Luckas

Svona geta fyrirsagnir blekkt mann. Ég sem ekkert veit um knattspyrnu vissi þó að þjálfari Grindvíkinga héti svipuðu nafni. Og ég sem hélt að greinin birti tekjur þjálfara hugsaði:" Geta Grindvíkingar greitt sínum þjálfara bestu launin" kíkti á innihaldið sem kom í ljós að þessi Lukas var ekki í Grindavík.

 

Svipað kom fyrir mig í fyrra þegar ég sá mynd af ungri fjallmyndlegri stúlku og fyrirsögnin var:"Syndir á Sunnudögum" Nú fór "gráifiðringurinn" á fullu hjá kalli til að sjá hvaða syndir svona falleg kona drýgði á sunnudögum. En  þetta var þá sundkona sem æfði sig m.a. á sunnudögum. Svona er fréttum stundum svindlað inn á mann eða þannig. Kært kvödd


mbl.is Lucas með hæstu tekjurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha Ólafur minn, fyndið!

En svona til gamans og smá fróðleiks,þá get ég laumað þvi að þér, að ég kynntist nú þessum "Lúkasi" sem þú hélst að þarna væri til umfjöllunar, nokk svo vel er hann kom fyrst til landsins fyrir rúmum tuttugu árum minnir mig núna og spilaði upphaflega með Þór!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn góði bloggvinur. Og ég þakka fyrir innlitið. Já þessi maður er einn af fjölmörgum "nýbúum"sem hafa skotið góðum rótum hér á landi. Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, Luca Kostic er bæði fínn strákur og skemmtilegur, hann gekk og hefur gengið ýmist undir gælunöfnunum Luca eða Kole, (hið síðara einkum frá hans æskuslóðum) en hann tók semsagt upp íslensku útgáfuna af nafninu sínu, Lúkas, þegar hann varð ríkisborgari.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 14:38

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll aftur minn mjög svo kæri bloggvinur. Ég er alveg viss um að þú ert að lýsa manninum rétt. Það er nú svo að alltaf þegar ég heyri í honum dettur mér alltaf í hug ég, sjálfur að tala dönsku og sænsku. Þú skilur örugglega hvað ég meina. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 21.7.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband