Sjómannadagur

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn 71 árs. Ég leyfi mér að fullyrða að hann hafi aldrei verið haldin við erfiðari aðstæður í þjóðfélaginu en nú.Þegar sá 1sti var haldinn hátíðlegur hafði skollið á heimskreppa nokkrum árum áður,en menn voru farnir að sjá til lands hvað hana varðaði. Og á árdegi hans var jú önnur vá fyrir dyrum. Styrjöld yfirvofandi í Evrópu. Og hún byrjaði 3ja september 1939. image 72Frá árdögum dagsins.

Þessi styrjöld kostaði mörg líf íslenskra sjómanna. (kring um 300) Einnig skapaði hún erfiðleika á að afla nauðsynja til landsins. En að henni lokinni ( styrjöldinni ) höfðum við Íslendingar heldur betur rétt úr kútnum. Og upphófst mesta blómaskeið sem íslendingar upplifað til þess. Og þarna skeði það sem átti eftir að koma okkur í koll æ síðan að mínu mati. Við eiginlega skutumst út úr moldarkofunum og kömrunum og inni hallir með vatnssalerni og öllum þv þægindum. butler 03Sennilega hefur engin þjóð“grætt“eins mikið á stríðinu en við Íslendingar. Og á hverju græddum við jú nokkur % af þjóðinni sem kallast sjómenn voru við að afla fiskjar sem þeir síðan sigldu með til Englands. Brutu hafnbann Þjóðverja og sigldu á einum af hættulegustu svæðunum í Orustunni um Atlantshaf. Bændurnir sáu okkur svo fyrir þeim nauðsynjum sem þeir sköpuðu. Já það lyktaði allt af slori og kúaskít. Og því miður fengu sumir þefinn af púðrinu líka. Grimmdin í styrjaldaraðilar hlýfðu engum. Árásir voru gerðar á óvopnuð íslensk fiski og farskip og þeim sökkt fyrirfaralaust- lítið.Úr blaði í sept.1939:

“ Þjóðin verður því að taka því sem að höndum ber,með skynsemi og stillingu,slaka á kröfum sínum, þótt fyllilega rétmættar séu meðan nýtilkomið styrjaldarástand helst.butler 05 Þetta síðasta á ekki síst við sjómennina sem eiga óuppgerða reikninga við stjórn og þing í ríkara mæli en önnur stétt.En einmitt því fremur sýna sjómenn þegnskap sinn og drenglund með því að ganga ótrauðir fram fyrir skjöldu um afla og aðdrætti í þjóðarbúið á þrengingartímum. Sjómenn leggja líf og limi í hættu á friðartímum og fá minni þökk en skyldi.

En vera kynni að augum þeirra, sem kaldrifjaðastir eru í garð sjómannastéttarinnar islensku. opnist ekki í annan tíma, betur en nú fyrir því hvar þjóðin væri stödd ef atorku sjómanna nyti ekki við. Enn gæti svo tiltekist, að þeir sem sitja á hjassanum heima í inni sínu, meðan slysa- og lífshætta sjómanna margfaldast, skilji að hér á landi er risin upp stétt manna sem ber á herðum sér íslenska menningu og afkomu, frekar öðrum íslenskum stéttum““

Svo mörg voru þau orð, skrifuð fyrir tæpum 70 árum. Það hefur mikið breyst á þessum 70 árum. En margt á hreinlega við daginn í dag.  Talið er að um 300 íslenskir sjómenn hafi farist á stríðsárunum. Miðað við höfðatöluna frægu mun þetta vera svipað og Bandaríkjamenn misstu af mönnum í stríðinu. Margt og mikið hefur sem betur fer breyst í öryggismálum sjómanna  til hins betra. Þökk sé ýmsum aðilum. Meiri menntun,stærri skip,fullkomnari tæki og fl og fl..

