Föðurland óskast !!!

Mér er fjandans sama þótt tönglast sé á að ekki megi leita að einhverjum sökudólgum fyrir ástandinu sem er á þessu eylandi í dag.  Og kjaftæðu eins og“ við tókum öll þátt í þessu“ tek ég lítið mark á. Við,ég og mínir líkir tókum engan þátt í veislunni.  

En aldraðir öryrkjar og aðrir sem minna mega sín verða að axla stærstu byrgðarnar.  Og mér finnst satt að sega nokkrir ónefndir menn ekki eiga það skilið að geta kallað þetta land sem föðurland. Og ég er reyndar steinhissa á að einhver af þessum mönnum sem þrátt fyrir allt virðast eiga næga peninga í hinum mörgu skattaskjólum sem sennilega aldrei finnast, skuli ekki vera búinn að kaupa eina af eyjunum í Carribbean og stofnað þar nýlendu fyrir úrelta fjármálamenn.  Þá gætu þessir herrar“flaggað“sér út og lifað áhyggulausu lífi í hinu nýja föðurlandi án þess að hægt væri að koma yfir þá sök ef hún reynist fyrir hendi. Sem margir segja að sé fyrir hendi. Því að enga framsalsamninga yrði um að ræða í þessu útflöggunarsamfélagi. En nóg af þessum gaurum .

 

 

 

 International Monetary Fund skamstafað IMF sem stjórnar nú um stundir segir að botninum sé ekki náð. Og enn og aftur detta mér í hug orð séra Sigvalda í Manni og Konu er hann sagði eitthvað á þessa leið :“ja nú held ég að maður verði að fara að biðja guð að hjálpa sér“  Hvernig í ósköpunum getur þessi hagfræði verið svona  íllskiljanleg fólki eins og t.d. mér með,að ég held ekki mjög langt undir meðalgreind. Hvernig getur staðið á því að prófessorar  í greininni við Háskóla á Íslandi eru algerlega á öndverðum meið við þennan f.g sjóð sem og maður sem margir hafa í mín eyru talið færastan í greininni hér á landi og að mig minnir vann hjá sjóðnum.

 

 

Hreint ótrúlegt en satt að vísu. Einar sem að mig minni að hefði verið kenndur við Mýnes afgreiddi hagfræðinga með þessum orðum í samtali við Stefán Jónsson fréttamann:“hagfræðingar eru vitlausustu menn á  Íslandi“

 

 

Ég hnaut um eina fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag.“Verta hryllir við hærri áfengisskatti“ En þeim virðist ekki hrylla við því að nú þurfa ellilífeyrisþegar,ötyrkjar og fleiri minnimátta sem lítið eða ekkert gætu hreift sig án bíls og eiga einhverja druslu svo að það megi verða,þurfa nú að borga minnst 7000 kr á tankinn. Þessir menn sem að mínu mati fleyttu rjóman ef svo mætti segja af góðærinu.

 

 

Ef það er hægt að tala um góðæri sem allt byggðist upp á lánum. En einu er ég sammála vini mínum og fv skipsfélaga (einu þeim skemmtilegasta sem ég hef siglt með) Geira á Goldfinger að þetta kallar á meira smygl. Þetta vitum við Geiri kannske manna best.  Einnig kallar þetta á eins og hann bendir líka réttilega á meira heimabrugg. Og maður spyr sig hvar endar þetta allt saman? Það er staðeind að afbrot aukast við svona ástand og nú skal skorið niður í löggæslunni.Læt þetta duga af"nuddi"í dag. Verið ávallt kært kvödd 


mbl.is Bensínlítrinn í 181 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér þykir þú forhertur gamli vinur. Sérðu ekki að þú berð alveg gífurlaga stóran hluta þessarar ábyrgðar? En svo er það bara spurningin hversu margir lifa af lækninguna. Því nú eru menn skornir holskurðum ódeyfðir og án svæfingar til að megi stoppa upp í fjárlagagatið. En þessi spurning um hagfræðingana.

Einar í Mýnesi talaði ekki við Stefán Jónsson opinberlega að ráði svo ég muni til enda var hann kommúnisti eins og Stefán. En Stefán ræddi við Einar í Hvalnesi í Lóni og sú upptaka er til hjá Útvarpinu, auk þess sem sá þáttur er til í bók eftir Stefán. Einar í Hvalnesi var íhaldsmaður og þegar hann ályktaði um hagfæðingana í umræddu viðtali þótti honum skelfilegast að..... "og þetta eru mínir menn!"En svo hló Einar sínum hrossahlátri sem Stefán sagði að væri þannig að eiginlega ætti ekki að ræða svo opinberlega um efnahagsmál á Íslandi að þessi hlátur væri ekki spilaður af segulbandinu í lokin. Og hreysti Einars lýsti Stefán þannig að á yngri árum hefði hann leikið sér að því að "hlægja borð á vaskafat í næsta herbergi."

En að fjárlagagati, sparnaði og auknum sköttum. Ef hverjar 2 milljarðar í skattatekjum til ríkisins kosta skattgreiðendur 8 eða 9 milljarða þá gæti verið ástæða til að reikna þau dæmi í það minnsta tvisvar.

Ég sé þá fyrir mér að þessi 170 milljarða hagræðing sem IMF krefst muni kosta okkur 680-700 milljarða!

Ég veit af gamalli konu norður í Fljótum sem er svo hagsýn húsmóðir að hún léki sér að því að vinna þetta þarfaverk með hóflegri fjöldamorðum.

Árni Gunnarsson, 30.5.2009 kl. 18:16

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

BLessaðir gott að sjá bloggið þitt aftur félagi. Það er synd að við skulum vera orðnir of gamlir til að bjarga okkur ekki satt :) maður er orðin of hlaupamóður. Verðum sennilega að standa af okkur þessa kreppu á bryggjukantinum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.5.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir mínu kæru vinir og ég þakka ykkur innlitið. Allaf gaman af fá ykkur hér inni. Já Árni ég hreinlega ruglaðist á nesum. Vitanlega átti ég við Einar í Hvalnesi. Sem ekki var nú að skafa utanaf hlutunum. Það var eins gott að maður ruglaðist ekki mikið á nesum er maður var að sigla á"Stöndinni" Hvað ódeyfðar læknisaðgerðir varðar þá lendi ég einusinni í einni á Haiti. Það gróf íllilega í hægri löpinni á mér. Hafði fengið flís upp í hana sem læknar á Haiti þurftu að krukka í. Eitthvað var lítið af deyfilyfjum til og var þá rúmlega 100 kg dama látin setjast á mig miðjan, meðan þeir rótuðust í ígerðinni. Það væri kannske athugandi fyrir Ögmund að nota fólk eins og mig eða þessa í "Þungavikt"sem deyfilyf. Taka ellistyrkinn af og borga manni svo eftir fjölda aðgerða. Og minn"gamli"vinur og sveitungi Jón. Það þurfti oft hugvit í björgunarleiðöngrunum hér i"den" Séu þið báðir ávallt kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 31.5.2009 kl. 18:39

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu minn kæri Ólafur. Fín hugleiðing hjá þér og ekki síðri í andsvari. Spara deyfilyfin og nota þungann. Það er þá ný atvinnugrein. Nógu erum við  nú að verða feit þjóðin það vantar ekkert upp á það. Allavega ekki hægt að sjá skort á fólki og vonandi er það þannig að allir hafi nóg að borða þó kjör hafi versnað verulega. Matur hefur hækkað verulega það sá ég í dag þegar ég var með matarboð fyrir litlu fjölskylduna mína þ.e. dæturnar tvær og tengdasyni. Ég verslaði inn fyrir tæp 17.þús  Ekki vildi ég vera að reka stóra fjölskyldu í dag. Bestu kveðjur til þín Kolla.   

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.5.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 536297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband