Fýluna burt

Ég óska Vopnfirðingum til hamingu með mjöltankana. Ég veit að Vopnfirðingar haf meiri skilning á"mjöltönkum"en 101 liðið sem finnur bara fýlu af öllu sem snertir atvinnu.

 

Kaffilykt hvítlaukslykt táfýla fyrir utan eigin skítalykt þykir fín á bænum þeim. En sem betur fer er hjarta landsins aftur farið að slá þar sem það hefur alltaf slegið þ.e.a.s á landsbyggðinni. Ávallt kært kvödd


mbl.is Mjöltankar fluttir frá Reykjavík til Vopnafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kæri vinur, það er mikið að maður fær smá blogg, velkominn í bloggheima eftir fríið.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.5.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið er ég sammála þessum stutta en góða pistli þínum.

Jóhann Elíasson, 18.5.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll  Ólafur Ragnarsson.

Ég vil byrja á því að þakka þér sérstaklega þitt innlegg Ólafur Ragnarsson sem er byggt upp á rökum og velvilja þíns að færa rök fyrir þínu máli. Þú ert einn af þeim yndislegum mönnum, sem færir manni eins og mér upplýsingar um skip sem voru hér og eru farin til annarra eigenda. Þú hefur margt fram að færa og þínar upplýsingar eru ómetanlegar.Og ekki síst Sigmari Þór  sem hefur barist fyrir öryggismáls sjómanna og haft að leiðarljósi bætt öryggi. Sem er ekki öllum gefið að vera máttastolpur sjómanna í öryggismálum að guðs náð. Kærar þakkir Ólafur fyrir þitt innlegg í umræðuna. Ekki veitir af að vita af manni eins og þér, sem hefur þinn fróleik fram að færa. þú sjálfur Ólafur ert komin aftur með bros í hjarta.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.5.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mikið til í þessu Ólafur, hér i henni Reykjavik má ekki finnast fiskilykt svo neinu nemur, held það séu aðeins fjögur fyrirtæki sem vinna fisk út í eyju í dag

 Þorlákshafnarbúar eru þó eitthvað að finna að þessu hjá sér, en það er kanski ekki í líkingu við það sem gýs upp úr mjöltönkunum frá Granda  segi bara sisona

ljúfar stundir félagi

Jón Snæbjörnsson, 19.5.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar og ég þakka innlitið. Sérstaklega þakka ég þér Jóhann Páll hlý orð í minn garð. Fáir hafa látið hin ýmsu baráttumál sjómanna sig eins miklu varða sem þú. Verið annars allir af mér kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 21.5.2009 kl. 01:49

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er hvorki mjöl-né fiskilykt sem við erum að amast yfir hér í Þorlákshöfn Jón. Við erum mjög óhressir hér með ýldupest sem "heilsuvörufyrirtækið" Lýsi lætur sig hafa að dæla yfir okkur. Hér amast enginn yfir lykt af fiski eða mjöli.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.5.2009 kl. 19:50

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sæll Hafsteinn, kom mér reyndar spánskt fyrir "nasir" að þið í Þorlákshöfn væruð að amast út af fiskilyktinni - ýldupest er nokkuð sem ekki nokkur maður vill fá inn um glugga hjá sér eða á þvottinn sem þar er hengdur til þerris, segðu mér er Lýsi ekki að vinna úr fisk ? hvað veldur þessu hjá þeim og því er ekki tekið á því ?

Jón Snæbjörnsson, 21.5.2009 kl. 21:42

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já blessaður Jón. Þeir eru að þurrka hérna fiskibein, aðallega hausa og þetta skeður þegar kemur lélegt hráefni í hús, sem reyndar er allt of oft. Virðist ekki vera umþað hugsað varðandi ísun og/eða orðið of gamalt.

Það er búið að vera slagur um þetta mál við Heilbrigðiseftirlit á svæðinu og Katrín Pétursdóttir virðist eiga þar einhverja að, allavega eru hagsmunir byggðarlagsins illilega fyrir borð bornir, að okkur finnst.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.5.2009 kl. 23:22

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sæll Hafsteinn, ég skil en skil samt ekki af hverju þetta er látið viðgangast, það er eða var allavegna fyrirtæki í Hafnarfirði sem er að þurka hausa og þh og ég get svarið að lyktin er óbærileg - þeir komu stundum kallarnir sem vinna þarna að kaup vetlinga oþh, ég er vanur ýmsu og kalla ekki allt ömmu mína en lyktin ekki bara frá þessu fyrirtæki heldur af starfmönnum úúúúffffff  - en þeir bara brostu

skil ykkur vel Þorlákshafnarbúar - ekki markaðsvætt að vera með svona "fýlu" yfir sér

Jón Snæbjörnsson, 22.5.2009 kl. 08:14

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar. Ég þakka ykkur innlitið og  tek undir með ykkur að ýldulykt er hvergi líðandi. Einhvernveginn finnst mér mikill munur á henni og hinni sönnu"peningalykt" Ég"féll"í sömu gryfju og þú Jón,minn gamli félagi að eitthvað væri orðið athugavert við lyktarskyn þeirra Þorlákshafnarbúa. Ef þeir fúlsuðu við peningalyktinni. En Hafsteinn náði að rétta okkar kúrs af hvað þetta varðar. Í sambandi við þetta dettur mér í hug saga af hinum kunna athafnamanni og skipstjóra Tryggva Ófeigssyni. En hann átti að hafa sótt um að byggja fiskimjölsverksmiðu í sambandi við frystihúsið á Kirkjusandi., til Reykjavíkurborgar. Sagan segir að svarið hafi verið jákvætt en þeim skilyrðum háð að engin lykt kæmi frá verksmiðjunni. Tryggi á að hafa eytt töluverðum fjárhæðum í að finna"lyktarlausa"leið.  Einn verkfræðingurinn kom með tillögu sem vísaði til þess að úblásturinn yrði leiddur út á Faxaflóa í rörum.. Tryggvi á að hafa horft þegandi á manninn góða stund en spurt svo:" Hvernig er það með þig hefur þú aldrei rekið við í baðinu.?" Ég sel þessa sögu ekki dýrari en ég keypti hana og kveð ykkur kært

Ólafur Ragnarsson, 22.5.2009 kl. 18:31

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sagan er góð og í anda sjómannastéttarinnar

ljúfar stundir kæru

Jón Snæbjörnsson, 22.5.2009 kl. 21:46

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Þetta vandamál þekkjum við vel hérna Jón. Það vill verða alveg rosaleg pestin af pólverjunum sem þarna vinna, eðlilega. Það er stundum undarlegur svipurinn á liðinu í bankanum þegar karlarnir rekast þar inn

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.5.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband