9.7.2009 | 12:46
Rumpulýður !!!!
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið vodkafleyg og hálfum lítra af bjór úr Vínbúðinni á Akureyri í mars síðastliðnum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi.
Þá var kona dæmd fyrir að stela gaskút af bensínstöð í nóvember í fyrra og að keyra undir áhrifum amfetamíns í mars. Konan var dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt. Hverskonar"rumpulýður er þetta eiginlega.
Rosalega gengur vel fanga þennan þjófalýð. Og velættaðir menn til að dæma þá í strangar refsingar. Hvað er að ske í hinu"siðprúða"lýðveldi Íslandi. Skelfing er gott að til eru eftirlitsaðilar sem fylgast vel með að svona rumpulýður gangi ekki laus og steli af betri borgurunum og að maður tali nú ekki um af sjálfu ríkinu Heilum vodapela stolið. Guð sé mér syndugum manni hjálplegur
Skyldu fjárlögin standast ef sektirnar inheimmtast ekki . Guð hjálpi okkur sem erum bara fórnarlömb stórsvikara en ekki smáþjófa. Með þesu er ég ekki að kasta rýð á óbreitta lögreglumenn. Mér finnst þeir standa sig vel þrátt fyrir fjársvelti til þeirra starfa. Kært kvödd
16 milljarðar inn í Sjóvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 536297
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bestir í smá"krimmum" þau ráða við það nokkuð auðveldlega - hvað skildu nú þetta "mikla" fólk í dómshúsinu þyggja í laun fyrir svona "manna" vinnu
Jón Snæbjörnsson, 9.7.2009 kl. 13:29
Held að geta þeirra nái ekki lengra og svo hafa stjórnvöld engan áhuga á upplýsa neitt, þegar óskabörnin eiga í hlut.
Finnur Bárðarson, 9.7.2009 kl. 14:47
Góður
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.7.2009 kl. 16:24
Ólafur og Jón, þessi vínþjófur átti sakaferil að baki. Eins og þið hljótið að vita, þá fá menn þyngri dóma eftir því sem brotunum fjölgar. Hann hefði að sjálfsögðu fengið smásekt væri þetta hans fyrsta brot.
Hvað hefðuð þið viljað sjá í þessu tilviki? Að ákværuvaldið léti málið niður falla? Að sjálfsögðu myndi lögregla þá ekki hafa fyrir því að skerast í leikinn næst þegar þjófnaður er framinn, í vínbúð, sjoppu eða kannski heima hjá ykkur. Ekki ef ákæruvaldið hendir málunum af því að útrásarvíkingar hafa framið meinta stórglæpi og alþingismenn sofið. Viljið þið svoleiðis vinnubrögð?
Og héraðsdómarar eru á óttalegu skítakaupi.
Bæði þeir og lögregla og saksóknarar eru skyldugir til að fjalla um brot gegn almennum hegningarlögum, þjófnaði, líkamsárásir, kynferðisbrot og efnahagsbrot ofl. Þessar starfstéttir eru ekki að leika sér.
Ákæruvaldið í landinu fellir reyndar niður fjöldann allan af málum - vegna sönnunarskorts. Þið getið huggað ykkur við að sakborningar í þeim málum sleppa. Og því til viðbótar hafa dómarar stundum minnt óvenjunákvæma saksóknara á þá venju, að skera nú af sakarefninu ef margir og litlir ákæruliðir eru í ákæruskjalinu, í upphafi aðalmeðferðar. Reyndar þurfti enga aðalmeðferð hjá vínþjófnum því hann játaði sök. Það er önnur saga. Bestu kveðjur. S.
Steini K. (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 16:32
Sælir félagar og ég þakka innlitið. Steini ! Ég verð að viðurkenna að ég er sammála þér. Vitanlega erum"við"samþykkir að lögum sé komið yfir lögbrjóta. En svona sem einum af þessum" sauðsvörtu" finnst mér stundum menn sem standa ofar í þjóðfélagsstiganum (betur ættaðir eða giftir ????) sleppa betur frá lögbrotum en "smákrimmarnir" Ég er ekki greindur maður og hef ekkert vit á lögfræði. En ef við tökum t.d. samráð olíufélagana. Hvernig menn sluppu þar og gátu komið sökinni á sjálf félögin. Ef ég og nokkrir aðrir stofnuðum hlutafélag um nokkrar skóflur sem ég gerðist svo forstjóri fyrir og skaðaði menn fjárhagslega með einhverri skóflunni á þá að fría mig af því ég stjórnaði skóflunni. En ég skal líka viðurkenna að ég þekki ekki "skítalaun" héraðsdómara. Og ég er eiginlega ekkert að agnúast út í þá. En ég er bara eins og nokkrir aðrir sem ég þekka, farinn að vantreysta réttvísinni. Það voru sett lög til að koma 1 manni út úr embætti. Og maður spyr sig af hverju er ekki hægt að setja lög til að hefta för manna sem eru (ég undirstrika)grunaðir um stórfelld fjársvik. Mönnum sem hafa verið grunaðir um miklu minni ólögleg athæfi hefur verið gert að sitja í gæsluvarðhaldi meðan málin hafa verið rannsökuð. Út af rannsóknarhagsmunum. En ég er,annars eins og ég sagði sammála færslu þini. Verið allir Kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 9.7.2009 kl. 17:06
Sæll Óli.Þetta er og verður bara eins og í laxinum,veiða og sleppa,Sniðugt hjá löggunni,og þessu löggæslu liði, eftir að fangelsin fylltust
Julius kristjansson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:21
Steini, allt er þetta eflaust rétt hjá þér - en eins og Ólafur nefnir þá sem leikmaður finnst manni svo að þeir sem "meiri" eru í þjóðfélaginu fái mýkri meðhöndlun en sumir - þekki ekki laun héraðsdómara en þau eru pottþétt hærri en leikskólakennarar sem er með að ég held jafn mörg ár í háskóla
Jón Snæbjörnsson, 10.7.2009 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.