Seattle.m.m

Undanfarið hef ég þóttst vera að taka út ástandið hérlendist nú um stundir. En það er orðið svo flókið og hreinlega svo lygilegt að með ólíkindum er. Íslenska þjóðin eða allavega almennings hluti hennar ætti hreinlega að fara í hungurverkföll þar til einhver verður tekin og látin svara til saka. Reiðin í fólki er hreinlega svo mikil að ég er orðin skíthæddur við að eitthvað alvarlegt komi til að ske. En í svona árferði er gott að láta hugan reika til baka. image 2 Lestunin. Í 15 ár bjó ég  í Svíþjóð og sigldi aðallega á dönskum kaupskipum. Lengst af hjá H.Folmer í Kaupmannahöfn. Það var í septemberlok 1998 að síminn hringdi hjá mér. Í símanum var starfsmannastjóri Folmer Annegrethe Hansen. Erindi hennar var að biðja mig að fara til Ítalíu um borð í m/s "Danica Violet".photo00Farkosturinn. Skipið var komið til Pozzoli smábæjar rétt fyrir V Napólí, En þar átti að lesta 135 km af sæstreng til Seattle. Ég var fljótur að segja já því að ég vissi að um borð var góður vinur minn "Smukke Knud" skipstjóri.En við höfðum lernt í kostulegu ævintýri í Hong Kong árinu áður. Ég segi kannske frá því seinna. Ég flaug svo Kasrtup - Milanó  Og Mílanó Napóli. image 1Lestunin. Á flugvellinum í Mílanó þurfti ég að bíða einhverja tíma. Á Kastrup hafði ég keypt kilju sem heitir The Führer og með mynd af sjálfum"foringanum"á kápunni. Ég var svo að lesa bókina þarna á flugvellinum. Þá uppgötvaði ég að pískrað var í kring um mig og nokkur ekki vinsamleg augnatillit fékk ég. Ég vöðlaði þá bókinni þannig að kápumyndin sást ekki og ró færðist yfir liðið. Þegar til Napóli kom var það leigubíll til Pozzoli. image  Lestunin. Þar sem búið var að ganga frá skipin til móttöku á kaplinum.En í Pozzoli er Pirelli með stóra sæstrengsverksmiðju. Svo var byrjað að lesta kapalinn.Unnið var allan sólarhringinn.Lestunin tók alls um 4 sólahinga og svo 1 dag til að afmunstra útbúnaðinnimage 20 "Smukke Knud"t.h En kaballinn ver dreginn af sérstöku apparati sem staðsett var á forlúgunni en svo voru sérstakir menn í lestinni sem hringuðu kapalinn niður. Þegar við vorum tæplega hálfnaðir hljóp hland fyrir hjartað á "Smukke Knud". image 16 Lestunin Nei þetta er nú ekki vel sagt um minn góða vin. En einhverjar truflanir urðu og varð ég að hafa samband í agentinn sem sendi læknir um borð. Knud var fluttur í hasti á spítala og svo heim til Danmerkur.Dani handera hjartakvilla hjá skipstjórnarmönnum þannig allavega í langfart að menn eru"groundaðir"í 9 mánuði eftir að kvillinn kemur upp. Svona fjandans hjartasvik bundu endi á minn feril í langfart. En nú voru góð ráð dýr. Smukke Knud var bara þarna í afleysningum en átti að fara í land þegar við kæmum i Panamakanalinn. image 13 Tækin afmunstruð  Tom Mortensen góður vinur minn líka átti að koma aftur um borð þar. Var nú Tom rifinn niður af fjöllum og kom til Pozzoli síðasta daginn sem við vorum þar eftir að ég hafði komið skipinu að bryggu. Við Tom áttum eftir að eiga samleið í smáævintýri sem endaði í Reykjavík sem ég segi ykkur kannske frá seinna. Tom kom til sagt til Pozzoli daginn sem við héldum  til Seattle. Kona Toms Kristína sem var sænsk, var fastur kokkur á skipinu og kom með manni sínum úr hinu halaklippta fríi.image 17 Hjónakornin Tom og Kristína Frá Pozzoli var svo haldið þ 07-10. Fyrir stafni voru 5300 sjm til Colon í Panama. Veður fengum við gott út úr Miðjarðarhafinu. Og ekki breyttist það á N-Atlantshafinu. Það var svo morgunin þ.12 að ég vaknaði sem oftar um 9 leitið um morguninn. Þá tek ég eftir að fáninn var í hálfa stöng. Ég snéri mér að háseta sem var nærstaddur og spurði hann um ástæðuna fyrir flögguninni. Það er einhver drottning dáinn sagði hann. Þegar ég kom upp í brú sagð Tom mér að forsetafrúin á Íslandi væri dáin. image 10 Colon Panama Þetta ár 1998 var mikið umleikis hjá Þórhildi danadrottningu. Hún var að mig minnir 60 ára og átti einnig að mig minnir einhver önnur tímamót til að halda uppá. Krýningar og eða hjúskaparafmæli. Danska sjónvarpið fylgist vel með öllu svona uppákomum og eru ósparir á beinar útsendingar frá þeim. Tom hafði fylgst vel með þeim og Guðrún Katrín hafði hreinlega heillað hann upp úr skónum með glæsilegri framkomu. Hann hafði svo frétt af BBC þarna um nóttina að hún væri dáinn. image 12 Frá Panamaskurði. Þessi flöggun hafði ekkert með mína veru um borð að gera.. Þarna var verið að vísa glæsilegri konu virðingu. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en við komom til Colon. Þar tókum við olíu og biðum svo eftir okkar stöðu i skipslestinni gegn um skurðinn.Læt þetta duga í bili og kveð ykkur kært


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 535359

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband