"eiga ekki við"

"Reglurnar eiga ekki alltaf við" Réttarkerfi þessa lands nær bara yfir almúgamanninn. Ekki þegar"stórkallar"eiga í hlut. Af hverju þurfa þessir menn ekki að borga skuldir sínar eins og hver annar maður hér á landi. Það væri fengur í að Ásgeir Friðgeirsson útskýrði það fyrir fólki.

 

Hundruð milljarðar"TÝNDIR" !!!!!! engin segir neitt og bara allt í lagi með það. Það er talað um að það eina sem gert sé fyrir hinn almenna borgara sé að lenga í hengingasnúrum þeirra. Hvað um hengingarsnúrur þessara manna. Þær virðast allavega ná til London. Á að lenga í þeim svo þær nái til Persaflóans. Kært kvödd


mbl.is Reglurnar eigi ekki alltaf við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessar hundruðir milljarða eru ekkert týndar heldur voru aldrei til. Þeir áttu aldrei neina af þessum svokölluðu "peningum" sem voru ekkert annað en falsanir á blaði. Lykillin að því að skilja það liggur í því að bankakerfi vesturlanda byggir á aðferð sem kallast "Fractional Reserve Banking" og gæti útlagst á íslensku sem "hutfallsleg bindiskylda". Hvernig það virkar er dálítið flókið að útskýra, en ég ætla að reyna:

Sko þetta virkar þannig að ef þú átt banka og einhver leggur inn þúsundkall, þá geturðu lánað út allt að tíuþúsundkall út á það án þess að skerða svokallað "eigið fé" bankans. Vel að merkja þá koma þessar viðbótar tíuþúsund krónur hvergi frá, heldur eru þær bara búnar til úr lausu lofti, gegn loforði um endurgreiðslu síðar (skuldabréf heitir það). Innistæða á reikningi lántakandans hækkar um sömu upphæð og er á skuldabréfinu sem er gefið út. Nettóstaða bankans helst hinsvegar óbreytt þar sem skuldabréfið er fært sem "eign" bankans á móti þeirri skuldbindingu sem felst í loforði bankans um að borga út innistæðuna síðar (þegar lántakandinn ætlar að nota peninginn). Fyrir þann sem á banka er því hægðarleikur að leggja inn smá pening, fá lánað út á móti (margfalt), leggja það svo inn aftur, fá lánað út meira (margfalt), o.s.frv. og skammta sér þannig pening eftir þörfum. Eina vandamálið er að það eru einhverjar reglur sem eiga að koma í veg fyrir óhóflegar lánveitingar til eigenda og tengdra aðila, sem flækjast auðvitað fyrir þegar menn ætla að skammta sér svona peninga. Þá er trikkið að gera það bara í gegnum sem flestar ólíkar kennitölur, sem helst eru skráðar á aflandseyjum eða í skattaskjólum, til að dylja eignarhaldið þannig að þetta komi ekki fram í bókhaldi bankans sem lán til tengra aðila. Til að hjálpa sér við þá iðju opnuðu þessir menn fullt af útibúum hingað og þangað um heiminn og réðu til sín allt okkar hæfasta fólk á sviði fjármálaverkfræði, til þess að byggja hinar ótrúlegustu skýjaborgir. Ef einhver spyr óþægilegra spurninga um þessar lánveitingar, t.d. starfsmenn Fjármálaeftirlitsins, þá er bara um að gera að bjóða þeim vinnu fyrir miklu betri laun, sem er hægðarleikur þegar maður á ígildi peningaprentsmiðju.

Hvergi í þessu ferli var um neina raunverulega verðmætasköpun að ræða, enda er það ekki á verksviði banka að búa til verðmæti heldur bara að sýsla með peninga, en peningar eru að sjálfsögðu bara pappírsmiðar og ígildi ávísunar á raunveruleg verðmæti. Með þessari "peningaprentun" voru þeir samt auðvitað að stórauka það peningamagn sem var í umferð í íslenska hagkerfinu, en eins og allir hagfræðingar með vott af heilbrigðri skynsemi (vandfundnir nú til dags) geta staðfest, þá leiðir aukning á peningamagni ávallt á endanum til verðbólgu ef ekki skapast nein raunveruleg verðmæti á móti. Meiri verðbólga þýðir minni kaupmáttur fyrir sömu krónutölu, þannig að launþegi sem var með óbreytta krónutölu í laun var alltaf að fá minni verðmæti fyrir vinnu sínu eftir því sem verðbólgan jókst. Þannig að ef einhver spyr hvernig Björgólfur varð svona ríkur að geta keypt Eimskip og knattsyrnufélag og guð má vita hvað, þá er svarið einfalt: Hann var ekkert svona ríkur, heldur bara svona ótrúlega flinkur að plata okkur hin til að kaupa þetta allt fyrir sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2009 kl. 02:00

2 identicon

,,Við skulum ekki vera að leita að sökudólgum" hafa fjölmargir Sjálfstæðismenn sagt, þeim virðist vera mjög í nöp við alla rannsókn á þessum málum. Kannski ekki að furða, Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera sérhagsmunasamband fyrir menn sem vilja hafa aðgang að sælgætiskrukku landsmanna til að geta deilt úr henni að eigin vild. Í rauninni er það alveg með ólíkindum að forystumenn þar innan dyra skyldu ekki sjá sóma sinn í því að leggja þetta þjóðfélags-krabbamein niður síðast liðið haust. Ég minni á það að allir þessir einstaklingar í Landsbankanum eru innvolveraðir inn í kjarna Sjálfstæðisflokksins og svipaða sögu má segja um aðra útrásarvíkinga sem hafa verið fastagestir á landsfundum flokksins þangað til í vor.

Ég var einu sinni í Sjálfstæðisflokknum sjálfur, en mér fannst þessi flokkur vera óheiðarlegur og þar að auki virtist honum stjórnað með valdi nokkurra einstaklinga, þannig að ég fann skoðunum mínum annan farveg. Sjáið þið, menn fá verðlaun fyrir að þora að tala á móti flokknum sbr. Benidikt Jóhannsson varðandi ESB. Það kom frétt um það í Fréttablaðinu um daginn og hefði allt verið eðlilegt hefði þessi frétt átt að vera altöluð, en fólki fannst þetta svo sjálfsagt að maður úr Sjálfstæðisflokknum hefði fengið verðlaun fyrir að tjá sig á móti FLOKKNUM, en engin gerði athugasemd við þetta. Þetta er eins og fasismi. Þetta er flokkur sem stjórnar sínu fólki með svipuhöggum og hringli í handjárnum. Ef þú ert ekki sammála forystunni (ósýnilegu) þá verður komið í veg fyrir frama þinn í flokknum sem og í atvinnulífinu. Menn eru hræddir og þora ekki að tjá skoðanir sínar. Allir klappa með.

Taktíkin er eitthvað á þessa leið. Ráðherra gerir eitthvað óheiðarlegt eins og að ráða son Davíðs í feitt embætti eða gefur eigur þjóðarinnar suður á Keflavíkurflugvelli. Engin segir neitt til að byrja með og allir bíða eftir því að ráðherra gefi út yfirlýsingu. Þegar að ráðherra hefur tjáð sig koma skósveinar flokksins hver á fætur öðrum í fjölmiðla og tyggja upp sömu delluna. Bloggarar til hægri gera það sömuleiðis. Menn og konur tala gegn betri vitund og segja að eðlilega hafi verið staðið að ráðningu Þorsteins Davíðssonar þrátt fyri að allir landsmenn viti að þetta var spilling. Hvað fær heiðarlegt fólk til að tjá sig með þessum hætti? Jú ótti og von. Ótti við að verða af tækifæri og vonin um að ef ég er duglegur að verja óheiðarleikan, þá fái ég kannski eitthvað í staðin, aldrei að vita. Ég gat alla vega ekki hugsað mér að vera í slíkum flokki, enda kannski ekki um það að ræða þar sem ég er gall harður ESB sinni, ég hefði kannski getað verið áfram og fengið verðlaun fyrir að vera fylgjandi ESB opinberlega?

Valsól (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 02:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stefna Sjálfstæðisflokksins er ekkert "eins og" fasismi Valsól, heldur ER hún fasismi.

Það versta er að VG og Samfylking hegða sér nákvæmlega eins þegar þau eru komin til valda, eini munurinn er hvaða gæluverkefni þau leggja áherslur á. En hvað varðar hegðun á þingi og framkvæmd efnahagsmála er lítill munur.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2009 kl. 10:35

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar og ég þakka ykkur fyrir innlitið. Þetta var mikil lesning en ég get þó sagt að ég sé sammála ykkur báðum. Valsól ! Ég notaði brennivín í óhófi í tæp 30 ár. Þann tíma þá kaus ég D. Ég hætti því um leið og ég hætti að drekka. Kært kvaddir báðir

Ólafur Ragnarsson, 27.7.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband