"Feigum ekki forðað"

Einhversstaðar stendur"Feigum er ekki forðað eða ófeigum í hel komið"Á Sjómannadaginn þ 7 júni næstkomandi verður mikið tilefni til að fagna.Fagna því að á árinu 2008 fórst enginn sjómaður við landið,En þá er einnig mikil ástæða til að syrga fallna félaga.Í febrúar nk eru 50 ár síðan 2 stórslys urðu.Þ.e.a.s þegar b/v Júlí fórst við Newfoundland og v/s Hermóður við Stafnnes.

 

isbilde4 

Talið var að Júlí hafi farist af völdum þess mikla"óvinar"ísingar

image 1b/v Júlí

 v/s Hermóður

Í þessum slysum fórust 42 íslenskir sjómenn.Næsta ár einnig í febrúar verða 85 ár síðan svokallað"Halaveður"varð en þá fórust 68 íslenskir sjómenn og 6 enskir.Í þessum 2 febrúarmánuðum misstu  sem sagt til samans 118 sjómenn á besta aldri lífið.Ég man þegar Júlíslysið varð þá var ég sjálfu rétt rúmlega tvítugur og búinn að vera togarasjómaður í rúm 4 ár.Ég þekkti nokkra úr áhöfn Júlí persónulega þ.á meðal var æskufélaga minn.

 

image 8image 9image 7

Forsíða Moggans í febrúar 1969

Og marga kannaðist maður við frá þeim stöðum sem togarasjómenn sóttu í landlegum.Margir af þessum mönnum fundust mér"gamlir kallar"en ef maður skoða aldur þeirra í dag sér maður að flestir af þessum mönum voru á aldrinum 20 - 30 ára.Sá yngsti 16 ára elsti 48 ára.Svona er tími og aldur dálítið afstæður.

 

Iceberg Grænlandsísinn

hanshedtoft Hans Hedtoft

 

Á föstudag eru einnig 50 ár liðin frá hinu hörmulega slysi er skip Grænlandsverslunarinnar Hans Hedtoft  fórst 1959 og með því 40 manna áhöfn og 55 farþegar.Þar á meðal 19 konur og 5 börn. Í þessu veðri sýndi þýskur skipstjóri mikla hugdirfsku um leið og hann setti sjálfan sig og skipshöfn sínaí stóra hættu þegar hann sigldi skipi sínu á fullri ferð í áttina að þeim stað sem loftskeytamaður Hans Hedtoft sem hét því sérkennilega nafni C.J.Dejligbjerg  gaf upp

 dejlig Hinn"rólegi"loftskeytamaður  C.J.Dejligbjerg 

Skipið átti eftir yfirlýsingum frá hönnuðum og skipasmíðastöð ekki að geta sokkið.Sama og sagt var um annað farþegaskip Titanic fyrir tæpum 50 árum þar á undan(1912)Ég hef stundum hugsað getur það verið að þarna hafi forlögum verið storkað og þau sagt til sín.Hans Hedtoftslysið skildi eftir sig mörgum ósvöruðum spurningum.Menn undrast t.d rógsemi loftskeytamannsins.Og að aldrei var minnst á farþegana í skeytasendingum hans..

f2ee6e8e47a829482f1e20436ea31aab50db199bb57a27ef0896cba1836ad244544f54b27d115827d475e4653e 

Capt Smith á Titanic og yfirmenn hans á SS Titanic

titanic 3titanic 

SS Titanic 

Min skoðun er sú að menn undir svona kringumstæðum öðlist óskiljanlega ró.Ég hef einusinni lent í sjóslysi þar sem báturinn sem ég var á sökk.Ég var"sallarólegur"allan tíman sem þó var ekki langur,eða c.a 20 mín frá að vart var við að mikill sjór var kominn í vélarúmið og þangað til báturinn var sokkinn.Og ekki er ég nein hetja.Ég er að vísu ekki hræddur við dauðan sem slíkan en ég er skíthrædur um hvernig fer að því að deyja.Og mér hefur oft verið hugsað til manna sem hafa lokast inni í skipum sem hafa hvolft t.d.Í Hans Hedtoft dæminu velta menn mikið fyrir sér hvað hafi eiginlega skeð.Ég skrifaði blog í fyrra um þetta slys og vísa til þess hér að neðan,En á föstudaginn(30 jan) kemur eru nákvæmlega 50 ár síðan að þetta hörmulega slys skeði.Og eins og ég sagði í febrúar eru 50 ár síðan b/v Júlí og v/s Hermóður fórust,

 

rogue wavethumbship rough sea 4 Rudda veður

Ég hef oft hugsað til þessara manna sem ég t.d. þekkti á Júlí.Sérstaklega eins æskufélaga míns.Hvað ætti þessi maður af afkomendum í dag?Hér í Vestmannaeyjum sér maður oft á götunni eldri mann.Hann gengur yfirleitt með 2 göngustafi.Hann gengur skakkur en hratt.Hann fékk(að ég held)heilablóðfall fyrir nokkrum árum.Hvað skildu margir sem sjá  þennan mann vita hans fortíð?Þessi maður heitir Örnólfur Grétar Hálfdánarson og er í dag.65 ára.Fyrir 40 árum bargaði þessi maður skipshöfn sinni þegar v/b Svanur ÍS 214 fórst út af Vestfjörðum þ 29 janúar 1969.Eftir að báturinn hafði fengið á sig brotsjó og lagst á hliðina náðu skipverjar bjargbát sem var á brúarþaki.Báturinn skemmdist við það og var illnotandi vegna skemmda á tjaldi og efri flotholtum

image 1 Svanur ÍS 214 

image 5 Baksíða Moggans 30 jan 1969

En þá  kastaði Örnólfur sér í sjóinn og tókst með miklu harðfylgi að ná björguarbát sem var bundinn frammi á flakinu..Þeim var síðan bjargað af varðskipi eftir að m/b Sólrúnu hafði fundið þá og vísað varðskipinu á staðinn.Með tilliti til afkomenda hvað skildi Örnólfur hafa bjargað mörgum mannslífu þarna?En áhöfnin á Svani taldi 6 menn. Manni er líka hugsað til ýmissa annara sjóslysa hvað til dæmis ef Þorvaldur Axelsson þá stm  á v/s Albert hefði ekki séð blysið frá skipbrotsmönnnum frá m/b Ver KE 45 sem var gerður út frá Bíldudal og sem fórst 26 jan 1968.

 

image 4 Bjarnarey sem seinna hét Sólrún 

v/s Albert var fyrir tllviljun staddur á Bíldudal,En skipið var þangað komið til að flytja Hannes Hafstein erindreka SVÍ þaðan til Patreksfjarðar.En Hannes átti brýnt erindi til Patreksfjarðar og fjallvegurinn um"Hálfdán"var ófær.Rétt áður en að skipið lagði af stað frá Bíldudal kom skipstjórinn á m/b Andra og bað skipherra(Helga Hallvarðs)um að fá froskmann úr áhöfn varðskipsins til að skera úr skrúfu bátsins.Þetta tafði varðskipið um 1 ½ tíma.Rétt áður en  Albert lagði af stað frá Bíldudal var fólki á staðnum farið að lenga eftir Ver.

 

image 3V/S Albert

image 2 V/S Albert

Með það í huga hélt Albert út með landi og var í sambandi við aðra báta sem ekki höfðu heyrt neitt í Ver.Þegar út fyrir Kóp var komið var komið NA fárviðri,blindhríð og hauga sjór.Þegar svo skipið var komið fyrir Kóp var sem allt í einu kæmi aðeins rof í hríðina og í sama bili kallar Þorvaldur Axelsson yfirstm á Albert að hann hefði séð rautt neyðarljós.

 

image Ver KE 45 

Varðskipsmenn náðu miði af ljósinu og gátu svo stýrt í þá átt leið ekki á löngu uns þeir sáu björgunarbátinn"dansandi"í hafrótinu.Og gátu varðskipsmenn bjargað skipbrotsmönnum.Þarna mátti ekki tæpara standa því gúmmíbátinn var að reka upp í stórgrýtta fjöruna.

image 6 Baksíða Moggans 27 jan 1968 

Alger tilviljun olli einnig því að Snæbjörn skipstjóri kveikti á neyðarblysi en ekki neyðarrakettu.Var hald manna ef hann hefði nota  rakettuna hefði hún þotið þúsund metra upp í loft upp og borist svo með vindinum út í sortan og varðskipsmenn kannske ekki séð hana.Það má líka leiða hugan að hvað hefði skeð ef Pétur Jóhannsson skipstjóri á Hvalfellinu hefði ekki séð hættuna af b/v Ólafi Jóhannessyni og sett á fulla ferð og látið gefa bremsurnar á togspilinu lausar um leið og hann reyndi að sveigja skipinu frá hættunni?

 

                   Skemmdir Hvalfelli 

Það hafa örugglega verið sofandi menn á sinni frívakt framm í á Hvalfellinu.Þarna er ég að meina í árekstri skipanna sem varð 16 apríl 1960.Já við höfum stórt tilefni til að fagna og og kannske ennþá meira tilefni til að syrga á næsta sjómannadegi..Ég er að rifja þetta up nú til að íslenska þjóðin missi ekki sjónar af  mikilvægi þess að Sjómanadagurinn sé haldin og hafður hafðu í heiðri.Ég myndi líka vilja leggja til að sjómenn myndu hafa t.d einhverja þögn í einhverjar x mínútur í febrúar til að minnast þeirra miklu sjóslysa sem hafa átt sér stað í þessum mánuði fyrir 50 og 84 árum síðan.

 

isbilde3 Sjómenn á ísuðu skipi 

Við Íslendingar megum aldrei gleyma því hvað.rík/fátæk eða hvað menntuð við verðum að forfeður okkar voru að mestu leiti sjómenn og bændur sem lyktuðu af slori og kúaskít.Þetta voru hetjur sem börðust eiginlega með handafli og berhentir við óblíð náttúruöfl.Fólk getur tekið fyrir nefið þegar það finnur umrædda lykt en það má aldrei gleyma þessum staðreyndum.Ég bið allra sjómana guðs(þess er ég trúi á allavega enn)blessunar og bið að veturinn verði þeim og fjölskyldum þeira hliðhollur.Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Gylfi Jóhannsson

Fínar myndir, en manni verður kalt bara við að horfa á þær.

Bestu kveðjur. JGJ.

Ég sendi þér email áðan.

JGJ.

Jóhannes Gylfi Jóhannsson, 25.1.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Frikkinn

Ótrúlega góð grein hjá þér. Pabbi minn sem er fæddur "35" var á þessum tíma á bát frá Reykjavík . Hann sagði mér að um borð hjá þeim var einn maður sem sótti  stíft að komast á Júlí sem mun hafa verið gott aflaskip. En hann fékk loks plássið og fórst í þeirri ferð.

Frikkinn, 25.1.2009 kl. 18:58

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar.Og takk fyrir innlitið.Já Frikki það skeði margt tilviljanakennt í sambandi við Júlíslysið sem og fleiri.Ég man að talað var um að þegar verið var að flytja skrúfuna af skipinu þá rann hún af bílnum og banaði manni sem var við að flytja hana.Svo var það æskufélagi minn Jón Geirsson sem mér var sagt að hefði ætlað að hætta eftir að hafa verið einhverja túra en lét tilleiðast eftir þráláta beiðni skipstjórans.Svo vil ég koma með leiðréttingu.Bjarni Halldórs hinn ötuli fv Hafskipsskipstjóri hafði samband við mig út af þessu bloggi.Ég hélt því fram þegar ég skrifaði þennan pistil að  Hálfdán Einarsson sem var skipstj.á Sólrúnu sem fann skipshöfnina á Svani ÍS hafi verið faðir Örnólfs Grétars,En þetta er ekki rétt.Faðir Grétars var Hálfdán Örnólfsson.Ef ég reyni að leita að málsbótum þá er önnur fyrirsögn á sömu síðu Moggans.Sem hljóðar svo"Bjargaði syni sínum".Það sem líka hefur ruglað mig er fyrirsögnin á m.a.samtali við Hálfdán Einarsson skipstjóra,En fyrirsögnin var svona"Sáum skyndilega ljósið í toppi gúmbátsins rétt við borðstokkinn á Sólrúnu"og svo undirfyrirsögn:"Það voru gleðitíðindi,segir faðir skipstjórans á Svani".En ég þakka Bjarna fyrir að benda mér á þetta og er búin að leiðrétta þetta og svo aðra villu sem ég fann.Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur og þakka þér kærlega fyrir þessa góðu grein, ég tek heilshugar undir það að við eigum að halda á lofti minningum um þessa sjómenn sem hafa látið lífið í sjóslysum, og ekki síður eigum við að halda á lofi þeim björgunarafrekum þar sem sjómönnum var bjargað úr neyð. Oft á tíðum setja björgunarmenn sig í lífshættu við björgun manna úr sjávarháska. En og aftur tek ég undir það með þér að við eigum að nota Sjómannadaginn til að minnast þessara manna og kynna fyrir alþjóð hið mikilvæga starf sjómannsins. Þú byrjar grein þína á þessun orðum: Einhversstaðar stendur"Feigum er ekki forðað eða ófeigum í hel komið"Á Sjómannadaginn þ 7 júni næstkomandi verður mikið tilefni til að fagna.Fagna því að á árinu 2008 fórst enginn sjómaður við landið.

Það er laukrétt hjá þér Óafur minn að Þetta eru mikil gleðitíðindi og tilefni til að þakka, en þessi árangur kom ekki af sjálfum sér, margir menn og konur hafa lagt á sig mikla vinnu á síðustu 50 árum til að ná þessu markmiði, við skulum einnig hugsa til þeirra sem vörðuðu leiðina  að þessum árangri.

Þakka þér enn og aftur fyrir þessa góðu grein og myndir og endilega halltu áfram að skrifa um þennann málaflokk, við þurfum virkilega á því að halda.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.1.2009 kl. 16:02

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll min góði vinur!Þessi árangur kom ekki af sjálfu sér.Það er á hreinu Þar hafa lagt þunga hönd á plóg Landhelgisgæslan þ.e.a.s. starfsmenn hennar.Hilmar Snorrason og hans menn og björgunarsveitir á hinu ýmsu stöðum.Nú svo stór og fullkomin skip.En ný og fullkomin skip er alltaf nóg.Slys gera ekki  boð á undan sér.Sjómenn mega aldrei missa sjónir af því sjálfir að tækji og tól virki þegar á þeim þarf að halda,Þeir þurfa að fylgast vel með að allt sé í lagi.Þeir þurftu kannske að hugsa mikið um þetta sem höfðu kannske bara einhvern tunnufleka sér til björgunnar.Fyrir tíð gúmíbáta,neyðarbaujanna og annars nútildags neyðarútbúnaðar.Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 2.2.2009 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536301

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband