Hatturinn tekinn ofan

Ég tek hattinn ofan fyrir Rögnu ráðherra dómsmála  En það er mikið miður hvað litla peninga hún fær í sinn málaflokk. En ég hnaut um eina setningu hjá henni þegar hún segir: "Og ég verð bara að segja þá skoðun mína, eftir umræðu síðustu viku, að það sé komið að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að svara fyrir sína starfsemi"

 

Hvað meinar frúin ? Er kannske "setuliðið" á Lögreglustöðinni við Hlemm orðið og stórt.  En lögreglumenn fá ekki alltaf réttláta umfjöllun  hjá almenningi.  Oft talað um misbeitingu valds. Ég varð sjálfur fyrir óréttlátri meðferð hjá henni hér í"den" En þá vörðu þáverandi stjórnendur alltaf alla sína menn hvern andsk.... sem þeir gerðu.  En þetta finnst mér hafa breyst.

 

Núverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík Geir Jón Þórisson hefur ítrekað sagt að sem er satt, að lögreglumenn séu bara fólk eins og við. Sem ég tel rétt,. Og ef maður dokar aðeins við og hugsar málið þá hlýtur það að vera slítandi að vera að kjást við mismunandi á sig komið fólk vegna áfengis eða annara vímugjafa.

 

Mér þætti það lítið spennandi að þurfa að vaða móti illa druknum eða dópuðum manni sem enskis svifist. Og sem jafnvel væri með hníf eða slíkt einhverstaðar á sér. Mig sem sagt langar ekki til að vera í þeirra sporun er svona skeður að ég held alloft. Látu okkur þykja vænt um laganna verði. Og ég segi bara :"Áfram Ragna" Kært kvödd


mbl.is „Algjör misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit dómsmálaráðherra ekki hvað er starf lögreglunnar???

itg (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

ég held að ef einhver verði að útskýra orð sín nánar þá er það hún. Mér finnst alveg fáránlegt af henni að skjóta á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu enda hefur hann iðulega sést sjálfur vinna almenn löggæslustörf í miðborg Reykjavíkur. Það væri þá eitthvað til þess að taka hattinn ofan fyrir en ekki fyrir þessari skrifstofublók. Í raun segir hún ekki neitt í þessu viðtali. Bara talar um vinnu sem að er í gangi og tillögur sem að munu koma fram. Mjög týpískt svar ráðherra þegar að ekkert er í gangi.

Jóhann Pétur Pétursson, 28.7.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar! Og ég þakka innlitið. Já Jóhann. Ég skildi ekki hvað hún var að fara með þessum orðum um Lögreglustjórann í Reykjavík. Því ég hafði talið hann eimitt virkilega sjáanlegan í sínu starfi og dugmikinn. En ég held að það breyti því ekki að ráðherrann eða réttara sagt embætti hans sé í virkilegu fjársvelti. Kært kvaddir báðir tveir

Ólafur Ragnarsson, 28.7.2009 kl. 20:03

4 identicon

Um leið og geta lögreglunnar er skert til þess að veita almenningi þjónustu (en hún er rekin fyrir skattfé), má ætla að dekurdýr þeirrar vábeiðu andskotans sem Samfylkingin er nái að lyfta sér á kreik fyrir hennar tilverknað.

 Þar á ég við öryggisfyrirtæki í eigu Fons, Exista og skyldra aðila sem hafa mjög lagt fé í sjóði þessa stjórnmálaarms síns á undanförnum árum. Fjárglæframenn fá áfram og kerfisbundið að tutla almenning í gegnum fyrirtæki sín, nú bætast við þau sem starfa að öryggisþjónustu.

Amen.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:22

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég þakka Fimmtavaldinu innlitið. Ja þú segir fréttir. Og eru ekki Wernerbræður líka að fjárfesta stórar upphæðit erlendis. Ja sveiattan Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 29.7.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband