18.3.2009 | 18:49
Hræðsla
Enhvertíman las ég að dramb væri skilgetið afkvæmi hrokans og sjálfelskunar. Mér dettur þetta í hug er ég las ummmæli höfð eftir Geir Harde er hann lætur hafa eftirfarandi eftir sér:
"Á fundinum fór Geir yfir aðdraganda kreppunnar frá sínum sjónarhóli og gagnrýndi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fleira Samfylkingarfólk fyrir að hafa farið á bakvið sig í tengslum við stjórnarslitin í janúar síðastliðnum. Hann spáir því að Frjálslyndi flokkurinn þurrkist út af þingi í komandi alþingiskosningum og þá sé spurning með hvaða flokki sjálfstæðismenn geti starfað. Geir telur líkur á samstarfi með Vinstri-grænum í Evrópumálum: "Ef það er eitthvað mál sem Sjálfstæðisflokkurinn og VG gætu komið sér saman um eru það Evrópumálin," sagði Geir Haarde á kveðjufundinum í Eyjum í gærkvöld."
Mér finnst þetta dramb í flokksforinga Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur horfðist i augu við einhverja lægstu tölu hvað varaði flokkinn hans í skoðanakönnunum. Það er með algerum endemum hvernig þessi maður leifir sér að halda þessu fram. Sami maður sagðist ekki taka mark á skoðanakönunum er fylgi flokks hans setti flokkinn í 3ja sæti. En þennan vísdóm um fylgi FF sækir flokksforinginn sennilega í skoðanakannanir undanfarið. Einhverstaðar stendur líka skrifað."Dramb er falli næst."
Þetta held ég að hinn drambsami flokksforingi ætti að hafa í huga. Ég hugsa að það leynist stór sannleikur i þeim orðrómi að foringar íhaldins séu skíthræddir við FF. Við sem aðhyllumst stefnu FF höfum gengið í gegn um nokkuð stóra hreingerningu og göngum upplitsdjarfir til kosninga. Héldum góðan landsfund um síðustu helgi.
Við látum svona dauðadóma andstæðingana sem vind um eyru þjóta. Í sömu ræðu kenndi Geir Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni um stjórnarslitin. Eins og viss maður er nú stendur fyrir rétti fyrir ógeðslega glæpi í öðru landi kennir mömmu sinni um allt saman. Ekkert honum að kenna frekar en Geir um stjórnarslitin. Og nú róa"Sjallarnir"lífróður til að ná völdum aftur til að geta verið með nefið niður í rannsókninni á hruninu. Læt þetta duga í bili. Verið ávallt kært kvödd
Frjálslyndir vilja vaxtalækkun og fyrstingu verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vinur.
Ég er þér sammála um hrokann í Geir. Það mæti halda að hann og Davíð væru eineggja tvíburar. Svo ótrúlega líkt haga þeir sér gagnvart fólkinu í landinu. Með yfirlæti ,hroka og sjálfbyrgingshætti að maður gæti gubbað.
Annars nenni ég ekki orðið að hlusta á þessa menn lengur og stend upp frá sjónvarpinu ef þeir svo mikið sem birtast á skjánum og lækka um leið til að heyra ekki í þessum .........þú veist.
Kærar kveðjur til þín vestur í bæ....
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 19.3.2009 kl. 07:47
Sæl mín kæra Kolla.Takk fyrir innlitið.Gaman að sjá þig hér.Það er með ólíkindum hve nafnið Kolbrún er í miklu uppáhaldi hjá mér.Bestisar kallar svíinn það.Það eru þið Kolbrún Stefánsdóttir hjá mér, Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 12:15
Sæll Ólafur , ég set þessa inn á Heimaklett . kv .
Georg Eiður Arnarson, 19.3.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.