26.4.2009 | 18:27
Í kosningalok
Þá er komið að skuldadögunum. Sá flokkur sem ég aðhylltist var dæmdur úr leik. Mér finnst sá dómur ósanngjarn. Svipað og ef knötturinn fer óvart í hendi varnarmanns í knattspyrnuleiks þá er dæmd vítaspyrna. Þetta er kannske full háfleygt hjá mér en svona lít ég á málið.
Mér fannst það eiginlega óréttlátt að við skyldum ekki ná eyrum fóliks. En ef við kryfjum málið til mergjar og lítum í eigin barm þéá getum við siálfum okkur um kennt..Það er við fáa aðra að sakast. Og ég er stoltur af foringa okkar, þó svo að hann hafi ekki náð inn á þing. Og ég hreinlega dáist að honum að halda ró sinni i þeim darraðardansi sem setti svip sinn á flokkinn síðastsliðinn vetur. Ekki varð maður mikið var við stuðning frá fv varaformanni við foringa sinn í þeim krappa dansi.
Það hlýtur að taka á taugarnar að hafa í kring um sig fólk sem maður getur enganveginn treyst á. Og verra er að komast að því um síðir þegar hlutir eru afstaðnir. Ég það þekki það að af eigin reynslu að hafa menn í nálægð sinni sem maður er í vafa hvað holliustu varðar Yfirmenn allavega til sjós verða að geta treyst sínum næstráðandi yfirmönnum. En því miður glutruðum við niður þessu tækifæri til að ná til fólksins í þetta sinn
Við getum kannske kafað dýpra og tekið þá tekið skoðanakannanir. Mér finnst að banna ætti þær rétt fyrir kosningar. Frakkar gera það t.d. og hljóta að hafa ástæðu til þess.Mér er andsk..... sama þótt FF hafi sjálfir staðið fyrir skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir flokkinn í NV- kjördæmi og fékk útkomuna 9 % fylgi við flokkinn þar
En kannanir á landsvísu sýndu okkur alltaf með lága % tölu. Og kannske eðlilegt að fólk hafi hugsað:"að maður er ekkert að eyða atkvæði á þennan flokk hann kemst aldrei til neinna áhrifa með svona litlu fylgi".En enn og aftur held ég að aðalástæðan hafi verið þessi læti sem mönnum tókst að skapa kring um flokkinn í vetur. Mér fannst annars kosningabaráttan hafa verið á nokkuð rólegum nótum
Og ég verð að hæla útgerðarmönnum hér í Eyjum fyrir prúðmannlega framkomu á þessum eina framboðsfundi sem ég sat. Ég og kona sem var í 4ja sæti FF- listans hér í S-kjördæmi vorujm send á fund sem félagasamtök höfðu boðað frambjóðendum í kjördæminu á. Við vorum náttúrlega bæði óvön að standa í svona þrasi og héldum að við gætum krafsað okkur fram úr þessu saman.
Við bjuggumst við að sitaja við sama borð og átti ég að virka sem einskonar einkaritari konunnar. Fletta upp einhverju og skrifa spurningar og svör. Þegar svo alvara málsins kom í ljós runnu á mig 2 grímur ef ekki fleiri. Frambjóðendur,allir þungaviktarfólk í stjórnmálum útan okkar konu sátu við pallborð en ég sat framm í salnum. og ég hreinlega horfði beint í augun á mörgum af affarasælustu útgerðarmönnum hér í Eyjum.
Mönnum sem ég vissi að voru á móti málflutningi okkar í kvótamálum. Djöf..... nú verðum við grilluð hugsaði ég,sem ekkert veit um kvótamál og vissi líka að okkar kona var ekki með allt á hreinu gagnvart því heldur. Hún stóð sig eins og hetja,en ég ræfillinn reyndi að bera mig mannalega. Þóttist vera að punta niður eitthvað á blað sem var nú bara krass og krúsindúllur.
Þarna rann upp fyrir mér það ljós að enginn stjórnmálamaður leyndist í mér. Þarna var ég kominn út á svo hálan ís og nálægt vökinni að út á stjórnmálasvellið hefði ég ekkert að gera.Þetta yrði í síðasta skiftið sem ég þættist vera skrifstofu-eitthvað hjá FF.En ég hreinlega dáist að diplómatiskri framkomu fundargesta við okkur FfF-fólk á fundinum. Þeir hefðu hreinlega getað hraunað yfir okkur ef þeir hefðu viljað. En það lætu þeir vera
Þetta er dæmi um menn sem kunna sig vil ég meina. Nú er þetta allt að baki svo nú er bara að horfa til framtíðar. Reyna að umstafla flokksfarminum sem kastaðist illa til í innanflokksruglinu í vetur og koma FF-skútunni even keel til hafnar. Við það eigum við óbreyttir að hjálpa formanninum að gera.Kært kvödd
Framtíð okkar ræðst á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2009 kl. 13:15 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536225
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óli.
Ég hef samúð með þér, þótt slíkri samúð sé ekki til að dreifa í garð ýmissa annarra sem eftir voru í flokknum þegar ég yfirgaf hann.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.4.2009 kl. 01:29
Heill og sæll Óli,ég hef nú alltaf haft soldið gaman að tíkinni.Ég hlustaði á ungan mann frá FF sem kom fram í sjónvarpinu ásamt öðrum í ungliðahreyfingum flokkanna,gæti ekki verið að hann hefði soldið til síns máls,foringinn ekki staðið sína pligt ?? En ég er sammála þér,það á ekki að leyfa skoðanakannanir svona rétt fyrir kosningar. Kær kveðja Sæunn.
Sæa (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 16:11
Mér finnst það ekkert sérstaklega háfleygt að líkja kosningum við knattspyrnu. Útkoma frjálslynda flokksins helgast af mörgu. Alveg tilgangslaust að reyna að finna eina ástæðu. Spurningin nú er bara hvort leggja eigi flokkinn niður eða reyna að halda eitthvað áfram.
Sæmundur Bjarnason, 27.4.2009 kl. 16:36
Sæll Ólafur þú kemst bara vel frá þessu eins og öðru sem þú skrifar um/ Byltningin komst að ,sjáum hvað kemur þar út/ekki er það spennandi Guðjón og þú og fleiri eiga alla mína samúð.þetta var og verður kannski þarfur flokkur mjög/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 28.4.2009 kl. 15:02
Sæl öll og ég þakka innlitið. Ég er mismunandi sammála ykkur. En ég hef ákveðið, til að "rugga"ekki bátnum of mikið þá vil ég ekki tjá mig mikið um innanflokks mál Ff. Annað en það að ég var í skipsrúmi hjá Guðjóni Arnari. Og þar kynntist ég einum besta skipsstjórnanda sem ég hef haft. Að þessu skrifuðu kveð ég ykkur kært
Ólafur Ragnarsson, 29.4.2009 kl. 17:40
Það koma góðir tímar Óli minn, vertu viss. Góður skipsstjóri yfirgefur ekki sökkvandi skip og áhöfnin treystir honum að koma því heilu í höfn eftir mikla ágjöf. Sjáumst og heyrumst.
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 29.4.2009 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.