En enn og aftur verða það sjómenn sem að stórum hluta koma til með að koma okkur út úr þeirri kreppu sem nú stendur  og þessari styrjöld sem geysar á alheimsfjármálamarkaðinum. En að núinu. Ég skora á sjómenn að láta heyra í sér á sjómannadaginn. Og hreinlega að banna fulltrúum stjórnvalda og útgerrðarmanna að koma í ræðustóla þennan dag. Þeir hafa hvort sem er ekkert fram að færa annað einhverja loðmollu um  ágæti sjómanna.

Sem aldrei er á öðrum dögum er talað um. Nú eiga sjómenn að nota daginn um leið og þeir minnast fallina félaga og fagna úr greypum Ægis gripna til að krefjast ýmissa réttar bóta. Bera baráttu spjöld í skrúðgöngum. Sjómenn ég skora á ykkur að rísa upp á“afturlappirnar“og sýna þessu listaspýrudóti að það eruð þið sem eruð undirstaðan undir þessu nú hálfgjaldþrota þjóðarbúi. Fólk á listamannalaunum aflar sáralítils gjaldeyris á móts við ykkur. Þó þetta lið láti mynda sig í bak og fyrir við allslags mótmæli Íslenskir sjómenn munið að það voru þið sem komuð svokallaðri menningu á koppinn.

Það voruð þið sem öfluðu peninga svo hægt væri að borga svokölluð listamannalaun. Ég skora enn og aftur á ykkur að láta heyra í ykkur á Sjómannadaginn. Hafnið öllu leirburðsrugi sem vellur út um munnvikin á þessum svokölluðum stjórnendum þesa lands. Og hleypið engum frá  þesum stórútgerðarblokkum í ræðustóla öðruvísi en að þeir lofi að hætta við að braska með kvótan.

Munið að það voru störf sem gáfu af sér slor og fjósalykt sem kom þessari þjóð á lappirnar. Og munið það íslenskir sjómenn að dagurinn ykkar heitir Sjómannadagur og hreint ekkert annað Öll önnur nöfn eru lagleysa. ‚Ég óska ykkur til hamingu með daginn ykkar á sunnudaginn og velfarnaðar , vonandi slysalitlum komandi árum. Verið ávallt kært kvaddir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur, tek undir þessi skrif þín heilshugar Sjómannadagurinn á að vera fyrir sjómenn og þeirra sjónarmið.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.6.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú þarf Sjómannadagurinn að verða helgaður baráttu sjómannanna gegn ánauð kvótaeigendanna.

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmæli morgundagsins!

Árni Gunnarsson, 6.6.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gleðilegan sjómannadag minn kæri bloggfélagi.  Vona að hann verði bjartur og fagur eins og dagurinn í dag. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.6.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

'Ólafur og allir sjómenn fyrr og nú til hamingju með daginn /þakka þina frábæru pistla og efni sem þú setur inná bloggið,Halli gamli hlustaði á dagskrána i útvarpi nokkuð góðar ræður bara/Kveðja og góðar óskir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.6.2009 kl. 10:33

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæru vinir. Ég þakka ykkur innltið. Ég tek heilshugar undir með þér Árni hvað varðar Sjómannadaginn. Það á að hætta þessu voli um ágæti sjómannsins á þessum 1 degi hvað varðar stjórnmálamenn/ráðherra. Sjómenn eiga sjálfir að standa í ræðustólum þennan dag og tala þar fyrir baráttumálum sínum. Og berja það inn í hausinn  á þessum fjand... ráðherrum og slíkum að sjómaðurinn er ómissandi alla 365 daga ársins. Ekki bara 1sta sunnudag í Júní Verið öll kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir herramenn. Já ég er sammála því að þeir eiga auðvitað sjálfir að halda sínar ræður. Ég var samt afar stolt þegar ég var beðin að halda hátíðarræðuna á sjómannadegi á Hellissandi forðum daga. Það var nú líklega af því ég var útibússtjórinn á staðnum og þekkti flesta sjómenn og útgerðarmenn á staðnum en ekki síður sem sjómannskona, en þá var ég gift trillukarli. Það er samt nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan til að vekja athygli á því fórnfúsa starfi sem sjómennskan er, án þess að ég ætli neitt að fara að mæra sjómenn sérstaklega  kveðja til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.6.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband