Sjóræningar

Enn og aftur hafa sjóræningar við Sómalíu látið til sín taka. Maður er eiginlega hættur að skilja í þessu öllusaman. Ég er hreinlega farinn að halda að bak við þetta alltsaman standi einhver alþjóða glæpasamtök t.d al-Qaida  Liberty+Sun Liberty Sun Skip sem komst undan sjóræningum í morgun. Enginn má líta svo á að ég sé að gefa mig út sem einhvern expert í sjóránum. Það er ég allsekki,langt þar í frá. En eins og ég hef sagt frá fyrr lenti ég í að sigla um hættusvæði vegna sjórána. Og kynntist því af eigin raun hvernig reynt var að varast þau. Ég nenni ekki að lýsa því hér einusinni enn. En ég undrast stórlega hvernig t.d einu af stærstu olíuskipum heims var rænt í vetur p10 17543963 Sirius Star einu af stærstu olíuskipum heims sem rænt var í vetur.Ef þið stækkið myndina sjáið þið kannske mann í fallhlíf stökkva um borð úr lítilli flugvél með lausnargjaldið 3 milljónir US dollars. Gallery Somali pirates Pi 005 Ég er virkilega farinn spyr mig hvernig geta örfáir menn á ekki stærri kænum en þetta tekið svona stórt skip. Ég er farinn að halda að það sé einhverstaðar maðkar í mysunni.dfnbdaf Og nú vísa ég til eigin reynslu. Ég hef litla trú á að þessir menn sem ég held (mín persónulega skoðun eins og allt í þessari færslu) að séu ólæsir og óskrifandi fv fiskimenn að sögn fjölmiðla geti skipulagt sig svona vel. Og hafa fengið yfir 200 milljóna dollara síðan í fyrra í lausnargjöld. Ég er helst farinn að halda að allavega í sumum tilfellum séu einhverjir umborðverandi blandaðir í málið. Hér eru nokkrar myndir af þessum frægu sjóræningum os aðstæðum þeirra  Gallery Somali pirates Pi 006 Gallery Somali pirates Pi 007Gallery Somali pirates Pi 008Gallery Somali pirates Pi 002Gallery Somali pirates Pi 009Gallery Somali pirates Pi 003p16 18186763p15 18176731Ég trúi því hreinlega ekki eftir atburði síðustu daga að þetta sé eðlilegt ef svo asnalega má taka til orða. Ég er alveg viss um að einhverjir fjölþjóða glæpamenn standa á bak við þetta allt. Ekki þessir fv fiskimenn með allri virðingu fyrir fiskimönnum hvers staðar er í heiminum.

p24 17945277 Þessu skipi Faine var rænt í vetur.Hér er það að koma til Mobasa 12 febrúar eftir að greitt hafði verið 3,2 milljón dollars í lausnargjald.Enda var þetta farmurinn: p25 17963363 Tekið á millidekki Faine Sjóræningarnir virtust hreinlega hafa getað"lallað"í rólegheitum um borð61Aðstæðurna við Faine. Myndirnar að vísu teknar eftir að skipið var lagst við akker.En ég bara spyr hvernig í and........ komust þeir óséðir um borð í svona borðhátt skip. Það hreinlega skil ég ekki. Áhafnir margra þessara skipa sem tekin hafa verið eru á"lúsalaunum"og hvað gerir maður ekki fyrir peninga. p30 18200271 Sjóræningar sem hafa náðst.Í fréttatíma Stöðvar 2 um daginn var sagt að sjóræningarnir færu vel með fanga sína. Það stangast illilega á við hvað Níelssen skipstj. á Danica White sagði mér af reynslu sinni. Hvaðan Stöðin hafði sína frétt veit ég ekki en það hlýtur að vera hafa verið haft eftir einhverjum fangana. Ég næ þessu ekki alveg inn í minn gamla haus. Og þessvegna læt ég staðar numið með sjórán í bili.En hérna eru nokkrar fleiri myndirp26 18256805p20 18157641p17 17789519p18 17789707Safmarine+AsiaEitt af skipinu sem slapp undan árás sjóræningana í morgun. Hálf umkomulausir eru ræningarnir allavega á myndum og ekki líkir mönnum sem eru að velta 200 milljónum dollara á ári Ég eftirlæt ykkur að reikna um leið og ég kveð ykkur kært


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll 'olafur, takk fyrir þennan pistil. Maður hugsar mikið um þessi mál nú þegar mikið er rætt um þessi sjórán í fréttum. Alltaf fróðlegt að lesa þessa pistla þína.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.4.2009 kl. 22:33

2 identicon

Sæll Ólafur og takk fyrir oft fróðlega og skemmtilega pistla.

Þú ert ekki einn um það að hafa nokkrar efasemdir varðandi sjóránin undan strönd Sómalíu.  Ég hef lengi undrast það hvað meintir sjóræningjar virðast komast auðveldlega um borð í þessi stóru skip sem sum hver eru mjög borðhá eins og þú bendir réttilega á. Þá sýnist mér búnaðurinn, bæði bátaskríflin sem þeir eru á og mennirnir sjálfir ekki benda til þess að þar fari menn sem hafi gnægtir fjár.  Það kæmi mér eki á óvart að einn góðan veðurdag kæmi í ljós að þessir hlutir séu með allt öðrum hætti en þær fréttir hljóða sem við erum að heyra af þessum atburðum.

Með góðri kveðju

Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar og ég þakka innlitið. Það er gaman að sjá þig hér Heiðar. Ég veit þið skiljið báðir hvað ég meina t.d. með þessi borðháu skip. Þetta er allt orðið hið undarlegasta mál miðað við síðustu atburði. Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband