Stórþjófnaður á lífeyri ????

Ég lenti í því að tæknin brást mér þegar ég"seifaði"pistilinn og kopieraði inn á blogið af Word.Þann sem ég skrifaði í gærkveldi að stórhluti af honum hreinlega datt út .Ég tók ekki eftir þessu þegar ég las hann yfir.Svo ég birti hann hér aftur svo að þetta komist nú til skila.Ég læt myndirnar vera til staðar í gamla pistlinum. nema myndin af"Inkomstdeklaration"En hérna á hann vera óbrenglaður

 

Getur það verið að ríkisrekin stofnun þ..e.a.s Tryggingarstofnun Ríkisins hafi stundað stórþjófnað af fólki?Spyr sá sem ekki veit.En eitt veit ég að ég átti í deilum við þá út af ellilífeyrisgreiðslum frá Svíþjóð.Ég bjó í Svíþjóð frá 1990-2005.Lífeyrir er reiknaður frá 16 aldri til 65 ára.sjómenn geta byrjað að taka lífeyri.Í mínu tlfelli til 1990 að ég flutti út og var skrifaður það til 2005.2003.þegar ég varð 65 ára byrjuðu svíar að borga mér lífeyri.

 

En svíar fara á eftirlaun 65 ára.Þarna tapa ég þessum 2 árum í lifeyri.Þegar ég á sínum flutti heim fékk ég tilkynningu um að ég yrði á skertum grunnlífeyri vegna tekna erlendis frá.Ég reyndi að benda á að þetta væri svía hlutur af mínum eftirlaunum.en án nokkurs árangurs.Þú hefur tekjur erlendis frá segja þessir vísu menn hjá TR.

 

Nú hefur mér verið sagt að þarna séu menn hreinlega að "stela"af mönnum sem eru í sömu sporum og ég.Það sé ekkert sem geti skert eftirlaun nema lífeyrissjóðsgreiðslur.Ellilífeyrisgreiðslur sama hvaðan þær komi og séu í samræmi við búsetu mannsins í því landi þær komi frá megi ekki skerða eftirlaunabætur hér.En það geri aftur á móti lífeyrissjóðsbætur sem komi frá búsetulandinu.

 

 

Mér er sagt að TR noti sér þýðingarvillu.Þ.e.a.s þeir þýði allar eftirlaunagreiðslur hvort sem það er ellilífeyri eða lífeyrissjóðs greiðslur undir sama hatti.Að þeir vísvitandi geri ekki grein á ellilífeyri frá hvers ríki sem maður hefur búið í og lífeyrissjóðgreiðslum.Ef svona er í pottinn búið þá er ríkið eða TR búið heinlega að stela sennilega milljónum af  eldri borgurum þessa lands sem hafa búið erlendis hluta af starfsævi sinni.Alþingismanninum Pétri Blöndal sem sér ekkert annað en þjófa og glæpamenn í almennatryggingarkerfinu ætti að skoða þetta með athygli.Ég birti hérna svokallaða:"Inkomstdeklaration 2007

 76yg

Þar sést að það er gerður greinarmunur á:"Garantipension/garantiersättning"sem á plagginu þýtt sem grunnlífeyrir og Pension sem er þýtt sem lífeyrissjóður.En TR þýðir þetta allt sem Pension..Sem er ef satt er stórþjófnaður á eftirlaunum saklausra borgara.Ja sveiattan.Mikið mega þessir menn skammast sín ef þetta er rétt.Hvert skildi ágóðinn af þessum þjófnaði? renna?Menn sem minna mega sín eru dæmdir í fangelsi fyrir stuld á Wiskeypela.

 

 

En hvað með menn sem kannske kaupa Wiskey fyrir svona ílla fegna peninga.Hvaða dóm skyldu þeir fá. Fyrir mig breytir þetta því að ég vegna skerts grunnlífeyris verð að fara t.d upp í 18.000 í lækniskosnaði og hef orðið að hafna læknisskoðunum hjá sérfræðingum hreinlega vegna þess að ég hefði ekki efni á því þegar ég átti að fara í þær

 

 

.Ekki kominn upp í tilætlaðan kostnað.En valdi mat fram fyrir skoðun.Þetta gerið það að verkum að ég fæ ekki ellilífeyriskort sem allir ellilífeyrisþegar sem hafa óskertan grunnlífeyrir fá.Þetta kemur niður á ýmsum útgjöldum sem ég slyppi við ef ég hefði þetta kort.Það er kannske kominn tími fyrir fólk sem hefur orðið fyrir þessum grunaða þjófnaði að safna sér saman og láta reyns á þetta fyrir dómi.1 gamall sjóari sem kannske hefur verið hlunnfarinn hefur ekki efni slíku.Ef myndin prentast vel sést að undir liðnum lífeyrissjóður er svokallað ATP

 

Ekki getur TR klínt á mig að ég fái stórar upphæðir frá því.Þannig er mál með vexti að ég fæ lítið sem ekkert ATP frá Svíþjóð því ég vann mest allan tíman í Danmörk og ég fæ ekkert ATP frá Danmörk því ég bjó þar aldrei.Ég held að þjófalyktarsnuðrarinn P.B ætti að athuga þetta mál og koma ef satt er þjófunum undir lás og slá.Réttur guð geymi ykkur öll og verið af mér kært kvödd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband