á vægu nótunum

Það er sem ég segi.Gamlir útbrunnir kallar eins og ég ætti ekki að vera síröflandi yfir hlutunum.Við það hrekkur maður bara í nöldurgírinn."Horfðu á björtu hliðarnar"söng einhver.Sverrir Stormsker???.En hvað um það ég ætla að reyna að vera í bjartsýnisgírnum í dag,og í láa drifinu.Ég hef þrátt fyrir ýmsar hremmingar sannarlega verið lukkunnar panfíll í gegn um lífið.

 

 

Þótt ég hafi misst af þegar guð úthlutaði viti á fjármunum og dálítið of seinn í vitsmunaúthlutuninni yfirleitt.Ég var spurður um daginn um hvort ég tryði á framhaldslíf.Og ég svaraði því að ég væri ekki viss um það,en ég væri viss um að yfir mér væri vakað.Þegar ég svo var spurður um dæmi,tók ég það þegar ég ólesinn blaðaði í Siglingarfræðibókinni og beið eftir að fara inn í munnlegt próf í fræðinni.

Og opnaði bókina tilviljunnarkennt á kaflanum um segulskekku og las mér svolítið til.Nú þegar inn var komið dró ég segulskekkju og það sem ég mundi úr lestrinum nokkrum mínútum fyrr bjargaði mér.Ég gæti nefnt fleiri dæmi en læt þetta nægja.

 

 

 

Annars getur maður kóplast inn á"kallagrobbssvæðið"Ég var um tíma hjá Ríkisskip en hætti rétt áður en það var lagt af(íllu heilli)Var þegar það skeði komin í starf hjá danskri útgerð.Það sem ég var eiginlega næstu 15 ár.Fyrir tilviljun búsetti ég mig í Svíþjóð.Efti 1 eða 2 ár féll sænska krónan.Ég þénaði á því.Ég fæ nú nokkrar krónur inn á bankareikning í Svíþjóð og í dag þéna ég á því.Ég ætlaði hvorki að verða gamall eða veikur.En fékk það svo eiginlega hvorutveggja í andlitið á sama árinu og var eiginlega dæmdur úr leik.Áður en ég endanlega fékk rauða spjaldið hafði ég fluttst til Vestmannaeyja.Mér til mikils happs.

 

 

 

Rétt eftir að ég flutti hingað til Eyja veiktist ég aftur(hafði greinst með krabbamein er ég bjó úti en það skorið úr mér)Svo var það kransæðardéskoti.Aftur skorið og lagað.Þegar ég lenti í þeim veikindum komst ég að raun um að ég átti miklu fleiri góða vini hér í Eyjum en ég hafði gert mér grein fyrir.Ég hef aldrei fundið fyrir einhverjum AKP anda hvað mig varðar hér í Eyjum.Sama var í Danmörk Ég hef heyrt íslendinga sem búið hafa þar kvarta yfir að danir litu niður á okkur.þetta varð ég aldrei var við.Þvert á móti að þeir dáðust að okkur að geta búið á þessu hrjóstuga skeri hér norður í höfum.Þeir töluðu mikið um Hófí Og Jón Pál.En hvað um það hér er ég komin með rauða spjaldið forever.

 

 

 

En ekki sendur í sturtu,nema þegar"Torfi á viktinni"skammar mig fyrir matarræðið og andsk..... letina við að hreyfa mig.En ég á það skilið enda hef ég því miður látið það fara inn um annað og út um hitt.Sett svo tvöfaldan skammt af hamsatólg út á fiskinn og hugsað"hann ætti að sjá mig núna"En til Torfa og þeirra sem heimsækja hann fer ég á hverjum degi.Ég hef kallað það stundum að leita mér lækninga.Andlegrar og líkamlegrar.Andlega lækningin fellst í að taka þátt í samræðum og hlusta á þá félaga og sú líkamlega felst í Meerild 103 og svo hristist öll ístran oft á dag.En því miður virðist þessi ístruhristingur ekki gagnast við baráttuna við línurnar.

 

 

Maður er eiginlega að verða eins og spurningarmerki á hvolfi nema að fæturnar vantar á það.Nú þessi gegnum eyrungangandi heilræði Torfa,eða réttara sagt skortur á eftirtekt og framkvæmd leiðbeininga hans skolaði mér á fjörur yndislegrar ungar konu í líki næringarfræðings sem starfar hér á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja..Og nú skal kallin hlýða.Hingað og ekki lengra.

 

 

Engin hamsatólg,minnka kartöflur með mat úr 5 í eina.Borða hafragraut strax á morgnana.Sem sagt eiginlega rífinn út á rassk..... endsnemma til að éta hafragraut.Ef stúlkan hefði ekki verið svona aðlaðandi hefði ég nú struntað í það.Borða hádegismat.Sem ég hef eiginlega sleppt í marga mánuði.Sem sagt ef maður skildi legga sig eftir helvít.. hafragrautinn þá þarf maður að rífa sig aftur upp og helst labba heila 50 metra út á Elló(það er að segja ef maður hefur átt fyrir matarmiðum).Og hætta að borða þegar maður er orðin saddur.Ja það er mikið á mann lagt.Fá sér svo ávöxt kl 15,það er nú í lagi.Svo er það sami fídusinn með kvöldmat bara borða til ég verð saddur.Svo í sluttendan 1na brauðsneið að kvöldi.

 

 

 

Sem sagt ekkert beikon og egg þegar maður vaknar svangur á nóttini og því síður útsölu kótelettur eða lærisneiðar á niðursettu verði.Hefði bara"Torfi á viktinni" og enginn annar sagt þetta við mig þá hefði ég notað fyrrgreinda"gegn um eyrun"aðferð við þetta en nú er annað upp á teningnum.Eftir fundinn með stúlkunni góðu í morgunn fór ég hálf niðurbrotinn maður á viktina til að ná mér í Merrild 103 líkamlega hressingu.Menn undruðust snemman fótaferðatíma hvað mig varðaði.

 

 

Nú ég var neyddur til að segja eins og var með fund minn með stúlkunni góðu.Og nú var það samhljómur hjá þeim þarna.Þarna voru ásamt fyrrgreindum viktarmanni þeir Beddi á Glófaxa og Tóti í Geisla.Og þessir menn sem ég héld að væru vinir mínir snérust nú á öndverðan meið gagnvart mér.Lofuðu stúlkuna góðu og sögðu hana hafa lög að mæla.

Og tóku undir orð Torfa um að nú skuli kallskra.... fara og reyna að heyfa sig eitthvað.Nú sit ég hérna sæll og glaður þakklátur yfir happi mínu að eiga hér heima innan um góða vini sem vilja mér vel.Er hægt að hugsa sér þetta betra.Ég þakka guði fyrir Hafnarviktina í Vestmannaeyjum starfsmann hennar og gesti þar.Verið ávallt kært kvödd og farið það þess guðs vegu er þið trúið á.Á sama tíma bið ég þann guð sem ég trúi á að leiða okkur út úr öllum ógöngum núdagsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, ég er komin heim aftur, ég gæti trúað dömunni sem nam næringarfræði, hún hefur kannski minnst á sigin fisk, tólgarlaus fiskur er bráðhollur, jæja er ekki mál að linni í bili, kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 535218

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband