Hörundsár

Ekki ætla ég mér að mæla nafnleysingum á netinu bót. Og ætla mér ekki að blanda mér í þetta mál Björgvins nema að litlu leiti.

Mér finnst satt að sega þessir menn sem bjóða sig fram til þjónustu við fólkið( með misjöfnum árangri )verða að vera menn til að takast á við"svínaríið" sem því fylgir. Aðrir þingmenn (að vísu undir nafn) mega oftast dengja yfir þá alslags ósóma og skætingi.

 

 

Svo eru menn í okkar þjónustu (sem oftast gleyma því) að kalla menn "atvinnurógbera" bara af því að sá síðarnefndi samsamaði hinn við annan elsta stjórnmálaflokk landsins. Hverskonar andsk..... stærilæti er í svona mönnum. Sem í skrifum hafa oft látið menn fá það óþvegið.

 

Er það ekki enn komið inn í hausinn á fg þingmanni að það var almenningur nei kannske ekki hinn sauðsvarti heldur frekar einhverjir svokallaðir menntamenn sem kusu hann í vinnu fyrir okkur. Svo er það sem svokallaðir ráðamenn láta út úr sér og ætlast til að almenningur trúi. Og þar gruna ég þennan fv ráðherra um græsku.

 

 

Að hann hafi staðið andspænis þjóðinni á þeim tíma sem hún (þjóðin) virkilega þurfti á sannleikanum að halda og hreinlega logið upp í opið geðið á henni. Þá var ekki verið að hugsa um NN á netinu. þessir menn leyfa sér að koma ljúgandi í fjölmiðla og skirrast oft ekki við  að ljúga sama hlutnum ekki 2svar ekki 3svar heldur oft og mörgum sinnum.

 

Ef almenningur væri eins andsk... lýginn og margir af þessum mönnum þá þyrfir að nota alla Aðalvíkina sem fangelsi og bjóða út stóra byggingu þar til að hýsa allslags glæpalýð. En sem betur fer er íslenskur almenningur yfir höfuð heiðarlegur. Það er meira en hægt er að segja um, já ekki meir um það. Kært kvödd


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Svo sammála þér félagi en það er óþarfi að ljuga upp á Íslenska pólitíkusa það er nóg af hlutum sem þarf ekki að skálda upp á þá einusinni ekki satt. ég sýndi honum stuðning í þessu fyrr i dag en síðan hefur hvarflað að mér að kannski sé líka tilgangurinn að hefta frjálsa upplýsingaöflun í og með. maður veit ekki hverju maður á að trúa í dag

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.9.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband