní Spirit of Adventure,29 júní Black Prince og 1/7 sjálfur Marco Polo.

657216 800 Black Prince og Marco Polo Mpolo 

Og svo er það vatnið.Í síðustu viku kom lítill dráttarbátur en hann á að hjálpa Henry P Landing við að leggja hina nýju vatnsleyðslu sem leggja á að öllu óbreittu á föstudaginn.Í dag kom Henry P Landing hingað,dreginn af dráttarbátnum Lucasi.Þannig að það hefur verið nóg að snúast hjá hafnarstarfsmönnum,þó svo að stærstu skipin kæmu ekki inn í höfnina.Ég stals inn á heimasíðu eiganda H.P.L og hér er árangurinn:

H.P.L lagning á kapli/röri H.P.L 001 lagningsskipinu stjórnað af 2 dráttarbátum H.P.L 002 Rörið lagt á botninn.thor 001 Dráttarbáturinn Thor sem kom í síðustu viku.Og dráttarbáturinn Lucas ex Susanne A SUSANNE A 2%20(2) SUZANNE A 3 sem dró H.P.L til landsin og kom í dag.Svo myndir af Henry P Landing HPL02

129339 800 01  22 H.P.L 003

Einhvers misskilnings virtist gæta hjá Fréttastofu Sjónvarps í kvöld kl 2200 er þeir sögðu að skipið hefði verið byggt til lagningar vatnsleiðslunar fyrir 40 árum en það er ekki alveg rétt.Það er byggt 1930 og eins og segir á heimasíðu þess:"The vessel is built as a pontoon without its own propulsion machinery and is equipped with an anchor winch, 4 warp winches and 2 capstan winches complete with anchors, chains and wires. She has accommodation for 25 people".En hvort því hafi verið breytt fyrir vatnsleiðslulögnina fyrir 40 árum,það gæti verið.

Ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta kveð ég þann sama kært


Náttúruperlur m.a.

Eitt er það sem fer í mínar fínustu(þær eru kannske fáar eftir miðað við aldur og fyrri störf)það er tvískinnungsháttur.Að vísu hef ég fallið í þá gryfju að þykjast hafa vit á hlutum sem svo kom í ljós að ég hafði ekki rétta tegund af viti til að vera tjá mig um hlutinn.Ég bloggaði um daginn um Kastljósþátt sem kom inn á atvinnuleysi og ferðamál.

ap waterfall 080627 ssv Foss eftir íslenskan listamann í New York Ólaf Elíasson

Þar voru á ferðinni ef svo má að orði komast stjórnmálamaður og listakona.Mér fannst stjórnmálamaðurinn vera niður á jörðinni en listakopnan eins og álfamær koma hoppandi út úr fossum gerðum af mannahöndum.Ekki ætla ég mér að eyða fleiri orðum á þennan þátt öðruvísi en að koma aðeins að atvinnuleysi og ferðamálum.

ht waterfalls2 080403 ssh  nm waterfall 080627 ssh Fossar i New York eftir ísl.listamann Ólaf Elíasson

En mér finnst oft vera tvískinnungsháttur í þessari náttúruvendarumræðu.Flokksformaður hreyfingar sem kenndi sig við landið talaði mikið um"finnsku leiðina"þegar umhverfismál voru til umræðu.Ekki er ég mikið kunnugur virkjanamálum Finna en eitt veit ég með vissu:"Finnar eru að byggja sitt 5ta kjarnorkuver við Olkiluoto",sem er á V-strönd Finnlands.Mér dettur ekki í hug að efast um ást þessa manns í Íslandi og mér hafa funndist t.d sjónvarpsþættir hans frábærir en ég skildi aldrei hvað hann meinti með"Finnsku leiðinni"

Loviisan voimalaitos ilmasta Kjarnorkuverið í Loviisan í Finnlandi og í Olkiluoto  800px EPR OLK3 TVO fotomont 2 Vogelperspektive 

Ég hélt satt að segja að umhverfissinnar hvar sem væri í heiminum væru á móti kjarnorku í hvaða formi hún væri.Það voru haldnir tónleikar í gær til áhersluaukningar á umhverfinu.Ekki ætla ég mér að fjasa út af þeim.En mér fannst það kaldhæðni örlaganna að það tók borgarstarfsmenn vinnu langt fram á nótt að þrífa svæðið eftir þá,og stæsti hlutinn af ruslinu voru"áldósir"Það væri gaman að vita hvað mörg % af áheyrendum hefðu verið Umhverfissinnar með stórum staf.Ég hugsa að mér þyki eins vænt um landið mitt eins og mörgu af þessu fólki og ég ann því og tungu þess líka.

images 2 af alverstu óvinum íslenskrar náttúru.Þ.e.a.s umbúðir úr áli og plasti

Svo er það ein dýrmætasta"perlan"sem við eigum það er hin"íslenska tunga"Umhverfissinnum er orðið"perla"tamt í munni en sumt af þessu fólki er varla talandi á íslensku.Það finns mér miður og ekki lýsa þeirri ættjarðarást sem það gefur sig út í að sýna.Það virðist ekki blása byrlega fyrir almenningi á Íslandi allavega okkur"dreyfurunum"eins og 101 fólkið er farið að kalla okkur á landsbyggðinni..Ég er satt að segja hreykinn af þessari nafngift og ég hugsa að nafngiftarhöfundarnir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað það virkilega þýðir en"dreyfarar"voru mikið notaðir til uppræktar landinu.Áburðardreyfarar bæði fyrir kúaskít og tilbúinn áburð.Íslenst umhverfi á"dreyfurum"mikið upp að unna.

 

657486 800 Þetta veitingahús þó smærra væri í sniðum myndi sóma sér vel í fallegum firði. 

Það eru ekki góðar horfur sumstaðar út á landi hvað atvinnu varðar,og þessvegna er ég hlynntur uppbyggingu á þeirri atvinnu sem hægt er að skapa.Fyrir mér eru t.d. bygging vega og flugvalla mjög brýnt verkefni.En þetta kostar peninga og ef byggingar á álverum verða til að útvega þá,þá er ég hlynntur þeim,ef ekkert annað er inní myndinni. Þegar þessi mál eru komin í lag getum við farið að tala um aukningu á ferðamönnum.

 

621551 800 Þetta skip Black Prince liggur nú hér í Vestmannaeyjum.Það er notað af erlendum aðilum til að sýna áhugasömum erlendum ferðamönnum okkar fagra land

 

657216 800 Black Prince 

Hver sem ferðaáætlunin er þarf að koma fólki á staðina.Það er yfirleitt gert með bílum og flugvélum.Vegirnir eru eins og ég sagði,hér eins og fáfarnir sveitavegir í nágrannalöndunum.mjóir og sumstaðar með stórhættulegum malarköntum,sérstaklega fyrir útlendinga.Og ekki batnar það,síðasta eiginlega strandflutningaskipið var að fjúka.

 

648188 800 Þetta fallega skip er nú að yfirgefa strendur landsins T/S Keilir 

Olíuflutningaskipið Keilir.Mér er sama hvað menn hjá Eimskip og Samskip segja það hlýtur að bitna á vegunum að engir eða litlir strandflutningar skulu stundaðir.Mér hefur satt að segja funndist umræðan um svokallaðar  náttúruperlur landsins oft dálítið undarleg.Það er eins og þær séu eingöngu inn á hálendinu.Ég heyrði eitt sinn í útvarpi gamla konu tjá sig um eitthvert svæði sem fara átti undir vatn vegna einhverra virkjunnar.Hún sagði :"þetta voru fúamýrar sem öllum var illa við"

 

 496258391 32b74c86b4 Fram eitt af skipum Hurtigruten í Noregi

Ég er einn af þeim sem hefur siglt oftar en einusinni í kring um landið og séð fegurð þess af sjó.Ég er minnugur þess einnig komandi frá Grænlandi af veiðum eftir 70 daga útivist að sjá"Faxaflóafjallahringinn"stíga úr sæ.Svoleiðis sýnir eru ógleymanlegar

 

Finnmarken2 Finnmarken eitt af skipum Hr fram lounge fram cabin2 Þessar myndir er úr einu af þeim skipum

 

Og ég gæti nefnt óteljandi slíkar.Ég hef aldrei skilið í af hverju það er lagt í hendur útlendingum að sýna landið öðrum útlendingum og að sjálfsögðu landsmönnum sjálfum frá sjó.Frökenin talaði um að byggja fossa til sýnis.Þess þurfum við ekki við eigum nóg af þeim frá náttúrunnar hendi.Af hverju getum við ekki notað okkur þessa dásamlega náttúrlega sjónarspil til sýnis ferðafólki.Norðmenn eru með sína "Hurtigruten"Og þéna vel.Við eigum ekkert síðra land að sýna.Það vantar bara peninga til að ráðast í svona fyrirtæki.Mér finnst þessar hugmyndir mínar ekkert fráleitari en fossahugmynd listakonunnar í Kastljósi:Hingað lesnir kært kvaddir.

 


"ja á álinu kannske"

Ég var að hlusta á Kastljós í kvöld.Í þættinum voru á öndverðum meiði,einn  okkar umdeildasti stjórnmálamaður og kona sem kennir sig við listir.Þó ég sé ekki lengur stuðningsmaður flokks stjórnmálamannsins og oft langt frá því að vera honum  sammála þá hefur mér oftar en ekki,funndist hann skera sig svolítið úr og vera einn af þeim stjórnmálamönnum sem hafa þorað.Þorað að víkja af vegi eigendafélags síns flokks.

 

Það er eiginleiki sem ég held að sé að deyja út hér á landi.Að þora að segja meiningu sína.Málið barst að virkjunum og álframleiðslu.Ekki ætla ég mér að fella neinn dóm á þau mál og vil halda minni skoðun á þeim málum fyrir mig.Ekki það að ég þori ekki að birta mína skoðun á málinu,heldur það að ég hef bara ekkert vit á þessum málum.Það er því  kannske betra heima setið en af stað riðið.En listakonan gekk alveg fram af mér.

 

Eftir að hafa upplýst um lítið eða ekkert atvinnuleysi á Íslenskri landsbyggð þ27 júni 2008.(fólk í sumarfríum og fl)taldi hún það vænstan kost til eflingar atvinnu að láta frægan listamann sem er að gera garðinn frægan í úttlöndum (New York)byggja"fossa"in á hverjum firði og hún vitnaði í borgarstjóra New York um aukningu túrisma í borginni út af þessari fossabyggingu. Mér hefur funndist þessi umræða um aukningu"túrisma"hér á landi stundum dálítið undarleg.Ég hef farið  nokkuð víða og  í gegn um marga flugvelli.Miðað við það herld ég að við þyrftum að lyfta"grettistaki"í 1stu móttöku ferðamanna.

 

Fyrst er að lenda á Keflavík og taka almennilega á móti fólki þar.Hvað svo ?Hvernig vegi bjóðum við upp á.?Ég bjó um tíma í Svíþjóð og aðalvegir hér eru eins og fáfarnir sveitavegir þar.Hvað með flugvelli?Ég hef komið nýlega á t.d.Ísafjarðaflugvöll,Egilstaði og Vestmannaeyjar.Ekki að ég sé að gera lítið úr þeim en ég man ekki eftir sambærilegum flugvöllum erlendis nema kannske á alsmæðstu eyjunum í Caribbean.En ég hef nú heldur ekki verið allstaðar með"nefið"

 

 

Ég er eigilega svolítið viss um að við þurfum að gera stórt átak í vega og flugvallamálum t.d. til að geta tekið það móti einhverri aukningu á ferðafólki.Og ekki eigum við farþegaskip til að sigla með áfjáða farþega til að sjá fallega landið okkar.

Og hverni ætlar þetta 101 Reykjavíkurfólk að fá peninga til alls þess arna.Það virðist vera orðin lenska að vera bara á móti öllu.Það getur verið að fólkið í 101 Reykjavík geti lifað af því,en ekki fólk á landsbyggðinni sem verður að taka á sig stærstu afleiðingar af kódaskerðingunum og horfir glýulaust fram á veginn.Það sér enga túristavæna fossa eða neitt björgulegt nú um stundir.Þetta skilur ekki fólk sem aldrei hefur difið hendinni í kalt vatn og aldrei kynnst virkilegu atvinnuleysi.

 

Ekki verður um auðugan garð að gresja í fiskútflutningi.Og hvað er þá til ráða.101Reykvíkingar halda sennilega að peningarnir spretti upp í fúnum timburhjöllum.Ég hlustaði eitt sinn er ég bjó erlendis á eina af okkar frægustu söngkonum.Hún gagnrýndi virkjanir og álver.

Svo spurði blaðamaðurinn hana að:"á hverju ætla íslendingar að lifa ef t.d.fiskurinn fer að begðast.Sönkonan horfði á spyrilinn og sagð svo eftir nokkra langa umhugsun"Ja á málinu kannske"Ég hef oft hugsað um hvort fjan... emmið hafi ekki verið ofaukið hjá henni og hún hafi hreinlega meint:" Ja á álinu kannske"


Allt er í lagi,eða hvað????

Þetta fólk sem nú er að fá uppsagnarbréfin ættu að minnast orða ráðherra fjármála þegar hann fyrir nokkru sagði að ekkert  væri að í þjóðarbúskapnum.Skyldi hann koma niður á jörðina með næstu geimskutlu.Hann getur varla verið mikið lengur utan tengingar við jarðlífið,allavega ef hann á að taka við af fv kollega.Kært kvödd
mbl.is Með umfangsmestu uppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálsar íþróttir og knattspyrna

Ég ólst upp í Borgarnesi.Á þeim tíma var íþróttalíf  í þorpinu með töluverðum blóma svona fyrir "heimabrúk" Frægustu íþróttamenn staðarins þess tíma voru Kári Sólmundarson sem að mig minnir ætti Íslandsmet í þrístökki og Sigurður Lárusson,sem átti Íslandsmet í hástökki,einnig eftir mínu minni.Einnig var Sigurður yngri bróðir Kára og föðurbróðir minn Valdimar Ásmundsson nokkuð liðtækir allavega á heimavelli.

 

Af íþróttaþáttöku undirritaðs skal  minnast íþróttamóta sem árlega voru haldin 17 júní á gamla íþróttavellinum í  Neðri Sandvík.Ef mig misminnir ekki þess meir þá var árið,1953.Ég tók þá þátt í 1500 m.hlaupi á fyrrgreindu íþróttamóti og velli og varð annar í mark.Fyrstur varð áðurnefndur Valdimar ég varð annar og Birgir Björnsson(sonur Björns H Guðmundssonar trésmiðs og konu hans  Ingu Ágústu)þriðji.Svona til að skýra betur þetta íþróttaafrek mitt skal það tekið fram að Valdimar varð 2 hringjum á undan mér og Birgir gafst upp eftir einhverja hringi enda aðeins yngri að árum.Og Valdimar nokkrum árum eldri.

 

Um þetta íþróttaafrek mitt orti Júlíus Jónsson bóndi og smiður frá Hítarnesi þessa vísu:"Ólaf frægan muna má/metin vill hann hreppa/Alltaf fyrstur aftan frá/ef hann er að keppa/"Eftir þetta"afrek"lagði ég íþróttir alveg á hilluna og tók upp öllu óheilsusamlegri lífshætti.En það er nú annað mál.Knattspyrna var lítið iðkuð þótt "Gullaldarlið" nágrananna ,Skagamanna hefðu verið í brennideplinum um þessar mundir við að"skora mörkin"Hvort þetta knattspyrnuáhugaleysi okkar Borgnesinga þess tíma stafaði af því að okkur,ungum mönnum fannst Skagamenn oft full stórtækir hvað okkar ungu stúlkur varðaði.Fóru oftar en ekki,heim með fallegustu stelpunum á böllunum.Sem dæmi um þessa andsk..... frekju í þeim skal nefna hina kunnu og frábæru fv knattspyrnumenn Halldór Sigurbjörnsson og Helga Björgvinsson sem báðir "stálu"sínum kvonföngum úr Borgarnesi.

 

Ég hef kannske út af fyrrgreindum ástæðum ástæðum aldrei haft mikinn áhuga á knattspyrnu.Þótt að nokkrir af frægustu knattspyrnumönnum Keflavíkur séu náskyldir mér.En hvers vegna þetta bull um íþróttir eða knattspyrnu.Jú núna stendur yfir EM í knattspyrnu og beinar útsendingar á hverjum degi frá því.Lítið vit hef ég á þessari íþrótt en tel mig þó geta séð ef góð knattspyrna er spiluð.En það er skemmtunin af þáttum Þorsteins Joð sem mér finnst með einsdæmum.Þorsteinn hefur ekki höfgað til mín sem sjónvarpsmaður fyrr en nú.

 

Mér finnst þessar"spegúlasjónir"hans og þátttakenda í þáttum hans alveg frábærar.Ég hef stundum horft á leik og leik úr stórmótum í knattspyrnu og aldrei"grátið"þótt ég sæi ekki leiki frá slíkum mótum en nú hef ég horft á hvern leik og hlakka alltaf til þegar Þorsteinn Joð og félagar leggja svo út af þeim..Mér finnst svona eins og:"star is born"hvað mig og Þorstein Joð varðar.Ég segi bara ekki annað en:"Þakka fyrir frábæra skemmtun Þorstein"Om leið og ég vona að fólk hafi tekið þessum skrifum með tilhlýðandi kæruleysi og velvild,þá  kveð ég hingað lesna kært


"Augsýnilegt"slys

Þarna hefur verið um "augsýnilegt"slys að ræða.Skyldu þessar skreyttu G-strengsnæríur hafa tilheyrt"jobbinu"?Glysgjarnar konur ættu kannske ekki að ráða sig í lögguna.Svona flott nærföt fást sennilega bara í Borgarnesi,hér um lands.Eða er ekki svo?Og skemmtilega hliðin á málinu er að umboðsmaður/kona Victorias Secret á Íslandi er dóttir fv lögregluþjóns þar..Kært kvödd.
mbl.is Nærbuxnaslys kært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

Þetta finnst mér ekki koma á óvart ef hugsað er til viðtals við einn af"Hugmyndafræðingum"flokksins á einni af útvarpsrásinni fyrir nokkrum dögum.Það viðtal getur ekki hafa verið flokknum til framdráttar.Kært kvödd
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt flæði á eiturlyfjum????

Eitt furðulegasta viðtal sem ég hef heyrt lengi heyrði ég í dag.Þetta var á einni útvarpstöðinni.Þar talaði einn af þekktari tónlistamaður landsins,sem virtist vera þáttarstjórnandinn við einn af þekktari fræðimönnum landsins.Ég var á leiðinni heim en útvarpið í bílnum mínum er stillt á þessa stöð.

 

 Ég heyrði þessvegna aðeins brot úr viðtalinu.En eftir"stillingarörðuleika"voru þeir hættir þegar ég náði stöðinni heima.En þegar ég hlustaði fjallaði viðtalið um eiturlyf..Menntamaðurinn er stundum talin aðalhugmyndafræðingur eins af stæðstu stjórnmálaflokkum þessa lands.Og hann er kennari við eina af æðstu menntastofnunum landsins.

Í viðtalinu talaði hann um að:"að í stað þess að"hamast á""eins og hann orðaði það  eiturlyfjasmyglurum ætti að leyfa innflutning á eiturlyfjum.Ég hef farið inná heimasíðu útvarpsstöðvarinnar til að reyna að ná viðtalinu öllu en fann það ekki.Ég vildi virkilega ekki trúa að maðurinn hefði sagt þetta Er það virkilega satt að forustumönnum eins af stærsta stjórnmálaflokks landsins sé illa við að það sé verið að"hamast í"eiturlyfjasmyglurum.Er það þessvegna sem "laga"á Lögregustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli.Þessi fræðimaður sem er að kenna unga fólkinu í einni af æðstu menntastofnun landsins bar saman innbrot í híbýli manna og eiturlyfjasmygl.

 

Hann taldi að peningunum væri betur varið í að efla löggæslu á á því sviði þ.e.a.s þjófnuðunum heldur en að vera að hamast í eiturlyfjasmyglurum.Þessi maður hefur verið dæmdur fyrir meinyrði og ritstuld.Fyrir ritstuldinn munaði litlu að hann missti stöðu sína við menntastofnunina.Mér fannst þá að ef hann missti stöðuna væri það fullþungur dómur,en eftir að hafa hlustað í dag á hve maðurinn er virkilega veruleikafirrtur þá held ég að menntastofnunin ætti að sjá sóma sinn í að reka´ann.Svona þenkandi maður á hvergi að fá að koma að uppfræðslu ungs fólks.Ég spurði um daginn um hvaða öfl hér á landi væru svo sterk að allir"sendlarnir"sem skotnir eru þyrðu ekki að nefna þau á nöfn?Og enginn hefur gefið"komment"á færsluna.Ekki það að ég héldi að ég fengi svar við spurningunni heldur hélt ég að fólkið hefði skoðun á málinu

Er fólk eitthvað hrætt við að tjá sig um þessi mál.Er það virkilega svo að ráðherrar þessa flokks sem þessi maður tilheyrir vilja helst veikja sem helst tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli svo ekki sé verið að"hamast"í eiturlyfjasmyglurum.Eitt smyglmálið raktist upp í eitt ráðuneytið.Er það virkilega á "skuggastefnuskrá"þessa flokks að gefa eiturlyf frjáls á þessu landi?Getur það verið virkilegt að sumir af ráðamönnum þessa lands séu flæktir í smygl á eiturlyfjum til landsins?Ég bara spyr?Einu sinni kaus ég þennan flokk og ef einhver snefill af taugum til hans hefi leynst í mér,þá fuku þær í dag.Og viss er ég um að ef þessi maður fær að halda þessu á lofti þá hrynur fylgið af flokknum,ég er eiginlega fullviss um að flokkurinn tapaði nokkrum atkvæðum í dag frá fólki sem hlustaði á"vaðalinn"í manninum.

 

 

Hann kvartaði sáran um peningaskort vegna sektagreiðslna og lái honum það fáir.Er hann kannske að boða nýja grein af"útrásinni"og vill taka þátt í henni sjálfur.Ég var um daginn að tala um hvort Guðmundur í Byrginu hafi verið kominn með nefið ofan í eitthvað sem hann mátti ekki hafa það.Það skyldi þá aldrei vera?.Eru einhver tengsl milli lagfæringarinnar á Keflavíkurflugvelli og Byrgismálsins?Hvaða menn var yfirlæknirinn á Sogni að meina þegar það"hrökk"út úr honum,þó hann drægi þau ummæli til baka,að lyfin á lyfseðlunum sem hann falsaði hafi verið ætluð fyrirmönnum í þjófélaginu.

Mér finnst,sérstaklega eftir að hafa í sakleysi mínu haft útvarpið í bílnum mínum stillt á eina af yngri útvarpsstöðvunum og hlustað þar á einn kunnasta fræðimann?????? þessarar þjóðar tala um eiturlyf mörgum spurningum ósvarað?Ég hreinlega vona bara að þetta hafi verið bara sagt í gríni.Ef einhver hefur haft nennu til lesturs hingað,kveð ég þann sama kært.


Vitið

Segið svo að íslendingum fari ekki fram.70 fleiri með eitthvað milli eyrnana.Kært kvödd
mbl.is Mannvit bætir við sig 70 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftbrúk

Ja nú verða sumir að fara að vara sig.Maður ætti þá ekki annað eftir en enda í tugthúsi fyrir kjaftbrúk.Ortækið:Oft var þörf en nú er nauðsyn"skyldi þó ekki sannast á manni á elliárunum.Verið  ávallt kært kvödd og gleðilega þjóðhátíð
mbl.is Æ fleiri bloggarar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband