Ánægja og óánægja !!!

Það er gott að gæslumenn réttlætis á landinu eru ánægðir með eitthvað og ég óska skátum til hamingu með þetta skátamót sem ég hef heyrt að hafi tekist virkillega vel. Og maður ætti kannske ekki að blanda skátum inn í þessa leiðinda umræðu .En fókið í landinu er óánægt með óskátalega hegðun sumra svokallaðra "auðmanna". Sem kannske hafa verið skátar á unga aldri en sveigt heldur betur af þeirri leið. Og meðhöndlun löggæslunar á þeim. 

 

 

En þau eru skondin viðbrögð auðmannana við frétt RUV í kvöld.Þar sem sagt er frá skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young um Glitni. Þeir sem hafa tjáð sig þykast ekkert vita. Leggjum dæmið fyrir okkur. Er það röng hugsun að hugsa eins og ég geri:" ef svona væri borið upp á mig saklausan af svona þekktu fyrirtæki myndi ég þá ekki leita til lögfræðinga og hefja meiðyrðamál og það á stundinni."

 

 

Allir telja sig saklausa en engir þeirra talar um það. Hver er ástæðan??? Ekki veit ég. Í skýrslunni er sagt að nokkrar háar peningafærslur hafi farið fram í september. Lárus Welding, sem þáverandi  forstjóri Glitnis, hafi fært nánast allt af reikningum sínum í bankanum, 318 milljónir króna. Þeir hjá Ernst og Young fundu enga færslu beint frá Lárusi úr landi. En endurskoðendur KPMG sem hóf rannsóknina á Glitni, fundu hins vegar færslu til Bretlands á nafni eiginkonu Lárusar upp á 325 milljónir króna.

 

 

Ernst og Young tekur fram að ekki sé vitað hvort peningarnir, sem millifærðir voru í nafni eiginkonu Lárusar, hafi komið af hans reikningum. En endurskoðendurnir mæla með því að Fjármálaeftirlitið fylgi málinu eftir. Þá segja þeir hjá  Ernst og Young í skýrslunni að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hafi millifært næstmest 262 milljónir króna, í nokkrum færslum. Hæsta upphæðin, 85 milljónir, var millifærð 23. september, tæpri viku áður en bankinn var ríkisvæddur. Við skoðun hafi komið í ljós að stór hluti fjárins hafi verið fluttur í sjóði.

 

 

Dæmi er tekið af millifærslu af gjaldeyrisreikningi Bjarna í Glitni upp á tæpar 700 þúsund norskar krónur inn á reikning í Nordea Bank í Noregi. Þá er sagt frá því í þessari skýrslu  að Einar Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, hafi fært um 170 milljónir króna af reikningum sínum í Glitni til Noregs aðeins nokkrum dögum áður en bankinn var þjóðnýttur af Seðlabankanum. Einar er bróðir og viðskiptafélagi Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, formanns Sjálfstæðisflokksins.

 

 

 

Þá er í  skýrslunni sérstaklega tekið fram að það sé ekki ólöglegt að færa fé af reikningum en ástæða sé til þess fyrir Fjármálaeftirlitið að kanna málið betur sérstaklega þegar upphæðirnar eru háar. Þar voru meðal annars kannaðar óvenjulegar peningafærslur milli fjármálafyritækja og landa. Staða fjölmargra bankareikninga var könnuð 31. ágúst og 30. september. Læt þetta duga um virkilega skáta og auðmenn. Kært kvödd.


mbl.is Lögreglan ánægð með skátana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þeiðinlegt að sjá þetta blogg hjá þér.

Þarna var verið að koma með mjög jákvæða frétt og þá þarft þú að bulla um þetta leiðinlega sem er í umræðunni í dag. Hefði ekki verið hægt að aðskilja þetta tvennt mér er spurn  ?   Þarna er loksins skemmtileg og góð frétt  og þú eyðileggur það bara sísvona.

Bragi Jónsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 00:48

2 identicon

hvurn djö...... eru að blanda auðmönnum inn í skátaumræðuna? má ekkert gott heyrast eða hvað?

Ágúst (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 02:18

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar. Og ég þakka innlitið. Ég sagði í upphafi að það væri ánægjulegt að þeir sem gættu lagar og réttar væru ánægðir með eitthvað. Það var nú eiginlega kveikjan að því sem eftir kom. En ég tek undir með ykkur að maður má ekki blanda þessu saman. og kom nú eiginlega inn á það í byrjun. En ég lofa bót og betrun. Þarna lét ég kannske reiðina hlaupa með mig í gönur. Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 28.7.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 535930

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband