16.4.2009 | 13:35
Listamannalaun
Ég verð að segja að mig furðar afstaða Marðar Árnasonar sem telur sig vera jafnaðarmann. ja svei. Hann ætti frekar að hugsa um að reyna að jafna hag aldraðra og öryrkja. Ég er rúmlega 70 ára hef alltaf borgað mína skatta og skyldur. Stundum dróst það en alltaf kom að skuldadögum.
Ég var sjómaður í 52 ár eða þangað til krabbafjandi og hjartaproblem hrakti mig í land. Núna er staðan sú að ég fæ greitt(útborgað) frá Tryggingarstofnum þeirri ja ég segi ekki orðið en 1sti stafurinn er glæ......... 58.797 ísl kr. Tæpa 60 þúsund krónur borgar íslenska ríkið mér eftir að hafa stundað frá unga aldri þann atvinnuveg sem kom þessum uppívindinnpissurum eins og sumt af þessu þingliði er á lappirnar.
Atvinnuvegur sem aðallega hefur staðið undir þessum andsk...... ríkisstyrk til þessa liðs sem kallar sig listamenn. Þú felur eitthvað segir nú kannske einhver. Þá er því að svara að ég fæ á sama tíma úr lífeyrissjóði ( útborgað) 67.516 kr. Sem sagt útborgað 126.313.ísl krónur á mínu kæra föðurlandi sem fámennur hópur manna er búinn að draga svo niður í skítinn að eigin vill hjálpa okkur peningalega.
Og nú á að bjarga öllum með þessu að heiðra iðjuleysinga til meiri iðjuleysis. Ég sá viðtal við 1 íslenskan svokallaðan"listamann"í fyrra hans list fólgst í þvi að míga í buxurnar fyrir fullu húsi í Finnlandi. Ja þvílík list
Ég hef ekkert á móti sönnum listamönnum sem ég veit að við eigum marga af. En að heiðra sérstaklega menn sem fá milljónir fyrir list sína vegna eftirsóttra leiksýninga og t.d.skrifa á velseljanlegum bókum. Af hverju má ekki þá með sama hugsunarhætti setja t.d mikla aflamenn á listamannalaun.
Þeir eru margir listamenn í sínu fagi. Þeir eru líka þess valdandi að þær fáu krónur sem við fáum í gjaldeyri koma í ríkissjóð. Nú eru útrásarvíkingarnir flúnir úr landi með allann afraksturinn. Víkingarnir,sem sumir svokallaðir listamenn hyltust til að láta mynda sig með og hreinlega sleiktu ras...... á en koma nú hver um annan þveran og afneita þessum fv vinum.
Manni hreinlega kígjar við öllum þessum helv....tvískinnunghætti. Ég er ekkert að kvarta yfir mínum kjörum í sjálfum sér og ég hef aðdrei öfundað fólk af peningum enda aldrei kunnað með þá að fara. En ég veit að mikið af fólki er mikið verra sett en ég. T. d bændaekkjur,heimavinnandi konur sem ekki áttu kost að borga í lífeyrissjóði fl.og fl . Svona lög eins og Mörður og co voru svo rosalega ánægðir með eru eins og köld vatnsgusa framan í þetta.
Fólk sem er orðið bogið í baki með krækkótta fingur eftir áratuga erfiði við að koma fótum undir það lýðveldi sem stofnað var á Þingvöllum 17 júní 1944. Ólafur Kárason ætlaði að frelsa heiminn með listum en það tókst ekki. Ég myndi kannske samþykkja hann sem þiggandi listamannalauna í dag en það er önnur saga . Kært kvödd
Lög um listamannalaun samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær pistill.
Sumir þessara "listamanna" eru með söluhára bækur og græða mikla peninga og þessi laun skerða ekki aðrar tekjur. Skammarlegt og í raun ógeðfellt. Svo var nú einn þessara listamanna sem hefur þegið laun i 16 ár, Hallgrímur Helga í forsvari fyrir mótmælin og skemmdarverkin. Þetta er svo skammarlegt að það hálfa væri nóg.
Þú átt að sækja um listamannalaun
Baldur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:04
Mikið skil ég reiði þína, Ólafur og mikið get ég tekið undir með þér. Fjölda listamanna gengur vel að selja list sína og eru fyrir vikið vel rúmlega matvinnungar. Hví skyldi samfélagið greiða þeim laun?
Aðrir eru ekki meiri listamenn að það að samfélagið kærir sig ekkert um "list" þeirra. Hví skyldum við halda þeim uppi og hví skyldu þeir ekki bara fá sér einhverja aðra vinnu, sem hentar þeim betur?
Emil Örn Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 14:23
Frábær pistill.
Ég held bara að ég sæki um listamannalaun, fínt að komast svona á ríkisspenan, sérstaklega úr því að þetta hefur ekki áhrif á önnur laun.
Hvar sækir maður annars um???
Benni, 16.4.2009 kl. 15:00
Sækir um á www.thurfalingur.is
Nei ég er ekki viss
Baldur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:02
Góður pistill og orð í tíma töluð. Hvor hefur lagt meira til þjóðarbúsins Ólafur Ragnarsson eða Eiríkur Smith. Ég er ekki að kasta rýrð á Eirík Smith eða verk hans, en Hafnarfjarðarbæ fannst við hæfi að byggja undir hann STÓRT hús þar sem hann lifir á sínum listamannalaunum og þarf enga húsaleigu að borga ekki veit ég til þess að Ólafur Ragnarsson sé í fríu húsnæði svo lítið dæmi sé tekið.
Jóhann Elíasson, 16.4.2009 kl. 15:31
Ríkar þjóðir eiga að styrkja unga og efnilega listamenn en ekki hafa þá á spena mikið fram yfir þrítugt. Ég er sammála þér gamli vinur um það að mörgum dárum hefur tekist að klæðast nýju fötum keisarans og látið horfa á sig sem listamenn.
Listamenn með góðar ævitekjur af list sinni gengu ekki út á veg listarinnar vegna þjóðarinnar. Þeir völdu sér sinn æviveg og njóta ávaxtanna ef einverjir urðu en gjalda eigin mistaka ef illa fór. Og það verðum við hin að þola líka.
Í dag erum við ekki rík þjóð né aflögufær.
Árni Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 15:46
Sælir og ég þakka innlitið. Já það hefur víst hver sinn djöful að draga. Ég er sammála um að ef við höfum úr nógu að spila( þjóðin )þá eigum við að styðja við bakið á efnilegu LISTAFÓLKI en þegar ílla árar hlýtur að þurfa að skerða framlög til þess eins og t.d. LHGÍ. Ekki auka þau. Hræddur er ég um að amma forsætisráðherrans hristi höfuðið yfir verkum sonardótturinnar sé hún þeirrar aðstöðu að sjá þau. Ég endurtek ég er ánægður með mína stöðu en mér blöskrar að það skuli vera til fólk sem miklu meira lagði til tiveru þessarar þjóðar en ég,bera miklu minna úr bítum en ég t.d. Einhvernveginn er mér nú um stundir oft hugsað til orða Churshill er hann sagði í endir á setningu eitthvað á þessa leið.:" '....has so much been owed by so many to so few' "Kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 16.4.2009 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.