Dýrt ævintýri

Hræddur er ég um að þarna hafi verið of dýrt að spara. Gerði enginn sér grein fyrir hæðinni á stórstreymsflóðinu??? Laxfoss Laxfoss Hvar eru nú allir fræðingarnir sem yfirleitt er ekki hægt að þverfóta fyrir. Það kæmi mér ekki á óvart að hinir virkilegu sérfræðingar þ.e.a.s. mennirnir um borð hefðu aldrei verðið spurðir út í þetta. Herðubreið Herðubreið.Hef persónulega reynslu af hvernig gengið var framhjá slíkum sérfræðingum en hinir hámenntuðu látnir ráða með miklum kosnaði. Herjólfur Herjólfur Ef þetta með hæðina hefði verið athugað hefði verið leikur einn að laða áætlun skipsins að aðstæðum Og komist hefði verið hjá að baka einhver vandræði sem skráð eru sem tafir.image 20 Herðubreið  Það er stundum ódýrara að leita ráða hjá mönnum sem hafa reynsluna úr sjálfu lífinu heldur en til þeirra sem hafa vit sitt úr  bókum. Hæfileg blanda af hvorutveggja er góð. Ég læt fylgja með myndir af skipum sem fluttu farþega til og frá Vestmannaeyjum.

Í auglýsingu um Laxfoss frá 1943 segir m.a:"M.S Laxfoss sem er hraðskreiðasti flóabáturinn, kemur yður í samband við fjölþættasta vegakerfi landsins" Ekki er mér fyllilega kunnugt um hvernig Vestmannaeyja ferðir Laxfoss voru uppbyggðar. En ég man að hann kom ekki í Borgarnes á mánudögum og fimmtudögum SkjaldbreiðSkaldbreið.Laxfoss átti sér skrautlega sögu sem ég segi kannske seinna.Breiðarnar svokölluðu voru lítil og nett farþega og flutningaskip byggð í Skotlandi 1947-48.

Herðubreið var smíðuð í George Brown & Co Ltd í  Greenock 1947, Yard nr 242.366 ts. 45.26 loa. 7.42 brd. Farþegafj: 12. Skipið var selt 1971 Norðurskipum (Bjössi Haralds og fl.) Sem svo selur skipið strax sama ár til Panama  Það fær nafnið Elenore I. Það var rifið í Arzew(Alsír) 13.5.78VIKING%20BLAZER Skaldbreið sem Viking Blazer Skjaldbreið var eins og Herðubreið að öllu leiti. Skipið var selt 1966 til Englands og fækk nafnið VIKING BLAZER,1969 MARIANTHI - 1970 ALEXANDROS V - 1980 FROSINI.Skipið var rifið í Grikklandi 1984. Skipin fóru yfirleitt 1/2 hring kring um landið Herðubreið A um og Skjaldbreið V-um .

 

Herjólfur I var byggður hjá Bodewes, G.& H. í Martenshoek Hollandi 1959. 490 ts Loa 49.25 m. Brd 9.02. m. Farþegafj: 64, Skipið var selt til Honduras.Það fékk nafnið Little Lill. Það var svo í flutningum í Caribbean Sea þar til það strandaði 1983 og ónýttist. Læt þetta duga í bili


mbl.is Ferjuferð seinkar frá Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þétta gamle ven - ég var á Herjólfi síðustu mánuðina áður en hann var seldur úr landi

Jón Snæbjörnsson, 25.9.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 536302

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband