Gamlir kunningar

Maður var nú ekki hár í loftinu þegar maður fór að fá vinnu við uppskipanir. Í þá tíð voru 3 verslanir í Borgarnesi sem fengu kol,sement og timbur sjóveginn. Þetta voru Verslunarfélagið Borg. Verslunarfélag Borgarfjarðar en þau sameinuðust um skip að mig minnir og Kaupfélag Borgfirðinga. Afi minn Ásmundur Jónsson var verkstjóri við uppskipanir fyrrgreindu félaganaMalmo 01 Reykjanes En Tómas Hallgrímsson fv bóndi á Grímstöðum hjá KB. Hlutverkið sem ég og nokkrir aðrir á líkum aldri var að hífa bómur skipana til og frá yfir lestaropin eftir því sem við átti. Nú ef maður hafði ekki lent í náðinni hjá þeim 2 sem oftar en ekki var út af þáverandi nýtísku útbúnaði skipana.Sem voru 2faldar bómur en þá þurfi enga "gertastráka", þá hékk maður á bryggunni eða fékk að "sitja í "hjá vörubílstjórunum. En töluverður spotti var t.d í sementgeymslu KB við Sólbakka.

cornelia b II Cornlia B Sem kom oft í Borgarnes í"den".

Eitt var það skip sem þurfti gertastráka það var s/s Reykjanes enskur  koladallur í eigu Jóns Oddsonar útgerðarmanns í Englandi. Ég man hve gríðalega stórt manni þótti þetta skip

En það hafði verið smíðað 1919 í Þýskalandi 66.2 m langt og 9.9 m br. 981 ts. Og hafði i upphafi borið nafnið Malmö.

Svo er annað skip sem þurfti "gertastráka" en það var Erik Boye lítill danskur dallur sem ásamt systurskipi??? Hans Boye En Hans var kannske frægastur fyrir að heimsæka þáverandi öskuhauga við Ánanaust   Erik%20Boye+Ursula%20Heinemeier 01 Erik Boye fjellbErikB  Erik Boye image Hrímfaxi Svo var það hið fræga skip Hrímfaxi En þetta skip átti sér sérstaka sögu, Það var upphaflega byggt fyrir enska flotan sem:" partrol frigate" 1917 Og fær nafnið Kildary . 1920 er skipinu breitt í flutningaskip og fær nafnið Sorcerer og gert út af Pobinson Brown & co. HMS KILDARE Partrol frigate.1933 er það svo selt til Portugal og fær nafnið Ourem og er gert út af C.A. Moreira. og & co. Undir því nafni kemur það svo til Íslands í endaðan febrúar 1941 með sement og vín í tunnum. Í frægu ofviðri síðasta dag febrúar 1941 rekur skipið upp í Rauðarárvíkina. Our m2Ourem í spánskri höfn í stríðinu.Einhver hræðsla greip víst um sig hjá hinni 19 manna portúgölsku áhöfn því mjög erfiðlega gekk að ná"sambandi"við þá. Og urðu slysavarnarmenn undir stjórn Jóns Oddgeirs að brjótast um borð til að hægt yrði að ganga frá línum og köðlum fyrir björgunarstól Útgerð togarans Sviða i Hafnarfirði keyptu skipið á strandstað. Þeir náðu því út og skírðu það Hrímfaxa. Skipið var í fiskflutningum til Englands og tók oftast kol heim. vamar9 Mynd af systurskipi Hrímfaxa.Með þau kom hann m.a.í Borgarnes. Hrímfaxi var oft í leigu hjá Skipaútgerð Ríkisins. T.d á meðan viðgerðin á Súðinni eftir loftárásina sem gerð var á hana 16 júni 1943. 1950 kaupir Kjartan Guðmundson skipið skírir það Auðumlu og notar það til vöruflutninga til landsins frá Evrópulöndum. Kjartan selur svo skipið til Indlands 1952. Það er svo rifið í Calcutta 1954 Hvassafell 01 Hvassafell I kom oft í Nesið Svo ég tali ekki um Helgafellið I Helgafell 01 Helgafell I Ég vona að ég setji engan ljósmyndara á hausinn þau ég viti upp á mig skömmina hvað birtingarétt varðar. Og ég geri ekki ráð fyrir að menn fari að eltast vi aflóga sjóara sem hefur gaman af að grúska á"Netinu" og deila minningum sínum með öðrum. Kært kvödd

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Gylfi Jóhannsson

Sæll Óli minn, alltaf gaman að sjá þessar myndir sem þú setur inn, já trúlega kæmust svona skip ekki upp í Nesið okkar í dag.

Bestu kveðjur. JGJ.

Jóhannes Gylfi Jóhannsson, 18.7.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll frændi kær. Ég þakka þér innlitið. Mig grunar nú að þú hafir fengið að"hanga"í gerta hjá  Ásmundi afa eins og ég. Það er ekki svo ýkja mikill aldursmunur á okkur. Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 20.7.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Arnar Guðmundsson

ERÞA NOKKUSKONAR ÞORRAÞRAELL '''!

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband