19.3.2009 | 12:08
Þjófahyski eða hvað?
Það er með endemum hvernig sumir menn virðast sleppa. Að það skuli enginn af þessum"gæjum"sem komu undan milljörðum í hin ýmsu"skattaskjól"ekki vera kallaðir heim og settir í farbann. Að saklaust fólk hér á landi skuli væntanlega þurfa borga hærri skatta út af þessum gaurum. Ekki er ég að röfla út af sjálfum mér.
Ég er sjálfur höfundur að minni stöðu og spilaði rassinn úr buxunum án hjálpar þessara gaura. En ég finn til með fólki sem glaptist til að hlusta á fagurgala þessara kumpána og setti sparifé sitt inn á sjóði hjá þeim. Ég segi bara heim með þá sem eru grunaðir um að eiga stórar innstæður í skattaskjólum. Kært kvödd
![]() |
„Mönnum var vissulega brugðið“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 18:49
Hræðsla
Enhvertíman las ég að dramb væri skilgetið afkvæmi hrokans og sjálfelskunar. Mér dettur þetta í hug er ég las ummmæli höfð eftir Geir Harde er hann lætur hafa eftirfarandi eftir sér:
"Á fundinum fór Geir yfir aðdraganda kreppunnar frá sínum sjónarhóli og gagnrýndi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fleira Samfylkingarfólk fyrir að hafa farið á bakvið sig í tengslum við stjórnarslitin í janúar síðastliðnum. Hann spáir því að Frjálslyndi flokkurinn þurrkist út af þingi í komandi alþingiskosningum og þá sé spurning með hvaða flokki sjálfstæðismenn geti starfað. Geir telur líkur á samstarfi með Vinstri-grænum í Evrópumálum: "Ef það er eitthvað mál sem Sjálfstæðisflokkurinn og VG gætu komið sér saman um eru það Evrópumálin," sagði Geir Haarde á kveðjufundinum í Eyjum í gærkvöld."
Mér finnst þetta dramb í flokksforinga Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur horfðist i augu við einhverja lægstu tölu hvað varaði flokkinn hans í skoðanakönnunum. Það er með algerum endemum hvernig þessi maður leifir sér að halda þessu fram. Sami maður sagðist ekki taka mark á skoðanakönunum er fylgi flokks hans setti flokkinn í 3ja sæti. En þennan vísdóm um fylgi FF sækir flokksforinginn sennilega í skoðanakannanir undanfarið. Einhverstaðar stendur líka skrifað."Dramb er falli næst."
Þetta held ég að hinn drambsami flokksforingi ætti að hafa í huga. Ég hugsa að það leynist stór sannleikur i þeim orðrómi að foringar íhaldins séu skíthræddir við FF. Við sem aðhyllumst stefnu FF höfum gengið í gegn um nokkuð stóra hreingerningu og göngum upplitsdjarfir til kosninga. Héldum góðan landsfund um síðustu helgi.
Við látum svona dauðadóma andstæðingana sem vind um eyru þjóta. Í sömu ræðu kenndi Geir Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni um stjórnarslitin. Eins og viss maður er nú stendur fyrir rétti fyrir ógeðslega glæpi í öðru landi kennir mömmu sinni um allt saman. Ekkert honum að kenna frekar en Geir um stjórnarslitin. Og nú róa"Sjallarnir"lífróður til að ná völdum aftur til að geta verið með nefið niður í rannsókninni á hruninu. Læt þetta duga í bili. Verið ávallt kært kvödd
![]() |
Frjálslyndir vilja vaxtalækkun og fyrstingu verðtryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2009 | 10:44
Hringdu á sjúkrabíl
Þetta voru orðin sem hinn ungi stýrimaður sem hafðu unnið ótrúlegt þrekvirki,við drenginn sem kom til dyranna sem stýrimaðurinn hafði knúið á. Fyrst stóð íslenska þjóðin undrandi yfit ótrúlegu afreki sem þessi ungi maður hafði unnið. Síðan heimsbyggðin má segja. Ég minnist þess á mínum þvælingi um heimin var ég sem íslendingur spurður eftir þessu hreystimenni. Í dag eru 25 ár frá hinu hörmulega slysi þegar m/b Hellisey fórst á"Leddinni",fiskimiði hér rétt a við Eyjarnar.
Hellisey VE hét fyrst Júlíus Björnsson EA
25 ár frá atburði sem var sambland af sorg og af gleði. Ekki er ætlun mín með þessari færsluað rífa upp gömul sár. Frekar er þetta til að hvetja unga sjómenn til að standa vörð um öryggi sitt. Reyna að fylgast með nýungum í öryggismálum og tækjum sem þau varða. Ég ætla ekki að fara að rifja upp frásögnina af afreki Gulaugs.
En mig langar að rifja umm sérstaklega 2 staðreindir í sambandi við þetta slys.1sta báturinn var ekki búinn sjálvirkum sleppibúnaði sem þá var að ryðja sér til rúms. Ég vona að ég sé ekki að fara með fleipur en mig minnir að flestir ef ekki allir bátar héðan úr Eyjum hafi verið komnir með slíkan útbúnað. En Helliseyjan var nýkominn í flotann .
Miðopna Moggans 13 mars 1984
Í þingræðu sem hinn ötuli Eyjamaður Árni Johnsen, hélt um þetta leiti segir m.a.":Hugmyndin um skotbúnað á björgunarbáta kom fyrst fram hér á landi þegar vélbáturinn Þráinn fórst (nóv 1968 ath.mín) austur af Eyjum með allri áhöfn 9 mönnum og sýnt þótti að menn hefðu ekki komist til að losa björgunarbát. Aftur kom þessi hugmynd í sviðsljósið árið 1979 þegar vélbáturinn Ver frá Ve. fórst austur af Eyjum 1 mars. Þá börðust 6 skipverjar við það í nær hálfa klst að opna gúmmíbjörgunarbátinn,þar sem þeir héldu sér á floti við hylkið en báturinn sokkinn
Fjórir skipverjar allt kornungir menn króknuðu í sjónum og drukknuðu áður en náðist að opna björgunarbátshylkið og blása björgunarbátinn upp""tilvitnun líkur. Á þessu getur maður séð seinaganginn í öryggismálum sjómanna. 1981 var fyrsti skotbúnaðurinn reyndur í v/b Kap. Hellisey var ekki búinn neyðar bauju/radíói (hinir bátarnir að sjálfsögðu ekki ) tæki sem bjargað hefur mörgum mannslífum. Fleiri dæmi um silagang í öryggismálum sjómanna.Það tók 9 ár að fá sjálfvirkan stoppara á neta og línuspil viðurkenndan. Nú eru óveðursskýin að hrannast upp á himni öryggismálana. Ungir sjómenn standið vörð um öryggismál ykkar..Látið í ykkur heyrast. Leyfið ekki vanvitrum stjornmálmönnum leika sér með fjöreggið ykkar öryggið.,
Hafiði hátt og látið bergmálið heyrast í hávahúsinu í gamla lægi LHG Og munið það fornkveðna." Hvað ungur nemur sér gamall temur" Verið ekki með hroka við"gamlingana"þegar þeir vilja kenna ykkur og þykjast vita allt betur en þeir.Reynslan kennir manni að þeir gömlu vita sínu viti. Ég hvet ykkur sjómenn að nota blaðið ykkar Sjómannablaðið Víking og Sjómannadaginn sem vettfang baráttu ykkar fyrir örygginu.
Og látið líka heyra í ykkur í dagblöðunum. Ég slæ botnin í þetta með að óska Guðlaugi Friðþjófssyni og flölskyldu hans til hamingu með daginn. Það stendur skrifað einhversstaðar lengi býr að fyrstu gerð. Ég er svo lánsamur að eiga móðr hans fyrir nágranna og ég veit fyrir víst að sú kona gefst ekki upp fyrr en þá í fulla hnefana.Og ég hugsa að þeir þurfi að vera fjandi stórir og fullir fyrr en hún gefst upp. Sonurinn á kannske ekki langt að sækja ýmislegt. Kært ködd
10.3.2009 | 03:30
Afsökunnarbeiðni
Ég verð að biðja bloggvini mina Þorkel Sigurjónsson.Jón Vilhjálmsson og Guðrúnu Maríu afsökunnar vegna þess að óviljandi eyddi ég færslunni um Jóhönnu og Samfylkingarfólk.og þar með líka athugasemdum ykkar.Keli þú varst að dáðst að húfunni sem ég bar á síðustu höfundarmynd.Hún er tekinn fyrir nokkrum árum.
Bara svo vinur minn Þorkell muni mig með húfuna góðu
Ástæðan fyrir henni á blogginu er sú að ég á gamla vinkonu sem stundum les bloggið mit.Hringir svo í mig til að rífa kja.. yfir öllu mögulegu.Í fyrra var ég af feitur á einni myndinni þá setti ég nokkra ára mynd af mér.Þá leit ég út eins og skæruliðaforingi.Svo um daginn var það."getur ekki látið mynda þig öðruvísi en með þennan andsk..... hattskúf á hausnum.Og svo síðast leit ég út eins og helv.... kommúnisti.Svo að nú er ég hættur að hlusta á hana og setti nýlega hattskúfsmynd.
Guðrún María vonast til að sjá þig fljótlega
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2009 | 03:13
Jólaskipið
Ég bloggaði um daginn umJólaskip Ég er búinn að segja ykkur frá er ég var stm áJólaskipitil Falklandseyja. Og þegar við komuna þangað að við hreinlega lentum uppí aðalgötunni.
En mig langar að segja ykkur frá öðru Jólaskipi sem hlaut grimmilegr örlög. Og bið ykkur að koma með mér aftur í tíman og til Englands.Dagurinn er þriðjudagur Mánaðardagurinn er 2. Mánuðurinn er desember og árið er 1941. Flutningaskipið SS Sauternes sem er enskt leggur úr höfn í Leith í Skotlandi áleiðis til Færeyja. Farmurinn erjólavörurtil breska herliðsins í Færeyjum. Áður en við förum að skrifa um örlög þessa skips skulum við athuga fortíð þess.
Skipið var smíðað 1922 í skipasmiðjuni Worms et Cie.Í LeTrait í Normandí. Og bar franskt flagg. Í janúar 1940 kom skipið með farm í enska höfn. Þar var það kyrrsett og rekstur sett undir Flotamálaráðuneytið,. Skipið var svo skrásett að nýju hélt fyrrnefndu nafni en heimahöfn varð Plymouth.
Síðan var skipiðdokkaðí Leith í Skotlandi. Þar kom breskur skipstjóri William Smith og tók við því. Eftir að skipið lét úr höfn í Leith kom fylgdarskipið HMT Kerrara. (vopnaður togari.)frá Kirkwall í Orkneyjum til móts við það og fylgdi því til Færeyja. 25 manns voru um borð í Sauternes,
Áhöfnin 19 menn þar við bættust 5 skyttur. Einnig var um borð G.A.Perris capt,i breska hernum sem var ábyrgur fyrir farmi skipsins sérstaklega peningum sem í honum var. En um 22500 kr þess tíma virði voru í sérstökum kassa sem boltaður var niður í herbergi skipstjóra. Vegna hersetu þjóðverja í Danmörk var ógerlegt að fá peninga þaðan. Áætlaður komutími skipsins til Þórshafnar var laugardag 6 des..En þegar skipið nálgaðist Færeyjar skall á stormur og skipin bar af leið. Ákveðið var að leita vars.
Henry Koven sjóliði af SS Sauternes gifti sig nokkrum mðanuðum fyrir slysið
Farið var inn á Viðvík. Ekki leist innfæddum á ferðir skipana þar sem veður var að snúast.Láta þeirSkansinn(sennilega loftskeytastöð hersins) en þar er sagt að skipin séu inni á Fuglafirði. En innfæddir vita betur. Og á Fulgoy segja menn að skipin liggi á alversta staðum í Viðvík. Akkerin halda ekki. Hvorki hjá Sauternes eða Kerrara. Brotin ganga yfir skipin dekklestin á Sauternes hverfur í sjóinn. En björgunarflekarnir eru vel festir ogþær halda. Um borð í Sauternes sést ekki lengur til Kerrara.. .Um þrjúleitið sunnudaginn 7 des kemur Sauternes aftur S. í gegn um Fugloyarfjörð.
Sagt frá slysinu í LLoyds List & shipping Gazetta
Nú er skipið svo ílla farið að von um björgun lítil..William Smith skipstjóri gefur mönnum sínum sína síðustu skipun :látið akkerin falla.Um leið og akkerið fellur fær skipið á sig brotsjó. Brúin sem var miðskips brotnar og brakið fellur á framdekkið. Engin sem þar var hefur komist lífs af. Þegar akkerið hafa tekið botn vil það ekki losna aftur.Sást til 2ja manna reyna að höggva á festarnar til að skipið reisi sig aftur við.Mennirnir berjast fyrir lífi sínu því brotsjóarnir ríða yfir það..
Tilraunin til að höggva á festarnar mislukkast. Dagar skips og áhafnar eru taldir. Strand þetta átti eftir að eiga mikla eftirmála í Færeyjum sem ekki verða rakin hér en mikið rak úr skipinu. Og voru fógetar og sýslumenn á ferð um allt til að stöðva stuld á reka. En meðal þess sem fannst á reki og rekið var m.a mikið af áfengi.En hvað eiginlega olli þessu mikla slysi..Jú víxlun á orðunum Fuglafjörður og Fugloyarfjörður.
Loftskeytamaður Sauternes nær eftir nokkra stund sambandi viðSkansinn og spyr:getið þið sagt mér hvort Fugloyarfjörður er góður sem akkerispláss..Vakthafandi á Skansinum nær sér í kort af Færeyjum og setur kross við Fuglafjörð.Fer svo aftur að morselyklinum og nærsar til baka: Sauternes Skansinn hér.Fuglafirði er gott akkerislægi.Loftskeytam.S:Skilið ,á Fugloyarfirði er gott akkerispláss.Takk.Förum inn á Fugloyarfjörð og vörpum það akkeri í nótt. Mikið óveður..Skansinn svarar: Skilið heyrumst á morgunSvona geta mannlegu mistökin verið.
Örin bendir á staðinn sem flakið fannst
Nokkrir stafir misskildir sem kostuðu 25 mannslíf.Skipstjórinn á Sauternes William Smith var 69 ára hokinn af reynslu en ekki á því svæði er er hann var á nú..Og á skipi sem hann þekkti lítið.Mér eru minnistæð orð eins forstjóra skipafélags fyrir nokkum árum er hann sagð að sjómenn væru sjómenn hvar sem er í heiminum.En það er ekki alskostar rétt.
Ég upplifði það sjálfur á sáran hátt,sem ég ætla ekki að rifja upp hér.Mér finnst satt að segja þessi saga minna okkur á dálítið íslendinga. Og það er það sem er að ske með björgunarmál okkar. Skipin eru að vísu stór og fullkominn. En meðan maðurinn lifir á jörðinni lifa mistökin með honum. Og viss er ég um að stálið í Sauterner var þykkara en gengur og gerist nú. Hann var að vísu hnoðaður. En skip í dag rafsoðin saman.
En að setja stóra peninga í eitthvað helv.... hávaðahús eiginlega í gamla stæði varðskipana en á sama tíma draga úr fjárútlátum til Landhelgisgæslunnar. Sérstakleg þyrlusveitar hennar. Ég var óhress með þegar við misstum þyrlusveit Kanans af Keflavíkurvelli. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að við hefðum ekki menn jafngóða þeim í þeirra stað. En svo sá ég mjög fljótlega að þetta var ekki rétt. Við áttum mennina svo sannarlega en þá kemur ríkisvaldið og skerðir mátt þeirra.
Mér er svo andsk..... sama hvort þetta lið getur heyrt 9. sinfónía Beethovens.(sumt af þessu liði getur ekki einusinni skrifað nafn hans rétt) 2011 eða bara 2020 í þessum fjand... hávaðahjalli.Mér sem gömlum sjómanni sem þekki erfiðisvinnu gerla frá unga aldri gengur það hjarta næst að líf sjómanna já og bara landsbyggðarfólks sé sett svona í uppnám. Fyrir nokkra tugi kannske örfá hundruð svokallaðra menningarvita.
Menningar hvaða helv.... bullshit. Ég hef ekkert á móti menntun og er mjög hlynntur henni. En þegar helv.... menningarfroðan vellur út úr þessu liði ogf úr báðum endum fellur mé allur ketill í eld. Þegar það setur á sig afdalagrepputrínssvipiinn sem á að lifta því á einhverjar hæðir þar sem við sem stöndum niðri á jörðinni rétt grillum í tærnar.Að maður tali nú ekki um ras... nei ég hef engan áhuga á því.
Mér finnast óveðursský hrannast upp á himni öryggismála hér á landi þegar á að fara að taka sinfóníur fram fyrir mannslíf.Ég meina það.
Ég hvet alla sjómenn já og alla eðlilega landmenn að standa saman og mótmæla allri skeðingu á framlögum til LHG af hörku. Ég held að Hörður Torfa ætti að fara að mótmæla.
Og munið það sjómenn núdagsins að eins og ég skrifaði áðan fylga mistök manninum meðan hann lifir.Munið einnig eftir deginum ykkar 1sta sunnudag í júní. Hafa hann fyrir baráttudag fyrir öryggi ykkar,Ug um leið að minnsat fallinna félaga og þeirra sem náðust aftur úr sjávarháskum.Við tilbúning á þessari færslu er stuðst við bókina:"Jólaskipið" eftir Grækaris Djurhuus Magnussen,sem kom út í færeyjum árið 2002.
Kápa bókarinnar:"Jólaskipið" eftir Grækaris Djurhuus Magnussen
Bráðskemmtileg bók sem segir ítarlega frá þessum atburði auk eftirmála hans.en þeir urðu miklir. Einnig viðtöl við eftirlifandi (2002)sjónarvotta auk þess sem sagt er frá leitinni að flakrestunum sem funndust 1999.Kafarar hafa komið upp með mikið af hlutum úr flakinu.
M.a. telegrafið slipsklukkuna og fl.Bókin er prýdd mörgum skemmtilegum myndum.En myndirnar sem fylga færslunni eru af "Netinu"Með von um að einhver hafi nennt að lesa þetta kveð ég ykkur kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2009 | 23:22
Real IRA
Það má segja að ég hrökk við þegar ég í nótt heyrði á Sky News að 2 hermenn hefðu verið depnir og 4 væru særðir þar af 3 alvarlega. Ég hugsaði hver vill eyðileggja friðinn á Írlandi. Svo kom svarið í dag. Real IRA eða RIRA, sem er klofningshópur úr IRA-samtökunum sem klauf sig frá aðalhópnum 1997.
Samtökin stóðu fyrir allmörgum ódæðum árin á eftir en versta hroðaverk þeirra var er þeir sprengdu bílsprengu í miðbæ N Írska bæjarins Omagh, 15 ágúst 1998. Glæpaflokkurinn sem hafði Dómshúsið sem skotmark fann ekki bílastæði nær húsinu en 400 metra. Við markaðtorg þar sem sárasaklausir borgarar voru að versla.
29 voru drepnir og 200 særðir. Þetta sýnir hve blyðunarlausir þessir terroristar geta verið og kaldrifjaðir. Þetta mun hafa verið blóðugasta ódæðið sem framið hefur verið á N-Írlandi. Ég veit ósköp vel að bretar hafa sýnt mikla hörku og kannske óafsakanlega ófyrirleitni í baráttunni á N-Írlandi. Og ætla ekki að bera í bætiflák fyrir það og þó. Það er kannske annað að koma sallarólegur keyrandi á bíl fullum af sprengum leggja honum við torg iðandi af saklausu mannlífi og lalla svo burt sem ekkert væri og sprenga svo klabbið þegar maður sjálfur er kominn í öruggt skjól.
En að vera taugaóstyrkur yfirmaður fyrir framan stóran hóp af öskrandi fólki líklegu til alls. Þeir menn þurfa að hafa sterkari taugar en glæpalýðurinn á sprengjubílnum, Lítum á atvikið í gær. RIRA hafði fundið veikan hlekk í vörnum herstöðvarinnar í formi pizzusendinga. Þeir fundu út að hermennirnir pöntuðu sér Dominos Pizzu stundum á laugardagskvöldum. Og í gærkveldi eltu þeir Pizzusendlana 2 (sem eru 2 af hinum særðu) vopnaðir automatiskum riflum og létu skotin dynja á hermönnunum í hliðinu sem ætluðu að taka á móti pizzunum.
Fyrst eina bunu og mennirnir 6 féllu svo aðra í hauginn um leið og og þeir skutust inn í bíl sem beið. Gerry Adams formaður Sinn Fein (hins pólitíska arms IRA) hefur fordæmt verknaðinn sem og aðrir ráðamenn í hinum ( mismunandi) frjálsa heimi. Það er líka víst að þessi samtök sjá fyrir sér með vopnuðum ránum og dópsölu. Sagði nokkur nokkuð?
Og hafiðið athugað hvað þetta sem gerðist er langt fá okkur jú ca 400-500 km.Nú þegar harna fer á dalnum getur svona ofbeldishneigðu fólki vaxið fiskur um hrygg. Ofbeldis hópum sem dylja andlit sín svo ekki þekkist i uppþotum Hugleysingar eins og þeir sem velja að fela sig bak við einhverja tölustafi á blogginu. Þora ekki að sýna andlit sitt (hefur ekkert að gera með myndskiftingu á blogginu mínu, útskýri hana seinna) Svo tala bláeygðir menntamenn hér á landi um frændur og vini erlendis. Allt á að vera svo frjálst. og allir svo góðir við alla.
Þetta lið sem ekki hefur þurfa að koma í hafnarhverfi erlenda stórborga. Og ef þeir villtust þangað myndu buxurnar bunga út öfugum megin eins og hjá Ladda eftir leibeiningar Tom Jones. Frændur okkar af Norðurlöndum sagði fjölmiðlakonan í Kastljósi hér um daginn. Ja sveiattan. Hvernær ætlar fólk að hætta þessu djöf... kjaftæði um rasisma og svoleiðis andsk..... bullshit(hellst 3lum) og fara að tala af viti um það sem er að gerast út í hinum stóra heim. Hætta þessum helv´.... afdalakjaft... sem þeir í raun hundskammast sín fyrir í veruleikanu. Þ.e.a.s að vera komnir undan afdalabændum og sjómönnnum sem lyktuðu af fjósaskít og slori
Sem betur fer get ég sem og flestir aðrir hér á landi enn farið rólegur að sofa í kvöld. Óhræddur um að dóttursynir mínir verði skotnir af RIRA eða einhverjum öðrum helv.... glæpaklíkum. En það geta feður og mæður og áar á N-Írlandi ekki. En hvað geta foreldrar og áar hér á landi gert það lengi ?. Skyldu ekki fara að skjálfa lær.. á fjölmiðlafrúnni ef ----já þeir birtust þarna fyrir austan mín myndu allavega gera það. Þessir djöflar, RIRA nota sér trúarbrögð til að réttlæta gerðir sínar. En þeirra stríð hefur hvorki með trúarbrögð eða frelsi að gera.
Ég hef oft komið til N-Írlands komið og hlustað á fólk þar sem hefur þráð frið svo lengi. En nú kom ský á friðarhimininn. Minn tilgangur er ekki eins og svo margir hafa sakað mig um að vera með hræðslu áróður út af útlendingum.Nei heldur að fólk hugsi um hve stutt er frá Íslandi út í hinn harða heim veruleikans.
Ég býð alla aðra en, ofstækismenn hvaða nafni þeir nefnast(ofstækismennir) velkomna til okkar lands svo framarlega þeir fara með friði. Okkur veitir kannske ekki af að blandast meir svo þessi helv... afdalagreppitrýns svipur hverfi af þessu liði og hugsunarhátturinn með. Með góðri von um að mig dreymi afdalarómantík í nótt kveð ég ykkur kært
![]() |
Real IRA lýsir yfir ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 17:33
Flott hjá þér Ingibjörg!!!!
Ég tek satt að segja ofan hattinn fyrir Ingibjörgu. Í orðsins fyllstu merkingu.-------Búinn að því. Hvað nú Björgvin ættir þú ekki að taka hatt þinn og staf og já eða þannig. Kært kvödd
![]() |
Ingibjörg Sólrún hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 13:13
Gefur fingurinn!!!!
![]() |
Keik og stolt í sjötta sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 01:03
Eftir atvikum gott.
![]() |
Katrín og Svandís efstar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2009 | 00:33
Til góðs?
Skelfing er ég hræddur um að þarna sé Samfylkingin að gera ein sín stærstu mistök allavega á Suðurlandi ,ef þeir láta þetta ganga eftir. Hvaða fólk kunni að meta afsögnina hvað framboð varðar. Það fólk sem ekki sá í gegn um plottið ?
Mér persónulega finnst maðurinn t.d svo innvíklaður inn í eitt af þessum veldum sem nú riða til falls að hann geti ekki verið hlutgengur í framtíðarmálum ef skipta á út þeim sem voru við völd voru þegar holskeflan stóra skall á. Hvar hefur maðurinn ferðast um ?.
Árni Matt sá sína sæng útbreidda og lét sér segjast og hvarf á braut. Ég á bágt með að trúa að það sé vilji hins almenna Samylkingarmanns/konu á Suðurlandi að Björgvin G Sigurðsson sitji á þingi fyrir þau. Kært kvödd
![]() |
Afsögnin skipti miklu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 19:05
Laugardagsnöldur
Er ekki Ruv eign ríkisins ? . Og eigum við almenningur því ekki hlutdeild í þessari eign eða er kannske búið að rýja okkur henni sem svo mörgu öðru.Hver andsk.....leyfir dagskrárgerðar og fréttamönnum þessarar stofnunar að haga sér eins og þetta lið. eigi þessa stofnun og það skuldlausa.
Fjand... hafi það þeir eiga bara hver um sig ca 1/300.000 part á móti t.d. mér. Og ég sem hluthafi í draslinu heimta að þessir bandíttar fari eftir þeim lögum sem þessari stofnun er sett. Í II kafla laga um Ríkisútvarpið ohf, 3ju greina no 5.stendur m.a: 5. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og og dagskrárgerð.og no 7. Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.
Þessir drjólar ættu að koma þessu inn í hausinn á sér.Af hverju þessi reiði í mér ?.Jú af því að þessi lög eru þverbrotinn eiginlega hvern einasta dag. Og það á þeim flokk sem ég aðhyllist. Mér er andsk..... sama þótt margir spái Frjálslyndaflokknum dauða. En fólkið sem aðhyllist flokkinn á þá skýlausu kröfu burtséð þó menn séu að tala umnokkrar hræðurað þessi klíka sem stjórnar RUV og virðist ætla að þegja flokkinn í hel fari eftir lögum um þessa títtnefndu stofnun.Þessi klíka getur ekki tekið völdin með að hleypa ekki í gegn nema þeim kosningaáróðri sem þeim fellur í geð. Það hefur verið með endemum að hlusta og sjá þennan fjölmiðil geta ekki skýrt frá neinu um flokkinn nema það sé neikvætt og flokknum til vansa.Þetta minnir á einræði Þetta minnir á stjórnarhætti: Robert Gabriel Mugabe í Zimbabwe. Ég viðurkenni fúslega að mikið hefur gengið á innan flokksins.
Og það er flokksmönnum sjálfum að kenna. Og sumirgasprararhafa séð sig knúna til útvarpa deilum flokksmanna út um grænar grundir í staðin fyrir að leysa málin í ró og næði innan flokksins. Allir vita að t.d. Íhaldið er klofið í herðar niður í ýmsum málum. En þeir passa sig á að vera ekki að gaspra eins og krakkar í leikskóla um deilumálin í fjölmiðla. Sumir segja að FF eigi að vera opinn flokkur og öll deilumál eigi að vera uppi á borðinu. Hræddur er ég um að flokkurinn stæði betur ef flokksmenn hefðu höndlað málin rétt. Reynt að úkljá málin án íhlutunar fjölmiðla.En hvað um það. Við sem eftir stöndum eigum þann skýlausa rétt sem borgarar þessa lands að flokki okkar sé sýndur sami sómi og öðrum flokkum sem sæti eiga á alþingi í dag. Fái fullan aðgang,allavega að svokölluðum ríkisfjölmiðlum til jafns og hina .Mér er fjandans sama hvað hver segir þetta er mín samfæring og ég hef fullan rétt á að hafa hana. Formaður blaðamannafélagsins var að væla undan Geira Goldfinger.
Hún ætti frekar að taka félagsmenn sína á beinið út af sífelldum brotum þeirra á hlutleysi Ruv. Ég var að hlusta á fréttirna og svei mér þá að það er eins ogklíkan hafi heyrt nöldrið í mér.Það voru fluttar fréttir af FF til jafns við aðra flokka.Annars ættu fjölmiðlar að skammast sín fyrir hvernig æsingarblær hefur litað allar fréttir undanfarið. Að ég tali nú ekki um hvernig ein af mínum fv uppáhaldsfréttakonumtæklaðiFáfnismálið. Þetta væru frændur vorir frá Norðurlöndum og fyrst þeir gengu lausir í sínum heimalöndum ættu þeir að fá að koma hingað. Þarna var frúin að tala um tilraunir Hells Angels að ná fótfestu hér í gegn um Fáfnismenn. Ég bjó á Skåni,S-Svíþjóð í þau ár er baráttan milli Hells Angels og Banditos sem slógust um völdin á Skåni. Morð voru daglegir viðburðir þar sem menn voru skotnir áfæriog aldrei eða allavega í sárafáum tilfellum náðust morðingarnir. Já Erna Indriðadóttir flestir þessara morðinga ganga enn lausir.
Hvílíkur málflutningur hjá fjölmiðlafulltrúi alþjóða fyrirtækis. Hvernig ætlar þetta fyrirtæki að meðhöndla ýmis mál hvað terrorista varðar með svona bláeygða stjórnendur. Og eru það ekki Hells Angels sem segja Fáfnismönnum að halda kja... Já hver ræður þegar á hólminn er komið. En það er kannske eins gott að hafa ekki fleiri orð um þessa gæja. Mig langar til að tóra nokkur ár til viðbótar. En það er með endemum hvað þetta 101 lið getur verið sérsinna í alvörunni.
T.d. í hvalveiðunum..Því er andsk..... sama þótt hvalurinn éti fleiri þúsund tonn af fiski.Þetta eru svo fallegar skepnur eru ein rökin. Svo hámar þetta lið í sig litlu fallegu lömbin sem fæðast á vorin.Háma þau í sig og svelga shérrí og rauðvín og tala frönsku,allavega um helgar.Hér læt ég staðar numið í þessu laugardagsnöldri mínu.Kveð ykkur kært með von um að við förum öll sátt að sofa í kvöld. Lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2009 kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.2.2009 | 21:39
Á hvaða tungumáli???
Hvaða tungumál er talað á Íslandi í dag.Ég er rúmlega 70 ára að vísu lítt menntaður og það sérstaklega ekki í íslenskri málfræði.En í stafsetningu hef ég verið allatíð nokkuð glúrinn,Og er ég nú að tala um íslensku eða það mál sem ég hef haldið að hér á landi væri talað.Þótt vafi sé mikill á greind minni þá held ég að hún sé ekki mjög langt fyrir neðan svona meðallag
Ég hlustaði á"Kastljós"í gærkveldi og skýringar Davíðs Oddsonar.Út úr þessu las ég að hann sem Seðlabankastjóri hefði varað við að hrun væri á næstu grösum.Og hann hefði komið á ríkisstjórnarfund þ 30 sept og varað við þessu margumtalaða hruni.Geir Harde telur í dag, sig ekki lesa neitt vantraut á sig sem forsetisráðherra eða á stjórnina sem sat,í orðum Davíð.
Þó vitnaði Davíð hvað eftir annað í samþykktir stórnar Seðlabankans þar sem varað við hruninu og þá í ranni stjórnmálamanna.Og hvað sagði hægri hönd Geirs og fv ráðherra menntamála eftir umræddan fund.Jú þetta:Menn verða að vita hvert þeirra hlutverk er hverju sinni og hlutverk seðlabankastjórnar er að huga að stuðla að fjármálalegum stöðuleika"Mönnum er tíðrætt um stjórnmálamanninn Davíð Oddsson og eða seðlabankastórnandan D.O.Nú hlýtur maður í ljósi þess að spyrja sig Hver talaði þarna stjórnmálakonan Þorgerður Katrín eða eiginkona bankamannsins Kristjáns Arasonar.
Á hvern áttu ráðherrar að hlusta ? Sinn æðsta mann í fjármálakerfi ríkisins eða algerlega siðblinda og veruleikafyrrta banksstjóra hinna almennu banka ? Mikið geta sjallarnir bitið sig í handabökin yfir að hafa ekki staðið að málum eins og menn.Látið þá menn/konur í ábyrgðarstöðum og voru sakaðir um vanrækslu í starfi axla hana.Hætta ölu bulli um"leit að sökudólgum"Láta þessa menn og konur sem einhver tengsl áttu við þetta hrun axla sína ábyrgð og láta það víkja sæti.
Allavega meðan á rannsókn málsins færi fram.Rannsókn þingsins hefði svo átt að sakfella og eða sýkna menn eftir því sem við átti.Þá hefðu þetta fólk tekið stöður sínar aftur.Þeir sem saklausir reyndust.Fv stjórnarflokkar hljóta báðir að vera sekir um þessi mistök.Enn og aftur gerast ráðamenn þjóðarinnar sekir um að tala ekki sama tungumál.Enn og aftur erum við skilin eftir hér niðri á jörðinni í algeri óvissu um hvað er eiginlega að ske.Og nú tala V G um vönduð vinnubrögð á alþingi.
Ekki finnst mér vinnubrögðin vera vandraðri en þau voru fyrir mánuði síðan.Og enn og aftur sendir"sá gamli"í Dimmuborgum stjórnmálamönnum "fingurinn"Læt ykkur um að melta þetta eftir af hafa verið af mér kært kvödd
![]() |
Vill upplýsingar um fyrirgreiðslu til einkahlutafélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2009 | 21:35
Flokksmenn????
![]() |
Þessu verður að linna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2009 | 17:02
Norskir brjóstdropar
Ólíkt hafast mennirni að,Japanskur ráðherra fær sér"norska brjóstdropa"við kvefinu og verður sér til skammar í"beinni".Látinn taka pokan sinn.Örfáir íslenskir,útvaldir gæðingar fara á góðærisfyllirí með fullu samþykki ráðherra og embættismanna verða landi og þjóð til háborinnar skammar í viðskiftalífi heimsins.Og enginn sætir ábyrgð.
Alveg er það með endemu þessi helv.... hroki í íslenskum ráðamönnum.Það er alveg sama þó við sitjum í skammarkrók alheimsheimsviðskipta,enginn telur sig þurfa að biðjast afsökunar.Það ætti ekki að hleypa neinum í ráðherrastól eða önnur stjórnunarstörf hjá ríkinu öðruvísi en að þeir hafi lært undirstöðuatriði mannasiða.Og læri beygingar orðsins fyrirgefið.Læt þetta duga í bili.
![]() |
Hriktir í stoðum japanska kerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2009 | 23:34
Sauðaþjófar nútímans
Ég er nýbúinn að lesa bók eftir,mér svo mjög kæran vin Guðlaug Gíslason.Lífvörður Jörundar Hundadagakonungs heitir bókin.Þetta er örlagasaga hjóna norður á Ströndum á fyrihluta nítjándu aldar sem urðu uppvís að sauðaþjófnaði.Á þeim árum gekk sauðaþjófnaður morði næst gagnvart lögum.
Bæði voru dæmd til æfilangrar refsingar sem þó breyttist í meðförum dómsstigana.Mér fannst ég lesa fyrirbrygði sem heitir"græðgi"eða kannske"ágirnd"á nútíma máli á milli línannan Ég hvet fólk til að lesa þessa bók og dæma svo sjálft.Það fer kannske ekki mikið fyrir henni en Guðlaugur hefur auðsýnilega lagt,eins og hans er von og vísa mikla rækt við samningu hennar.Hún er gefin út af Vestfirska Forlaginu.En afhverju er ég að vitna í þessa bók?Jú af því að mér finnst það jafnast á við þessdags sauðaþjófnað að tæla út úr fólki kannske lífssparnað sinn til að fullnægja græðginni.Eins og mér finnst hafa skeð hér.Fjármálakerfi landsins siglt í strand.Hvar/hver var skipstjórinn?Var hreinlega enginn í brúnni.
Allavega virðist enginn vera ábyrgur.Hvorki stjórnendur þessara banka sem létu stjórnast af græðginni,eða ráðamenn þjóðarinnar.Samt hefur 1 seðlabanksstjórinn sagt að hann hafi varað við.En hvern?Hvaða ráðamaður/menn létu,ef satt reynist það sem vind um eyru þjóta að allt væri að fara til fjan.....Þarf sá eða þeir ekki að biðja þjóðina afsökunnar?"Ég biðst innilegra afsökunnar og geri það viljugur aftur.Afsökunin er djúpstæð og skilyrðislaus gagnvart þeirri ógæfu sem snertir okkur öll"er haft eftir Fred Goodwin fv bankastjóra Royal Bank of Scotland í þingsölum Englands.Íslenskir fræðimenn láta hafa eftir sér að bæði Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafi vitað hvað var að gerast.Annað sé útilokað.
2 hausar fuku jú en báðust þeir afsökunnar?Nei.Nú verður þjóðin að snúa bökum saman og hlú hvert að öðru eru farsar sem heyrast daglega.En þetta virðist bara eiga við almenning.En þessir andsk..... hrokagikkir sem stóðu fyrir veislunni sem kunna ekki að skammast sín og líta ennþá lengra niður á hinn almenna borgara eins og hann(borgarinn)eigi alla sökina.
Þessir helv.... nútíma sauðaþjófar líta enn þá lengra niður á fólkið sem þeir eru nýbúnir að ræna kannske aleigunni.Og svo stendur til að það kosti milljónir að losna við þá menn sem þykjast hafa varað við en enginn hlustaði á.Hvaða manni með sæmilega greind og nokkurnvegin læs á íslenska tungu trúir því að umræddur seðlabankastjóri hafi tekið það gott og gilt að ekki hafi verið hlustað á hann á ögurstundu.Að menn hafi tekið því sem einhverskonar Bermudahjali.Hvenær skildi ræðustóllin á alþingi verða þess aðnjótandi að einhver ráðamaðu komi í hann og segi:"Mér hafa orðið á misstök og ég bið þjóðina afsökunnar á þeim."
Sennilega upplifi ég ekki þann merkisaburð.Og hugsið ykkur ég las einhverntíma um daginn að,1 já segi og skrifa eiit mál sé til rannsóknar hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra(ég vona að ég fari rétt með heiti stöfnunarinnar)Steinbeck lætur"Docs"í skáldsögunni Ægisgötu segja m.a:"Það sem við dáumst að í fari manna,góðvild.örlæti.hreinskilni,heiðarleiki,skilningur og samúð eru fylgifiskar mislukkunar í þjóðskipulagi okkar.Og eiginleikar sem við fyrirlítum:"harðýðgi,græðgi,ágirnd,níska.sjálfselska og eigingirni.afla mönnum veraldargengis.Og enda þótt menn dáist að kostum hinna fyrrnefndu eigileika.eru þeir sólgnir í afrakstur hinna síðarnefndu"
Það er margt til í þessu.Það var græðgi,ágirnd.sjálfselska og eigingirni sem kom okkur á kaldan klaka og það sama sýnist vera mönnum til veraldargengis.En þarna vantar hrokann.Hann ríður ekki við einteyming hjá þessu svokallaða fyrifólki.Svo eru menn að tala um meðferð dana á almenningi hér fyrr á öldum.Þetta fjandans lið ætti að skammast sín og drullast til að reyna að bjarga því sem bjargað verður.Burt með öll klíku.stúku eða hvað þau heita þessi bönd sem menn eru að bindast.Og í Steininn með þessa nútíma sauðaþjófa.Ég læt þetta nægja geðheilsu ykkar og blóðþrýstingi mínum í bili Verið af mér kært kvödd og munið þótt allt sé hér á"Ice"það er vorið á næstu grösum
![]() |
Hlutabréfaverði var haldið uppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.2.2009 | 20:55
Á ríkisjötunni
Ég var að hlusta á fréttirnar áðan og upplestur á svokölluðum rithöfundum sem í mörg ár hafa þrátt fyrir að skrifa fleiri en eina"betsellers"þegið allt uppí 267.000 kr á mánuði í starfslaun frá ríkinu.Nokkrir af þessum mönnum hafa haft sig mjög í frammi í mótmælum undanfarið.Maður hlýtur að velta ýmsu fyrir sér.
Ég er ekki skáld eða rithöfundur.Ég vann fyrir mér frá 15 ára aldri borgaði mína skatta og skyldur til þjóðfélagsins.Peninga sem að einhverju magni enduðu í vösum allslags listamanna sem lifðu á ríkisjötunni.Og í dag hef ég frá Ríkinu skitnar 60.327 kr útborgað á mánuði + eitthvað svipað frá Lífeyrissjóði.Ég er svona hálfdrættingur við þessa menn sem hæst tala um kreppu,Voðalega finnst mér"mikill mannaþefur í helli mínum"hvað þessi frægu skáld og rithöfunda varðar.Þarna sé svona hálfgert"boom"í gangi.Menn séu að keppast um að komast á forsíður blaða og á skjái sjónvarps m.a.Tviskinnungsháttur(hjá öðrum allavega)fer í mínar fínustu taugar.
Ég hef heyrt færustu"fræðinga"(allavega voru þeir þannig og kynntir í hinum ýmsu fréttarskýringaþáttum)halda því fram að aðalsökudólgurinn í þessari svo kölluðu"kreppu"sé framsalið á veiðiheimildum.Ég man að konur úr FF efndu til mótmælastöðu á Austurvelli að mig minnir til að mótmæla því.Ekki man ég eftir Herði Torfasyni,Hallgrími Helgasyni. eða Einari Má við þau mótmæli.Með allri virðingu fyrir öllum þessum mönnum,sérstaklega Herði sem alltaf hefur verið í uppáhaldi hjá mér sem söngvari.En sem mótmælanda finnst mér hann syngja svolítið falskt.Þó svo hann sé ekki í þessum hópi manna sem fá 2föld mín laun á mánuði fyrir að mótmæla,að ég best veit.Að ég tali nú ekki um hina sjá t.d Hallgrím Helgason hvernig hann lét við bíl forsætisráðherra.Þó ég hafi viljað Geir frá,fannst mér Hallgrímur haga sér eins og sagt væri á góðri íslensku"eins og fífl".Fyrirgefið orðalagið.
En bæði Hallgrímur og Geir eru á launum hjá mér t.d.Og ég verð að krefjast þess sama af þeim ,að þeir hagi sér eins og menn.Geir dró sig í hlé(hverjum sem það er svo að þakka)og þá ætti Hallgrímur & co að hætta svona sýndarmennsku.allavega eins og hann sýndi í ummrætt skifti.Þó minn hlutur af launagreiðslunni tl þeirra sé rýr þá er oft talað um kornið sem fyllir mælirinn.Ég held að mótmælendur ættu að fara að snúa sér að aðalsökudólgnum og hætta öllum fíflalátum.Læt þetta duga geðheilsu ykkar í bili.Verið öll af mér kært kvödd
![]() |
Mótmæla aftur í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 00:12
Sýndarmennska?
![]() |
Tíu ráðherrar í nýrri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.1.2009 | 00:50
Kynlíf og fl
![]() |
Kynlíf í þrívídd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 18:30
Zsa Zsa
![]() |
Zsa Zsa tapaði stórfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 18:12
"útblástur"
Á gömlu síðutogurunum(já á öllum gufuskipum)þurfti að blása út af kötlunum.Síðan þurftu menn að skríða inn um allan ketilinn og hreinsa hann.Ég man eftir mjög lávöxnum manni(sem mig minnir að hafa heitið Elli,þó ekki viss) sem hafði þetta að ævistarfi.
Þetta var gert svona á 3ja mánaða fresti.Ég man einusinni eftir að eitthvað bilaði og við þurftum inn til lagfæringar,Einhverra hluta vegna sem ég ekki lengur man þurftum við að nota sjó inn á ketilin,En það var mikið hættuspil.Milil hætta á ketilsprengingu vegna niðurfellingar frá saltinu.Ég hef aldrei gert mér það ljóst þvílíkt sóðastarf þetta var fyrr en ég sá á Discuvery Channel þáttinn hjá Mike Rowe sem heitir"Dirty jobs"En þar fór hann í ketilhreinsun á gömlu gufuskipi sem gengur enn.
Það þurfti að hreinsa hvern krók og kima.Öllu sótinu var sópað burt.Það er akkúrat sem þarf hér á landi nú.Hræddur er ég um að stjórnkerfið sé keyrt á sjó undanfarið.Og það sé hætta á ennþá stærri sprengingu en kæmið sé.Nú þarf að gera"ketilhreinsun"í stjórnkerfi landsins.Hreinsa öll skúmaskot.Burt með fégráðuga ofurlauna stjórnendur ríkisfyrirtækja.Menn eiga skilið að fá einhverja umbun menntunnar sinnar en enga fyrir neina svokallaða ábyrgð.Það hefur sýnt sig.Menn drul.... ekki til að víkja fyrr en búið er að setja allt á annan endan.
Og sumir virðast allsekki ætla aðgera það.Mér finnst það mikil skömm fyriir ónefndan aðila sem ætlar sér(það virðist allt benda til þess)sem einu sinni þótti merkur stjórnmálamaður að vera svo veruleikafyrrtur að hann verði að hrökklast úr starfi með skömm.Fyrr en seinna.Læt þetta nægja af röfli í dag.Kært kvödd
![]() |
Geir: Má ekki missa dampinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 537736
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar