12.3.2009 | 10:44
Hringdu á sjúkrabíl
Þetta voru orðin sem hinn ungi stýrimaður sem hafðu unnið ótrúlegt þrekvirki,við drenginn sem kom til dyranna sem stýrimaðurinn hafði knúið á. Fyrst stóð íslenska þjóðin undrandi yfit ótrúlegu afreki sem þessi ungi maður hafði unnið. Síðan heimsbyggðin má segja. Ég minnist þess á mínum þvælingi um heimin var ég sem íslendingur spurður eftir þessu hreystimenni. Í dag eru 25 ár frá hinu hörmulega slysi þegar m/b Hellisey fórst á"Leddinni",fiskimiði hér rétt a við Eyjarnar.
Hellisey VE hét fyrst Júlíus Björnsson EA
25 ár frá atburði sem var sambland af sorg og af gleði. Ekki er ætlun mín með þessari færsluað rífa upp gömul sár. Frekar er þetta til að hvetja unga sjómenn til að standa vörð um öryggi sitt. Reyna að fylgast með nýungum í öryggismálum og tækjum sem þau varða. Ég ætla ekki að fara að rifja upp frásögnina af afreki Gulaugs.
En mig langar að rifja umm sérstaklega 2 staðreindir í sambandi við þetta slys.1sta báturinn var ekki búinn sjálvirkum sleppibúnaði sem þá var að ryðja sér til rúms. Ég vona að ég sé ekki að fara með fleipur en mig minnir að flestir ef ekki allir bátar héðan úr Eyjum hafi verið komnir með slíkan útbúnað. En Helliseyjan var nýkominn í flotann .
Miðopna Moggans 13 mars 1984
Í þingræðu sem hinn ötuli Eyjamaður Árni Johnsen, hélt um þetta leiti segir m.a.":Hugmyndin um skotbúnað á björgunarbáta kom fyrst fram hér á landi þegar vélbáturinn Þráinn fórst (nóv 1968 ath.mín) austur af Eyjum með allri áhöfn 9 mönnum og sýnt þótti að menn hefðu ekki komist til að losa björgunarbát. Aftur kom þessi hugmynd í sviðsljósið árið 1979 þegar vélbáturinn Ver frá Ve. fórst austur af Eyjum 1 mars. Þá börðust 6 skipverjar við það í nær hálfa klst að opna gúmmíbjörgunarbátinn,þar sem þeir héldu sér á floti við hylkið en báturinn sokkinn
Fjórir skipverjar allt kornungir menn króknuðu í sjónum og drukknuðu áður en náðist að opna björgunarbátshylkið og blása björgunarbátinn upp""tilvitnun líkur. Á þessu getur maður séð seinaganginn í öryggismálum sjómanna. 1981 var fyrsti skotbúnaðurinn reyndur í v/b Kap. Hellisey var ekki búinn neyðar bauju/radíói (hinir bátarnir að sjálfsögðu ekki ) tæki sem bjargað hefur mörgum mannslífum. Fleiri dæmi um silagang í öryggismálum sjómanna.Það tók 9 ár að fá sjálfvirkan stoppara á neta og línuspil viðurkenndan. Nú eru óveðursskýin að hrannast upp á himni öryggismálana. Ungir sjómenn standið vörð um öryggismál ykkar..Látið í ykkur heyrast. Leyfið ekki vanvitrum stjornmálmönnum leika sér með fjöreggið ykkar öryggið.,
Hafiði hátt og látið bergmálið heyrast í hávahúsinu í gamla lægi LHG Og munið það fornkveðna." Hvað ungur nemur sér gamall temur" Verið ekki með hroka við"gamlingana"þegar þeir vilja kenna ykkur og þykjast vita allt betur en þeir.Reynslan kennir manni að þeir gömlu vita sínu viti. Ég hvet ykkur sjómenn að nota blaðið ykkar Sjómannablaðið Víking og Sjómannadaginn sem vettfang baráttu ykkar fyrir örygginu.
Og látið líka heyra í ykkur í dagblöðunum. Ég slæ botnin í þetta með að óska Guðlaugi Friðþjófssyni og flölskyldu hans til hamingu með daginn. Það stendur skrifað einhversstaðar lengi býr að fyrstu gerð. Ég er svo lánsamur að eiga móðr hans fyrir nágranna og ég veit fyrir víst að sú kona gefst ekki upp fyrr en þá í fulla hnefana.Og ég hugsa að þeir þurfi að vera fjandi stórir og fullir fyrr en hún gefst upp. Sonurinn á kannske ekki langt að sækja ýmislegt. Kært ködd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi og takk fyrir síðast. Þetta er falleg frásögn um sorglegan atburð og mikil hetjusaga. Þetta er eitt af því sem maður gleymir aldrei þegar þessi ungi maður stal úr manni hjartanu ef svo má segja. Ég, sjómannskonan, var þá í Slysavarnarfélaginu og mjög upptekin af öryggismálum sjómanna. Gott að sjá þessa brýningu hjá þér til ungu mannanna því þó margt hafi breyst þá hefur þörfin á öryggismálum ekki minnkað. Ég tek undir hamingjuóskir til Guðlaugs og fjölskyldu hans. Með góðri kveðju Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:48
Sæl mín kæra vinkona!Og ég þakka innlitið.Og takk fyrir síðast.Höfum sem minnst orð um það hér á blogginu..Þyrftum að eiga tal saman innan tíðar.Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 18.3.2009 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.