20.7.2009 | 18:25
Varnarsinnaður ???
Einhvernveginn kann ég ekki við S J S í framlínunni. Þótt ég hafi ekki hundsvit á knattspyrnu held ég að framlínumenn skori yfirleitt mörk hjá andstæðingunum en varnarmenn geti lent í því óláni að skora sjálfsmark. Ef maður heimfærir þetta uppá stjórnál dagsins þá finnst mér eins og framlínumaðurinn og fyrirliðinn S J S hafi skorað sjálfsmark beint yfir völlinn. Og nú verði hinir leikmennirnir að reyna að taka leikmanninn í sátt þrátt fyrir misstökin. Mér líkaði oft vel við Steingrím sem stjórnarandstöðuþingmann en finnst hann afleitur sem stjórnarsinna. En þetta getur verið út af reynsluleysi hjá mér. Maður er vanur að sjá hann með opin kjaf.... yfir ástandi sem jafnvel var betra en það sem hann dásamar í dag. Det "var bedre før" segir daninn stundum. Ég er alltaf að verða samfærðari að það væru mistök að samþykkja þetta fjand... "Iceslave"eða hvað þetta heitir allt saman . Kært kvödd
Steingrímur í beinni á CNBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu minn kæri Ólafur. Já öðruvísi mér áður brá og ég tek undir þessa athugasemd hjá þér. Sá sem reyndist landsins hlíf og skjöldur er nú sem fleinn í holdi íslensk samfélags. Ég skil ekki hvernig VG gátu fengið sig til að samþykkja þessa afgreiðslu og mér finnst hin þekkilegi þingflokksformaður GLG ekki vera að hvítþvo sig með því að sitja hjá við afgreiðslu aðildarumsóknar í ESB. Ég vonast til að skilja þetta síðar en nú er þetta alger katastroffa. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.7.2009 kl. 21:09
Sæl mín kæra Kolla Og ég þakka innlitið. Þá fór um mig hrollur er ég las byrjunina sem innihélt´"Ólafur". Og ég hugsaði hverju hef ég nú hleypt af stokkunum. En svo sá ég strax að við erum sammála sem að ég held að við séum ávallt. Ég tek undir með þér um hvað VG og GLG varðar. Og of maður heldur áfram að vera skáldlegur á fótboltamáli, þá held ég að þeir VG OG Samf. séu að fá sig"vítaspyrnu"(icslave ) og það verður fróðlegt að sjá hvort hún verður varin. Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 21.7.2009 kl. 10:52
hahaha já ég var alveg búin að gleyma því að maður má ekki vera of hátíðlegur í ávarpinu við þig. Þú hefur haldið trúi ég að ég ætlaði að fara að setja út á þessar léttklæddu en mjög svo gerðarlegur dömur sem þú hefur valið til að skreyta færsluna. En það er engin hætta á því. Varðandi stjórnartakta vegna Icesave-vítaspyrnunnar þá gæti ég trúað gamla íþróttagarpnum Steingrími til að klobba Samfó og skora sjálfsmark úr hjólhestaspyrnu. Hann hefur nú sýnt það undanfarið að hann er fljótur að taka veltur og vippa sér í gegnum þéttar varnir jafnvel sinna eigin flokksmanna. kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.7.2009 kl. 21:31
Sæl vinkona og takk fyrir innlitið. SJS er fimur í "loftfimleikum til heimabrúgs". Eins og hann lýsti ráðherra í öðru landi. Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2009 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.