Sauðaþjófar nútímans

Ég er nýbúinn að lesa bók eftir,mér svo mjög kæran vin Guðlaug Gíslason.Lífvörður Jörundar Hundadagakonungs heitir bókin.Þetta er örlagasaga hjóna norður á Ströndum á fyrihluta nítjándu aldar sem urðu uppvís að sauðaþjófnaði.Á þeim árum gekk sauðaþjófnaður morði næst gagnvart lögum.

 

Bæði voru dæmd til æfilangrar refsingar sem þó breyttist í meðförum dómsstigana.Mér fannst ég lesa fyrirbrygði sem heitir"græðgi"eða kannske"ágirnd"á nútíma máli á milli línannan Ég hvet fólk til að lesa þessa bók og dæma svo sjálft.Það fer kannske ekki mikið fyrir henni en Guðlaugur hefur auðsýnilega lagt,eins og hans er von og vísa mikla rækt við samningu hennar.Hún er gefin út af Vestfirska Forlaginu.En afhverju er ég að vitna í þessa bók?Jú af því að mér finnst það jafnast á við þessdags sauðaþjófnað að tæla út úr fólki kannske lífssparnað sinn til að fullnægja græðginni.Eins og mér finnst hafa skeð hér.Fjármálakerfi landsins siglt í strand.Hvar/hver var skipstjórinn?Var hreinlega enginn í brúnni.

 

 

Allavega virðist enginn vera ábyrgur.Hvorki stjórnendur þessara banka sem létu stjórnast af græðginni,eða ráðamenn þjóðarinnar.Samt hefur 1 seðlabanksstjórinn sagt að hann hafi varað við.En hvern?Hvaða ráðamaður/menn létu,ef satt reynist það sem vind um eyru þjóta að allt væri að fara til fjan.....Þarf sá eða þeir ekki að biðja þjóðina afsökunnar?"Ég biðst innilegra afsökunnar og geri það viljugur aftur.Afsökunin er djúpstæð og skilyrðislaus gagnvart þeirri ógæfu sem snertir okkur öll"er haft eftir  Fred Goodwin fv bankastjóra Royal Bank of Scotland í þingsölum Englands.Íslenskir fræðimenn láta hafa eftir sér að bæði Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafi vitað hvað var að gerast.Annað sé útilokað.

 

 

2 hausar fuku jú en báðust þeir afsökunnar?Nei.Nú verður þjóðin að snúa bökum saman og hlú hvert að öðru eru farsar sem heyrast daglega.En þetta virðist bara eiga við almenning.En þessir andsk..... hrokagikkir sem stóðu fyrir veislunni sem kunna ekki að skammast sín og líta ennþá lengra niður á hinn almenna borgara eins og hann(borgarinn)eigi alla sökina.

 

Þessir helv.... nútíma sauðaþjófar líta enn þá lengra niður á fólkið sem þeir eru nýbúnir að ræna kannske aleigunni.Og svo stendur til að það kosti milljónir að losna við þá menn sem þykjast hafa varað við en enginn hlustaði á.Hvaða manni með sæmilega greind og nokkurnvegin læs á íslenska tungu trúir því að umræddur seðlabankastjóri hafi tekið það gott og gilt að ekki hafi verið hlustað á hann á ögurstundu.Að menn hafi tekið því sem einhverskonar Bermudahjali.Hvenær skildi ræðustóllin á alþingi verða þess aðnjótandi að einhver ráðamaðu komi í hann og segi:"Mér hafa orðið á misstök og ég bið þjóðina afsökunnar á þeim."

 

 

Sennilega upplifi ég ekki þann merkisaburð.Og hugsið ykkur ég las einhverntíma um daginn að,1 já segi og skrifa eiit mál sé til rannsóknar hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra(ég vona að ég fari rétt með heiti stöfnunarinnar)Steinbeck lætur"Docs"í skáldsögunni Ægisgötu segja m.a:"Það sem við dáumst að í fari manna,góðvild.örlæti.hreinskilni,heiðarleiki,skilningur og samúð eru fylgifiskar mislukkunar í þjóðskipulagi okkar.Og eiginleikar sem við fyrirlítum:"harðýðgi,græðgi,ágirnd,níska.sjálfselska og eigingirni.afla mönnum veraldargengis.Og enda þótt menn dáist að kostum hinna fyrrnefndu eigileika.eru þeir sólgnir í afrakstur hinna síðarnefndu"

 

 

Það er margt til í þessu.Það var græðgi,ágirnd.sjálfselska og eigingirni sem kom okkur á kaldan klaka og það sama sýnist vera mönnum til veraldargengis.En þarna vantar hrokann.Hann ríður ekki við einteyming hjá þessu svokallaða fyrifólki.Svo eru menn að tala um meðferð dana á almenningi hér fyrr á öldum.Þetta fjandans lið ætti að skammast sín og drullast til að reyna að bjarga því sem bjargað verður.Burt með öll klíku.stúku eða hvað þau heita þessi bönd sem menn eru að bindast.Og í Steininn með þessa nútíma sauðaþjófa.Ég læt þetta nægja geðheilsu ykkar og blóðþrýstingi mínum í bili Verið  af mér kært kvödd og munið þótt allt sé hér á"Ice"það er vorið á næstu grösum


mbl.is Hlutabréfaverði var haldið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, þetta er góð grein hjá þér "kall", ég get ekki verið meira sammála þér, og þetta með blóðþrýstinginn er alveg rétt, maður getur verið mikið æstur eins og maður á kyn til.

vertu velkominn heim, á eyjuna fögru, ég kíki í FF kaffi hjá þér í nánustu framtíð.

Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi pistill þinn verðskuldar alveg þó blóðþrýstingur fari aðeins upp. Góður pistill og dagsannur, svo mikið er víst.

Kveðja úr Hjörungavåg

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.2.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona útrás greinsar sálina ofurlítið. Það er bara um að gera að næra reiðina vel fram að kosningum. En þá vandast nú málið fyrst.

B.kv.

Árni Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góður Árni, þetta er svo dagsatt hjá þér, þá fyrst vandast nú málið..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur innlitið félagar.Helgi þakka sendinguna.Hluti af henni fer í pottinn í kvöld.Hafsteinn þakka kærlega myndirnar.Þær voru virkilega fínar.Og Árni var að skoða mynd af þér hjá vini mínum Torfa á viktinni,Hún var tekin er þú varst ungur og sætur eða þannig.Veri allir kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 25.2.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 536297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband