12.4.2009 | 18:31
Mistök hvað?????
Ekkert fer eins mikið í mínar fínustu ( þær sem eftir eru ) þegar þessu fólk sem telur sig eitthvað merkilegra en við hérna niðri á jörðinni og telur sig t.d. hæft til þingsetu fyrir okkur þóknast að tala við okkur.
Og helv.... bullið sem vellur út í gegn um munnvikunum á þvi og það ætlast til að við trúum öllu þessu bulli. Það er ekki nóg fyrir það að ljúga með kjaf..... heldur lýgur það með öllu andlitinu. Hvaða manneskju sem hefur staðist barnapróf trúir þessu fólki. Skrípaleikurinn nær hámarki þegar eitthvað af þessu dindlaliði þykist hafa axlað ábyrgð.
Þeir stæra sig af að nýhættur fv formaður XD hafi axlað ábyrgð. Getur einhver íslensku mælandi maður útskýrt það fyrir mér á sæmilega skiljanlegri íslensku hvernig hann axlaði þessa svokallaða ábyrgð. Ef ég og nokkrir félagar mínir stælum t.d.bensíni frá N1 og slyppum með það í bili. Nú svo missti ég prófið seldi bílinn svo að ég þyrfti ekki á því að halda að stela oftar bensíni frá N1. Upp kæmist um okkur félaga segjum t.d. út af lágum bensínreikningum í bókhaldi okkar 1-2 árum seinna. Ég bíllausi maðurinn gæfi út yfirlýsingu:Ég stal bensíninu.
Er ég þá búinn að axla ábyrgð á hinu óheiðarlega athæfi. Skyldi Bjarni Benediktsson fv forstjóri N1 taka það gott og gilt. Það ætti hreinlega að setja kvóta á orðinum:" Axla ábyrgð" vegna ofnotkunnar. Hreinlega að stoppa notkun á þessum orðum allavega fram yfir kosningar. Og ég spyr hvar er varaformaður XD í þessu máli. Eftir öllum sólarmerkjum hefur henni verið haldið utan við heila klabbið. Getur þetta fólk hreinlega þá meina ég t.d. varaformaðurinn komið í fjölmiðla og sagt:" Við gerðum mistök og búin að greiða peningana til baka og allir ánægðir"
Nei og aftur nei . Nei XD það eru ekki allir ánægðir. Það er deginum ljósara að þetta mál kemst upp út af rannsókn á bankafallinu. Það átti að þegja málið í hel. Okkur hér á jörðinn eigum kröfu til að komið sé fram við okkur eins og borgarar í lýðfrjálsu landi eiga rétt á. Að það sé ekki verið að dæla í okkur lýgi hraðar en dælur N1 dæla bensíni.
Að það sé komið fram við okkur eins og siðað fólk en ekki eins og skynlausar skepnum.með allri virðingu við þær skynlausu Læt þetta nægja af þrasi í dag en það kemur meir. Kært kvödd og hafið góða og hátíðlega vikubyrjun
Augljós mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 536291
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri að fá að sjá bókhald síðustu 10 ára, hvenær fáum við að sjá múturnar frá Alcoa?
Sveinn Örn (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:56
Ég bíllausi maðurinn gæfi út yfirlýsingu:Ég stal bensíninu.
Er ég þá búinn að axla ábyrgð á hinu óheiðarlega athæfi.
Vert er að taka það fram að það er mikill munur á þjófnaði og þiggja styrk. Það var ekkert ólöglegt við þennan styrk og því sé ég ekki hvernig þér ferst að bera þetta saman á þennann hátt!
Margir smáir sem stórir hafa þegið styrki af þessum félögum eru þau þá óheiðarleg öll með tölu? hvað með íþrótta- fólk/félög, spítala, hin ýmsu góðgerðarfélög, björgunarsveitir og jafnvel listamenn sem fengu styrki frá þessum félögum eru þau þá óheiðarlegir þjófar líka?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.4.2009 kl. 20:09
Sæll Doddi.Þakka þér innlitið. Þessi samanburður hjá mér er kannske ónákvæmur og kannske ekki alveg tétt orðaður En mig langar til að einhver útskýri fyrir mér hvernig (eins og þeir sjálfir Sjallarnir kalla það) hvernig G.H axlaði ábyrgð í þessu máli og af hverju eru þeir sjálfir að biðjast afsökunar og tala um einhverja ábyrgð á hlutunum ef allt er í lagi, Þú segir:"Margir smáir sem stórir hafa þegið styrki af þessum félögum eru þau þá óheiðarleg öll með tölu? hvað með íþrótta- fólk/félög, spítala, hin ýmsu góðgerðarfélög, björgunarsveitir og jafnvel listamenn sem fengu styrki frá þessum félögum eru þau þá óheiðarlegir þjófar líka?"Ég spyr þig á móti hefur einhver t.d fv formann íþróttahreifingar eða líknsrfélags fundið sig knúinn til að segjast"axla ábyrgð" á móttöku á einhverju framlagi til þeirra eins og Geir Harde virtist þurfa að gera út af þessu framlagi. Útskýrðu fyrir mér hvernig þessi ábyrgðaröxlun Geirs er í raun og veru. Og afhverju þessi yfirlýsing fyrst allt var í"ordrn"Kært kvaddur og gleðilega páskarest
Ólafur Ragnarsson, 12.4.2009 kl. 21:00
Ég spyr þig á móti hefur einhver t.d fv formann íþróttahreifingar eða líknsrfélags fundið sig knúinn til að segjast"axla ábyrgð" á móttöku á einhverju framlagi til þeirra eins og Geir Harde virtist þurfa að gera út af þessu framlagi.
Ég persónulega hef allavegana ekki séð neitt slíkt, að nokkur annar hafi fundið sig knúinn til að gera það.
Útskýrðu fyrir mér hvernig þessi ábyrgðaröxlun Geirs er í raun og veru.
Ég viðurkenni það alveg fúslega að ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi ábyrgðaröxlun á að hafa átt sér stað, en ég sé einnig enga ástæðu fyrir því að hann þurfi að viðurkenna eitt eða neitt eða axla einhverrar ábyrgðar á einu eða neinu fyrir það að taka við þessum styrkjum þar sem það var ekkert ólöglegt við þá, það er hægt að þræta um það hvort að þetta var siðlaust eður ei, persónulega finnst mér þetta ekki siðlaust að fá styrki, fyrir mér er þetta bara eitthvað mál sem fjölmiðlar ásamt öðrum flokk- i/um hafa dregið í dagsins ljóst til að búa til eitthvað slæmt úr í, með það eina markmið að koma höggi á sjálfstæðisflokkinn.
Það er nú bara svo að þegar kemur að kosningum þá eru flokkarnir í einni stórri pissukeppni og er þetta fyrir mér léleg tilraun til að niðra andstæðinginn rétt fyrir kosningar. Það eru sumir sem eru hreinlega komnir með svo blint hatur á sjálfstæðisflokknum að það skiptir engu máli um hvað er skrifað á sjálfstæðisflokkin það er allt siðlaust og brot á lögum, nú spyr ég hvað með hina flokkana sem fengu styrki frá þessum sömu félögum?, afhverju er ekki verið að niðra þá líka, það á ekki að skipta máli hver upphæðin er ef það þykir siðlaust að þiggja pening frá þessum félögum, ég veit ekki betur en hinir flokkarnir hafi í mörgum tilvikum fengið styrk frá félögum sem styrktu sjálfstæðisflokkin ekki neitt, er það þá ekki siðlaust líka að þiggja styrk frá félagi sem styrkir hina flokkana ekki neitt eða minna?
Persónulega skil ég ekki afhverju flokkarnir eru að gera svona mikið mál út úr þessu, þeir eiga að hafa nóg annað að gera en að standa í svona rugli.
En þetta eru nátturulega eins og ég hef vonandi tekið skýrt fram hér mínar skoðanir, ég viðurkenni það að ég er lítill fylgismaður flokkanna en hyllist þó mest að sjálfstæðisflokknum en hinum en ég er langt frá því að halda því fram að allt sem sá flokkur gerir sé æðislegt og allt sem andstæðingar og aðrir flokkar segja sé lygi og áróður, en mér þykir þetta vera frekar ómerkilegt mál að draga fram einhverja styrki sem flokkarnir fengu og gera svona mikið mál út úr því.
Fyrir þá sem vilja segja að þetta hafi verið mútur til sjálfstæðisflokksins vegna REI eða einhvers þá ætla ég að leyfa mér að hafa eftir Smáfuglunum á AMX.is eftirfarandi þó ég selji það ekki dýrara en ég keypti það.
það voru sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur, sex af sjö, sem stöðvuðu innhlaup undir merkjum FL Group í orkusjóði borgarbúa.
Og svona í lokin, er þetta ekki fín ástæða til að heimsókninni 8)
http://www.xkcd.com/386/
Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.4.2009 kl. 23:14
Sæll aftur kæri Doddi (Halldór)!Og aftur þakka ég þér innlitið. Ég vil þakka þér fyrir hreinskilnina og ég virði þínar skoðanir. En þær liggja bara ekki með mínum og því þetta þras í okkur. Ég veit ekki betur en Stöð 2 hafi fyrst komið með frétir af þessu. Nú hún er sennilega kölluð"Baugsmiðill" Nú veit ég ekki betur en þrátt fyrir hatur þeirra feðga á Davíð Oddsyni þá sé allavega Jóhannes yfirlýstur XD maður. Ef hann hefur gengið úr flokknum þá hefur það farið fram hjá mér. Því er til að taka að margir af mínum bestu vinum eru XD menn (ég nenni ekki að skrifa allt flokksnafnið.). Ég sit á kosningaskrifstofu XF hér í Eyjum og margir af fastagestum í kaffi hjá mér á morgnana eru XD menn. Ég sjálfur var XD maður lungan úr mínu kosningaaldurs lífi. Ég er ekki haldin neinu"blindu"hatri á XD. En ég fæ það ekki inn í minn heimska haus hvað miklu róti þetta hefur komið á sjálft XD fólkið. Maður heyrir varla (ekki ég allavega) marga aðra en svona tuðara eins og Steingrím J tjá sig um málið. Ég hugsa satt að segja að svona 80 - 90 % af þeim sem tjá sig um þetta mál sé XD fólk. Þá er ég ekki að meina bloggið. Ég fylgist kannske svo mikið með hvað skrifað er þar nema að sjá hvort einhver hefur gert athugasemd við"blaðrið"í mér. En virtur(að ég held) stjórnmálafræðingur (á maður ekki að taka mark á þessum fræðingum öllum ) Gunnar Helgi Kristinsson hefur þetta að segja um málið.:"
http://www.visir.is/article/20090411/FRETTIR01/497742839
En ég vona eð þetta spjall okkar setji okkur ekki í aðra gíra en þá að við getum sofnað svona mátulega ósáttir og sæmilega rólegir í kvöld, Sömu kveðjur og áður
Ólafur Ragnarsson, 12.4.2009 kl. 23:54
Ps
Þarna datt 1 orð úr hjá mér.Þar sem stendur:"Ég fylgist kannske svo mikið með" Þarna átti að standa. Ég fylgist kannske ekki svo mikið með o,sv .fr
Ólafur Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 00:00
Sæll aftur,
En virtur(að ég held) stjórnmálafræðingur (á maður ekki að taka mark á þessum fræðingum öllum ) Gunnar Helgi Kristinsson hefur þetta að segja um málið.:"
Ja, kannski virtur en langt frá því að vera hlutlaus að málinu, ef mér skjátlast ekki þá er þessi eflaust ágæti maður samfylkingarmaður eftir minni bestu vitund.
Ég er ekki haldin neinu"blindu"hatri á XD.
Ég ætlaði mér ekki að gefa í skyn að þú værir það en því miður virðast margir vera það allavegana ef maður miðar við mörg blogg og athugasemdir þar.
Maður heyrir varla (ekki ég allavega) marga aðra en svona tuðara eins og Steingrím J tjá sig um málið. Ég hugsa satt að segja að svona 80 - 90 % af þeim sem tjá sig um þetta mál sé XD fólk.
Er ekki möguleiki á að það sé hreinlega vegna þess hversu mikla umfjöllun þetta fær og ef maður er góður sjálfstæðis samsæriskenningarmaður þá auðvitað vill maður meina að fjölmiðlarnir eru að fjalla mikið um sjálstæðisflokkinn í neikvæðri mynd 8)
Nú veit ég ekki betur en þrátt fyrir hatur þeirra feðga á Davíð Oddsyni þá sé allavega Jóhannes yfirlýstur XD maður.
Sem gæti akkúrat útskýrt hví þessi flokkur fékk veglegri styrk frá þeim heldur en hinir flokkarnir, sem er að mínu mati ekkert óeðlilegt, menn styðja frekar þá flokka er þeir eru fylgjandi.
Ég sjálfur var XD maður lungan úr mínu kosningaaldurs lífi.
Já, það nátturulega breytast áherslur flokka á milli áranna og ekki hægt að búast við að það falli í kramið hjá öllum fylgjendum, því leita sumir á ný mið er þeim finnst þeirra flokkur ekki vera að fara þá leið er fylgir þeirra skoðunum og ekkert út á það að setja. Ég viðurkenni það alveg fúslega að flestir flokkanna hafa hluti á sinni stefnuskrá sem ég er fylgjandi og væri það óskandi að splæsa saman "rétta" fólkinu úr hverjum flokki fyrir sig en þar sem það kemur aldrei til með að gerast þá verður maður að velja sinn flokk út frá veguðum plúsum og mínusum.
En ég vona eð þetta spjall okkar setji okkur ekki í aðra gíra en þá að við getum sofnað svona mátulega ósáttir og sæmilega rólegir í kvöld, Sömu kveðjur og áður
Ég er ávallt rólegur þegar ég spjalla við fólk sem fer ekki offari í svörum sínum(því miður þá verður mörgum hér mjög heitt í hamsi á tímum), að mínu mati hefur þetta verið rólegt spjall á milli okkar þrátt fyrir það að við séum ekki sömu skoðunar sem er bara hið besta mál (Það væri óskandi að stjórnmálamenn gætu rætt hlutina á sömu nótum í staðin fyrir að standa í þessari endalausu pissukeppni alla daga).
Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.4.2009 kl. 01:26
Sæll aftur og enn Doddi, Og ég þakka þér aftur og enn fyrir innlitið og hreinskiftin skrif. Ég veit ekkert um við hvaða flokki þessi fræðingur er tengdur. Mikið er ég þér samála þegar þú skrifar:"Það væri óskandi að stjórnmálamenn gætu rætt hlutina á sömu nótum í staðin fyrir að standa í þessari endalausu pissukeppni alla daga. Og nú enda ég þettalíkt og segir í Pylsuauglýsingunni..Við getum þá verið sammála um eitt. Ég þakka fyrir spjallið og kveð þig kært
Ólafur Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 08:37
Mikið er ég þér samála þegar þú skrifar:"Það væri óskandi að stjórnmálamenn gætu rætt hlutina á sömu nótum í staðin fyrir að standa í þessari endalausu pissukeppni alla daga."
Ég held að það væri erfitt að finna einhvern sem væri okkur ósammála þarna 8)
Ég þakka fyrir spjallið og kveð þig kært
Ég þakka sömuleiðis fyrir.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.4.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.